Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 51 -» New York hefur lengi haft óorð á sér fyrir að vera stórhættuleg. Sannleikurinn er hins vegar sá að hún nær ekki inn á lista yfir 50 hættulegustu borgir Bandaríkjanna, þökk sé miklu átaki borgaryfirvalda um að stemma stigu gegn glæpum. í stórum milljónaborgum eru margar hættur sem ber að varast enda reynast grandalausir ferða- menn vafasömum einstaklingum oft auðveld bráð. Margar borgir hafa á sér orð sem hættulegar, sumar eiga það skilið en aðrar ekki. Lítum á yf- irlit sem gert hefur verið um nokkr- ar stórborgir sem almennt eru tald- ar hættulegar og hvað beri helst að varast. New York Margir telja New York vera eina af hættulegustu borgum veraldar, Sann- leikurinn er sá að hún er ekki á lista yfir 50 hættu- legustu borgir Bandaríkj- anna. Glæpatíðni í borg- inni féll um 27,4% milli ár- anna 1993 og 1995 á meðan glæpatíðni í Bandaríkj- unum í heild hækkaði um 5%. Gestir þurfa frekar að gæta sín á undraverðri umferðarómenningu og svindlgjörmun verslunum og veitingastöðum en á ræningjum og morðingj- um. Mexíkóborg Glæpir gagnvart ferða- mönnum í Mexíkóborg hafa aukist umtalsvert undanfarin ár. Lágt gengi gjaldmiðils Mexikó, pesós- ans síðan 1994 hefúr gert Mexíkó að ákjósanlegum ferðamannastað en jafn- framt hafa fylgt þrenging- ar í efnahagslífi heimamanna. Því hefur fylgt að sl. ár hafa glæpum í Mexíkóborg fjölgað um 35%. Ferðamenn ættu sérstaklega að gæta sín á leigubílstjórum sem starfa oft í félagi við glæpagengi um að ræna farþega. Best er að láta hót- elin sjá um að útvega bíla eða hringja á viðurkenndar leigubif- reiðastöðvar í stað þess að taka bíl- ana sem hringsóla um göfrimar. Miami Timabilið frá september 1992 og fram í desember 1993 varð Miami þekktari fyrir rán og morð en sól og sælu. Á þessu tímabili voru 10 feröamenn myrtir í Miami og í nán- asta umhverfi, allir á sama hátt. Ránsmennirnir keyrðu á bílaleigu- bíla og þegar ferðamennimir fóru út að gæta að skemmdum voru þeir rændir og í sumum tilfellum myrtir. En árið 1994 var komið á fót nýjum lögreglusveitum, The Tourist-Ori- ented Police eða TOP, og síðan þá hefur þessari tegund glæpa fækkað um 54%. TOP leiðbeinir ferðamönn- um frá Miami flugvelli um allt hvað varðar þessa tegund glæpa og vísar þeim inn á örugg svæði. Einnig varð til hjálpar að bílaleigum var bannað að merkja bíla sína sérstak- lega. Sérstaklega ber að forðast svæðið í nánasta umhverfi við flug- völlinn og miðborg Miami eftir kl. 18. Höfuðborg Spánar hefur lengi haft orð á sér fyrir rán og rupl. Helstu staðirnir sem ræningjar stunda sína iðju á era Plaza Mayor og Puerta del Sol og nú í seinni tíð svæðið framan við Prado safnið og versluncirgatan Calle de Serrano. Hér er oftast um tösku- og veskja- þjófnaöi að ræða en alvarlegt of- beldi er mjög sjaldgæft. Vasaþjófar vinna yfirleitt nokkrir saman, sum- ir spyrja til vegar eða missa lyklana sína fyrir framan ferðamenn á með- an aðrir næla í veskið. Lögreglan álítur að á síðasta ári hafi um 40 þúsund vasaþjófnaðir átt sér stað í borginni. Sé bíll leigður