Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 32
32 Hþlgarviðtal LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 DV DV LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 Gelgarviðtal an og Sella læröi gerö heimildar- mynda í Maine. Einnig tók hún nám- skeið í að skrifa kvikmyndahandrit. Þegar hún dvaldi á íslandi gerði hún heimildarmynd sem Saga Film fram- leiddi um Sigurð Þorsteinsson skip- stjóra og var myndin sýnd í ríkissjón- varpinu. Efri röð frá v.: Stefán, Anna Heiða, ritari, Páll Arnór, Ivar. Neðri röð frá vinstri: Sella, Pórunn, Guðrún Stephensen, Signý og Sigþrúður. Glæpum fækkar Sella býr í Upper West Side sem er ná- lægt Náttúrugripasafninu á Manhattan og í göngufæri við leikhúsin. Á þessum slóð- um er ekki mjög mikið um glæpastarf- semi. Sella segir að best sé að forðast þau hverfi sem eru hættulegust. Hún segist kunna sig, gangi ekki með veski, fari ekki í gönguferð í Central Park á nóttunni og fari aldrei í Harlem. „Glæpum hefur fækkað mikið í New York því borgarstjórinn hefur verið með átak. Borgin er hreinni og hann kemur skemmtanafyrirtækjum eins og Disney fyrir á 42. götu þar sem var mikið um vændi og klámstarfsemi. Á þann hátt hreinsar hann út úr hverfínu. Það er mjög mikill munur síðan þetta var gert þar sem þetta illræmda hverfl var við leikhús- hverfið Broadway. Áður flýtti fólk sér í leikhúsin og frá þeim aftur. Núna eru komnir veitingastaðir í leikhúshverflð og leikhúsgestir eru afslappaðri heldur en áður.“ Sautján ára til Am- Sella fór fyrst til Bandaríkjanna sautján ára gömul í háskóla í Texas í eitt ár. Eftir það fór hún í skóla í Lousiana og þaðan aftur til íslands. Hún vann á íslandi sem einkarit- ari á lögfræði- stofu fóður síns í tvö ár. Á þeim tíma kynntist hún fyrsta eiginmanni sínum, Ge- orge Wesley Allen, og flutti til Banda- ríkjanna með hon- um. Þau eiga sam- son- erslun stóru verslun- arfyrir- tæki og býr í Texas. Allen, fyrrverandi eiginmað- ur Sellu, var lögreglumaður í Indiana þar sem þau hjónin bjuggu í fimm ár eða þar til þau skildu. Sella starfaði á þeim tíma við skrifstofustörf og banka í Indiana. Við skilnaðinn fluttist hún til New York þar sem hún bjó í kringum tíu ár. Á þeim árum rak hún ásamt tveimur öðrum veitingastaðinn Palssons á Manhattan. Kabarett-leikhús „Við stækkuðum Palssons á þessum tíma og bættum við kabarett-leikhúsi þar sem við settum upp nokkrar leiksýningar þar til leikritið Forbidden Broadway varð svo vinsæll að uppselt var langt fram í tímann. Forbidden Broadway var sýndur á Palssons í 5'/2 ár. Það var aldrei sérstak- lega gott samkomulag á milli meðeigenda minna. Eg hætti að'vinna á veitingastaðn- um og fluttist til Utah á þessum árum og þá fór veitingastaðurinn niður á við vegna samstarfsörðugleika þeirra. Þeir töluðu i á endanum ekki saman en mér tókst að selja öðrum þeirra minn hluta í veitingahúsinu. Helminginn fékk ég borg- aðan en hinn helmingurinn rann í gjald- þrotið þegar staðurinn fór á hausinn," segir Sella. Kraftmikill framleiðandi Árið 1982 byrjaði Sella að framleiða sýninguna Forbidden Broadway við mikla hrifningu áhorfenda og því starfi lauk árið 1991. Þá hafði verkið verið sýnt i nokkrum stórborgum eins og New York, Boston, Washington og Los Angeles. Hluta af þeim tíma bjó SeUa í Utah og ferðaðist á milli. „Forbidden Broadway gekk framúr- skarandi vel og ég vann eingöngu við að