Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 46
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 UV .*( fréttir ----- i M , M Fyrrum framkvæmdastjóri Lífeyrissjóös bænda dæmdur fyrir lániö til Emerald Air: Skilorðsbundið fangelsi fyr- ir 97 milljóna umboðssvik - skaðabótakröfu vísað frá dómi þar sem boö barst um hlutagreiðslu og framsal á kröfum Benedikt Jónsson, fyrrum fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs bænda, var í gær dæmdur fyrir 97 milljóna króna umboðssvik með því að lána flugfélaginu Emerald Air þá upphæð án samþykkis stjórnar sjóðsins á síð- asta ári - án nokkurra ábyrgða eða trygginga. Hann fékk 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur kom fram að Guðrún Þorsteinsdótt- ir, formaður stjómar lífeyrissjóðs- ins, upplýsti aö tilboð hefði borist frá Emerald Air um greiðslu á 20 millj- ónum króna upp í kröfur sjóðsins um endurgreiðslu fyrir 15. október síöastliðinn. Þannig yrðu vextir lækkaðir og eftirstöðvunum yrði breytt i forgangshlutabréf. Því hefði verið frestað að taka afstöðu til til- boðsins. Einnig kom fram að Emer- ald Air ætti útistandandi kröfur og hefði framsal á þeim borist til sjóðs- ins. Vegna þessara atriða vísaði dómurinn skaðabótakröfu lífeyris- sjóðsins á hendur Benedikt frá dómi. Benedikt haföi séð um fjárfesting- ar fyrir Lifeyrissjóð bænda í 10 ár þegar málið kom upp í fyrra. Hann kvað Kristin Sigtryggsson hjá Emer- ald Air hafa fullvissað sig um að lán- ið yrði endurgreitt. Reglur um lán- veitingar hefðu ekki veriö settar hjá sjóðnum og ekki venjulegt að afla samþykkis stjómar um skammtíma- fjárfestingar. Hann kvað Kristin síð- an hafa leynt sig mikilvægum gögn- um, m.a. vegna flugvélaleigu. Sakborningurinn kvað dómgreind sina hafa brugðist og hann hefði ver- ið undir miklu vinnuálagi og álagi vegna persónulegra ástæðna. Hann tók fram að hann hefði ekki leynt lánveitingunum. Dómurinn telur að þar sem ákærði lét undir höfuð leggjast að leita samþykkis stjómar sjóðsins á ráðstöfunum sínum hefði hann stefnt fjármunum sjóðsins í verulega hættu - hann hefði farið út fyrir þær heimildir sem hann hafði til lánveit- inga sem frcunkvæmdastjóri. Við refsiákvörðun var horft til þess að ekki hefði verið í ljós leitt að Benedikt hefði notið persónulegs ávinnings af broti sínu. Hann hefði ekki leynt gjörðum sínum og greint hreinskilnislega frá öllum atvikum. Þá hefði hann misst atvinnu sína og þurft að ganga á eignir sínar til að framfleyta sér. „Brot ákærða er hins vegar stórfellt og margt bendir til að þeir fjármunir sjóðsins sem ákærði lánaði með framangreindum hætti séu með öflu glataðir," segir í niður- stöðu dómsins. Benedikt var dæmdur til að greiða 500 þúsund krónur í málskostnað. Hjörtur O. Aðalsteinsson héraðsdóm- ari kvað upp dóminn. -Ótt Vesturlandspósturinn kominn til að vera - segir Gisli Einarsson, ritstjóri blaðsins „Það verður reynt að sinna öllu Vesturlandssvæðinu sem jafnast í blaðinu. Við munum