Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 29 Viðtal Tónabúðin á Akureyri fagnar 30 ára afmæli sínu um þessar mundir: Lét slag standa þótt ég vissi ekkert um verslunarrekstur - segir Pálmi Stefánsson eigandi en hann lék á sínum tíma með hljómsveitinni Póló og þegar sjónvarpið fór að sjást hérna fyrir norðan seldi ég sjón- varpstæki. Það má segja að eitt hafi orðið að víkja fyrir öðru, ég seldi t.d. sjónvarps- og hljómflutnings- tæki en hætti því svo og fór að leggja áherslu á hljóðfæri, eins og ég geri enn i dag, en alltaf seldi ég plötur og síðan geisladiska eftir að þeir leystu plötuna af hólmi.“ Útibú í Reykjavík Pálmi segir að honum hafi tekist að ná i mjög góð einkaumboð hjá framleiðendum hljóðfæra og ann- arra tækja fyrir hljómsveitir, hljóm- ver og aðra þá sem tengjast tónlist. „Tónabúðin er m.a. með einkaum- boð fyrir Korg, sem er einn af þrem- ur stærstu framleiðendum hljóm- borða, og ég er með umboð fyrir Shure-hljóðnema sem eru mest not- uðu hljóðnemar í heiminum. Þá get ég nefnt Carlsbro-magnara, hátalara og hljómflutningskerfi, Pearl- trommusett og við erum með umhoð fyrir Peavey sem er eitt öflugasta fyrirtækið sem framleiðir magnara og hljóðkerfi." Pálmi lét ekki við það sitja að reka verslun á Akureyri því hann opnaði útibú frá versluninni í Reykjavík 15. október 1994. En hann segir þetta oft erfiðan rekstur: „Já, þetta er harður „bisness“, enda er of mikið framboð af þessum vörum eins og af svo mörgu öðru þannig að það er hart barist." Góð samskipti við þá þekktustu Pálmi hefur eins og gefur að skilja kynnst mörgum tónlistar- mönnum á þessum langa ferli sem hljóðfærasali. „Já, ég er búinn að þekkja mjög vel í áratugi þá sem hafa verið mest áberandi í „brans- DV„ Akureyri:___________________ Tónabúðin á Akureyri er þrjátíu ára um þessar mundir, nánar tiltek- ið á þriðjudag. Eigandinn, Pálmi Stefánsson, sem kom versluninni á fót árið 1966, hefur staðið vaktina alla tíð. Tónabúðin er víðar þekkt en á Akureyri, hefur til dæmis sér- hæft sig í verslun með hljóðfæri og náð í einkaumboð fyrir heimsfræg fyrirtæki sem framleiða hljóðfæri sem hljóðfæraleikarar um allt land vilja spila á og margir af kunnustu hljómlistarmönnum landsins hafa verið fastir viðskiptavinir Pálma í áranna rás. „Ég var í ágætri vinnu árið 1966 hjá heildverslun héma í bænum en mig hafði lengi langað í eigin versl- unarrekstur og að versla með vörur sem tengdust tónlist, enda var ég sjálfur á kafi í tónlistinni á þessum árum. Og þótt ég vissi ekkert um verslunarrekstur lét ég slag standa og opnaði verslunina 15. október þetta ár,“ sagði Pálmi þegar DV leit inn hjá honum í versluninni í Sunnuhlíð. Harmoníkan mitt hljóðfæri Hljómsveitin Póló var þekktasta hljómsveitin sem Pálmi lék í, fyrst með söngkonunni Erlu Stefánsdótt- ur, síðan tók Bjarki Tryggvason við hljóðnemanum og í lokin sungu þau bæði með sveitinni. „Ég spilaði mest á hljómborð en greip einnig í bassann og harmoníkuna þegar þess þurfti með og jafnvel saxófón- inn, en það var víst með litlum ár- angri. Ég hef alltaf spilað mest á harmoníkuna, hún er mitt hljóðfæri og ég hef sennilega best tökin á henni.