Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996
27
x>v______________________________________________________________Fréttir
Viðsjárvert eldfjall íVatnajökli:
Skeiðarárhlaup barnaleikur móti því
sem Bárðarbunga gæti valdið
- segir Stefán Benediktsson, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli
„Paö er í raun ómögulegt aö sinna mínu fagi héöan og ég hef því fagt þaö á hilluna. Auövitaö er þaö hins vegar
svo að í stjórnunarstöðu sem þessari getur maöur nýtt sér þá þekkingu sem í menntuninni felst og hún hefur
komiö aö gagni,“ segir Stefán Benediktsson meöal annars í viötalinu. Stefán er arkitekt aö mennt en veriö
þjóðgarðsvöröur í Skaftafelli í tæpan áratug.
Stefán Benediktsson arkitekt,
verkfræðingur og fyrrverandi al-
þingismaður, er þjóðgarðsvörður
í Skaftafelli í Öræfum og hefur
gegnt þeirri stöðu undanfarin 9
ár. Eftir að gosið í Vatnajökli
hófst hefur mikið mætt á Stefáni,
óvenju mikið miðað við þann
árstima þegar ferðamanna-
straumur ársins hefur stöðvast
þegar allt er með felldu.
En gosið heldur áfram þótt
væntanlegt Skeiðarárhlaup láti á
sér standa og hver er þá nærtæk-
ari en einmitt þjóðgarðsvörður-
inn til að spyrja hvað sé að ger-
ast í jöklinum - maðurinn sem
fylgst hefur með náttúrunni í
kringum sig allan ársins hring
um langt skeið? Og þeim fjölgar
stöðugt fréttamönnunum, bæði
erlendum og innlendum, sem
leggja leið sína í hlað á Skafta-
felli og biðja um viðtal við mann-
inn sem hvað best þekkir jökul-
inn og hegðan hans. Við spyrjum
Stefán fyrst hvort erlendu frétta-
mennirnir séu öðruvísi viður-
eignar en þeir íslensku:
Stjörnufréttamenn og
aðrir fráttamenn
„Það er mikil umferð hér af
fréttamönnum og ef til vill hefði
ég látið það fara í taugarnar á
mér ef ég hefði ekki áður en ég
kom hingað haft reynslu af
fréttamönnum og það ber að hafa
í huga að fréttamenn taka af
manni ómakið að rita annála
samtímans. Helsti munurinn á
þeim íslensku og þeim erlendu er
sá að þeir íslensku vita yfirleitt
miklu betur um hvað þeir eru að
tala í sambandi við eldsumbrot
og þeir hafa reynslu og innsæi í
þau mál sem erlendu fréttamenn-
irnir hafa ekki. Hins vegar sér
maður líka mikinn mun á er-
lendu fréttamönnunum innbyrð-
is.
Það eru hér á ferðinni tvenns
konar gengi: annars vegar eru
þeir sem hafa mikinn áhuga á
hinum mannlega þætti og mann-
inum i þessu umhverfi og spyrja
um áhrif atburðanna á líðan og
líf fólks. Þessir fréttamenn koma
helst frá Norðurlöndunum og
Þýskalandi. Svo eru það hinir
sem eru fyrst og fremst að lýsa
stórviðburði og eru þátttakendur
í atburðum á hættusvæði, eru
stjörnufréttamenn. Þeir tala ekk-
ert við sauðsvartan almúgann
undir húsvegg, taka yfirleitt ekki
viðtöl heldur stilla sjálfum sér
upp og flytja vel orðaðeu einræð-
ur fyrir framan sjónvarpsmynda-
vélar og nota sláandi samlíking-
ar, eins og þær að flóðtoppurinn
verði jafn innihaldi 200
ólympískra sundlauga þegar
mest verður. Þessir menn eru yf-
irleitt afbragðs fréttamenn og
fljótir að sjá aðaltriði málanna en
nálgun þeirra við viðfangsefnið
er með þessum hætti.
Lét undan lönguninni
- Stefán er arkitekt og verk-
fræðingur. Hvernig er það að
starfa við allt annað en það sem
hann menntaði sig til?
„Ég var nú reyndar nokkru
áður en ég stóð frammi fyrir því
að takast þetta starf á hendur
hrokkinn upp úr því hjólfarinu.