framleiða hann í níu ár. Meðal annars fór ég með eina uppsetningu í tveggja vikna siglingu á skemmtiferðaskipinu Queen Elizabeth II,“ segir Sella. Áfengisvandinn Egill Ólafsson hefur sarr GSM í hverjum bíl Sellu fannst gott að alast upp í vest- urbænum og í Skerjafirðinum. Hún var samt ekki jafhhrifin af skólakerf- inu. Það fannst henni byggjast upp á mötun nemendanna á námsefni og ut- anbókarlærdómi. Henni leiddist í skóla þar til hún kom til Bandaríkj- anna en þar segir hún nemendur fá að taka þátt. Frá Utah lá leiðin aftur heim til íslands þar sem hún bjó í þrjú ár en hún hefur komið með vissu millibili til íslands. Hún starfaði með- al annars hér á landi í tvo mánuði í sumar á vegum Listahá- tíðar. „Mér finnst mjög gott að vera heima. Það hefur margt breyst á þessum árum sem ég hef verið í burtu. Mér finnst mjög gamán að fylgjast með hvað allt er orðið ný- stárlegt og ég hef tekið eftir því hvað íslendingar eru klárir og fljótir að tileinka sér nýjungar á sviði tölva og síma. Það er algengara hér á landi að all- ir hermi eftir nýjungum ef einhver byrjar heldur en það er í New York. Ég var hissa á því að sjá alla GSM-símana þar sem þeir virðast nánast óþarfir vegna þess að vega- lengdirnar eru svo stuttar. Það er ekki mikið um GSM-síma notkun í New York,“ segir Sella. Sella segist alltaf sakna fjölskyldu sinn- ar á íslandi og stundum fái hún heimþrá. Hún segir þó að faxtæki og Alnetið hafi fært hana nær þar sem mjög auðvelt sé að vera í sambandi við alla núorðið. „Ég vil helst vera í New York hluta af árinu og hluta á íslandi til þess að geta umgengist fjölskylduna meira. Ef Come Dance with Me gengur vel get ég hugsan- lega leyft mér það. Ég er þó ekkert að velta mér upp úr búsetunni núna heldur tek einn dag í einu,“ segir Sella. Á síðastliðnu ári lauk Sella við að skrifa íslenskt leikrit sem heitir Ljósir lokkar og byggir á reynslu hennar sem ráðgjafi hjá SÁÁ. Leikritið verður tekið í leik- lestur hjá Þjóðleik- húsinu eftir áramót. „Ég held ótrauð áfram á þessari braut og er byrjuð á öðru verki. Ég ákvað þegar ég kom til baka frá ís- lsmdi að helga mig söngleikn- um hund- rað pró- sent og hugsa ekki um neitt annaö fram að frumsýn- ingu,“ seg- ir Sella. -em Sella Palsson ásamt leikhópnum sem leikur og syngur í Come Dance with Me. Frá vinstri neðri röð Peggy Shai, Sella, Bernadette Drayton. Frá vinstri efri röð Kevin Conell, Curt Hostetter, Rita Harvey og Jon Vandeltholen. Á árunum í Utah ákvað Sella að söðla um og byrja aftur í skóla. Hún valdi sér sálarfræði og lauk BA-prófi í henni. Hún bætti við sig meðferö áfengissjúklinga og fjölskyldna þeirra. Hún hefur kynnst böli áfengisins í sínu lífi þar sem faðir henn- ar, fyrrum eiginmaðm’ og sonur og hún sjálf hafa öll átt við áfengisvanda að etja. Sella hefur meðal annars starfað sem ráð- gjafi og deildarstjóri fjölskyldudeildar hjá SÁÁ. Sella hefur verið án áfengis í tólf ár en hún ákvað sjálf að hætta að drekka. Hún segir að margir hafi verið hissa á því að hún ætti við vanda að etja. Mjög auðvelt hafi verið að fela drykkjuna þar sem hún starfaði á veitingastaðnum. Þar sé eðlilegt að fólk drekki daglega. „Drykkjumunstrið hérna er ólíkt því sem gengur og gerist á íslandi. Maður verður ekki var við ofdrukkið fólk hér eins og heima og er það vegna þess að Is- lendingar, sem eiga margir við áfengis- vandamál að stríða, reyna oft