Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 36
LAUGARDAGUR 12. OKTOBER 1996
i jjyiðsljós
Faðir Keanu Reeves sólundaði fjölskylduauðnum í brennivín og vímu:
Hef samviskubit yfir
afskiptaleysinu
gagnvart Keanu
- segir pabbinn en hann fær endursend öll bráf með „heimilisfang óþekkt"
„Keanu er sonurinn sem ég
elskaöi og missti en ég get engum
um kennt nema sjálfum mér. Ég hef
engan áhuga á peningunum hans og
hef aldrei veriö það. En ég er stolt-
ur af því hvað hann hefur náð langt
og ég hef samviskubit yfir því að
hafa verið i burtu frá honum öll
þessi ár,“ segir Samuel Nowlin
Reeves, pabbi leikarans fræga Ke-
anu Reeves, en hann er að hálfu
Kínverji og hálfu Hawaíbúi og það-
an hefur Keanu Reeves náttúrlega
sitt sérstaka útlit. Keanu Reeves er
af efnuðu fólki kominn en pabbi
hans hefur sólundað öllum fjöl-
skylduauðnum og á ekkert eftir.
Samuel hefur lítil afskipti haft af
syni sínum og dóttarinni Kim frá
því þau voru unglingar. Hann hefur
átt við áfengisvanda að striða og set-
ið inni síðusta ár fyrir að hafa
kókaín og heróín undir höndum og
var dæmdur I meðferð. Eiginkona
hans dó einmitt af of stórum
skammti meðan hann var í meðferð-
inni en karlinum hefur tekist að
Keanu Reeves hefur ekki verið í sambandi við föður sinn frá því á
unglingsárunum. Pabbi hans hefur helgað líf sitt brennivíni og vímu
og vill Keanu ekkert af honum vita. Það er þó greinilegt að hann hef-
ur erft sterkan svip frá gamla manninum.
halda sér á rétta róli frá því hann
losnaði og meðal annars skrifað Ke-
anu bréf til að ná aft-
ur sambandi við
hann eftir öll þessi ár
af afskiptaleysi og
biðja hann fyrirgefh-
ingar.
„Keanu var góður
strákur og ég þurfti
sjaldan að aga hann
til. Móðir hans bað
mig aðeins einu sinni
að taka í hann eftir
að hann hafði verið
að fljúgast á við syst-
ur sína. Þá notaði ég
ólina á hann í fyrsta
og eina skiptið en það hafði aldrei
nein áhrif á samband okkar,“ segir
hann.
Mamma Keanus, sem er fyrnnn
dansmær á næturklúbbi, var mjög
óhefðbundin í móðurhlutverkinu og
skildi þau systkinin oft eftir ein og
yfirgefm um lengri eða skemmri
tima. Þrátt fyrir það eru þau Keanu
mjög náin enn þann dag í dag. Hún
skildi við Samuel um miðjan átt-
unda áratuginn og flutti með bömin
til New York þar sem þau ólust upp.
Það er ljóst að Keanu Reeves hef-
ur náð langt þrátt fyrir erfiða æsku
en hann hefur ekki látið deigan
síga. Þegar erlendir fjölmiölar hafa
spurt hann um föðurinn og uppvaxt-
arárin hefur hann lítið viljað segja
og kallað foður sinn „útbrennda
gaurinn frá sjöunda áratagnum" og
endursent öll bréf frá honum með
áletruninni „heimilisfang óþekkt".
Rachel Hunter
með Rod
Stewart
Hin æsandi Rachei Hunter
lætar ekki sitt eftir liggja þegar
líkamsræktin er annars vegar
enda verða stjörnurnar að hafa
talsvert fyrir því að halda sér
unglegum og fínum og Rachel
er sjálfsagt engin undantekning
í þeim efhum.
Rachel Hunter steðjar áfram
með eiginmanninn, Rod Stewart,
og félaga í eftirdragi.
Rachel þykir mikill skörung-
ur og svo virðist sem eiginmað-
ur hennar, rokkarinn Rod
Stewart, og félagar þeirra eigi í
erfiðleikum með að fylgja henni
eftir. Það er svo sem engin
furða þegar menn steðja áfram
á þennan hátt og alls ekki
ástæða til að halda aftur af sér
og bíða eftir hinum. Líkams-
rækt gengur jú út á það að
reyna á sig.
Davis og
hamingju
í Hollywood er altalað hversu
illa hjónabönd endast. Það ætti
því að vera kominn tími til þess
að hjónaband Geenu Davis og
Rennys Harlins. spryngi þar
sem þau hafa verið gift i þrjú
ár. Hann var leikstjóri kvik-
myndarinnar Cutthroat Island,
sem hún lék í, og það hefði átt
að nægja til þess að þau yrðu
ósátt.
Það virðist þó ekki hafa
breytt neinu á milli þeirra þar
sem þau mætta til leiks við tök-
ur myndarinnar The Long Kiss
Goodnight. Að sögn Samuels L.
Jacksons sem leikur á móti
Davis í myndinni er samband
þeirra gott. Hann segir að þau
séu alltaf að segja fallega hluti
hvort við annað eins og ég elska
þig og annað í þeim dúr. Hann
var fyrir aftan Davis þegar hún
lék í ástaratriðum á móti
Jackson og sagði henni að
kyssa á honum hálsinn og setja
tunguna í munn hans.
Bette
Midler,
Goldie
Hawn
09
Diane
Keaton
leika
saman
í nýrri
mynd,
The
First
Wives
Club.
vilja hefna sín á körlunum
Vinkonurnar Bette Midler, Goldie Hawn og Diane Keaton leika saman í nýrri mynd, The First
Wives Club, sem ef til vill má útleggja sem Klúbbur fyrsta eiginkvennanna, og er vonandi að sú
mynd verði sýnd fljótlega i kvikmyndahúsum hér á landi því að þama getar verið um óhemju
skemmtilegan kokkteil að ræða þó að kannski verði ekki brotið blað í kvikmyndasögunni.
Midler, Hawn og Keaton leika ríkar og fráskildar eiginkonur á Manhattan í New York. Þær
vilja hefna sín á eiginmönnunum sem létu þær flakka og náðu sér í yngri konur og grípa til ým-
issa ráða í því skyni. Söguþráðurinn lofar góðu og spumingin því aðeins hvað þessum fjölhæfu
leikkonum tekst að gera úr hlutverkunum.
Það verður spennandi að sjá þegar myndin kemm- í kvikmyndahús hér.
Geena Davis er hamingjusöm með sínum heittelskaða.