Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 menning 31 Sá sem skrifar í blöð sækir ekki fyrirmyndir í bókmenntir Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, hlaut í vikunni verðlaun úr Minn- ingarsjóði Björns Jónssonar rit- stjóra, Móðurmálssjóðnum, sem var stofnaður 1943. „Tilgangur sjóðsins er að verðlauna mann, er hefur aðalstarf sitt af blaða- mennsku og hefur að dómi sjóðsstjórnarinnar ritað svo góðan stíl og vandað ís- lenskt mál undanfarin ár að viðurkenningar sé vert," sagði for- maður sjóðsstjórn- ar, Sveinn Skorri Höskuldsson pró- fessor, við afhending- una. Aðeins 12 mönn- um hefur hlotnast þessi heiður á hálfri öld. Knappur stíll með söguþræði Björn Jónsson var rit- stjóri ísafoldar fyrir og um aldamótin síðustu og stórveldi i íslenskri blaðamennsku á sinni tið. Hefur Jónas Krist- jánsson rannsakað stíl hans? ara að afla sér heimilda. Maður þarf ekki að muna eins mikið. Gagnabankar eru aðgengilegir og greinar eins og leiðarar geta verið ábyrgari og réttari en áður hvað snertir staðreyndir. Ég breyti texta aðallega með því að stytta hann, fella út óþörf orð. í upphaflegri út- gáfu er ég undir áhrifum frá tal- máli, sem er lengra en ritmál, fleiri málhvíldar- orð eins og „það er". Svo er alltaf stemning yfir þvi sem maður gerir og maður fylg- ir henni. Þeg- ar ég svo horfi á verkið eftir á finnst mér margt of- sagt og dreg oft úr, fækka áhersluorð- um eins og afar og mjög. Ég hef kannski sagt að eitthvað sé , ,.. Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV: ?Éar gott' !n Nei nei, en eg hef les- *, .. . : . ..... þegar eg , s . Akveðin aminning að fa verðlaun. c -,-f h-.n,-, ,,,,,, ,,,, .,,„•¦, -' hugsa malið þá er það ið hann eins og aðra menn sem voru uppi á þessum tíma, sérstaklega út af stjórnmálunum. Ég held að ég sé ekki líkur honum, hann var sér- stæður maður að öllu leyti. Og góð- ur íslenskumaður. Ég hef eins og aðrir lesið bækur góöra höfunda, en sá sem skrifar í blöð sækir ekki þangað fyrirmynd- ir. Ég hef viljað að stíllinn væri knappur og að hann hefði sögu- þráð, ekki rambað fram og aftur heldur haldið mig við efnið í ein- hverri rökréttri röð. í bókmenntum gilda allt önnur lögmál. Blöð eru hugsuð til að koma sjónarmiðum bara gott! Tilhneigingin er alltaf að nota ekki lýsandi orð án áherslu- orðs, en þá verður gengislækkun á orðinu sjálfu." Verðlaun eru góð fyrir málefnið - Hafa svona verðlaun gildi? „Mér finnst allt hafa gildi sem rís upp úr þessu hversdagslega, veisluhöld og húllumhæ af ýmsu tagi. Verðlaunaveitingar eru ágæt- ar - burtséð frá því hvernig til Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, tekur við viðurkenningu Minningarsjóðs Björns Jónssonar ritstjóra, Móðurmálssjóðsins, úr hendi Sveins Skorra Höskuldssonar prófessors. og upplýsingum á framfæri við al- menning og það ræður úrslitum að samband komist á, strax, og það gerist ekki nema skipulag sé á mál- inu. Ég er um það bil klukkutíma að skrifa leiðara, og fljótari nú en fyrr á árum, hvort sem það stafar af þjálfun eða meiri tækni. Nú er auð- veldara að breyta texta og ég breyti meira en áður. í gamla daga skrif- aði maður á hvítan pappír og mál- ið varð fljótt illskiljanlegt ef miklu var breytt, og maður