Ég stóð frammi fyrir því, þegar
þjóðgarðsvarðarstarfið var aug-
lýst, að fara í eitthvað nýtt eða að
fara á ný að starfa við það sem ég
menntaðist til. Það má segja að
ég hafi látið undan löngun minni
sem stóð alla tíð mjög sterkt til
þess að flytja hingað og eiga
heima hér. Þá löngun hef ég upp-
fyllt.
Það er I raun ómögulegt að
sinna minu fagi héðan og ég hef
því lagt það á hilluna. Auðvitað
er það hins vegar svo að í stjórn-
unarstöðu sem þessari getur
maður nýtt sér þá þekkingu sem
í menntuninni felst og hún hefur
komið að gagni.“
Þegar talinu er vikið að Vatna-
jökli og þeim atburðum sem þar
gerast - og gerast ekki - segir
Stefán að það hafi svo sem áður
orðið vart eldvirkni í Vatnajökli
án þess að jökulhlaup yrði, en þó
tæpast í jafn miklu gosi og nú er
um að ræða. Þegar hin mynd-
ræna líking Kvískerjabræðra og
Sigurðar á Hofsnesi er borin und-
ir þjóðgarðsvörðinn, um að jök-
ullinn sé eins og kona um með-
göngu og að hlaup muni ekki
fæðast fyrr en móðir þess, jökull-
inn, hefur gengið með út með-
göngutímann, fóstrið er orðið
fullþroskað fyrir fæðinguna og
móðirin líkamlega tilbúin,
kveðst hann geta tekið undir
hana.
Aðspurður hins vegar um ann-
ars vegar líkan jarðvisinda-
manna af Grímsvatnahlaupum,
sem gerir ráð fyrir því að vatns-
hæð ráði mestu um að hlaup hefj-
ist, og hins vegar af líkani Jóns
Brynjólfssonar verkfræðings,
sem sagt var frá í DV á fimmtu-
dag og gerir ráð fyrir því að hita-
stig vatnsins ráði úrslitum, segir
Stefán:
Engin merki um hlaup í
aðsigi
„Ég fer alltaf pínulítið í varn-
arstellingar gagnvart kenningum
en ef einhver spyr mig af hverju
ég trúi ekki á að hlaupið komi í
dag eða á morgun þá er það fyrst
og fremst vegna þess að mig
skortir að sjá einhver ummerki
þess i jöklinum um að það sé að
verða hlaup. Það hefur yfirleitt
alltaf verið um einhvers konar
ummerki að ræða áður, hvort
sem það eru breytingar á útlín-
um jökulsins, fnykur í lofti eða
eitthvað annað því um líkt. Allt
slikt vantar.
Öðru hverju hefur brenni-
steinslykt slegið fyrir vit okkar
en alltaf komið í ljós að hún hef-
ur komið frá gossvæðinu sjálfu.
En vel að merkja: Menn eru oft
að finna lykt dögum og vikum
saman áður en af hlaupi verður.
Eins hafa menn tekið eftir því að
jökullinn hækkar, og það hefur
stundum gerst stuttu fyrir hlaup
en stundum liðið nokkur tími
þar til eitthvað gerist. Vísinda-
menn hafa á stundum ekki verið
allt of ginnkeyptir fyrir frásögn-
um af því að jökullinn lyfti sér,
en það er líka hægt að benda á
það að oft hefur staðið vatn í
Grímsvötnum í hlauphæð hátt í
ár áður en hleypur. Grímsvötn
hafa oft náð hlauphæð á um
fhnm árum en ekki hlaupið fyrr
en á sjötta ári.“
En hefur jökullinn hækkað
eitthvað?
„Það var örlítil hækkun á
ákveðnu viðmiði en þegar leik-
maður er að vega og meta um-
hverfi sitt þá reynir hann að hafa
einkver skýr viðmið og horfir þá
á hlutina frá sama stað við svip-
uð skilyrði. Jökullinn hækkaði
eilítið um daginn, norðanhallt
séð í Lómagnúp, en hann hefur
ekki haggast síðan, séð frá okkar
sjónarhóli.
Þegar farið er út að Hofi þá
sjást nú fjöll handan Skeiðarár-
jökuls sem alls ekki sáust fyrir
tíu árum. Þau hafa komið áber-
andi í ljós, fyrst eftir framskrið
jökulsins og eftir Skeiðarár-
hlaupið 1991 og enn skýrar eftir
hlaupið í vor. Jökullinn hefur
greinilega þynnst mjög mikið og
ég held að maður yrði mjög var
við það ef hann væri að lyftast
vegna þess að eitthvað væri á
ferð undir honum sem þyrfti
rými. Um ekkert slikt er að ræða.
