Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 20
20 iróttir LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 JjV DV kynnir MBA-liðin - Atlantshafs New York tek forystuhlutve Á síðasta keppnistímabili var Atl- ar og það einkennist af því hve antshafsriðillinn ekki sérlega burð- ugur. Orlando hafði mikla yfirburði og New York varð í öðru sæti án þess að sýna mikil tilþrif. Lið núm- er þrjú, Miami, komst naumlega áfram á einum sigri meira en sjötta liðið í miðriðlinum, og hin fjögur liðin áttu aldrei möguleika á að berjast um sæti í úrslitakeppninni. Tvö þau neðstu, Washington og Philadelphia, náöu ekki einu sinni að vinna 20 leiki af 82. í vetur éru horfur á að ástandið skáni eitthvað á austurströndinni. Lið Orlando verður að vísu ekki eins sterkt og áður og missir vænt- anlega forystuhlutverkið í hendur New York sem ætlar sér stóra hluti. Miami verður í baráttunni og með uppsveiflu hjá Washington gætu fjögur lið úr riðlinum komist áfram en það myndi setja aukna pressu á liðin í miðriðlinum. Boston, New Jersey og Phila- delphia eiga hins vegar litla mögu- leika á að blanda sér í baráthma. DV hefur nú kynnt öll liðin í NBA-deildinni undanfama daga en slagurinn hófst í nótt með 14 leikj- um. Þetta er 50. aldursár deildarinn- Orlando Árangur f fyrra: 60 sigrar, 22 töp, 1. sæti i Atlantshafsriðli. Tapaði fyrir Chicago í úrslitum Austurdeildar. Þjálfari: Brian Hill, 246 leikir með Orlando. Nýlr leikmenn: Felton Spenc- er, Derek Strong, Gerald Wilk- ins, LeRon EIlis, Amal McCaskilI. Kostir: Eitt af bestu byijunar- liðum i NBA, jafnvel þó Shaq sé farinn. Hardaway, Nick Ander- son og Dennis Scott þurfa þó all- ir aö spila sérlega vel. Gallar: Spencer getur ekki fyllt skarð Shaqs sem miöherji svo nú verður auöveldara að verjast hinum. Lykilmaður: Anfemee Hard- away mun bera liðið á herðum sér í vetur. Einn besti leikmaöur deildarinnar og þarf aö spila enn betur en áður. Möguleikar: Fer auöveldlega í úrslitakeppnina en hæpið að liðið fari lengra en í 2. umferð í þetta sinn. margir leikmenn hafa skipt um fé- lög i sumar. Stærstu félagaskiptin voru þegar Shaquille O’Neal fór frá Orlando til Lakers og Charles Barkley frá Phoenix til Houston. Lið eins og New York, Toronto, Atlanta, Detroit, Lakers, Dallas, Portland og Phoenix hafa tekið gífurlegum breytingum. Með hliðsjón af þessu má búast við mörgum óvæntum úrslitum á fyrstu vikum tímabilsins, á meðan lið em að laga sig að leikmönnum og leikmenn að liðum. Eftir sem áður veöja flestir á lið- ið sem er nánast óbreytt frá síðasta timabili - meistarana úr Chicago Bulls. Það eina sem þeir gerðu í sumar var að kaupa aldursforseta deildarinnar, hinn 43 ára gamla Ro- bert Parish. Phil Jackson þjálfari segir að Chicago standi vel að vigi vegna þessa, þaö þurfi ekki að eyða tíma í að púsla saman liðinu. Chicago hefur orðið meistari fjórum sinnum á sex áram og sagt er að leikmenn liðsins vanti aðeins meist- arahring á einn fingur, þumalfing- urinn. -VS New York Árangur í fyrra: 47 sigrar, 35 töp, 2. sæti í Atlantshafsriðli. Tapaði fyrir Chicago í 2. umferð. Þjálfari: Jeff Van Cundy, 164 leikir með New York. Nýir leikmenn: Larry John- son, Allan Houston, Buck Willi- ams, Chris Childs, John Wallace, Walter McCarty, Donaté Jones. Kostir: Margir snjallir leik- menn keyptir með það að mark- miði að skáka Chicago. Patrick Ewing er miðpunkturinn og lið- inu raðað upp í kringum hann. Breiddin er orðin mikil. Gallar: Margir nýir og liðið gæti verið lengi að smella sam- an. Ekki síst vegna þess að þama er hver einstaklings- hyggjumaðurinn um annan þveran. Lykilmaður: Larry Johnson getur með krafti sínum dregið athyglina frá Ewing. Möguleikar: Á að geta farið alla leið og barist við Chicago um sigur í Austurdeildinni. Anfernee „Penny“ Hardaway hefur sýnt og sannaö aö hann er einn af bestu leikmönnum NBA-deildarinnar. Nú hefur Orlando misst Shaquille O’Neal og þar meö hvtlir meiri ábyrgö á Penny en