Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 I < Kevin Spacey og í Albínó krókódíllinn Kevin Spacey hefur bæst við í hóp leikara sem hafa sest við stjórnvölinn og nýverið er búið að sýna hans fyrstu kvikmynd, Al- bino Alligator. Hefur hún fengið ágætar undirtektir. Myndin er öll á lágum nótum og fjallar um þrjá skúrka sem eru á leið í afbrot en fara inn á rangan bar og eiga ekki afturkvæmt. í aðalhlutverkum eru Matt Dillon, Faye Dunaway, Gary Sinese, Viggo Mortensen, M. Emmet Walsh og Joe Mantegna. Disney kaupir rétt á nýrri Crichton-sögu Nýjasta skáldsaga Michaels Crichtons, Airframe, kemur ekki í bókabúðir fyrr en í des- ember. Samt er þegar búið aö selja kvikmyndaréttinn og það var Touchstone, dótturfyrirtæki Walt Disneys, sem keypti rétt- inn. I samningnum segir að Cricton muni einnig vera fram- leiðandi myndarinnar. Þegar er verið að undirbúa tvær sögur Crictons fyrir kvikmynd, Steven Spielberg er að gera The Lost World (framhald Jurassic Park) og John McTieman mun leik- stýra Eaters of the Dead. Cronenbeig á kunn- uglegum slóðum David Cronenberg fer ekki troðnar slóðir og víst er að nýjasta kvikmynd hans, Crash, hefur hneykslað en hún fjallar um fólk sem er kynferðislega háð bílaá- rekstrum. í viðtali sagði Cronen- berg að það ætti alls ekki að gagn- rýna mynd hans sem venjulega kvikmynd því hún væri alls ekki eins og kvilonyndir eiga að vera. í aðalhlutverkum eru Holly Hunter, James Spader og Rosanne Arquette. Þegar hún var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes pú- uðu sumir á meðan aðrir fógnuðu. Ameríski nætur- vörðurinn -i Ein besta danska kvikmynd síð- ari ára er Næturvörðurinn. Eins og áður hefur komið fram urðu Ameríkanarnir svo hrifnir að þeir ákváðu að endurgera hana og buðu danska leikstjóranum Ole Bomedal að leikstýra, leyfðu hon- um að skrifa handritið, að vísu var Steven Soderbergh (Sex, Lies and Videotapes) fenginn Ole til að- stoðar í þeim efnum. Nú er komið að úrslitastundinni. Myndin verð- ur frumsýnd vestan hafs 22. nóv- ember. Með aðalhlutverkin fara Ewan McGregor, Nick Nolte, Pat- ricia Arquette og Josh Brolin. Antonioni aftur komin á stað Stutt er síðan hinn 84 ára gamli Michelangelo Antonioni lauk gerð Beyond the Clouds, sem hann gerði með Wim Wenders og héldu nú margir að það yrði svanasöng- ur þessa mikla ítalska meistara, en svo er nú alls ekki. Hann til- kynnti í vikunni að hann væri þegar byijaður að undirbúa Tanto per Stare Insieme, sem væri kvik- mynd um miklar ástríður og er handritið skrifað eftir smásögu sem hann samdi 1974. Ef Anton- ioni nær ekki að fúllklára mynd- ina, en Antonioni hefúr aldrei náð sér eftir að hafa fengið hjartaslag fyrir 10 árum, þá hefur verið ráð- inn „varaleikstjóri", kanadíski leikstjórinn Atom Egoyan (Exot- ica). %vikmyndir Tln Cup í Sam-bíóum: Keppni um meistaratítil og stúlku Leikstjórinn kunni, Ron Shelton, hefur allt frá því hann gerði Bull Durham einbeitt sér að mestu að kvikmyndum þar sem íþróttir koma meira og minna við sögu. í Bull Durham var það hafnaboltinn og Cobb var einnig um hafnabolta- hetju. White Men Jump var um fjár- hættuspilara í körfubolta og nú er það golfið sem hann tekur fyrir í Tin Cup, kvikmynd sem hefur notið mikilla vinsælda vestan hafs að undanfómu. Kevin Costner leikur Roy McAvoy, atvinnumann í golfi sem hefúr gælunafnið Tin Cup. Hann þótti efnilegur og var mikils vænst af honum en hann gat aldrei leikið af öryggi, hvort sem það er á