Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 30
» (helgarviðtal LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 JjV JjV LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 helgarviðtal« Sigurður Rósberg Traustason blómaskreytingamaður greindist HlV-jákvæður árið 1991 og er nú með alnæmi: „Kvalirnar voru svo miklar að ég vildi bara deyja. Ég var heima og sagði við bróður minn að ég ætlaði bara að bíða eftir mínum dauð- daga. Skömmu áður var ég eitthvað skárri og keyrði þá norður í land og heimsótti foreldra mína. Ég sagði þá við pabba að þetta væri sennilega með síðustu skiptum sem ég sæi hann. Sjúkdómurinn ætti örugglega eftir að leiða mig til dauða. Mér fannst þetta vera síð- asta ferðin mín,“ segir Sigurður Rósberg Traustason, 38 ára Reyk- víkingur. Sigurður Rósberg greindist fyrst HlV-jákvæður þegar hann var við störf í Bandaríkjunum árið 1991 en árið 1994 veiktist hann af alnæmi. Sigurður flutti hingað til lands 1994 og hefur dvalist langdvölum á sjúkrahúsi. Haustið 1995 taldi hann reyndar að lokastundin væri að nálgast en svo var þó ekki og und- anfarið ár hefur honum liðið vel. Hann hefur fallist á að segja sögu sína í DV. Fluttist til Bandaríkjanna Sigurður ólst upp á bænum Hörgshóli í Vestur-Húnavatns- sýslu, yngstur tíu systkina. For- eldrar hans eru Sigríður Sigfús- dóttir og Trausti Sigurjónsson en þau skildu þegar Sigurður var þriggja ára og bjó móðirin áfram á bænum með börn sín. Á unglings- árum fór Sigurður til Reykjavíkur til að ganga í skóla. Hann flutti svo aftur norður og vann í mjólkur- stöðinni á Hvammstanga og síðar hjá Mjólkursamsölunni í Reykja- vík. Sigurður vann um tíma við skreytingar í Blómavali, sérstak- lega fyrir jólin, og keypti síðan blómabúðina Flóru í Hafnarstræti og rak hana í tvö ár. Hann flutti hana síðan upp á Langholtsveg og keypti húsnæðið. Á árunum 1984-86 var hart í ári og gekk rekst- urinn erflðlega. Hann hætti rekstr- inum, fannst ástæðulaust að vera lengur á landinu því hér væri lítið við að vera og fluttist til Bandaríkj- anna á eftir systur sinni. Haustið 1986 var Sigurður sestur að í Los Angeles og fékk fljótlega vel borgaða vinnu við blómaskreyt- ingar í mjög finu hverfi, Beverly Hills. Eftir tveggja ára störf ákvað hann að fara í blómaskóla og læra skreytingar hjá færum blóma- skreytingamönnum í eitt ár. Að náminu loknu gerði hann blóma- skreytingar fyrir þrjár búðir. Eftir rúmlega tveggja ára störf stóð hon- um til boða að taka við búð í Hollywood og lét slag standa. Hann breytti innréttingum búðarinnar sjálfur og rak bæði blómabúð og Siguröur flutti til Bandaríkjanna áriö 1986. Hann greindist HIV jákvæöur áriö 1991. Hann flutti endanlega heim haustiö 1994, þá fárveikur. í árslok 1994 og allt árið 1995 var hann stanslaust á spítala. Um þetta leyti taldi Siguröur aö jarövist sinni væri aö Ijúka og var farinn aö kveöja ættingja sína en svo reyndist aldeilis ekki. Siguröur náöi heilsu á ný og er bjartsýnn á lífiö og til- veruna í dag. DV-mynd ÞÖK „Eg var á rosalegum lyfjum, sterum og öllu sem hugsast gat til aö halda mér lifandi en þaö var eins og ég heföi veriö hreinsaður þarna á ganginum. Eftir þetta varö ég betri og betri og læknarnir skildu ekkert í þvi. Þeir héldu því fram aö lyfin heföu áorkaö þessu en ég held því fram aö þarna hafi ég risið upp frá dauðum. Ég út- skrifaöist í lok nóvember og hef varla fundiö fyrir neinu þó ég hafi fengið umgangspestir eins og aörir. Eg er alveg meö það á hreinu aö þarna hafi átt sér staö krafta- verk frá Guöi,“ segir Siguröur meöal annars í viðtalinu. DV-mynd ÞÖK kafflhús í húsinu og