á Barajas flugvelli ber sérstaklega að gæta sín á „það er sprungið hjá þér“ breOunni. Þá er stungið á dekkin meðan bíllinn er ekki á ferð, síðan elta ræn- ingjarnir, venjulega á dýrum Mercedes eða Audi bílum, benda á að það sé sprungið og stinga síðan af með töskurnar þegar hinn grandalausi ferðamaður stöðvar til að skipta um dekk. Moskva Það ganga miklar hryllingssögur um lestarsprengingar, vopnaðar klíkur, skotbardaga og fjöldamorö í Moskvu. En í raun sýna tölur að Moskva er fremur aftarlega á lista borgimar, hvað ber að varast yfir hættulegustu borgir heims. Mest er um rán, framkvæmd af skipulögðum samtökum eh einnig em smáþjófnaðir töluvert algengir. Leigubílasvindl er mjög algengt í Moskvu, því er hyggilegra að láta hótel- eða flugvallastarfsmenn sjá um að útvega bíla. Vasaþjófar og ræningjar eru alls staðar á ferli, all- an sólarhringinn. Einnig ber að var- ast stóra barna- og unglingahópa og ekki má eiga von á neinni aðstoð frá vegfarendum. Æ fleiri fréttir berast af rússnesk- um konum sem stunda barina, bjóða ferðamönnum heim, svæfa þá með lyfjum og ræna þá. Næturlestin til St. Pétursborgar er mjög hættu- leg og skyldu ferðamenn reyna frek- ar að taka daglestina eða þá að binda aftur hjá sér dymar á tryggi- legan hátt. Róm og Napólí Napólí er líklega jafn þekkt fyrir veskjaþjófnað og Vesúvíusarfornminjarnar og í Róm em vasaþjófhaðir list- grein. En samkvæmt júní- hefti hins ítalska Panorama eru Róm og Napólí ekki með- al hættulegustu borga Ítalíu heldm- eru þær í sjöunda og áttunda sæti yfir glæpatíðni. Vasaþjófar í Róm stunda iðju sina einna helst í stræt- isvögnum þar sem þeir nota rakvélablöð við að skera á vasa, innkaupapoka og töskuólar. Þeir starfa oft tveir eða þrír saman og skapa oft glundroða með að tilkynna hátt og snjallt að þeir hafi sjálfir verið rændir. Strætisvagnarnir til Vatík- ansins og Colosseum eru sér- staklega varasamir. Einnig er mikið um þjófa við Spönsku þrepin, við Termini lestarstöðina og við Porta Portere og Via del Corso. Borgin hefur lagt mikið á sig við að uppræta glæpi, sér- staklega þar sem borgin er að reyna að fá til sín Ólympíu- leikana 2004. Það hefur tekist frekar vel, t.d. hefur þjófnuð- um af völdum sígauna fækk- að þó að enn sé mikið um að sígaunakonur og börn stundi betl. Yfirleitt nægir að segja hátt og skýrt Va via (farðu burt). í október f fyrra lýsti borgarstjór- inn í Napólí yfir áformum um að ~ hreinsa horgina og laða að feröa- menn. í kjölfarið hefur minni háttar glæpum fækkað og samt sem áður kvarta ferðamenn töluvert. Veskjaþjófnaður, einkenni borgar- innar, er enn vinsælastur og er hann yfirleitt stundaður af mótor- hjólum. Vasaþjófnaðir em mjög al- gengir í neðanjarðarlestinni sem gengur til Pompei, á Spaccanapoli svæðinu og fyrir framan forn- leifasafnið. E£ þú ert að ferðast í bíl geymdu þá verðmæti á þér þar sem það er algengt að rúður séu brotnar og verðmæti hirt þegar bíllinn er stöðvaður, t.d. á rauðu ljósi eða við vegatollsbása. Þýtt og endursagt úr Condé Nast Traveler. v -ggá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.