golf- vellinum eða í einkalíflnu. Þegar myndin byrjar er hann golfkennari í litlum sveitaklúbbi, í stað þess að vera að keppa úti um allar trissur, hefur tapað atvinnurekstri, sem hann átti, til fyrrverandi unnustu og verður að þola þá niðurlægingu að taka atvinnutilboði frá fymnn fé- laga og keppinautar. hans í golfi um Ron Sheldon var alltaf með það í huga að hann þyrfti að finna stað- gengil fyrir Costner þegar golflð var annars vegar en Costner tók slíkum framfórum undir leiðsögn tveggja kennara að hann gerir allt sjálfur og enginn var ráðinn til að vera stað- gengill hans. Don Johnson, sem leikur helsta keppinaut hans, er aft- ur á móti reyndur golfari með lága forgjöf. Það hafa ekki verið gerðar marg- ar kvikmyndir um golf, enda segir Ron Sheldon að það sé í raun brjál- æðisleg hugmynd að gera kvikmynd um golf: „Engin iþrótt er eins mikið hötuð af þeim sem ekki stunda hana: „Það er hægt að skipta mann- fólkinu í tvennt í sambandi við golf: þá sem leika golf og þá sem ekki leika það og frnnst golfið eitthvað það heimskulegasta sem til er. Það er ekkert grátt svæði þama á milli. Því er erfltt að flnna einhvem milli- veg sem öllum líkar við. Þar verður rómantíkin og gamanið að koma til sögunnar." -HK Kevin Costner á tali við leikstjóra Tin Cup, Ron Sheldon. að vera aðstoðarmaður hans. Ekki batnar ástandið hjá McAvoy þegar í kennslustund til hans kem- ur hin fagra dr. Molly Griswold. Ef hann hefði haldið rétt á spöðunum hefði hann átt að benda henni á kvenkennara og skipta sér ekki meira af henni en McAvoy fellur kylliflatur fyrir stúlkunni og bregð- ur ekki lítið þegar það kemur í ljós að hún er kærasta félaga hans sem hann er orðinn aðstoðarmaður hjá. Roy McAvoy nær loksins áttum með aðstoð vinar síns, Romeos Pos- ar, og sér aðeins einn leik á borð- inu. Hann verður að vinna Opna bandaríska meistaramótið til þess að endurheimta fyrri virðingu og eiga einhverja möguleika á að fá stúlkuna sem hann elskar. Auk Kevins Costners leika í myndinni Rene Russo, Don Johnson og Cheech Marin. Þá koma fram i myndinni margir þekktir atvinnu- menn í golfi. Má þar neöia Fred Co- uples, Corey Pavin, Jerry Pate, Phil Michelson, Billy Mayfair, Lee Janz- en, John Cook, Tom Purtzer, Bruce Lietzke og Steve Elkington og tveir þekktir, Peter Jacobson og Craig Stadler, fengu smáhlutverk. Hugmyndin varð til á golrvellinum Handritið skrifuðu Ron Shelton og John Norville og ræddu þeir þessa hugmynd sína og unnu úr henni á meðan þeir spiluðu golf og fljótt var Sheldon með Kevin Costner í huga í aðalhlutverkið. Shelton hafði unnið með Costner við gerð Bull Durham og vissi að hann hafði náttúrlega hæfileika sem íþróttamaður og hafði engar áhyggj- ur af því hvort hann kynni eitthvað í golfl. Það kom síðan í ljós að hann kunni lítið en undir leiðsögn bestu kennara sem fáanlegir voru tók hann fljóttt miklum framforum eins og sjá má í myndinni. Hin fagra Molly Griswold (Rene Russo) mætir í kennslustund til Roys McAvoys (Kevin Costner). jp Laugardagur 2. nóv. Grillaðurl/2kjiiklingur J m/grænmeti, barbecue- sósu, og frönskum kartöllum. Súpa og salatbar. Aðeins 790,- kr. Sunnudagur 3.nóv. Grillaðar grfsakótelttur Hawai, m/ grænmeti, rjömal. sveppasdsu, og bakaðri kartöfln. Súpa og salatbar. f Aðeins 990 - kr. 12"IHZ/.II2ljrlrl Millikl. 14:00III! 10:00 i rbstaurant-pizzeria SAFARÍ • LAUGAVEGl 178 • SÍMI:553-4020 • VIÐ HLIÐINA Á SJÓNVARPINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.