bjó á hæðinni fyrir ofan. Skreytti fyrir Michael Jackson Störf Sigurðar í Bandaríkjunum gengu mjög vel. Hann fékk mörg stór verkefni og gerði meðal ann- ars blómaskreytingar fyrir veislu sem haldin var til heiðurs Michael Jackson á stóru hóteli í Hollywood. Fyrir veisluna var haldin sam- keppni um hugmyndir að blóma- skreytingum og barst mikill fjöldi tillagna. Jackson valdi svo sjálfur úr innsendum tillögum og varð skreyting Sigurðar fyrir valinu. Sigurður fékk því það verkefni að gera yfir 100 skreytingar. „Ég hitti Michael þrisvar og var í veislunni. Hann var með sinn eig- in þjón sem var Indverji, klæddur hvítu. Hann stóð við borðið hjá honum og þjónaði honum tfl borðs. Öryggisvarslan var gífurleg. Mich- ael tók þarna við verðlaunum og flutti ávarp. Það var lífsreynsla út af fyrir sig að hitta svona frægan mann,“ segir hann. Sigurður sá einnig um skreyting- ar fyrir aðra í Jacksonfjölskyld- unni og segir hana hafa verið afar efnaða. Þá bjó hann til blóma- skreytingar fyrir Stevie Wonder, söngvarann blinda, og fór marg- sinnis með þær heim til hans í höll- ina. Wonder vildi hafa góðan ilm af blómunum svo að hann vissi af þeim í kringum sig. Sigurður hitti Wonder nokkrum sinnum og segir hann hafa verið rólegan og yfirveg- aðan og afar geðþekkan mann. í Bandaríkjunum var efnt til sam- keppni um blómaskreytingar í veislu til heiöurs Michael Jackson. Skreyting Siguröar varö fyrir valinu og prýddi hún hvert borö í salnum. Siguröur var í veislunni og hitti Jackson. Hann segir aö öryggisgæslan kringum hann hafi verið gífurleg. Féll saman við fréttirnar Sigurður var greindur HlV-já- kvæður úti í Bandaríkjunum fyrir fimm árum en áður hafði hann far- ið nokkrum sinnum í próf en alltaf fengið neikvætt svar. Fyrir fimm árum fékk hann pest sem hann gat ekki losnað við og fór til heimilis- læknis vinnuveitanda sins. Þegar niðurstöðurnar úr blóðprufunni lágu fyrir kallaði læknirinn hann á eintal og sagði honum niðurstöð- una. Sigurður féll saman og læknir- inn varð að gefa honum róandi sprautu. Hann sat inni á skrifstof- unni í þrjá eða fjóra tíma meðan hann var að jafna sig og fór svo til systur sinnar til að segja henni frá því. Auðvitað brá henni mjög við fregnirnar. Fyrstu árin eftir greininguna segist Sigurður ekki hafa horfst í augu viö að hann hafi haft sjúk- dóminn. Hann fór þó öðru hverju til læknis og fékk lyf en tók þau samt ekki inn að neinu ráði í þrjú eða fjögur ár. Eina lyflð sem var geflð í þá daga var AZT sem var „dælt villt og galið“ í alnæmissjúk- linga, að sögn Sigurðar. Sjálfur var hann settur á AZT „og ég var alveg ómögulegur af því,“ segir hann, enda voru aukaverkanirnar yfir- leitt gífurlegar. Skáparnir fengu ælupest Margir muna eftir jarðskjálftan- um sem reið yfir Kaliforníu um miðjan janúar 1994 og hafði gríðar- lega eyðileggingu í för með sér á stórum svæðum. Byggingar hrundu, gas- og vatnsæðar sprungu, vegakerfið fór illa og Sig- urður sá að heiman frá sér eldana i Los Angeles. í blómabúðinni og kafflhúsinu hans brotnaði allt sem brotnað gat, rúður duttu inn og all- ir skápar virtust hafa „fengið ælu- pest“. Eftir jarðskjálftann duttu viðskiptin niður og þar með voru flmm ára störf fyrir bí. Rekstur Sigurðar var ótryggður og ákvað hann því að loka búðinni og flytja heim. Þoldi ekki álagið „Ég var að hugsa um að flytja til New Orleans því að systir mín, sem er fatahönnuður, flutti þangað. Það varð ekkert úr því en ég hjálpaði henni að flytja og keyrði fyrir hana allt hennar dót á sendibíl alla leið. Það var rosaleg keyrsla frá átta á morgnana til ellefu á kvöldin og ég þoldi