að drekka ekki í miðri viku og hella svo rækilega í sig um helgar,“ segir Sella. A Skriftirnar hafa aldrei verið langt und- ,Egill Úlafsson semur tónlistina: Eg vil búa heima „ÞfStB eru lagræn lög. Aðalhetju verksins dreymir um að syngja á Broadway og verður gjaman hugsað til gullaldaráranna sem voru fjórði, fimmti og sjötti ára- tugurinn. Af þeim sökum er stíllinn á lögunum sóttur til þess tíma,“ segir Egill Ólafsson sem semur tónlist- ina í Come Dance with Me eftir Sellu Palsson. „Sella hafði fyrst samband við mig fyrir tveimur árum og samstarf okkar hefur smám saman undið upp á sig,“ segir Egill. Egill er mjög fjölhæfur tónlistarmaður og hefur leik- ið stórt hlutverk í íslensku tónlistarlífi í mörg ár. Þetta er frumraun hans í lagasmíðum fyrir söngleik á er- lendri gmndu. Egill þiggur ekki laun fyrir vinnu sina en hann hefur samið í kringum þrjátíu lagræn og gríp- andi lög og um tuttugu þeirra verða væntanlega notuð í söngleiknum. Ef Come Dance with Me gengur vel og verður settur upp á Broadway eða „Off Broadway" fær Egill eitthvað fyrir snúð sinn. lið tónlistina fyrír söngleikinn Come Dance with Me. r Sella Palsson seturupp söngleikíNewYorkogfærEgil Olafssontil aðsemjatónlistina: Stefnir á Broadway eftir sextán „Söngleikurinn er tileinkaður mjög góðum vini mínum sem dó úr alnæmi. Hann reyndi að koma sér áfram sem leikari og var afar vin- sæll á bamum. Fólk leitaði oft til hans í erfiðleikum sínum,“ segir Sella Palsson, öðru nafni Sesselja Pálsdóttir sem skrifað hefur söng- leik sem settur verður upp í New York. Sella hefur verið búsett i Am- eríku meira og minna undanfarin þrjátíu ár. Egill Ólafsson semur tón- listina við söngleikinn. Söguþráðurinn byggir á reynslu Sellu þegar hún átti veitingastað í New York. Þar er algengt að leikar- ar vinni sem barþjónar því þeir geta auðveldlega skotist frá og fengið einhvern til þess að hlaupa í skarð- ið fyrir sig þegar þeir fara í prufur. „Ég vonast auðvitað til þess að fólki líki söngleikurinn minn og bind vonir við að hann verði sýnd- ur á Broadway eða Off Broadway. Það góða við New York er að ef fólki líkar eitthvað stykki vel koma áhorfendur mjög fljótt og sjá verkin. Leikhúsheimurinn er frekar þröng- ur og þeir sem lifa og hrærast í hon- um vita nákvæmlega hvað er að gerast,“ segir Sella. Kynningaruppfærsla Söngleikurinn gerist að mestu á veitingastað og fiallar um barþjón- inn og leikarann Sammy sem lætur sig dreyma um að koma fram á Broadway. Einnig blandast inn í leikinn persónur sem leita huggun- ar hjá honum á bamum. Söngleik- urinn heitir Dance with Me og verð- ur frumsýndur í Chernuginleikhús- inu i New York 25. október næst- komandi á fimmtugsafmæli Sellu. Þetta er fyrsti söngleikurinn sem hún semur sem sýndur er á sviði og hún framleiðir hann sjálf. Um er að ræða svokallaða kynningarupp- færslu. Búið er að fiármagna sextán sýningar í tilraunaskyni. Eftir það ræður áhugi almennings á sýning- unni hvort stóm fiárfestamir hafa áhuga á að sefia hana upp á Broad- way eða Off Broadway. r I sveit á sumrin Sella ólst upp á Kvisthaganum og í Skerjafirðinum. Hún fór oft í sveit á sumrin og var á bænum Á í Una- dal rétt hjá Hofsósi. Sella gekk í verslunarskóla á sínum tíma og kláraði hann. Hún er næstelst í átta systkina hópi. Faðir hennar var hæstaréttarlögmaðurinn Páll S. Pálsson sem er látinn og móðir hennar er Guðrún Stephensen. Systkini