Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996
49
Lúta í lægra haldi
fyrir samkeppni
Flugfélagið Air UK,sem hol-
lenska flugfélagið KLM á 45%
eignarhlut í, hefur ákveðið að
hætta flugi til Madrid og Nice
frá Stansted flugvelli í London
frá og með 27. október. Ástæðan
er tap en samkeppnin á þessu
flugleiðum hefur aukist mjög
með tilkomu nýrra flugfélaga,
sem selja ódýrari fargjöld, á sl.
ári.
| Októberhátíðin
slær í gegn
Gestimir á októberhátíðinni
í Bæjaralandi í Þýskalandi
virðast hafa verið bæði svengri
og þyrstari en í fyrra. Við lok
hátíðarinnar tilkynnti borgar-
stjórinn að 3% fleiri hefðu
mætt í ár en 1995 eða um 6,9
milljónir manna. Neysla matar
og drykkjar jókst enn frekar
eða um 6%. Borgarstjórinn,
herra Ude, kallaði þetta „óvænt
efnahagslegt happ“.
KLM til Kenýa
Hollenska flugfélagið1 KLM
hefur ákveöið að bæta við einni
ferð vikulega til Nairobi frá
Amsterdam frá og með 22. nóv-
ember.
iviaiariutaraldur
Næstum 300 mamis hafa látið
lífið i malaríufaraldri sem nú
gengur yfir Rajasthanfylki á
Noröur- Indlandi. Sjúkdómur-
inn, sem berst með moskítóflug-
um, hefur verið að breiðast út
frá því að monsúntímabilið
hófst fyrir tveimur mánuðum.
Indversk blöð hafa eftir hátt-
settum embættismönnum að
talið sé að um 120 þúsund
manns hafi malaríu í fylkinu
en mörk þess liggja að Nýju-
Dehli.
Moskva, borg mikilla öfga:
Lenín, verkamannamatur
Moskva býr yfir fyrsta flokks
listasöfnum, þó nokkuð mörgum
góðum en dýrum veitingastöðum og
mörgum undraverðum bygginga-
listaverkum. En sannleikurinn er
sá að flestir Vesturlandabúar, sem
heimsækja Moskvu, hafa mestan
áhuga á að skoða leifar hins hrylli-
lega en þó spennandi tíma harðlinu-
kommúnismans.
Andi Sovát lifir
Besti staðurinn til að byrja á er
grafhýsi Leníns. Enn sem fyrr þarf
að standa í biðröð til að berja föður
byltingarinnar augum en nú eru
það aðallega ferðamenn en ekki
Rússar sem mynda biðraðirnar.
Strangir verðir raða fólki upp í ein-
falda röð fyrir framan risastórt graf-
hýsið á Rauða torginu, samtöl eru
illa séð og myndataka getur leitt til
handtöku. Inni í björtu, rauðu her-
bergi hvílir svo vel varðveittur lík-
ami Leníns eins og Þyrnirós i stórri
glerkistu og eru efnin, sem notuð
voru við smuminguna á likinu,
ennþá ríkisleyndarmál,
Alvaran og aginn sem enn er
þarna ríkjandi minna gesti óþægi-
lega mikið á hvemig kommúnism-
inn fjötraði daglegt líf í Rússlandi.
Ef enn er sögulegur áhugi fyrir
hendi eftir heimsóknina til Leníns
má benda á Byltingarsafnið við
Tverskaya stræti þar sem jafnt er
að fmna glæsibúna borgarbúa, götu-
böm og örvæntingarfulla betlara.
Gorbatsjov í felum
Þegar inn í safhið er komið vekur
strax athygli að Trotsky og Gorbat-
sjov eru næstum þurrkaðir út úr
sögunni, aðeins er að finna af þeim
örlitlar myndir í dimmum hornum
sem erfitt er að finna. Á safninu má
finna fyrstu rússnesku þreskivélina
sem byggð var í þágu þjóðnýtingar
landbúnaðar svo og ýmis sýnishom
af „öreigamat" sem heitir nöfnum
eins og verkamannakökm- og bolsé-
vikakex.