þessa áreynslu ekki. Ég flaug til Los Angeles á sunnudagskvöldi. Á mánudagskvöld var ég kominn með 40 stiga hita og lagstur inn á spítala," segir Sigurður. „Ég var á spítala sem ríkið rak fyrir fólk sem hefur ekki efni á heilbrigðisþjónustu. Það tók langan tíma að fá þjónustu og maður þurfti að bíða á bráðavaktinni í sex til átta tíma áður en farið var að líta á mann því að það voru 100 sem biðu. Þegar ég kom inn á spít- alann var ég settur í rúm og svo skipti enginn sér af mér fyrr en röðin kom að mér. Ég var þó hepp- inn, kom á spítalann klukkan ell- efu um kvöldið og var kominn á stofu um flmrn um morguninn," segir hann. Þjónustan á spítalanum var ekki upp á marga fiska, umönnun hrika- leg og maturinn óætur, að sögn Sig- urðar. Eftir vikuvist á sjúkrahús- inu segist Siginður hafa verið orð- inn hitalaus og því hafi hann til- kynnt læknunum að hann gæti ekki verið þarna lengur og útskrif- að sig sjálfur. í framhaldi af þess- um veikindum opnuðust augu Sig- urðar og hann sá loks að hann yrði að horfast í augu við sjúkdóminn. Hann var farið að langa heim til ís- lands, meðal annars til að fá betri læknisþjónustu. Hann flutti endan- lega heim í september 1994, þá fár- veikur. Eftir heimkomuna voru allar dyr heilbrigðiskerfisins lokaðar fyrir honum vegna reglu um að sjúkling- ur þyrfti að hafa átt lögheimili í landinu í sex mánuði til að geta fengið fyrirgreiðslu í heilbrigðis- kerflnu. Sigurður hafði samband við Ástu Ragnheiði Jóhannesdótt- ur, núverandi þingmann og þáver- andi starfsmann Tryggingastofnun- ar ríkisins, og kom fram í viðtölum í fjölmiðlum. Stuttu síðar bjargaði Össur Skarphéðinsson, sem þá gegndi embætti heilbrigðisráð- herra í fjarveru Sighvats Björg- vinssonar, málinu. Sigurður kom heim 8. september og trygginga- málin voru komin í lag 14. septem- ber 1994. Stanslaust á spítala „Hér heima hélt sjúkdómurinn áfram að grassera í mér og ég lá meira og minna inni á sjúkrahúsi í lok 1994 og allt árið 1995. Þá var ég stanslaust inn og út af spítala. Það leið yfir mig og ég datt niður hvar Störf Siguröar í Bandaríkjunum gengu mjög vel. Hann fékk mörg stór verkefni og hitti marga fræga Bandaríkjamenn. sem var. Mér leið hræðilega illa, hafði svo miklar höfúðkvalir að það var ekki eðlilegt. Læknarnir uppgötvuðu að mig vantaði svo mikið blóð í líkamann að jafnvæg- isskynið raskaðist. Ég var settur í Nýtt lyf að koma Kraftaverk frá Guði Siguröur hefur vinnuaöstöðu í kjallaranum heima hjá sér og gerir þar blóma- skreytingar fyrir fólk og fyrirtæki og framleiðir gjafakort úr endurunnum pappa. Hann vonast til aö geta haldið sýningu á verkum sínum í vor og kom- ið þannig framleiöslu sinni á framfæri. DV-mynd þök svakalega lyfjameðferð og var með krana á hálsinum fyrir lyf á hverj- um degi. Svona gekk þetta fram á haust 1995,“ segir hann. Sumarið 1995 náði Sigurður að heimsækja ættingja sína norður í landi, eins og áður greindi frá, en eftir heimsóknina norður veiktist hann illilega heima hjá bróður sín- um og var fluttur í ofboði á spítala, þá orðinn svo veikur að hann taldi að jarðvist sinni væri að ljúka. Á spitalanum kom í ljós að hann vantaði blóð og ætluðu læknarnir að gefa honum blóð síðar. Fyrst var hann sendur á gjörgæslu og svo var hann fluttur á aðra deild. Við kom- una á nýju stofuna telur hann sig hafa orðið fyrir kraftaverki. lyfín hefðu áorkað þessu en ég held því fram að þarna hafi ég risið upp frá dauðum. Ég útskrifaðist í lok nóvember og hef varla fundið fyrir neinu þó ég hafi fengið um- gangspestir eins og aðrir. Ég er al- veg með það á hreinu að þarna átti sér stað