hennar eru sjö og búa þau öll á íslandi. Þau heita Stefán, hæstaréttarlögmaður, Páll Arnór hæstaréttarlögmaður, Signý, fram kvæmdastjóri Listahátíðar, Þórunn kennari og leikkona, Sigþrúður listamaður og arkitekt, Anna Heiða skrifstofumaður og nemi í enskum bókmenntum, og ívar, viðskipta- fræðingur og eigandi útflutningsfyr- irtækisins Sævörur. Vill vinna við skriftir Einvala lið söngvara og leikara vinnur að söngleiknum Come Dance with Me en þeir þiggja ekki greiðslu fyrir að koma fram. Fáist fiármagn til sýninga á Come Dance with Me í stærri leikhúsunum hafa leikararnir forgangsrétt á hlutverk- unum. Sella býst við mörgum lönd- um sínum úr Íslensk-ameríska fé- laginu á frumsýninguna en það hef- ur í kringum 300 félagsmenn. Starf framleiðanda Leikhúsin á íslandi eru sjálf framleiðendur sýninga en leikhúsin í New York eru mikið til einkavædd og starfandi leikhús með eigin stjórn eru fáséð. Broadway- leikhús- in bjóða yfirleitt upp á yfir 1000 sæti og það kostar mikið að sefia upp sýningar þar. Off Broadway leikhús- in eru með færri sæti en 1000. Starf framleiðandans felst í því að sefia saman sýninguna og semja við alla aðila. Mikilvægast er að ná inn fiár- festum fyrir sýningamar. „Framleiðsla sýninga og söng- leikja er ekki efst á listanum hjá mér lengur. Mig langar öðru fremur til þess að skrifa en eina leiöin fyr- ir mig til þess að koma verkinu af stað er að framleiða það sjálf. Stóru fiárfestamir verða að sjá leikritið til þess að vita hvemig almenningur taki því og hvort áhugi sé fyrir því.“ Vald gagnrýnenda „Samkeppnin er eitilhörð í leik- húslífinu í New York og stykkin ganga misjafnlega vel. Gagnrýnend- ur hafa mikið vald, sérstaklega gagnrýnendur New York Times. Þeir geta skorið úr um hvort verk gengur eða fellur strax á fyrstu dög- um þess. Það er samt mikÚvægt fyr- ir mig að fá gagnrýnendur til að sjá Come Dance with Me til þess að ég eigi einhverja möguleika. Yfirleitt em verk ekki sýnd á Broadway eða Off Broadway nema búiö sé að reyna þau annars staðar fyrst, óháð því hvað höfund- urinn er frægur. Við tökum vissa áhættu með því að reyna söngleikinn í New York. Ég vildi ekki reyna hann annars staðar þar sem hann er skrifaður sérstaklega fyrir New York búa. Sella hefúr fengið til liðs við sig toppleikara og söngvara og hafa sumir hverjir leikið og sungið á Broadway. Mikil vinna liggur í verkinu og enginn fær laun. Mark- miðið er að kynna verkið sem best. Ein af leikkonunmn hefur leikið að- alhlutverkið í Phantom of the Opera. „Það er mjög gaman að sefia upp sitt eigið leikrit en þetta er auðvitað mikil vinna. Ég á engan frítíma því ég vinn allán daginn til þess að borga leiguna. Ég slarfa hjá lagaút- gefanda, sem er hluti af Paramount- kvikmyndafyrirtækinu, sem laus- ráðinn aöstoðarmaður fiármála- sfióra. Mig dreymir um að geta unn- ið að söngleikja- og leikritaskrifum í framtíðinni," segir Sella. Sella lætur ekki deigan síga og hefur undanfarið unnið að því aö endurskrifa söngleikinn jafhóðum á æfingum en nú er þeim skriftum að mestu lokið. Kynningar á verkinu eru hafnar þar sem oft getur verið heilmikið mál að fá gagnrýnendur til þess að mæta. Sella er mjög hóg- vær og vill lítið tala um hvað gerist ef söngleikurinn hennar slær í gegn. Hún segist leggja allan sinn kraft í að koma honum í stærra leikhús ef vinsældirnar verða nógu miklar. Hún segir að á