leggja áherslu á stuttar fréttir úr bæjarlífmu og við- töl við fólk sem er að gera sniðuga hiuti. Blaðið þróast eflaust eftir við- brögðum frá lesendum en þau hafa verið góð eftir að fyrsta blaðið kom út,“ segir Gísli Einarsson, ritstjóri Vesturlandspóstsins, sem er nýtt héraðsblað fýrir Vesturland. Fyrsta tölublaðið af Vesturlands- pósti kom út sl. miðvikudag en blað- ið mun koma út vikulega að sögn Gísla. Blaðið er 12 blaðsíður og kom út í 5.600 eintökum og segir Gísli að stefnan sé að halda þeirri tölu. Blað- inu er dreift ókeypis í öll hús á Vest- urlandi. Þrír starfsmenn starfa við blaðið auk ritstjórans og hefur það höfuðstöðvar í Borgarnesi. -RR Vatnsflóð í Faxafeni Slökkvilið var kallað að fyrirtæki í Faxafeni í gærmorgun eftir að vatnskrani sprakk með þeim afleyð- ingum að mikið vatn flæddi um gólf. Töluvert vatn komst inn á lag- er og þurfti slökkvilið að þurrka þar og þrífa auk þess sem SM verktakar voru kallaðir út en þeir eru sér- hæfðir í þurrkun. Talið er að nokkurt tjón hafl orð- ið vegna vatnsflóðsins en snör handtök slökkviliðs komu í veg fyr- ir að það yrði meira. -RR Landnám konunga á eyjunni Mön - stórmeistarinn Julian Hodgson leikur listir sínar Frumleg hugsun hefúr löngum einkennt enska stórmeistara um- fram aðra. Stimdum er eins og þá skorti þann aga, sem t.a.m. rúss- neskir kollegar þeirra hafa til að bera en þeir bæta sér upp missinn með dirfsku og hugmyndaflugi. Fyr- irmyndimar eru margar, eins og flækjufóturinn Jonathan Speelman, eða Tony Miles, sem er þekktiar fyr- ir óhefðbundnar byrjanir. Frægt er þegar Miles svaraði kóngspeðsbyij- un Karpovs með 1. - a7-a6 og vann létt. Julian Hodgson er einn ensku stórmeistaranna ungu, sem kann best við sig þegar taflborðið leikur á reiðiskjálfi. Hann hefur að mörgu leyti tekið Miles sér til fyrirmyndar, t.d. í byijanavali. Líkt og Miles, tel- ur hann baráttuna sjáifa mestu máli skipta en ekki utanbókarlærdóm úr skákfræðum. Hann hefur yndi af því að leggja snörur fyrir mótherj- ann, hvort heldur í vænlegum eða slæmum stöðum. Nýlega lauk opnu móti á eyjunni Mön, þar sem Hodgson var í essinu sínu, eins og dæmin hér á eftir 'sýna. Hodgson bar reyndar ekki sig- ur úr býtum á mótinu sjálfu. Sigur- launin hreppti stórmeistarinn Vla- dimir Tkatsjév frá Kazakhstan, sem er tiltölulega óþekktur hérlendis en hefur þó komið sér upp 2620 Elo- stigum. Hann fékk 7 v. en söguhetja okkar vinningi minna og deildi 4.-7. sæti. Tólf stórmeistarar og tíu al- þjóðlegir meistarar voru meðal 54 þátttakenda. Eyjan Mön liggur miðja vegu milli írlands, Englands, Skotlands og Wales. Rétt er að geta þess að hæsti tindurinn mun vera 620 metra fyrir ofan sjávarmál og heitir Snæ- fell. Norskir konungar réöu ríkjum fram á öndverða 13. öld og er þar víða að finna minjar frá víkingatím- um. E.t.v. hefur þessi sögulega ná- lægð haft einhver áhrif á tafl- mennskuna á mótinu en þar var teflt hraustlega og sótt fram af festu. Umsjón JónLÁmason Skák