Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 54
66 Zýtfjvikmyndir ■ér té LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 J L K V I K M Y ILD A UMÍUi'/iJJ Kvikmyndahátíð í Reykjavík - Fortölur og fullvissa: Úlgandi haf tilfinninga Það ætlar greinilega að vera mjög gef- andi fyrir kvikmyndagerðarmenn að sæbja efiii í skáldsögur Jane Austen. Hver úrvalsmyndin rekur nú aöra og þótt minnst hafí farið fyrir Fortölum og fúll- vissu (Persuasion) þá á hún alveg upp á pallborðið með þeim sem meira hefur ver- ið lagt í. Það má kannski segja að betra sé að koma undirbúinn að sjá Fortölur og fúll- vissa, þekkja söguna, því það tók nokkurn tima fyrir undirritaðan að komast inn í öll fjölskyldumálin og þá ekki síður vandamálin sem strax eru fyrir hendi. En eins og í öllum skáldsögum Jane Austen eru persónur margar og flestar skipta þær miklu máli fyrir framvinduna í sögunni. Eftir smáhikst í byrj- un tekur myndin vel við sér og þegar upp er staðið er Fortölur og fullvissa afskaplega hugljúf kvikmynd og góð skemmtun. Aðalpersónan er Anne Elliot sem hafði afneitað ástinni og hefur ein- angrað sig í faðmi fjölskyldunnar. Það er einstaklega gefandi að fylgjast með Anne, sem er í byijun föl og döpur og búin að gefa upp alla von um hjónaband, hvemig hún breytist þegar hún flnnur aftur tilgang með lífinu. Þessi fóla og venjulega stúlka lifiiar við og verður smám saman aðlaðandi. Það má eiginlega líkja því við að í byrjun hafi hún ekki haft neina rödd en lærir smám saman að tala. Amanda Root sýnir snilldarleik í hlutverkinu og það gera í raun allir leikaramir en flestir em þeir óþekktir. Fortölur og fullvissa gerist í byrjun síðustu aldar þegar aðallinn hélt sig út af fyrir sig og hefur sérlega vel tekist til með að sýna þá yfirborðs- mennsku og þann hroka sem var einkennandi fyrir aðalinn. í myndinni fer þar fremstur faðir Önnu, uppskrúfaður aðalsmaður sem skilur ekkert í því að hann eigi ekki ótæmandi sjóði af peningum. Leikstjóri Roger Michell. Handrit Nick Dear. Kvikmyndataka: John Daly. Tónlist: Jeremy Sams. Aðalleikarar: Amanda Root, Ciaran Hinds, Susan Fleetwood, Corin Redgrave og Samuel West. Hilmar Karlsson Kvikmyndahátíö í Reykjavík - Tálbeitan Draumurinn um fatabúðina ★★★ $ Bertrand Tavemier hefúr verið í fremstu röð franskra kvikmyndaleikstjóra í tuttugu ár eða svo eða firá því hann sendi frá sér fyrstu myndina sina um úr- makarann i St. Paul. Fjölmargir aðdáendur hans verða heldur ekki fyrir von- brigðum með nýjasta stykkið, Tálbeituna, þar sem kastljósinu er beint að til- efnislausu og skefjalausu ofbeldi sem tröllríður samfélögum Vesturlanda i stöðugt meira mæli. Tálbeitan fjallar um hvemig draumurinn um grænna gras og betra líf hin- um megin við hæðina getur umbreyst í hreinustu martröð vegna forheimsku- nar hugans og fúllkominnar siðblindu. Söguhetjumar em þrjár, Nathalie, 18 ára, sem vinnur í fataverslun á daginn og daðrar við miðaldra karla á kvöldin í von um að fá eitthvað betra, pabbadrengurinn Eric, kærasti hennar og ónytj- ungur, og Bruno, treggáfaður auli sem Eric hirti upp af götunni. Piltamir nærast á amerískum glæpamyndum og því kemur ekki á óvart þegar þeir ákveða að leggjast í glæpi til að geta látið draum sinn um að opna tískuversl- anakeðju í Bandaríkjunum rætast. Þeir þurfa jú að eiga rúmar 100 milljónir króna í startkapítal. Þeir fá Nathalie í lið með sér og ákveða að ræna ríkis- bubbana sem hún hefúr kynhst. Ekki gengur það þrautalaust fyrir sig en ten- ingunum er kastað og ofbeldið vindur upp á sig þar til það endar með morði. Krakkamir virðast ekki vera neitt frábmgðnir öðra ráðvilltu ungu fólki á sama aldri sem elur með sér óraunhæfa drauma um að losna undan hvunndeginum og Tavemier segir okkur