Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 11 „Ég get sagt þér það aö þú ert óvenjuskynsamur og allir sem hafa til a& bera einhverja skynsemi að gagni taka þann græna. Þegar á hólminn er komið hopar maöur undan hinum skæru lituni og velur öryggiö. Prátt fyrir allt þá hvílir virðuleikablær yfir þessum lit. Hann er róandi og þaö fer enginn á taugum í návist hans. Flöskugrænn er tískuliturinn." DV-mynd GVA Sölumaður grætur „Rauði bíllinn, það er málið. Þú kannt að fá leið á litnum en aJlir aðrir í umferðinni munu dást að bílnum, engin spurning," sagði sölumaðurinn við við- skiptavininn sem horfði dolfall- inn á skærrauðan amerískan bíl af betri gerðinni. Viðskiptavinur- inn virtist ekki alveg sannfærður um þessa lausn svo sölumaður- inn hélt ótrauður áfram. „Það eru aUir búnir að fá leið á þessum flöskugræna lit sem er ráðandi á þessari gerð bíla. Þú vilt ekki hverfa í fjöldann, eða hvað? " bætti hann við. Það bar þokkalega í veiði fyrir sölumanninn. Hann skynjaði að þessum miðaldra manni var full alvara með að kaupa af honum bíl og tilbúinn til að greiða fyrir hann verulega mfiligjöf frá gamla bílnum. Hann þreifaði á málinu og fann út að milligjöfin var sem nam því verðbili sem var á rauð- um glæsivagni af 1994 árgerð og eldri bíl hins aövífandi viðskipta- vinar. bíll sömu gerðar og sá eldrauði og svipaður að formi. Það sem skildi á milli þeirra var þó liturinn; hinn bíllinn var flöskugrænn. Hann benti á bílinn og spurði um verð. „Hvað kostar þessi kerra þarna," spurði hann borginmann- lega. Sölumaðurinn virtist undr- andi á spurningunni en svaraði þó að bragði. „Þessi er sko nýr, 1996 módelið, og það vantar mik- ið upp á að þú hafir milligjöf sem dugir til að fá hann. Varstu ekki að tala eitthvað um milljón sem þú hefðir til ráðstöfunar?" spurði hann, pirraður, og reyndi að fá viðskiptavininn til að einbeita sér að hinum eldrauða fáki á ný. „Það gæti nú verið að það væri hægt að skrapa saman í nauðsyn- lega milligjöf," sagði viðskipta- vinurinn drýgindalega og það var nægileg festa í röddinni til að sölumannshjartað sló aðeins örar. framleiðslu?" spurði hann sölu- manninn. Sölumaðurinn, sem nú var kominn með viðvarandi dollara- merki í bæði augu, var snöggur upp á lagið þar sem hann studdi enn föðurlega hönd á húdd veiði- mannaútgáfunnar. „Ég get sagt þér það að þú ert óvenjuskynsamur og aUir sem hafa tU að bera einhverja skyn- semi að gagni taka þann græna. Þegar á hólminn er komið hopar maður undan hinum skæru litum og velur öryggið. Þrátt fyrir aUt þá hvílir virðuleikablær yfir þessum lit. Hann er róandi og það Breytt staða Æpandi litur „Þetta er rosalega æpandi litur. Er nokkurt vit í að kaupa þennan bU fyrir svo háa upphæð? Væri ekki nær að snúa sér að hefð- bundnari litum?" spurði kaup- andinn og sakleysið skein úr hverjum andlitsdrætti. Þrátt fyrir efasemdirnar gat hann ekki slitið sig frá bílnum. Sölumaðurinn, sem greinUega kunni sitt fag, leit- aðist við að eyða þeim áhyggjum með sömu röksemdum og áður. Hann sagði engan vafa á því að kenningin um utanaðkomandi aðdáun ætti við fuU rök að styðj- ast og sú mUljón, sem nánast blasti við í fórum kaupandans, væri bæði sanngjörn og eðlUeg mUligjöf. Veiðimannatýpa Það kenndi margra grasa á þessari rótgrónu bUasölu. Þarna ægði saman hinum fjölbreytUeg- ustu bUum 1 öUum hugsanlegum verðflokkum og af öUum gæðum. Þegar töfrakrafti hins eldrauða bUs sleppti þá leit kaupandinn kringum sig og þá sá hann bU sem vakti athygli hans. Þetta var Það kviknaði glampi í augum bUasalans og þeirri hugsun laust niður í huga hans að hann hefði væntanlega vanmetið greiðsluget- una hjá manninum sem var svo upptekinn af eldrauða bUnum. Hann fór snarlega yfir stöðuna i huganum og honum var ljóst að nú yrði að breyta um áherslur ef hann ætiaði að komast dýpra í vasa fórnarlambsins. Hann lagði hægri hönd sína á frambretti hins flöskugræna eintaks og þagði smástund meðan hann kom nýju skipulagi á hugsanir sínar sem voru í takt við 1994 árgerð- ina. Hann leit á viðskiptavininn, alvarlegur á svip. „Þetta er alvörubUl og meira að segja veiðimannatýpan af þessari tegund btfreiða. Við höfum það fyrir reglu að ræða sem minnst um verð og kjör nema um sé að ræða alvöru í málinu," sagði hann og