Broadway séu mörg stéttarfélög i gangi og sýn- ingar þar séu miklu dýrari heldur en annars staöar. Þó sýning Sellu sé frekar einfóld í sniðum reiknar hún með að uppsetningin kosti ekki undir 300 þúsund dollurum. Sella vonast einnig til að söng- leikurinn verði tekinn upp í öðrum ríkjum Bandarikjanna. Blómstrandi menningarlíf Sella hefúr ekki áhuga á því að standa sjálf á sviði en hún hefur brennandi áhuga á leikhúsinu. í frí- tíma sínum vill hún helst fara í leik- hús. „Það er ágætt að mörgu leyti að búa í New York. Blómstrandi menn- ingar- og listalif eru aðalástæðan fyrir því að mér líkar svo vel þar,“ segir Sella. Hún gengur mikið og fer sjaldnast í bíl í vinnuna. Fluga á vegg „Þetta er fyrst og fremst skemmtilegt tækifæri fyrir " mig, allt annað sem gerist er ámóta og happdrættis- vinningur. Það er ánægjulegt að fá tækifæri til þess að semja tónlist sem kemur væntanlega að notum og ég verð að viðurkenna að leikhúsið er heillandi vettvang- / ur fyrir tónlist. Ég fer utan á mánudag til að fylgjast með æfingum á verkinu sem verður frumsýnt 26. októ- ber. Það verður spennandi að fá að vera fluga á vegg og fylgjast með því hvernig þetta er gert á Broadway," seg- ir Egill. Annars segir Egill að leikararnir séu mjög góðir. Að- alleikarinn, Kevin Conell, hefur leikið í Þrúgum reið- innar í þjóðleikhúsinu í Englandi. Bernadette Drayton hefur leikið í MTC, frægu leikhúsi í New York, Rita Harvey lék aðalhlutverkið í Phantom of the Opera, Curt Hostetter lék í Óvæntri heimsókn, sýningu sem fór um alla Ameríku, Peggy Shai hefur fengiö Cleo- verðlaun og Jon Vandeltholen lék á Broadway í Man of jj Mancha. Pete Blue er tónlistarstjóri. Egill er ekki óvanur að skrifa tónlist í söngleiki. Hann skrifaði tónlistina fyrir söngleikinn Gretti, Evu Lunu, As You Like It, Krókmakarabæinn og fleiri. Einnig samdi hann ásamt félögum sínum í Spilverkinu tónlist fyrir leikrit sem heitir Grænjaxlar. Hann hefur skrifað mikið fyrir leikhús. Ráttsambönd „Maður veit aldrei hvernig leikverk gengur áður en það er frumsýnt. Þaö getur fallið eða slegið i gegn. Þaö þarf ekki að vera vegna þess að það sé slæmt heldur er það kannski ekki samið á réttum tíma. Mikilvægt er að vera með rétt sambönd hverju sinni,“ segir Egill. Egill segist ekki vita til þess að hann og Sella komi til með að starfa saman aftur en aftekur það þó ekki ef Come Dance with Me gengur vel. Hann segir alvanalegt að menn séu að reyna að koma frá sér söngleik á nokkrum árum. Höfundar fá 6% „Leikhús í Bandaríkjunum er allt öðruvísi heldur en héma heima. Peningamenn ráða því hvort sýning verð- ur að veruleika. Höfundar eiga ekki nema 6% af þvi sem kemur inn en meðalgengi sýninga á Broadway, ef | þær ganga vel, er 6-8 ár. „Ég hef ekki nokkurn áhuga á að reyna að koma mér | á markaði erlendis. Ég vil fá að vera í mínu heima- ! landi. Ég tel mig eiga rétt á því en manni er oft gert erfitt fyrir með tómlæti og skilningsleysi," segir Egill. £ Egill er mjög fiölhæfúr maöur. Hann skemmtir ís- lenskum áhorfendum með tónlist sinni víða í borg og bæ. Hann hyggur á ferð til Danmerkur þar sem hann ætlar að halda tónleika ásamt sænsku bandi í nóvemb- er. Hann fer aftur í Þjóðleikhúsiö þar sem Þrek og tár verður aftur tekiö til sýninga. Egill segist einnig syngja í jarðarfórum og brúðkaupum til þess að lifa. -em 4-:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.