Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 43 Kosningabaráttan að hefjast í Bretlandi: Norma, eiginkona Johns Majors, forsætis- ráðherra Bretlands, er einkar sparsöm kona. Hún notar t.a.m. sama tepokann oftar en einu sinni og frystir afganga frekar en að henda þeim. Cherie, eiginkona Tonys Blairs, leiðtoga Verkamannaflokksins, er snillingur í að búa til fljótlegar fjölskyldumáltíðir og hún nýtur þess að prjóna fallegar peysur. Nú eru aðeins um sjö mánuðir til kosninga í Bretlandi og leiðtogar tveggja stærstu stjóm- málaflokka landsins beita öllum ráðum til að gera kjósendum ljóst hvaða vindar það eru sem fleyta þjóðarskútunni áfram. Eiginkonur þeirra hafa þar veigamiklu hlutverki að gegna. Fréttaljós á laugardegi íhaldsmenn, sem nú eru við stjórnvölinn, em þess fullvissir að Norma hali inn atkvæði hjá konum úr miðstétt vegna stöðu sinnar sem hin dæmigerða húsmóðir. Hún er tveggja barna móðir sem hvatti eiginmann sinn til dáða á meðan hann klifraði upp metorðastig- ann í stjórnmálmn. Verkamannaflokkurinn segir hins vegar að staða Cherie sé dæmigerð fyrir líf nútíma- kvenna í dag. Auk þess að vera lögfræðingur í fremstu röð sér hún að mestu um heimilis- störfin og uppeldi barnanna þriggja. Ólíkur bakgrunnur Barátta eiginkvennanna verður hörð og erf- ið því fjölmiðlar koma til með að fylgja þeim eftir hvert fótspor og rýna í hvert smáatriði - háralit, klæðnað og annað í þeim dúr. Norma veitti fjölmiðlum nýverið sitt fyrsta viðtal, sex árum eftir að eiginmaðurinn tók við völdum i Downingstræti 10. „Mér líkar vel að vera heimavinnandi hús- móðir,“ sagði hin 54 ára eiginkona forsætis- ráðherrans sem hefur sl. ár verið að skrifa bók um opinberan sumarbústað forsætisráð- herrans, Chequers. Norma er svo handlagin að John hringdi oft í hana á fyrstu hjúskaparárum þeirra og bað hana um aðstoð. „Það slokknuðu öll ljós, hvað á ég að gera?“ spurði hann eitt sinn þegar öryggi sprakk. Cherie, sem þykir heldur róttækari en eig- inmaðurinn, Tony Blair, hefur haldið sig bak- sviðs hingað til en hún tók stórt skref inn í heim fjölmiðlanna er hún stýrði september- hefti tímaritsins Prima sem fjallar um hár- tísku og matargerð. Lesendur Prima voru upplýstir um að Tony væri mjög laginn við að bursta skó en hann væri ekki i nánu sam- bandi við þvottavél heimilisins. Fjölskyldan skiptir þær mestu máli Þó að bakgrunnur Normu og Cherie sé ólík- ur hvað varðar menntun og starfsreynslu, svo og pólitíska afstöðu, þá eiga þær ýmislegt sameiginlegt. Hvorug þeirra átti von á því að verða eigin- kona flokksleiðtoga í stjórnmálum. Báðum flnnst þeim erfitt að vera í sviðsljósi fjölmiðl- anna og það tók þær langan tíma að sætta sig við að vera almenningseign. Fjölskyldur Normu og Cherie er það sem skiptir þær mestu máli. Norma segir það hafa verið mjög erfitt þeg- ar John var kosinn til valda í nóvember árið 1990. Þar með var Margaret Thatcher velt úr sessi eftir 11 ára veru í Down- ingstræti 10. „Þetta var allt svo nýtt fyrir mér og það var enginn sem gat leiðbeint mér eða gefið góð ráð. Það var lið- inn langur tími frá því að síðast hafði verið for- sætisráðherra- frú,“ sagði Norma í viðtali fyrir stuttu. Fjölmiðlamir voru með and- styggilegar at- hugasemdir i hennar garð, sögðu hana ein- falda og fylgja manni sínum i blindni. Þeir gagnrýndu hana t.a.m. harðlega stuttu eftir að Major komst til valda fyrir að koma fram opin- berlega í sömu dragtinni tvo daga í röð. „Þetta var hræðilegt og auðvitað var dragtin líka hörmuleg að þeirra mati. Mér hefur þó tekist i tímans rás að að- laga mig breytt- um aðstæðum, annars væri lífið óbærilegt," sagði Norma, eiginkona forsætisráðherra Breta, hefur helgað eiginmanninum líf sitt og hvatt hann tii dáða allt frá því hann byrjaöi að feta sig upp metorða- stigann i stjórnmálum. Cherie, eiginkona Tonys Blairs, leiðtoga Verkamannaflokksins, er lögfræðingur í góðri stöðu og sér auk þess aö mestu leyti um börn og bú meðan eiginmaðurinn einbeitir sér að því að koma flokki sínum til valda. Á myndinni má sjá hvar þau hjónin taka létta sveiflu á þingi Verkamanna- flokksins í september sl. Norma sem þó hefur reynt að láta lítið fara fyrir sér. Hún kaus t.d. frekar að búa í húsi þeirra hjóna í Huntingdon en að flytja til London þar sem John er alla virka daga. Ekki „forsetafrúr" að hætti Bandaríkjamanna Cherie Blair og fjölskylda hennar býr í grennd við Downingstræti og segir Cherie að þau muni flytja ef Verkamannaflokkurinn sigrar í kosningunum. Hún segir mikilvægast að halda fjölskyldunni saman og að lifa sem eðlilegustu lífi. Það sagði Norma líka árið 1990 en Cherie ætti að hafa öðlast nægilega mikla reynslu í þessum efhum til að vita að ekkert verður eins ef Tony Blair kemst til valda. Þrátt fyrir að Cherie hafi ekki veitt fjölmiðl- um viðtöl hefur það ekki komið í veg fyrir að hægrisinnaðir blaðamenn hnýsist í fortið hennar og reyni að færa sönnur á að hún sé „leyni-kommi“ og andsnúin sókn eiginmanns- ins inn á miðju stjórnmálanna. Þeir hafa hins vegar orðið að láta sér nægja að agnúast út í fataval hennar. Hún átti t.a.m. slæman dag þegar hún mætti á veðreiðar iklædd stígvél- um sem þóttu mjög hlægileg. Einnig hafa fjöl- miðlar skopast að innilegum stuðningi henn- ar við eiginmanninn opinberlega, hve augna-' ráð hennar er aðdáunarfullt og brosið breitt. Það er ljóst að þær stöllur eiga eftir að vera í sviðsljósinu í hinni hörðu kosningabaráttu sem í hönd fer í Bretlandi en þrátt fyrir þá miklu athygli sem fjölmiðlar veita þeim Normu Major og Cherie Blair eru þær stað- ráðnar í að forðast að vera „forsetafrúr" að hætti Bandaríkjamanna. Reuter Hlutverk eiginkvenna leiðtoganna veigamikið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.