Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 61
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 %i/ikmytfdir m Theresa Randle, nýliðinn í Hollywood: Fór fjögurra ára á leiklistarnámskeið hún aldrei að leika í auglýsingum eða kvikmyndum. Leikhúsið var aft- ur á móti í lagi. Theresa segist hafa verið mjög fegin eftir á. Um tíma gældi Randle við það að gerast bamasáifræðingur en hélt leiklistar- náminu áfram. Textinn grófur Spike Lee var með Randle í huga strax og hann las handritið og hún þurfti ekki að fara í prufutöku. Randle leist þó ekki meira en svo á hlutverkið. „Textinn í handritinu var hræði- lega klúr og grófúr og ég var hrædd við hann. Spike Lee fúllyrti við mig að handritiö ætti eftir að breytast. Það gerði það og hlutverkið mitt líka,“ segir Randle. Theresa Randle lék nýlega í gaman- myndinni Bad Boys á móti Martin Lawrence og Will Smith. Næsta hlut- verk hennar verður í spennumynd- inni Space Jams þar sem hún mun leika eiginkonu körfuboltamannsins Michaels Jordans. Leikstjóri þeirrar myndar er Joe Pycks. Randle hefur fengið tækifæri til þess að starfa með mörgum stórum nöfnum leikara og leikstjóra á ferli sínmum. Hún lék í kvikmynd Able Ferrara The King of New York og Sugar Hill á móti Wes- ley Snipes; The Guardian sem Will- iam Friedkin leikstýrði; The Five Heartbeats ásamt Robert Townsend; Jungle Fever undir leikstjórn Spike Lee og á móti Wesley Snipes og Annabella Sciorra; Malcolm X undir leikstjórn Spike Lee á móti Denzel Washington og Angela Bassett og ný- lega í Beverly Hills Cop IU á móti Eddie Murphy. Hún tók hlutverkinu þar eingöngu til þess að fá að starfa með Eddie Murphy. Theresa Randle er nýliði í kvik- myndaheiminum en hún stendur sig vel í sínu fýrsta aðalhlutverki í Spi- ke Lee kvikmyndinni Girl 6 sem frumsýnd var í Regnboganum í gær. Hún virðist eiga framtíðina fyrir sér sem leikkona og ræðst ekki á garð- inn sem hann er lægstur. Girl 6 er gamanmynd sení gallar um unga konu í New York sem reyn- ir að koma sér áfram í hörðum heimi leiklistarinnar. Til að afla sér tekna fær hún sér vinnu sem síma- vændiskona. Tilvera hennar og sjálfsmynd breytist eftir þetta og sem Girl 6 verða henni allir vegir færir, bæði raunverulegir og tilbúnir. Randle vildi endilega fá sér vinnu hjá raunverulegu símavændisfyrir- tæki en fékk hana ekki vegna þess aö fýrirtækin vildu halda viðskipta- vinunum leyndum. En hver er þessi rúmlega tvítuga fagra blökkustúlka? Móðir hennar, sem var einstæð, lifði fyrir þann draum einan að dóttirin yrði leikkona. Hún var í kringum fjögurra ára þegar móðir hennar sendi hana í leiklistamámskeið. Henni var þó ekki umhugað um að Theresa yrði bamastjama og fékk Theresa Randle er rísandi stjarna í Hollywood. Hreyfimyndafálagið: Vísindaskáldsögu- mánuður Hreyfnnyndafélagið hefúr hafiö vetrarstarfsemi sína og verða sýningar á vegum félagsins í Há- skólabíói á þriðjudögum og fimmtudögum. I hverjum mánuði verður eitt þema og í október em það vísindaskáldsögurnar sem teknar em fýrir og verða sýndar fjórar myndir. Fyrsta myndin sem boðið var upp á var hin fræga kvikmynd Fritz Langs, Metropolis, sem er frá árinu 1926. í þessari skemmtilega útfærðu kvikmynd em leikmynd og tæknibrellur mjög góðar og var um tímamótaverk aö ræða á því sviði. í næstu viku verður sýnd kvik- mynd Francois Truffaut, Fahren- heit 451, sem gerð var árið 1966. Eins og í Metropolis er um að ræða framtíðarriki þar sem aðal- starf brunaliðsmanna er að kveikja í bókum, en það er skoð- un yfírvalda að bækur geri fólk óhamingjusamt. Þriðja myndin er Brazil, sem Terry Gilliam gerði árið 1985. Hún fjallar einnig um framtíðar- ríki, en nú er það skriffmnskan og allt sem henni fylgir sem er viöfangseöiið í þessari ágætu kvikmynd. Síðasta kvikmyndin í október er svo spennumyndin The Term- inator, frá árinu 1984 með Amold Schwarzenegger í aðalhlutverki og nú eru vélmennin komin til sögunnar í góöri spennumynd sem James Cameron leikstýrði. í nóvember er svo áætlað að vestrar verði þema mánaðarins og koma við sögu John Ford, Clint Eastwood og fleiri hetjur vestranna. -HK Girl 6 í Regnboganum: Heimur símavændiskonunnar Gamanmyndin Girl 6 er nýjasta kvikmynd Spikes Lees og fjallar myndin um unga konu í New York sem reynir að hasla sér völl í heimi leiklistarinnar, Það reynist henni þó erfíður róður og neyðist hún til að afla sér tekna sem síma- vændiskona. í nýja starfinu eign- ast hún góða vini og aukið sjálfs- traust og tilvera hennar og sjálfs- mynd breytist og sem Girl 6 verða henni allir vegir henni, bæði raun- verulegir og tilbúnir. Það er ný og upprennanndi leik- kona, Theresa Randle, sem leikur símavændiskonuna. í öðrum hlut- verkum eru Isaiah Washington, John Turturro, Jennifer Lewis, Debi Mazar, Ron Silver, Peter Berg, Halle Berry og Richard Belz- er. I Girl 6 má einnig sjá í litlum hlutverkum leikstjórann kirnna, Quentin Tarantino, ofurfyrirsæt- una Naomi Campbell og Madonnu. Spike Lee hefúr allt frá því hann gerði School Daze árið 1986 verið fyrirferðarmikill í bandarískri kvikmyndagerð. Hann er orðhvat- ur og liggur ekki á skoðunum sin- um, djarfúr í listgrein og fer eigin leiðir. Lee er afkastamikill og und- antekningarlaust fjalla myndir hans um meðbræður hans í hópi svartra. Þekktustu kvikmyndir hans eru Do The Right Thing, Jungle Fever, Malcolm X, No Bett- er Blues og Clockers. Lee er einnig mjög virkur i gerð tónlistarmynd- banda og auglýsinga og hefur hann leikstýrt mörgum þekktum auglýsingum fýrir Nike og Levi’s, svo einhverjar séu nefndar, og leikstýrt tónlistamyndböndum fyr- ir Michael Jackson, Tracy Chapm- an, Anitu Baker og Bruce Homs- by. -HK Spike Lee bæði leikstýrir og leikur eitt aöalhlutverkiö í Girl 6. KVIKMYNDAHATIÐ HÁSKÓLABÍÓS OG DV Skriftunin Robert Lepage, einn athygliverbasti kvikmyndagerbariiiabur Kanada, færir okkur liér sjónrænt ineistaraverk |>ar sem linýtast saman {iræbir fortíhar og nútíbar. betta er mynd sem þii seint gleymir. Abalhlutverk Lothaire Blutheau og Kristin Scott Thomas HASKOLAHIO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.