“ Pálmi einbeitti sér í fyrstu að sölu á hljómplötum og var einnig iítillega með hljóðfæri, en það leið ekki á löngu þar til útgáfa hljóm- platna varð einnig vettvangur Pálma og fyrsta platan kom út árið 1967 undir nafni Tónaútgáfunnar. „Þetta var plata með Póló og Bjarka og ein af ástæðunum fyrir því að ég fór að gefa út plötur var að verslun- in Sportvöru- og hljóðfæraverslun Akureyrar, sem var þá til staðar, hafði samið við íslenska útgefendur um einkarétt á sölu íslenskra hljóm- platna á Akureyri og ég hafði því engar plötur til að selja nema er- lendar." Gaf út um 50 hljómplötur „Mesti krafturinn í plötuútgáf- unni var á árunum 1968-1971 en Tónaútgáfan gaf út alls yfir 50 hljómplötur. Þá var Jón Ármanns- son með mér í þessu, hann rak þá verslun í Reykjavík en hefur nú haslað sér völl sem vínræktandi í Frakklandi með góðum árangri. Við gáfum út margar góðar plötur með góðum listamönnum og mér nægir sjálfsagt að nefna plötuna Lifun með Trúbroti, Þó líði ár og öld með Björgvin Halldórssyni, plötur með hljómsveitinni Brimkló, plötur með Geirmundi og hljómsveit Ingimars Eydals og auðvitað plötur með Póló. Það var heilmikið að gerast á þess- um vettvangi á þessum árum og vinnudagurinn langur, enda var maður tiltölulega ungur þá,“ segir Pálmi. Hann segir að þegar fór að draga úr plötusölu hjá honum vegna þess hversu margir voru famir að gefa út og selja plötur og Jón hafði dreg- ið sig út úr fyrirtækinu hafi hann hætt útgáfunni. „Mér fannst kröft- um mínum betur varið á öðrum vettvangi, enda var ég þá farinn að flytja inn hljóðfæri í auknum mæli Hljómsveitin Póló var þekktasta hljómsveitin sem Pálmi lék í. Pálmi Stefánsson umkringdur hljóðfærum og öðrum tækjum í verslun sinni í Sunnuhlíö á Akureyri. DV-mynd gk Sífelld þróun Margir eru líka að fást við aö semja tónlist heima hjá sér og það þýðir yfirleitt sölu á hljómborðum en einnig hef ég verið að selja í tals- verðum mæli „mixera" og „effekta- tæki“ sem eru notuð í hljómverum. Það er sífelld þróun í þessari versl- un og vandinn er sá fyrst og fremst að fylgjast sífellt með og vera tilbú- inn að breyta áherslum í verslun- inni til að halda lífi,“ segir Pálmi Stefánsson. -gk anum“. Ég kynntist t.d. Ingimar Ey- dal strax og ég flutti hingað til bæj- arins árið 1961 og við áttum alla tíð góð samskipti, líka á þeim árum þegar ég spilaði með Póló og var í samkeppni við Ingimar og hljóm- sveit hans. Okkar samskipti voru mjög góð og það sama get ég sagt um samskipti mín við menn eins og Geirmund og það líður sennilega ekki vika án þess að við ræðum saman. Kunnir menn, eins og Gunn- ar Þórðarson, Rúnar Júlíusson og Björgvin Halldórsson, hafa einnig verið í góðu sambandi við mig eins og margir fleiri.“ Þróunin heldur áfram. Pálmi seg- ir að í dag sé minni sala í rafmagns- gíturum og trommusettum en áður var - „bílskúrsböndunum" hefur e.t.v. fækkað. Hins vegar segir Pálmi að það hafi færst mjög í auk- ana að krakkar og unglingar fari í tónlistarnám og það sjáist m.a. í aukinni sölu á „kassagíturum". „Tónabúðin hefur reynt að laga sig að þessari þróun og þótt ég sé með mikið úrval af hljóðfærum í búðinni þá hef ég í auknum mæli farið út í sölu á hljóðkerfum fyrir samkomu- hús af ýmsu tagi og tónlistarforrit fyrir tölvur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.