Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 8
\saelkerinn LAUGARDAGUR 2. NÖVEMBER 1996 út. Dýrunum er svo tyllt á kexið og brjóstsykur notaður í handfang. 1 Veggskraut úr pípuhreinsurum og pappírspokum Hægt er að búa til skemmtilegt veggskraut fyrir jólin með því að klippa sundur pappírspoka og rúila þeim saman á lengdina. Öðrum endanum er stungið inn í hinn og svo er brjóstsykurstöfum fest á hringinn með rauðum pípu- Ihreinsurum og svo er snúið upp á endana á pípuhreinsurunum. Pappírspoka er rúllað saman á lengdina. Öðrum endanum er stung- ið inn i hinn. Brjóstsykurstafir eru festir á hringinn með pípuhreins- urum. Aö lokum er rúllað upp á end- ana á pípuhreinsurunum til skrauts. ítalski matreiðslumaðurinn Enzo Parri kynnir Toscana eldhúsið: Súpa frá öðrum tíma Jólaföndur úr nammi og kexi í lok nóvember fara landsmenn að huga að fyrsta jólaundirbúningi, baka smákökur og jólakonfekt og búa til piparkökuhús. Bömin taka ríkan þátt í jólaundirbúningnum, | skreytingum og jólabakstri og hér koma nokkrar hugmyndir sem ; vafalaust geta glatt lítil hjörtu fyrir jólin. Leikföng úr piparkökum Þegar piparkökumar eru bakað- ar er upplagt að nota tækifærið og skera út og baka alls kyns pipar- kökufígúrur, tvær og tvær saman, til skreytingar. I hvert leikfang þarf brjóstsykursmola, tvo og tvo límda saman með góðu kremi. Hjólin eru fest undir kexköku, til dæmis hrökkbrauð, með kreminu. Fígúr- urnar eru skreyttar með kremi og kremið látið harðna árið en fígúr- urnar eru límdar saman með kremi þannig að skreyttu hliðarnar vísi Júlasveinahús Hægt er að búa til jólasveinahús út kexkökmn og mátulega litlum mjólkurfernum. Fernan er þá i hreinsuð vel og opið límt aftur. Gott krem til að líma með er borið á hliðarnar og kexinu er svo raðað á. Hægt er að búa til glugga og hurðir i úr kexi. -GHS ítalski matreiðslumaðurinn Enzo Parri hefur getið sér gott orð í heima- landi sínu og víðar fyrir frumlega matreiðslu og sækja veitingahúsið hans heimsfrægir leikarar, listamenn, íþróttamenn og stjórnmálamenn. Parri er þekktur fyrir að blanda til dæmis saman frægum hefðum og ímyndunarafl- inu í matargerð sinni Parri dvelst nú hér á landi og kynnir matreiðslu sína á veitingahúsinu La Primavera. Hann gefur hér uppskrift að súpu, sem hann kallar Súpu frá öðrum tíma. Uppskrift að súpu 2 msk. extra-virgin ólívuolía V2 bolli fint skorinn laukur 1 bolli smátt skorið sellerí y2 tsk. fínt saxaður hvítlaukur 225 g niðurskomir sveppir um 100 g hvítar cannellini baunir eða 1 bolli soðnar baunir tæplega 90 g þurrkaðar kjúklingabaunir eða % bolli soðnar 4 bollar vatn af baununum salt og hvitur pipar Baunimar em lagðar í bleyti yfir nótt. Vatninu er svo hellt af baununum, grænmetissoðið sett yfir og f baunimar soðnar í sitt hvora lagi, Cannellini i 1 j klst. og kjúklingabaunirnar i 2 klst. Baunimar eru 1 teknar upp úr, soðið geymt fyrir súpuna. Setjið olíuna í stóran pott og steikið lauk og seller- íi í 3 mín. Bætið hvítlauknum, sveppum út í og steikið í 2 mín., lokið pottinum og sjóðið í 2 mín. Hellið soðinu yfir, náið upp suðu, lækkið svo hit- ann og látið sjóða í 30 mín. Bætið baununum út í og sjóðið í 15 mín. Kryddið. Bruschetta Grænmetissoð Cannellini baunir 1 helmingaður sellerístilkur 1 hvítlauksrif steinseljustilkar soðið saman í potti og kjúklingabaunir y2 gulrót 1 lárviðarlauf heil svört piparkorn soðið sér mtmmMtmmmmmmmmMmma Eggjakaka úr hrísgrjónum Þegar seint er komið heim úr vinnu eöa skóla getur veriö fljótlegt og næringarríkt að útbúa eggjaköku fyrir heimilis- fólkið í kvöldmatinn. Hér kemur uppskrift að óme- lettu með hrísgrjónum. 