kraftaverk frá Guði,“ segir hann og kveðst hafa dreymt ömmu sína sem hafi sagt við sig: „Þinn tími er ekki kominn." Sigurður segist hafa skráð drauminn á auðar síður í Ganfla testamentinu á spítalanum. Hann hafi fundið að hendinni hafí verið stjórnað af öðrum enda hafi rit- Sigurður hefur fengið læknis- þjónustu á Landspítalanum og er þar hjá Sigurði B. Þorsteinssyni lækni. Hann segir lækninn og alla starfsmenn spitalans hafa reynst sér mjög vel í baráttunni við al- næmið. Hann tekur inn ýmis lyf gegn alnæminu, þar á meðal nýja lyfið Invirase sem hefur gefið góða raun og hann segir hjálpa sér mik- ið. Hann segir að nýtt lyf sé að koma á markaðinn eftir nokkur ár, ef bandaríska lyfjaeftirlitiö leyfir, og þá verði alnæmi loks haldið í skeljum - það verði ekki lengur dauðasjúkdómur. Vinnuþrek Sigurðar hefur minnkað verulega vegna veikind- anna en hann hefur þó vinnuað- stöðu í kjallaranum heima hjá sér. Þar vinnur hann blómaskreytingar fyrir fólk og fyrirtæki, auk þess sem hann framleiðir gjafakort úr endurunnum pappír með blóma- mynstri. Þessi kort fást í mörgum gjafaverslunum og blómabúðum. Sigurður er bjartsýnn á framtíð- ina, „lífið og tilveruna", og segist lifa í voninni um að lyf finnist sem fyrst við alnæmi. Hann hvorki reykir né drekkur og reynir að lifa heilbrigðu lífi til að heilsan haldist sem best. Hann er á bótum hjá Fé- lagsmálastofnun og reynir að ná endum saman en getur ekki leyft sér neitt. „Ég hef barist fyrir því að koma blómaskreytingunum og kortunum mínum á framfæri og svo er það að brjótast í mér að halda sýningu í „Þegar ég kom á stofuna var maður að deyja við hliðina á mér. Það greip mig ógurlega mikill kraftur og ég fann brjóstið á mér tútna út. Þetta var einhver yfimátt- úrleg snerting. Mér var komið fyr- ir á mínum stað og stuttu síðar var gamli maðurinn tekinn út. Ég reisti mig upp og horfði á hann í síðasta sinn. Ég dró andann svo djúpt að ég féll á koddann. Það var eins og ég fengi straum gegnum mig, eins og ég hefði fengið raf- magnsstuð og brjóstið á mér tútn- aði út. Ég sofnaði og svaf í fjóra til fimm tíma og þegar ég vaknaði leið mér betur,“ segir Sigurður. Á þessum tíma segist hann hafa verið undir 50 kílóum að þyngd og verið orðinn svo máttvana að hann hafi hreinlega verið kominn í hjólastól. Lífið hafi verið búið. Eft- ir kraftaverkið hafi honum þó farið batnandi dag frá degi og hann hafi verið farinn aö staulast um. Eitt sinn þegar hann hafi staulast fram úr hafi komið hægur vindur í bak- ið á sér. Þegar hann hafi snúið sér við hafi verið blásið framan í sig og tilfinning fyrir öllum aukaverkun- um hafi horfið á sekúndubroti. „Ég var á rosalegum lyfjum, ster- um og öllu sem hugsast gat til að halda mér lifandi en það var eins og ég hefði verið hreinsaður þama á ganginum. Eftir þetta varð ég betri og betri og læknarnir skildu ekkert í því. Þeir héldu því fram að Sigurður rak blómabúð í Hollywood þegar jarðskjálfti reiö fyrir Kaliforníu fyr- ir nokkrum árum. Reksturinn gekk mjög vel en í skjálftanum eyðilagöist búö- in. Heilsa Siguröar var slæm og hann ákvaö því aö flytja heim til íslands. höndin ekki verið sín og höndin hafi verið helaum í marga daga á eftir. Sigurður segist trúa á lif eftir dauðann og kveðst hafa styrkst í guðstrú sinni. Hann segist vera klár á því að rithöndin sé ömmu sinnar og að hún hafi viljað að þetta kæmi fram. Sjálfur hafi hann ekki fundið fyrir neinum kvölum síðan þetta gerðist. vor á verkum mínum. Ég vona að það hjálpi mér að komast áfram i lífinu en það er erfitt,“ segir hann. -GHS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.