tragíkómíska sögu þeirra af miklu öryggi. Léttleikinn, sem einkenndi í upphafi, snýst upp í hrylling þegar nær dregur endinum. Og stundum er firringin og siðblindan svo mikil að áhorf- andinn getur ekki annað en gapað. Það eina sem Nathalie hafði að segja eftir að félagar hennar höfðu myrt fyrsta fómarlambið var að láta í ljós undran sína yfir að maðurinn hefði verið með hárkollu. Morð, hvað er eitt slíkt milli vina? Aðalhlutverkin era í höndum þriggja ungra leikara sem allir standa sig með mikilli prýði, eru eðlilegir og afslappaðir og mjög sannfærandi. Leikstjóri: Bertrand Tavernier. Handrit: Colo Tavernier O'Hagan og B. Tavernier, eftir skáldsögu Morgans Sportes. Aðalleikarar: Marie Gillain, Olivier Sitruk, Bruno Putzulu, Richard Berry. Guðlaugur Bergmundsson Laugarásbíó - Á eyju dr. Moreau: Að leika guð Á eyju dr. Moreau (The Island of Dr. Mor- eau) er ákaflega einkennileg kvikmynd, hún er oft og tíðum mikið sjónarspil og þar fara fremstir í flokki förðunarsérfræðingar og brellumeistarar. En afrek þeirra hverfur þó í sögu sem oftast virkar bamaleg eins og hún er sett fram í myndinni. Þetta er í þriðja sinn sem hin klassíska skáldsaga H.G. Wells er kvikmynduð og hefúr hingað til tekist vel tiL Hinn ágæti leikstjóri, John Frankenheimer, reynir að þjappa efiiinu saman en hefúr ekki erindi sem erfiði því sag- an er bam síns tíma. Þessi fyrirrennari nútíma vísindaskáldsagna hefur ekk- ert að gera í ævintýri nútímans þar sem hugmyndaflugið er ótæmandi. Myndin gerist á eyju einni þar sem nóbelsverðlaunahafinn dr. Moreau (Marlon Brando) ræður ríkjum. Hans helsti aðstoðarmaður er Montgomery (Val Kilmer). Þeir gera þama líffræðilegar tilraunir í þá áttina að gera dýr að mönnum og er tilgangurinn að skapa hinn fullkomna mann. Tilraunimar era löngu komnar úr böndunum og dr. Moreau, sem lætur öll tilraunadýrin kalla sig fóður, er orðinn hálfbrjálaður og aðstoðarkokkurinn er ekkert skárri. Inn í þeirra veröld kemur Edward Douglas (David Thewlis) og er fljótur að gera sér grein fyrir þvi að þama er ekki allt eins og það á að vera í litlu samfélagi. Á eyju dr. Moreau er vægast sagt brokkgeng, stundum tekst að ná upp góðri hrynjandi í atburðarásina og ágæt kvikmyndataka og áhrifamikil tónlist skap- ar stemningu en þegar upp er staðið er bamaskapurinn of mikill, sagan stend- ur einfaldlega ekki undir þessum hamagangi. Marlon Brando og Val Kilmer era kynntir sem aðalleikarar en era í raun aðeins í aukahlutverkum. Það er David Thewlis sem er í burðarhlutverki og þessi ágæti leikari, sem hefur gert góða hluti í raunsæismyndum, er eins og fiskur á þurra landi í hlutverki hetjunnar. Leikstjóri: John Frankenheimer. Handrit: Richard Stanley og Ron Hutchinson. Kvik- myndataka: William A. Fraker. Tónlist: Gary Chang. Aðalleikarar: David Thewlis, Marlon Brando, Val Kilmer, Fairuza Balk og Ron Perlman. Hilmar Karlsson Enginn vafi leikur á hvaða klassískur rithöfund- ur hefur verið vinsælastur meðal kvikmyndagerð- armanna undanfarin misseri, það er Jane Austin. Á stuttum tíma hafa litið dagsins ljós þrjár kvik- myndir sem gerðar eru eftir sögum hennar, fyrst var það Sense and Sensibility og sló hún eftir- minnilega í gegn eins og flestir muna. Tvær aðrar úrvalsmyndir hafa fylgt í kjölfarið, Persuasion, sem nú er sýnd í Bíóborg- inni, og Emma, sem Regnboginn tók til sýningar í gær. Emma er á mun léttari nótum en Persuasion og er lýst sem rómantískri gamanmynd. Hin unga og efnilega leikkona Gwyneth Paltrow leikur titilhlut- verkið Emmu Woodhouse, unga stúlku af góðum ættum. Emma lítur á sig sem útsendara ástarengilsins Amors og gerir allt sem í hennar valdi stendur til að para saman vini og ættingja. Henni ferst þetta verk- efni misvel úr hendi og þegar