varð í framan eins og Ólafur Ragnar að tala um vegina í Barðastrandarsýslu. „Þetta er í rauninni sá bUl sem vekur áhuga minn. Það er bara eitt vandamál í mínum huga. Hann er flöskugrænn og eru það ekki einmitt bUarnir sem jaðra við að vera litlausir vegna of- Reynir Traustason fer enginn á taugum í návist hans. Flöskugrænn er tískulitur sem lUlr, það er engin spurning," sagði bUasalinn og það leyndi sér ekki aðdáun hans á þroska og hyggjuviti verðandi viðskiptavin- ar. „Við kýlum á þetta dæmi og þú munt syngja flöskugrænt ljós við barinn næstu mánuðina. Hvorki þú né aðrir munu fá leiða á þessum ágæta lit og aUir verða ánægðir," sagði hann, galvaskur. „Segjum að þú greiðir 2,4 mUlur í mUli og þá verða aUir ánægðir," bætti hann við. Það var ljóst á þessari stundu að menn voru sammála um við- skiptin en það var jafhljóst að hyldýpi var á mUli hugmynda manna um verð. Viðskiptavinur- inn taldi 2 mUljónir vera hóflega mUligjöf á meðan sölumaðurinn sagði sanngirnismál að 2,5 mUlj- ónir króna skiptu um hendur við þessi býtti. Það gekk hvorki né rak og aUt sat fast. Sölumaðurinn var búinn að höfða tU aUra betri kennda kaupandans en aUt sat fast. Tvær klukkustundir voru liðnar síðan þófið hófst og enn voru hugmynd- ir þær sömu. Loks bað sölumað- urinn viðskiptavininn að koma með sér afsíðis. Hann dró úr vasa sínum samanbrotinn miða, rétti hinum og bað hann að opna. Á miðann var skrifað stórum stöfum 2 mUljónir 350 þúsund krónur. Hann tók um axlir við- skiptavinarins og háUhvíslaði að honum. Fjölskyldunni fórnað „Þetta er lokatUboð mitt og ég geri þetta á eigin ábyrgð. Sérðu manninn þarna, þetta er eigand- inn og hann er harður nagli. Ef þú gengur að þessu þá þarf ég að fara inn tU hans og játa fyrir hon- um að ég hafi boðið bUinn með þessari smánarlegu miUigjöf. Þetta tUboð mitt tekur út yfir aUa þekkta þjófabálka og það er ekki ólíklegt að ég verði um mánaða- mót að sæta því að dregið verði af launum mínum," sagði hann. „Ég er með börn á framfæri og það er ljóst að þau munu missa af ýmsum þeim lífsgæðum næsta mánuðinn sem teljast sjálfsögð í nútímaþjóðfélagí. Ég er hér að fórna fjölskyldu minni tU að þú getir orðið hamingjusamur," sagði bUasalinn. Rödd hans var brostin og doUaramerkin horfin í táramóðu sem sprottin var af jarðvegi eigin góðmennsku. Kúnninn var orðinn klökkur líka og þeir félagarnir voru sammála um að negla „harða naglann". Bland í poka þinu. Þú lætur mig bara vita um mánaðamótin ef dregið verður af laununum þínum. Ég get kannski boðið börnunum þínum í bíó eða gefið þeim bland í poka tU að létta þeim lífið," sagði hann og undrandi og hrærður yfir fórnar- lund þessa bUasala sem var tUbú- inn að fórna öUu fyrir starfið, jafnvel afkomu fjölskyldu sinnar. Þegar kaupin höfðu verið inn- sigluð kom það í hlut eigandans að afhenda veiðimannatýpuna. Það hvUdi nokkur skuggi yfir þeirri athöfn og hinum nýja eig- anda var hugsað tU örlaga sölu- mannsins sem lagði svo mikið í sölurnar fyrir starfið. Hann hug- leiddi hversu nýtur þjóðfélags- þegn hann hlyti að vera og hversu ósanngjarnt það væri að hafa af honum fé með þessum við- skiptum. Hann hrökk upp af þungum þönkum sínum við það að eigandi bUasölunnar rétti hon- um lyklana og óskaði tU ham- ingju. Það var á þeirri stundu sem hann áttaði sig á því að ekki mætti hann sjátfsvirðingar sinn- ar vegna hlunnfara fjölskyldu sölumannsins. Hann ákvað að stund réttlætisins væri runnin upp hvað sem liði greiðslukvitt- unum eða afsafi. Stund réttlætisins „Ég vU að þú vitir að ég tel eðli- legt að greiða þá mUligjöf sem þú setur upp," sagði hann við „harða naglann". Eigandinn, sem taldi viðskiptin að baki, vissi ekki hvað lá að baki orðum bUeigandans og sagði hon- um að hafa engar áhyggjur. „Ég sagði sölumanninum að ég væri sáttur við að fá 2,2 í miUi. Jafn- framt sagði ég honum að hann mætti eiga það sem hann næði fram yfir þá tölu. Mér sýnist hann hafa náð sér í 150 þúsund kaU aukalega í dag," sagði eig- andinn. Það varð fátt um kveðjur og bUeigandinn ók í burtu í þungum þönkum. Hann hugleiddi hvernig hann gæti útfært þessi bUakaup þannig að fjölskyldan tryði því að hann hefði haft sölumanninn undir. „Jæja, ég geng að þessu tUboði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.