Hodgsons við enskan al- þjóðameistara í fyrstu umferð er hér gott dæmi. Konungamir leika stórt hlutverk en sá hviti fær smán,- arleg örlög - hann er hrakinn yfir taflborðið endilangt og er loks veg- inn langt innan herbúða mótherj- ans. Þess má geta að andstæðingur Hodgsons lét ósköpin þó ekkert á sig fá, fékk 6,5 vinninga úr 7 næstu skákum en tapaöi fyrir sigurvegar- anum í síðustu umferð. Hvítt: Andrew Ledger Svart: Julian Hodgson Ensk byrjun. 1. c4 b6 2. Rc3 e6 3. Rf3 Bb7 4. e4 Bb4 Strax í fyrstu leikjum hefúr taflið tekið óvenjuléga stefnu. Óhætt er að nefna tilbrigði svarts „enska byij- un“ eftir stórmeistaranum Tony Mi- les, sem fyrstur vakti athygli á því að svona taflmennsku yrði að taka alvarlega. Svartur freistar þess að grafa undan peðamiðborði hvíts. 5. Db3 Ra6 6. d3 £5!? 7. exf5 Bxf3 8. gxf3 De7! Með peðsfóm hefur svörtum tek- ist að rjúfa peöafylkingu hvíts. 9. Kdl!? Víkur kóngnum imdan skotllnu drottningarinnar en nú er hrókun- arrétturinn úr sögunni. Athyglis- verðar sviptingar gætu orðið eftir 9. fxe6 Rc5 10. Dxb4!? Rxd3+ 11. Bxd3 Dxb4 12. exd7+ Kxd7 13. Bf5+ með tvo létta menn og frumkvæði í skiptum fyrir drottningu. 9. - Bxc3 10. Dxc3 exf5 11. Bh3 0-0-0! 12. Bxf5 Df7 13. Be4 Rf6 Ljóst er að svartur hefur prýðileg- ar bætur fyrir peðið en taflið er að öðru leyti óljóst. 14. Be3 d5 15. cxd5 Rxd5 16. Da3!? Rab4! 17. Dxa7 Hhe8 Nú em allir svörtu mennimir komnir í leikinn en hvítur á enn eft- ir aö ljúka liösskipan sinni. 18. Da8+ Kd7 19. Da4+ Ke7! 20. Ke2 Kf8! Svarti kóngurinn hefur lagt land undir fót en ferð hans var þó stutt miðað við það landnám sem hvíti kóngurinn á í vændum. Nú hefði 21. Db3 verið hyggilegasti kostur hvíts. 21. Hgl?! 21. - Rxd3! 22. Kxd3? Fellur i djúphugsaða gildruna! Rétt var 22. Bxd3 og áfram 22. - Rf4+ 23. Kfl Rxd3 24. Bd4! með tvísýnni baráttu. 22. - Rb4+! 23. Kc3 Ef 23. Ke2 Dc4+ 24. Kel og nú 24. - Rd3+, eða enn sterkara 24. - Hxe4! og vinnur. 23. - Hxe4! 24. fxe4 Hd3+! 25. Kxb4 Svartur á nú aðeins drottningu og hrók til góða en hefur reiknað dæ- mið til enda. 25. - De7+ 26. Kb5 De8+ 27. Kb4 Dxe4+ 28. Kb5 Hd5+ 29. Kc6 Hc5+ Hvítur hugðist hætta leiknum í jpessari stöðu en Hodgson neitaði að taka við uppgjöfinni! 30. Kd7 De8 mát. Önnur skák frá mótinu og ekki síður tilkomumikil var eftirfarandi sigur Hodgsons úr 6. umferð. Hvítt: Julian Hodgson Svart: Keith Arkell Enskur leikur. 1. c4 c5 2. g3 g6 3. Bg2 Bg7 4. Rc3 Rc6 5. a3 Rh6 6. h4 Rf5 7. h5 b6 8. d3 Bb7 9. h6 Bf8 Biskupinn er rekinn heim til fóð- urhúsa. 10. b4 Dc8 11. Re4! cxb4 12. axb4 Rxb4 13. Bb2 f6 14. g4! Rxh6 15. g5 Rg8 - og nú fer riddarinn sömu leið. 16. Db3 d5 17. gxf6 exf6 18. Bxf6 dxc4 19. Dc3! Vel leikið. Nú á svartur enga leið úr ógöngunum. 19. - Bxe4 20. Bxe4 Rc2+ 21. Kfl! Rxal 22. Bxh8 - og svartur gafst upp. Lokastað- an er til vitnis um íjöraga tafl- mennskuna. Svartur fær ekki varist fjölmörgum hótimum hvíts.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.