1 ; 200 g hrísgrjón, soðin eftir leiðbeiningum vorlaukar 200 g rækjur 1 tsk. blandaðar jurtir (mixed herbs) salt svartur pipar 4 egg 2 dl rjómi, 36% 100 g sýrður rjómi cayenne pipar smjör til steikingar \ / Vorlaukarnir eru hreinsaðir og skornir smátt. Rækjurnar eru hreinsaðar og blönduðum jurtum bætt út í, saltað og piprað. Eggin era þeytt meö rjómanum og sýrð- um rjóma, saltað og cayenne-pipar bætt út i. Smjör er svo hitaö á pönnu, % af hrísgrjóna- blöndunni sett út á og 'A af eggjablöndunni hellt yfir. Látið steikjast og svo snúið við. Borið fram með salati eöa grænmeti. -GHS 4 sneiðar snittubrauð \100 g parmaostur eða Mozzarella ferskt, fínt saxað basil Hitið ofninn í 200 gráður. Ristið brauðið. Setjið þunna ostsneið á hverja sneið og setjið ofan á súpuna í skálinni. Setjið skálina inn í ofninn og lækkið hitann aðeins. Hitið þar til ■ osturinn bráðnar. Takið þá réttinn úr ofninum og berið hann fram strax. Skreytið með fersku basil. Rétturinn passar fyrir fjóra. -GHS Matreiðslumaðurinn Enzo Parri kokkar þessa dagana hjá La Primavera. Hann gefur uppskrift að Ijúffengri súpu. matgæðingur vikunnar Eftirréttur Vegna uppskriftar að eftirrétti matgæð- ingsins í síðustu viku er rétt að taka fram að helmingurinn af súkkulaðibitakökum, sem fást í bakaríum, er mulinn í botn á formi, helmingurinn af sérríinu sett yfir, helmingurinn af smátt brytjuðum banana og svo helmingurinn úr Rimi kexpakka. Að því loknu kemur súkkulaðikrem. Síð- an er allt endurtekið og loks er kakan þakin með þeyttum rjóma og skreytt með súkkulaðirúsínum. -GHS Sigurlaug Haraldsdóttir í Hveragerði: Sænsk jólaskinka og ofnbakaðar rauðvínsperur „Undanfarin ár hef ég pantað fyrir jólin úrbeinað svínalæri sem er létt- saltað. Þetta kalla ég sænska jóla- skinku," segir Sigurlaug Haralds- dóttir, matgæðingur í Hveragerði, en hún gefur hér uppskrift að jólaskin- kunni sinni og ofnbökuðum rauð- vínsperum í eftirrétt. 1-2 kg jólaskinka, soðin í 50-70 mín. eftir stærð og svo glasseruð. Sveppasósa Glassering 1 bolli púðursykur 2 msk. tómatsósa 2 msk. sinnep 1-2 bollar rauðvín Allt er sett í pott og soðið í 5 mín. kjötinu er snúið við öðru hvora. brúnaðar kartöflur gulrætur rauðkál rósinkál Ferskir sveppir eru skomir niður og kraumaðir kryddaðir með pipar. Rjóma bætt út í. Látið sjóða niður þar til sósan er hæfilega þykk. Bragðbætt með soðinu af kjötinu. Ofnbakadar rauðvínsperur - með vanilluís 4-6 ferskar perur 4 dl rauðvín 125 g sykur 1 tsk. kanill 1 tsk. negull rifinn börkur af V2 appelsínu Perurnar eru skomar í tvennt og settar i eldfast mót þannig að þær séu frekar þétt saman. Kryddinu, rauðvíninu og helmingnum af sykrinum er blandað saman og hellt yfir. Sett á fatið í kaldan ofninn. Ofn- inn er hitaður í 200 gráður og per- urnar bakaðar í 30-45 mín. Perurnar eru vættar nokkrum sinnum með rauðvíninu meðan á bökun stendur. Restinni af sykrinum er stráð yfir og bakað í 10 mín. í við- bót. Peramar era látnar kólna að- eins, síðan bornar fram með vanillu- ís. Sigurlaug skorar á Sesselju Ólafs- dóttiu'. -GHS sveppa- sósa Meðlæti Sigurlaug Haraldsdóttir gefur uppskrift að jólaskinku og bökuðum rauðvínsperum. DV-mynd Sigrún Lovísa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.