Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 12
12 enning LAUGARDAGUR 12. OKTOBER 1996 Hallgrímur Sveinsson, staðarhaldari á Hrafnseyri: Gefur út bækur um n glampandi Jén a Líklega er það forvitni sem fær flesta ferðalanga til að koma við á Hrafnseyri við Arnarfjörð, þessu höfuðbóli og sögustað sem allir ís- lendingar tengja við sjálfstæöisbar- áttu þjóðarinnar. Á Hrafnseyri er Hallgrímur Sveinsson staðarhaldari upptekinn við að sýna ferðafólki bæ Jóns Sigurðssonar sem verið er að endurbyggja. Auðheyrt er að þar er maður sem þekkir sögu Hrafnseyr- ar og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinn- ar. Hallgrímur hefur verið skóla- srjóri og bóndi í mörg ár en síðustu ár hefur hann fengist við skriftir og bókaútgáfu. „Ég hætti sem skólastjóri á Þing- eyri fyrir þremur árum og sneri mér í staðinn að bókaútgáfu. Útgáf- una kalla ég Vestfirska forlagið og er markmið hennar einkum að kynna sögu Jóns Sigurðssonar for- seta auk þess að kynna þjóðlegan fróðleik og mannlíf hér fyrir vest- an," sagði Hallgrímur. „Fyrsta bókin kom út árið 1994 og hét hún Jón Sigurðsson forseti - ævisaga i hnotskurn. Þann 17. júni kom svo þessi bók út á ensku og dönsku og með fjölbreyttara mynda- vali en í bókunum eru alls hundrað ljósmyndir, þar á meðal flestar ljós- myndir sem til eru af Jóni Sigurðs- erlend bóksjá syni. Er þetta í fyrsta skipti sem ævisaga Jóns er gefin út í bók á er- lendum málum fyrir utan danska þýðingu á verki Páls Eggerts Óla- sonar sem prentuð var í Kaup- mannahöfn í seinna stríðinu en hún mun nú vera í fárra höndum. Frú Vigdis Finnbogadóttir, forseti ís- lands, skrifaði formála að báðum bókunum. Ef vel gengur er ætlunin að gefa bókina út á þýsku, frönsku og hinum Norðurlandamálunum," sagði Hallgrímur. Ekki sjálfgefið „Tilgangur minn með þessu er að rifja upp ævintýrið um Jón Sigurðs- son og koma því á framfæri. Eink- um þó að vekja athygli á þeirri bar- dagaaðferð sem hann notaði, að beita pennanum og sögulegum rök- um í stað byssunnar og sverðsins, en það eru því miður enn í dag al- gengustu vopnin í sjálfstæðisbar- áttu þjóða. Einnig og ekki síður að benda á hlut Dana. Þeir hlustuðu á „glampandi Jón", eins og Benedikt Gröndal kallaði hann í kvæði, og báru fyrir honum mikla virðingu. Það var alls ekki sjálfgefið að Danir tækju mark á Jóni sem kominn var alla leið ofan af Vestfjörðum á ís- landi. En persónuleiki hans og yfir- burðaþekking varð þess valdandi að þeir gátu ekki annað. Á hitt ber einnig að líta að Jón Sigurðsson var ekki gallalaus fremur en aðrir dauð- legir menn en okkur íslendingum hættir til að setja hann upp á stall sem goðinborna veru og gleymum að fjalla um hann með kostum hans og göllum," sagði Hallgrímur enn fremur. Hann segir að bækurnar séu hannaðar með tilliti til gjafa og henti sem slíkar jafnt þjóðhöfðingj- um sem alþýðufólki. Safnar þjóðlegum fróðleik í sumar kom út bókin Mannlif og saga í Þingeyrarhreppi á vegum Vestfirska forlagsins. Efni bókar- innar hefur Hallgrímur safnað og skrifar að stórum hluta sjálfur. Þarna er á ferðinni 1. hefti í vænt- anlegri ritröð um þjóðlegan fróðleik gamlan og nýjan úr Þingeyrar- hreppi. Ekki er annað vitað en Vest- firska forlagið sé eina starfandi bókaforlagið í Isafjarðarbæ, frá Langanesi í Arnarfirði að Geirólfs- gnúpi á Ströndum. Á þessu svæði Hallgrímur Sveinsson meö nokkrar af þeim bókum sem hann licfur gefiö út undanfariö. DV-myndir Örn Þórarinsson i i ( ! eru einnig tvö önnur