Það er engin jökulbylgja á leið
niður.“
Meðgöngutíminn ekki
liðinn
- Meðgöngutími hlaups er þá
ekki liðinn, eins og þeir bænd-
urnir segja?
„Nei. Þótt jarðfræðingarnir og
jarðeðlisfræðingarnir hafi alltaf
slegið ákveðna varnagla þá áttu
þeir frekar von á því að það byrj-
aði að hlaupa fyrir viku. Þeir sáu
að það streymdi gífurlegt magn
heits vatns inn í Grímsvatna-
lægðina með miklum hraða. Síð-
an gerist ekkert og þá gefa menn
þessu nokkra daga í viðbót en
töldu þó nánast útilokað annað
en að það hlypi á miðvikudag í
síðasta lagi. Forsenda jarðvís-
indamannanna var sú að þá yrði
vatnshæðin komin upp í 1500
metra eða meira og þá væri
hlaup óhjákvæmilegt. Vatnshæð-
in er að vísu ekki orðin slík enn,
að því mælingar sýna, en orðið
stutt í það.
Kenningin gengur einfaldlega
út á það að þegar vatnshæðin
hefur náð 1500 metrum hljóti
vatnið að lyfta jöklinum. Þá kem-
ur aftur upp þessi hugsun að
vatnið þurfi að bræða sér leið og
hvað langan tíma tekur það? Nú
er það svo að það fer jafnmikil
orka í að breyta 0 gráðu heitum
is í 0 gráðu heitt vatn og þarf til
að hita þetta 0 gráðu heita vatn
upp í 80 gráður. Það er því aug-
ljóst að jafnvel þótt vatnið í
Grímsvötnum sé heitt þá tekur
þetta allt sinn tíma.“
Bárðarbunga ekki öll þar
sem hún er sáð
Stefán bendir á að enn vanti
upplýsingar um hvað sé að ger-
ast í eldstöðvunum í Vatnajökli
og hve há vatnsstaða Grímsvatna
sé orðin. „Menn telja öruggt að
vatn sé að safnast fyrir í
gossprungunni en ég held að þeir
hafi ekki alveg áttað sig á sam-
henginu milli þess vatns sem er i
gossprungunni og vatnsins í
Grímsvötnum. Menn vissu að
vatn rann inn í Grímsvötn en
núna rennur greinilega miklu
hægar þangað en gerði og það
verður ekki bara skýrt með
minnkandi gosvirkni, það hefur
eitthvað annað gerst, en hvað?“
- Rennur það þá til norðurs
eins og gervihnattamynd DV á
miðvikudag virtist sýna?
„Það er ýmislegt sérkennilegt
við þetta gossvæði. Gossprungan
liggur til norðurs og þar með
þvert á sprungur sem þarna eru
og á stefnu Reykjaneshryggsins,
þannig að mér finnst ekkert
óeðlilegt að þegar og ef gosið
kemur úr Bárðarbungukvikunni
geti það ferðast á gossprungunni
fram og til baka, til norðurs jafnt
sem suðurs. Bárðarbunga er
mjög varasöm og það má líkja
henni við risavaxna drag-drottn-
ingu. Ef hún fer raunverulega af
stað þá valdar hún alveg ótrúlega
stórt svæði og Skeiðarárhlaup er
bara barnaleikur í samanburði
við þær hamfarir sem hún gæti
sett af stað. Það gæti til dæmis
orðið hlaup í Jökulsá á Fjöllum
sem gæti valdið miklu meiri
spjöllum og skaða en Skeiðarár-
hlaup og er að mörgu leyti mun
óútreiknanlegra vegna þess hve
vatnið fer langan veg eftir
þröngri leið. Þá gæti Tungnaár-
svæðið orðið illa fyrir barðinu á
hamförum í Bárðarbungu."
Jarðeðlisfræðingarnir
kunna sitt
Stefán segir að í sambandi við
gosið i Vatnajökli og aðdraganda
þess sé, þrátt fyrir að ýmislegt sé
óljóst, ástæða til að hrósa jarðeðl-
isfræðingum sérstaklega þvi að
þeir hafi hvað best jarðvísinda-
manna aflað sér hagnýtrar vit-
neskju. Það hafi sýnt sig í því að
þeir gátu sagt fyrir um upphaf
gossins, staðsetningu o.fl.,“ segir
Stefán Benediktsson, þjóðgarðs-
vörður í Skaftafelli, að lokum.
-SÁ