Fyrir utan safnið er búið að stilla
upp ónýtum og brenndum rafknún-
um strætisvagni sem notaður var
sem vegatálmi í valdaránsuppreisn
kommúnista 1991. Hvort þarna er
um að ræða aðvörun til væntan-
legra uppreisnarmanna eða laumu-
legan virðingarvott til heiðurs
valdaræningjunum 1991 er erfitt að
segja.
Það er fljótlegt að fá sér bita í
Moskvu, enda er nóg um pylsu-
vagna og ávaxtasölur. En ætli mað-
ur að njóta matar síns þykir best að
fara á hinn geypistóra georgíska
veitingastað, Aragvi, sem einnig
liggur við Tverskaya stræti. Hann
er í næstu nánd við einn af fjölda-
mörgum McDonalds hamborgara-
stöðunum í Moskvu en eins ólíkur
þeim og hægt er að hugsa sér.
Aragvi er sagður hafa verið uppá-
haldsstaður Stalíns og enn þann dag
í dag er staðurinn vinsæll, jafnt
meðal Rússa og erlendra ferða-
manna þó svo að enn sé þar mikill
Sovétbragur. Maturinn þykir góður,
þjónarnir eru sérlega fyldir, þjón-
usta hæg og tónlistin hávær.
Skuggar og loðdýr
Vilji maður stíga einu skrefi nær
inn í nútímann kíkir maður á
Cherry Casino þar sem hægt er að
fá góða innsýn í líf hinna efnameiri.
Þar gilda strangar reglur um klæða-
burð (engir æfingagallar, takk fyrir)
og inngangseyrir er 40 dollarar eða
um 2700 kr. Allir gestir verða að
ganga í gegnum málmleitartæki og
þola að leitað sé á þeim af vopnuð-
um vörðum.
Þegar inn er komið ber fyrir augu
glingurslega og illa upplýsta sali
þar sem glæponar og vafasamir
kaupahéðnar vafra í kringum spila-
borðin í fylgd með fáklæddum næt-
urdrottningum. Lágmarksveðmál er
10 doflarar eðatæpar 680 krónur og
flaskan af kampavíni er á 100 doll-
ara. Á efri hæðinni er að finna næt-
urklúbb, veitingastað og leikfanga-
búð sem stingur mjög í stúf við hið
dimma og að vissu leyti spillta and-
rúmsloft sem þama ríkir. Þar er að
finna gífurlegt úrval af rándýrum
uppstoppuðum dýrum og hvort
þarna er verið stíla upp á foreldra
með nagandi samviskubit eða hinar
ungu fylgdarmeyjar auðkýfinganna
skal látið ósagt!
Þýtt og endursagt úr New York
Times.
-ggá
' Færri ferðamenn
til ísrael
Hin blóðugu átök milli ísra-
elskra hermanna og Palestínu-
manna hafa haft í för með sér
mikla fækkun á bókunum til
ísraels, að sögn ráðherra ferða-
mála.
|
8
Hraðlest seinkar
Anne-Marie Idrac, ráðherra
samgöngumála í Frakklandi,
hefur tilkynnt að uppbyggingu
TVG hraðlestakerfisins verði
seinkað sökum fjárhagsörðug-
leika. Hún sagði að upphaflegu
ár hefðu verið byggðar á óraun-
| sæjum fjárhagsáætlunum.
„Þetta er ekki verkefni sem
hægt er að ljúka á 10 árum,
sagði hún, þetta er verkefni
| sem tekur heila kynslóð.
’hmmmmmmmmmmmmammammmummmmm
heimur
FYRIR ALLA
kr.*
i tvíbýli 7. des. 1 2 vikur á Jardin E1 Atlantico
Með flugvallarsköttum
og 3% afslætti ef greitt
er með reiðufé minnst
4 vikum fyrir brottför eða
VISA/Euro greiðslukorti
minnst 6 vikum fyrir brottför.
Nanari upplýsingar fast a söluskrifstofum Flugleiöa, hjá umboðsmönnum
og ferðaskrifstofum eða í söludeild í síma 50 50 100, virka daga.
FLUGLEIDIR
Traustur islenskur ferdafélagi