sveitarfélög, Bolungarvík og Súðavík. Hallgrímur og eiginkona hans, Guðrún Steinþórsdóttir, hafa ann- ast vörslu og umhirðu Hrafnseyrar síðan árið 1964 samkvæmt sérstök- um samningi við Hrafnseyrarnefnd. Á Hrafnseyri hafa þau alla tíð haft sauðfjárbúskap en dvalið á Þingeyri á veturna og þá ráðið sér vetrarfólk til að sjá um búskapinn. Mikil aðsókn var að safni Jóns Sigurðssonar á staðnum í sumar og var hún meiri en í fyrra að sögn Hallgrims. Um safnvörslu annaðist Guðrún Þorgeirsdóttir sem undan- farin sumur. Þá hafa margir lagt leið sina á staðinn gagngert til að sjá fæðingarbæ Jóns Sigurðssonar sem Hrafnseyrarnefnd er að láta endurbyggja. -ÖÞ I Metsölukíljur ••••••* #»# # * Bretland Skáldsögur: 1. laln Banks: Whlt. 2. Catherine Cookson: The Obsesslon. 3 Bernard Cornwell: The Wlnter King. 4. Nlcholas Evans: The Horse Whlsperer. 5. Stephen Klng: Coffey on the Mile. 6. Nick Hornby: Hlgh Fidelity. 7. Len Delghton: Hope 8. Patrlcia D. Cornwell: From Potter's Reld. 9. Josteln Gaardei: Sophle's World. 10. Ken Follett: A Place Called Freedom. Rit almenns eðlis: 1. Blll Bryson: Notes from a Small Island. 2. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 3. Bill Watterson: There's Treasure Everywhere. 4 Danlel Goleman: Emotional Intelllgence. 5. M. Cotterell & A. Gllbert: The Mayan Prophecles. 6. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 7. Paul Bruce: The Nemesls File. 8. Margaret Forster: Hldden Uves: A Family Memolr. 9. Susan Jeffers: Feel the Fear and Do It Anyway. 10. Chrls Ryan: The One That Got Away. Innbundnar skáldsögur: 1. Dick Francls: To the Hilt. 2. Meave Binchy: Evenlng Class. 3. Frederick Forsyth: lcon. 4. Ben Elton: Popcorn. 5. Stephen King: Desperation. Innbundin rft almenns eölls: 1. Dave Sobel: Longltude. 2. R. Andrews & P. Schellenberger: The Tomb of God. 3. Humphrey Carpenter: Robert Runcle: The Reluctant Archblskop. 4. Francls Gay: The Frlendship Bouk 1997. 5. Roy Strong: The Story of Britain. (Byggt á The Sunday Times) Sex höfundar í leit að Booker-verðlaunum í fyrra kom sænska akademían fáum á óvart með vali sínu á nóbels- verðlaunahafa i bókmenntum. Sér- fræðingar höfðu um nokkurra ára skeið talið líklegt aö þessi eftirsótt- ustu verðlaun bókmenntanna myndu fljótlega falla írska ljóð- skáldinu Seamus Heaney í skaut. Með það í huga var nánast sjálfgef- ið að akademían notaði tækifærið í ár til að slá spámennina út af lag- inu, og það tókst henni bærilega með því að heiðra aldraða pólska skáldkonu, Wislawa Szymborska, sem nóbelsskáld ársins 1996. Kunn- ugir telja að hún sé vel að verðlaun- unum komin. En fleiri bókmenntaverðlaun hafa verið í sviðsljósinu síðustu dagana, að minnsta kosti i Bret- landi, en þar er október mánuður eftirsóttustu bókmenntaverðlauna í Bretlandi, Bookersins, sem gefa í aðra hönd á þriðju milljón króna og gjarnan að auki mikla sölu verð- launabókarinnar. Pólska skáldkonan Wislawa Szym- borska, nóbelskáld ársins 1996. Sex sögur Umsjón Á dögunum tilkynnti dómnefnd hvaða sex skáldsögur kæmu til álita sem handhafi Bookerverðlaunanna að þessu sinni - en endanleg niður- staða verður tilkynnt við hátíðlega athöfn rétt fyrir mánaðamótin. Þær hafa verið valdar úr miklum fjölda skáldsagna sem samdar hafa verið á ensku, sumar af þekktum rithöfund- um. Þessir sex keppinautar um verð- launin eftirsóttu eru sem hér segir: Every Man for Himself eftir Beryl Bainbrigde. Last Orders eftir Gra- ham Swift. Alias Grace eftir