Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 17
17 DV LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 Hannes Sigfússon í stofunni f Vallholtinu. kvæöa við það að búa á Akranesi. „Ég geng mikið í fjörunni og upp á fjallið ef ég þarf að hugsa. Mér finnst Snæfellsjökullinn einnig ótrúlegur aflgjafi. Að vísu hefur hann ekki sést allan september," segir Kristín. Einnig nefndu flestir að staðsetningin væri góð vegna ná- lægðar við höfuðborgina. „Ég gat ekki almennilega sætt mig við að vera í borginni. Ég þarf kannski að færa mig þegar göngin koma ef mér fmnst ég vera kominn of nálægt Reykjavík,“ segir Gyröir. Hitti æskuástina aftur Hannesi þykir enginn hörgull á andans mönnum á Akranesi og það finnst honum af því góða. Hann fer oft til Spánar ásamt heitmey sinni, Guðnýju Gestsdóttur, sem hann kynntist í barnaskóla. Hún er búsett í Reykjavík og þau hafa aldrei búiö saman en verið heitbundin í átta ár. Nú ætlar Hannes að hafa vetursetu á Akranesi en hann fæst við að skrifa stutta skáldsögu sem kemur út á næsta ári. „Ég hitti Guðnýju löngu síðar en þá var hún gift kona. Ég giftist sjálf- ur til Noregs og bjó þar í 40 ár. Þeg- ar ég kom hingað til lands hitti ég Guðnýju aftur og við endumýjuðum kynnin. Þessi búseta hentar okkur ágætlega. Guðný er æsku- ástin min og ástin til henn- ar hefur aldrei dáið. Ég til- einkaði henni fyrstu bók- ina mína, Dymbilvöku, þó að hún væri harðgift kona. Ég minnist einnig á hana í fyrra bindi ævisögu minn- ar,“ segir Hannes. Guðný fer oft á Skagann og Hannes tekur einnig Akraborgina í bæinn en hann segir mun auðveld- ara fyrir unnustu sína að koma ef göngin verða að veruleika. Gott mannlíf „Það er viss kostur aö vera í ekki stærra samfé- lagi. Maður þekkir marga og getur spjallað á götunni og i búðunum," segir Krist- ín. Guðrún tekur undir þetta en hún segist eins og Krisfján hafa fundið fyrir því að vera utanaðkomandi til að byrja með en það hafi fljótt gleymst. Oft hefúr verið talað um að fólk á lands- byggðinni tali mikið en það segja skáldin að hafi ekki verið vanda- mál. Kristján segir að það sé ekkert meira talað um náungann á Akra- nesi en annars staðar. „Einu sinni var sagt við mig að ég yrði aldrei Skagamaður þar sem ég væri ekki fædd hér og upp alin. Mér finnst ég orðin Skagamanneskja og bömin mín eru það. Hér er mjög gott mannlíf og mér finnst svo gott þegar fólk heilsast og gefúr sér tíma til þess að spjalla úti á götu og inni í búðum. Fólk gefúr sér tíma fyrir mannlega þátt- inn. Mér finnst ég voðalega einmana þegar ég kem inn í búð í Reykjavík og eng- inn heilsar mér eða býður góðan daginn," segir Guð- rún. Guðrún og fjölskylda hennar stóðu á tímamótum fyrir nokkra og þurftu að taka ákvörðun um það hvort þau vildu flytja frá Akranesi vegna vinnu- missis. Þau tóku þá ákvörðun að bjarga sér sjálf og settu á stofn skó- búð. „Fólk er alltaf að reyna að bjarga sér með því að setja á stofn lítil fyrirtæki. Ég fann að það var gott að þekkja svona margt fólk sem peppar mann upp og styður við bakið á manni. Fólk met- ur það við okkur að hafa ekki gefist upp og farið," segir Guðrún. Laus við galla stórborgar „Á Akranesi er boðið upp á allt sem þarf að vera til staðar. Hér era flestir kostir dreifbýlisins og maður er laus við galla stórborgarinnar," segir Kristján. Kristján segir að gott fólk búi á Skaganum og bærinn búi yfir ná- lægð sem honum finnst nauðsynleg. Hann segir mjög gott að ala upp börn og vinna að skriftum. „Ég vil vera í hæfilegri fjarlægð frá Reykjavík. Ef ég þarf að skjótast í bæinn er það ekkert mál. Það hef- ur komið í ljós með árunum að ég fer æ sjaldnar. Þegar ég kem til Guðrún Eiríksdóttir ætlar aö snúa sér meira aö skriftum. Kristján Kristjánsson situr yfirieitt viö skriftir f risinu. menning Reykjavíkur finnst mér fólkið þar eyða hálfri ævinni í strætisvagni eða bíl. Ég sé ekki að ég muni búa þar á næstunni. Ég er að minnsta kosti sestur að hér um sinn,“ segir Kristján. Mikil viðbrigði „Það vora mikil viðbrigði fyrir mig að flytja á Skagann því ég hafði búið lengi á erlendri grundu. Ég ætlaði ekki að stoppa lengi en ég er hér enn þá, svo það breyttist,“ segir Kristín. Hún eignaðist þriðja bamið á Akranesi og fannst fljótlega eftir það bærinn að mörgu leyti hentug- ur til þess að ala upp börn. Kristín segist einnig hafa lent í því að böm- in taki ráðin eins og margir lenda í þegar bömin eldast. „Það vegur þungt að bömin viija vera þar sem þau eiga sína vini. Þau máttu ekki til þess hugsa að flytja," segir Kristín. Kristín segir að hún eigi auðveld- ara með að fara frá Skaganum þeg- ar þrengir að henni þar sem bömin eru hálfuppkomin. Hún sækir sér það andrými sem hún þarf en hún lítur jákvæðum augum að fjarlægð- in milli Akraness og Reykjavíkur minnkar þegar göngin verða að veruleika. Guðrún er í hálfu starfi á sjúkra- húsinu á Akranesi en er að minnka við sig og hyggst verja hálfum deg- inum í skriftir. Hún ætlar sér að sinna skáldgáfunni meira þar sem skriftimar hafa hingað til verið meira tómstundagaman. -em G stendur fyrir Síberíu Ginseng, notað um aldur til að viðhalda þreki og auka fjör. 'stendur fyrir Pollen, blómafrjókorn hlaðin orku og kjarngóðum næringarefnum. E stendur fyrir E-vítamín, mikilvægt fyrir frumuöndun, efnaskipti kolvetna og fitu, myndun bandvefs og vöðva og heilbrigða starfsemi heiladinguls og kynfæra. Royal mielly Vegna einstakra náttúrulegra eiginleika þessa verðmæta efnis. Það er eftirsótt til að efla þreyttu holdi kraft. Fœst í heilsubúðum, apótekum og heilsuhillum matvörubúða Kringlunni & SkólavörSustíg GULI MIÐINN TRYGGIR GÆÐIN! 2T ^jónvcirp ■* 2T jUfjyr Trinity/i iityndluKipi '•» i'Jicum jtarau 'AaIU'i'j mu'jíiuri ’ -»l'ilanu, ullur uO'jarDir ú 3kjú ■< jjúlfvirk vbcun jtOOvu •» I5:'J bruiOcjuld •» Tuitcuvur'j rjurjcýrin'j •» 2:c jcurccanyi j-VHj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.