áöur. Miami Árangur í fyrra: 42 sigrar, 40 töp, 3. sæti í Atlantshafsriðli. Tapaði fyrir Chicago í 1. umferð. Þjálfari: Pat Riley, 82 leikir með Miami, 1.137 í NBA. Nýir leikmenn: P.J. Brown, Dan Majerle, Gary Grant, Mart- in Muursepp. Kostir: Pat Riley ætlar að bæta vamarleikinn enn frekar með þeim Brown, Majerle og Grant. Miami verður því enn erf- iðari mótheiji en áður. Gallar: Liðið verður í vand- ræðum í sóknarleiknum þar sem fúll mikið er treyst á Mourning. Breiddin er lítil og það gæti komið Miami í koll þegar líður á veturinn. Lykilmaður: Alonzo Moum- ing er með betri menn með sér en áður og gæti stigið skrefið til fulls sem stórstjarna í deildinni. Möguleikar: Miami skreið í úrslitakeppnina í fyrra og þarf eflaust aftur að hafa talsvert fyr- ir því. Boston Árangur í fyrra: 33 sigrar, 49 töp, 4. sæti í Atlantshafsriðli. Komst ekki áfram. Þjálfari: M.L. Carr, 82 leikir með Boston. Nýir leikmenn: Antoine Wal- ker, Frank Brickowski. Kostir: Boston er loksins með bráöefnilegan nýliöa, framherj- ann Walker, sem getur náð langt. Helstu trompin, fyrir utan hann og Radja, em 3ja stiga skyttumar David Wesley og Dana Barros. Gallar: Miöherjastaðan er vandamál því Pervis Ellison er sífellt meiddur. Breiddin í liðinu er engin og liöið skortir tilfinn- anlega hávaxna menn. Lykilmaður: Dino Radja er ákaflega traustur framheiji og hefur bætt verulega hjá sér vam- arleikinn. Möguleikar: Gamla stórveld- ið er ekki líklegt til að bæta sig og kraftaverk þarf til að það komst í úrslitakeppnina. New Jersey Árangur í fyrra: 30 sigrar, 52 töp, 5. sæti í Atlantshafsriðli. Komst ekki áfram. Þjálfari: John Calipari, nýliði í NBA. Nýir leikmenn: Robert Pack, Kerry Kittles, Vincent Askew. Kostir: Varnarleikurinn ætti að vera sterkur með Bradley og bakverðina Pack og Kendall Gill i aðalhlutverkum, ásamt Jayson Williams sem er grimmur í frá- köstunum. Nýliðinn Kittles gæti komið á óvart. Gallar: Liðið missti marga lykilmenn í sumar og varð síðan fyrir því áfalli að David Benoit sleit hásin og spilar ekkert í vet- ur. Calilpari er reyndur þjálfari úr háskólaboltanum en hann á vonlitla baráttu fyrir höndum. Lykilmaður: Tröllið Shawn Bradley er maðurinn sem mest byggist á en hann lék frábærlega seinni hlutann í fyrra. Möguleikar: Verður ekki ná- lægt þvi að komast áfram. Washington Árangur í fyrra: 18 sigrar, 64 töp, 6.-7. sæti í Atlantshafsriðli. Komst ekki áfram. Þjálfari: Jim Lynam, 164 leik- ir með Washington, 674 í NBA. Nýir leikmenn: Rod Strick- land, Harvey Grant, Tracy Murr- ay, Lorenzo Williams. Kostir: Með risann Gheorghe Murasan sem miðherja og Juw- an Howard og Chris Webber sem framherja er liðið ekki árenni- legt. Bakvörðurinn Strickland hefur bæst í hópinn og getur gert góða hluti. Gallar: Webber er oft meidd- ur og Murasan lendir stundum í vandræðum á móti snöggum miðheijum. Strickland er mikill vandræðagemsi og á í stöðugum útistöðum við laganna verði. Lykilmaður: Chris Webber þarf að spila á fúllu í vetur og þá eru liðinu flestir vegir færir. Möguleikar: Washington get- ur hæglega slegið í gegn og flog- ið áfram í úrslitakeppnina. Philadelphia Árangur í fyrra: 18 sigrar, 64 töp, 6.-7. sæti í Atlantshafsriðli. Komst ekki áfram. Þjálfari: Johnny Davis, nýliði í NBA. Nýir leikmenn: Allen Iver- son, Don MacLean, Lucious Harris, Michael Cage. Kostir: Derrick Coleman hef- ur náð sér eftir slæm meiðsl all- an síðasta vetur. New Jersey hafði loksins heppnina með sér í nýliðavalinu og fékk bakvörðinn efnilega Allen Iverson. Gallar: Iverson þarf að leika sem skotbakvörður og óvíst er að hann ráði við það. Miðherjinn Cage er slakur sóknarmaður og breiddin í liðinu er engin. Lykilmaður: Coleman er í hópi bestu leikmanna deildar- innar þegar hann er heill heilsu og hefúr áhuga. Möguleikar: Philadelphia vinnur tæplega mikið fleiri leiki en í fyrra og verður líklega á botni Áusturdeildarinnar. Simamynd Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.