hún reynir að koma vinkonu sinni Harriet Smith saman við prest staðarins bregst henni heldur betur bogalistin. Margar litríkar persónur koma við sögu, eins og ávallt í söginn Jane Austin, og allar flækjast þær á einn eða annan hátt í vef Emmu, sem með blindri góðmennsku þeirra, The Flapjack File, á skondinn I leyniþjónustnmann sem starfar hjá forseta ríkjanna. Douglas McGrath skrifaði með Wood; handritið að Bullets Over Broadway og einnig handritið að endurgerð Born day með Melanie Griffith, Don c og John Goodman í aðalhlut og segir sjálfúr að allir s« komið nálægt þeirri mynd I mistök og hann sé ekki un inn. Tvö leikrit hefur McGral að, The Big Day og State oi sem er einleiksverk og vai New York Theatre Worksh McGrath sjálfur eina hlutvei Emma hefur fengið fi*ábæ tökur og hefur Douglas N verið mikið hælt, bæði fyri rit sitt og leikstjórn. Hann t enn ekki gefið blaðamennski á bátinn og skrifar regluleg New York Times Book Revif New Yorker og Vanity Fair. sinni setur allt um koll í tilhugalífi nærstaddra. Svo kemur að þvf að Emma verður sjálf fyrir ást- arörvum Am- ors og þá kárnar gam- anið enn frekar og fær hún að súpa af eigin seyði, það er ástarþrá, öf- und og óör- ýggi- Þegar er far- ið að orða leik Gwyneth Pal- trow við ósk- arsverðlaunin, en aðrir leikarar í Emmu eru Toni Colette, sem margir muna eftir úr Muriel’s Wedd- ing, Jeremy Nort- ham, Ewan McGregor, Greta Scacchi, Juliet Stevenson, Polly Wsdker og Alan Cumming. Leikstjóri og blaðamaður Emma kom fyrst út á prenti árið 1816, ári áður en höfundurinn dó. Sagan er fjórða í röð sex skáldsagna Austin og er talin ein af betri sög- um hennar, auk þess þykir hún einna léttust. Leik- stjóri og handritshöfúndur Emmu er Douglas McGrath, sem segist hafa séð í sögunni rómantíska kómedíu: „ímyndið ykkur einhvern sem hefur aldrei komið á hestbak vera að reyna að kenna öðrum hestamennsku, þetta er Emma. Sem hjóna- bandsmiðlari er hún algjörlega á rangri hillu vegna þess að hún hefur aldrei sjálf orðið fyrir rómantískri reynslu þegar hún er að burðast við að koma fólki saman. Þetta er það sem gerir sög- una fyndna, en þó Emma geri ranga hluti þá er málstaðurinn alltaf góður.“ Douglas McGrath er með Emmu að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd. Hann byrjaði feril sinn eins og svo margir aðrir innan sjónvarpsþáttarins Saturday Night Live, þar sem hann skrifaði texta fyrir leikara. Hann er einn af ritstjórum New Republic og er þar með fasta dálka og fjallar einn Með listamannablóð í æðum Gwyneth Paltrow er á hraðri um þessar mundir, hún ( lengur aðeins kærasta Pitts, heldur fer hún rætast að standa jafnfætis í listim trow fæddist Angeles og e hann þekktu varpsframle Bruce Palt móðir hei hin þekk kona Danner. hún va ára flu með um og bróði New Hún rétt í 1 þeg£ gerð grein að há átti el hana ákvað a fótspor sinnar. hennar ekki hr þessari ákvörði reyndi hann telja h þessu, stelpan lé segjast. faðir hennar sá frammistöðu hennar í lei Picnic, þar sem hún lék á móti móður si hann að hún var mjög efnileg og veitti hen það fullan stuðning. Fyrsta kvikmyndahlutverk Gwyneth Paltr lítið hlutverk í Shout, þar sem hún lék John Travolta og í kjölfarið fyldi hlutverk V Hook. Það var samt með leik sínum í Fle Bone, sem hún vakti fyrst verulega athygli ungu stúlkuna Ginnie af ótrúlega miklum og fékk frábæra dóma. Myndir sem hún hef ið í síðan eru Mrs. Parker and the Vicious Malice, Jefferson in Paris, Moonlight ar entine og Seven þar sem hún lék á móti 1 sínum Brad Pitt. Stutt er síðan frumsýnc Bandaríkjunum nýjasta mynd hennar, The arer, þar sem hún leikur aftur á mót Collette. Gwyneth Paltrow leikur Emmu og hefur fengið mikið lof fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.