Marg- aret Atwood. Reading in the Dark eftir Seamus Deane. The Orrhard Elías Snæland Jónsson on Fire eftir Shena Mackay. A Fine Balance eftir Rohinton Mistry. Svo sem venja er í Bretlandi hafa veðbankar þegar dregið sínar álykt- anir og telja tvær þessara bóka lang- líklegastar til að sigra - þ.e. skáld- sögurnar eftir Bainbrigde og Swift. Skal því fjallað lítið eitt nánar um þau hér á eftir. Höfundur Waterland Graham Swift. sem er fædrinr í London árið 1949, vakti nokkra at- hygli með fyrstu skáldsögum sínum (The Sweet Shop Owner, 1980, og Shuttlecock, 1981), en sló eftirminni- lega í gegn árið 1983 með Waterland sem er af mörgum talin sigild skáld- saga, og það víðar en i Bretlandi. En um leið varð hún sú mælistika sem gagnrýnendur miðuðu seinni skáld- sögur hans við og fundu léttvægar (Out of This World, 1988, og Ever af- ter, 1992). Með Last Orders virðist Swift loksins hafa rifið sig lausan frá þessum samanburði, enda fer hann þar út á nýjar brautir í stil og efnis- tökum. Sagan segir í löngum ein- ræðum frá fjórum félögum í London. Þeir hittast á kránni sinni til að búa sig undir ferð til Margate, þar sem þeir hyggjast dreifa ösku nýlátins félaga síns í sjóinn. Um borð í Titanic Beryl Bainbrigde er af annarri kynslóð en Swift: 61 árs að aldri, fædd í Liverpool árið 1934. Hún hef- ur lifað viðburðaríka ævi, átt í stormasömum samböndum við karl- menn, sem oftar en ekki hafa farið illa með hana, og eignast þrjú börn. Bainbridge fór að senda frá sér skáldsógur um miðjan sjóunda ára- tuginn, um það leyti sem hún settist að i London, og hefur reyndar tvisvar áður verið tilnefnd til Booker-verðlauna með sama hætti og nú - en það var síðast fyrir meira en tveimur áratugum. Every Man for Himself, skáldsag- an sem sumir telja að nú muni færa henni Bookerinn, var fimm ár í vinnslu. Þar segir frá hinni örlaga- ríku jómfrúferð farþegaskipsins Titanin Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: I 1. Stephen Klng: The Green Mile: Coffey on the : 1 Mlle. | 2. V.C. Andrew: Melody. 3. Sldney Sheldon: Morning, Noon & Night. 1 4. Stephen King: The Green Mile: Night Journey. I 5. Michael Crictonl: The Lost World. | 6. Sue Grafton: „L" Is for Lawless. J 7. David Guterson: Snow Falling on Cedars. I 8. Olivia Goldsmith: The Flrst Wlves Club. | 9. Tami Hoag: Cry Wolf. | 10. Catherlne Coulter: The Helr. I 11. Nancy Taylor Rosenberg: Trial by Fire. | 12. Stephen Klng: The Green Mlle: Two Dead Glrls. I 13. Stephen King: The Green Mile: The Bad Death of I Eduard Delacrolz. 14. Stephen King: - The Green Mile: Coffey's Hands. | 15. Stephen King: The Green Mlle: The Mouse on the Mlle. I Rit almenns eðlis: 1. Mary Pipher: Revlving Ophella. 1 2. Mary Karr: The Llar's Club. 1 3. Thomas Cahill: How the Irish Saved Clvillzation. | 4. J. Douglas & M. Olshaker: Mindhunter. I 5. Jonathan Harr: A Civil Actlon. I 6. Gall Sheehy: New Passages. g 7. Eilen DeGeneres: My Point... And I Do Have One. I 8. Erma Bombeck: All I Know about Anlmal Behavior I Learned In Loehmann's Dressing 1 Room. | 9. Andrew Weil: Spontaneous Healing. p 10. James Carvllle: We're Rlght, They're Wrong. I 11. Colin L. Powell: My Amerlcan Journey. | 12. M. Scott Peck: The Road Less Traveled. I 13. Thomas Moore: Care of the Soul. 14. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. I 15. lsabel Allende: Paula. 1 (Byggt á New York Tlmes Book Revlew) í i i Í i \ i í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.