sparaði sér breytingar. Núna er líka auðveld- tekst með val á verðlaunahafa hverju sinni. Almennt séð er gott fyrir málefhið að verðlaun séu veitt á þvi sviði. Það hefur að minnsta kosti áhrif á þann sem fær verð- launin! Hann fær ákveðna áminn- ingu um leið og hann fær verðlaun. Svo er dýrmætt að til sé fólk sem hefur áhuga á að blöð séu vel skrif- uð og komi saman og meti það. Góð íslenska skiptir máli í blaða- mennsku. Þetta tungumál hefur verið á hægfara undanhaldi vegna vaxandi nálægðar við umheiminn. Unga fólkið talar margt jafngóða ensku og íslensku. íslenskan á erfitt uppdráttar af ýmsum nátt- úrulegum ástæðum, en hún er einn af örfáum hornsteinum þess að hér er sérstakt þjóðfélag. Tungumálið á undanhaldi Ég sagði frá því í verðlaunaboð- inu að það hefði hringt til mín aldr- aður verkfræðingur eftir leiðara sem ég skrifaði um nýyrðasmíði. Hann sagði að það væri misskiln- ingur hjá mér að til væru orð á ís- lensku yfir flesta hluti. Hann hafði sjálfur verið ötull nýyrðasmiður, og fleiri á hans aldri, en fáir tækju við af þeim. Það væri lítill áhugi á nýyrðum, til dæmis í félagsvísinda- deild háskólans. Helst hefðu tækni- menn áhuga á að gera hreint hjá sér, til dæmis verkfræðingar. Hann sagðist álíta að aðeins um helming- ur orðaforða nútímans væri til á ís- lensku, og bilið milli ensku og ís- lensku væri alltaf að breikka. Hon- um fannst erfitt að sjá að á þessu yrði breyting í framtíðinni; því ylli áhugaleysi ráðuneytis, áhugaleysi háskólans og áhugaleysi hjá yngri kynslóðinni. Þá erum við lika á undanhaldi í nýyrðasmíði, því sviði sem ég hélt að væri í nokkuð góðu horfi. Ég er ekki að segja að tungumálið sé að hrynja, ég er að segja að það sé á sígandi undanhaldi. Og það kom mér á óvart að við ættum svona langt í land með að eiga fullmótað nútímatungumál fyrir nútíma- menningu. Ég veit að það hafa ver- ið að koma út nýjar orðabækur um ýmis fræði; kapphlaupinu er haldið áfram, en bilið lengist jafht og þétt. Þetta eru ekki minar kenningar; ég hef þær frá fróðum mönnum, og þær valda mér óþægindum." -SA "^^^™" ""^^^^^^""""^"^"n 0^ ¦¦ ¦ r — Solusýnmg á sjónvarpsskápum frá OPIÐ laugardag 10.00-16.00 og sunnudag 12.00-16.00 Gerð L . D H Rétt verð Kynningarverð •?998 165 60 72 59.100 49.680 8880 80 59 65 30.770 25.850 780 80 60 65 27.360 22.980 800 80 60 64 22.870 19.250 72 70 59 65 16.220 13.620 566 60 49 59 12.300 10.320 Borgartúni 29 sími: 552 7095 & 562 7474 fax: 562 2340 Fyrirfæki utan samtaka atvinnurekenda VR óskar efrir viðræðuáætlun í samræmi við ákvæði í nýrri vinnulöggjöf, óskar Verzlunarmannafélag Reykjavíkur eftir gerð viðræðuáætlunar við fyrirtæki sem ekki eru í samtökum atvinnurekenda. Forsvarsmertn þeirra fyrirtækia eru beðnir um að hafa samband við Kjaramáladeild VR fyrir 18. október nk. svo komist verði hjá því að vísa málinu til ríkissáttasemjara. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Húsi verslunarinnar Sími: 568 7100 í lögum nr. 75/1996 segir: "Atvinnurekendur eða samtök þeirra og stéttarfélög skutu gera áætlun um skipulag viðrœðna um endurnýjun kjarasamnings... Viðrœðuóætlun skal gerð í síðasta lagi tíu vikum óður en gildandi kjarasamningur er laus."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.