Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 37
Verðstríð bandarískra flugfélajja: VAXANDIAHRIFIEVROPU Sá sem staddur er í New York getur auðveldlega komist hvert á land sem er innan Bandaríkjanna, hvenær sem er og fyrir ákaflega lítið fé, þökk sé ódýr- um flugfélögum. DV-mynd Hilmar Þór í Bandaríkjunum hefur sprottið upp fjöldi flugfélaga sem bjóða ódýr fargjöld en leggja þá minna upp úr aðbúnaði og dekri við farþega. Sömuleiðis grípa mörg þessara fé- laga til þess að nota eldri og/eða minni vélar. Afkoma flugfélaga á borð við ValuJet, Southwest og Un- ited Shuttle hefur sýnt fram á að veruleg eftirspurn er eftir slíkri þjónustu. Rekstur margra þessara flugfé- laga hefur gengið mjög vel en önn- ur hafa lent í vandræðum, sum mjög alvarlegum. Þar fer ValuJet fremst í flokki en félagið fékk nú nýlega aftur flugleyfi eftir flugbann sem sett var á eftir alvarlegt slys þar sem ein af vélum félagsins hrapaði í fenjum Flórída og á annað hundrað manns létu lífið. Reyndar hefur Félag bandariskra flugliða mótmælt ákaft og telur að öryggi sé verulega ábótavant hjá félaginu. í heildina má segja að rekstur þessara félaga hafi verið mjög gæfu- ríkur og hagur neytenda hefur vænkast mjög eins og sjá má af því að ekki aðeins hefur verðið lækkað mjög heldur hefur ferðum fjölgað svo að nú er t.d. flogið á 15 mínútna fresti milli Los Angeles og San Francisco. Bretar neita alfarið En eiga Evrópubúar eftir að njóta svipaðra kjara í nánustu framtíð? Vitað er að a.m.k. tvö af stóru evr- ópsku flugfélögunum eru að íhuga að taka upp slíka hliðarstarfsemi. Háttsettir aðilar hjá ítalska flugfé- laginu Alitalia hafa staðfest aö und- irbúningur sé að hefjast og Swissair er enn að vega og meta kosti og galla. Stærsta hindrunin er verkalýðsfélögin sem eru andstæð slíkri starfsemi þar sem hún hefur óhjá- kvæmilega launalækk- un starfsmanna flugfé- laganna í för með sér. British Airways hefur t.d. aftekið með öllu að aðlaga starfsemi sína þessari bandarísku fyr- irmynd og segir verka- lýðsfélögin aðeins vera einn, en þó mjög mikil- vægan, þátt í jöfnunni. Markaðsstjóri British Airways, Mike Batt, segir að aðstæðurnar í Bandaríkjunum séu of ólíkar þeim evrópsku. Hann segir Evrópubúa ekki vilja fórna öllu fyrir lægra verð, þeir geri ákveðnar kröfur. Sömuleiðis hafi veðrið mikil áhrif en veðurfarið í Evrópu geri aðrar kröfur til flugvéla en það banda- ríska. Síðast en ekki síst komi til allur sá fjöldi farþega sem þarf að millilenda á leiðinni en þeir þurfa á ákveðinni þjónusta að halda sem ekki er gert ráð fyrir í innanlands- flugi i Bandaríkjunum. Framtíðin óráðin Enn sem komið er hafa evrópsk flugfélög ekki lent í því verðstríði sem orsakaði hin ódýru bandarísku fargjöld. En þau hafa verið nálægt því og í Evrópu eru þónokkur lítil og ódýr flugfélög starfandi sem hin- um stóru risum stendur nokkur ógn af. Því má ætla að fleiri evrópsk flugfélög feti í fótspor þeirra hand- an Atlantshafsins og íhugi leiðir til lækkunar. Enn sem komið er verð- ur þó að telja að erfiðara sé að koma slíku kerfi á í millilandaflugi en í innanlandsflugi eins og í Bandaríkjunum. En eftir því sem Evrópa sameinast meira og hindr- unum landa á milli fækkar er ómögulegt að spá um hver framtíð- in verður. Samantekt-ggá Southwest-flugfélagið heldur fargjöldum t.d. niðri með því að greiða ekki stórfé fyrir einkennisbún- inga heldur láta starfsfólk sitt vera í bolum og stuttbuxum. Frönsku strendurnar: KONUNGLEGT VETRARATHVARF Nice og aðrar Miðjarðarhafsborg- ir í Frakklandi hafa löngum verið vinsælir áfangastaðir ferðalanga sem hafa verið að leita að sól, sjó og skemmtunum í sumarleyfinu. En þeir eru færri sem kjósa að ferðast til þessarar frönsku sólskinspara- dísar á vetuma þó að Viktoría sál- uga Englandsdrottning hafi stytt enska veturinn með því að eyða hluta hans í Nice og nágrenni. En það er engin ástæða til að dvelja ekki í þessari frönsku Miðjarðar- hafsborg þegar líða tekur á árið og í raun fylgja því margir kostir. Til að mynda kvarta margir yfir þeim þrengslum sem fylgja þeim gifurlega ferðamannafjölda sem þangað kem- ur á hverju sumri, auk þess sem gistirými og þjónusta er á mun hag- stæðara verði. Sömuleiðis er sjórinn áberandi hreinni þegar hausta tek- ur og mesta mannmergðin hefur flutt sig i heimahagana. Glysbær Evrópu Margir eru þeirrar skoðunar að Nice sé eins konar Kalifomía Evr- ópu. Pálmatrén, ríkidæmið, glysið, stórbyggingarnar, fallega fólkið, næturklúbbarnir og mótorhjólin minni töluvert á stórborgir þær sem eru í sólskinsfylkinu handan Atl- antshafsins. Þeir sem viija njóta alls hins þægilegasta og æsi- legasta finna það í Nice en sé verið að leita að meiri kyrrð þá er henn- ar ekki langt að leita. Til dæmis er hægt að leita inn til lands í bæinn Fayence þar sem hægt er að sitja á blómum skrýddri verönd ein- hvers veitingahússins, hlusta á hjalið í ánni, njóta lostætis og hafa út- sýni yfir fallega kapellu frá 12. öld sem er uppi í fjallshlíðinni. Haustið er líka góður árstími til að fara og skoða hið gríðar- stóra Verdongljúfur, njóta kyrrðarinnar og velta fyrir sér mikilfeng- leik þess, sitjandi á hlýjum klöppun- um. Bærinn Théoulesur-Mer er rétt við Cannes en hefur hingað til verið látinn nokkum veginn í friði af ferðamönnum. Þar má fá sér ljúf- fenga sjávarrétti á Marco Polo veit- ingahúsinu á ströndinni og fylgjast með mávunum sem bíða þess þolin- móðir að fá að hirða upp hvem þann mola sem af borðunum fellur. Það eina sem heyrist er niðurinn í Miðjarðarhafinu, þar éru engin vatnaskíði, engir vatnakettir og eng- ir mótorbátar, bara nokkrir letilegir fiskimenn. Letilíf við píanóundirleik Lengra inni í landinu, miðja vegu milli Nice og Cannes, er bærinn Grasse sem á áram áður skapaði sér nafn fyrir að vera bústaður aðals- Nice var eftirlæti Evrópuaðalsins um aldamótin en þangað var farið til að njóta sólarinnar, spila, sýna sig og sjá aðra. ins, þó í dag sé það nú frekar mótor- stybba en höfug angan ilmvatna sem einkennir andrúmsloftið. Þar má enn þann dag í dag meðal annars finna húsnæði það sem Vikt- oría drottning dvaldi í þegar bærinn var heimsóttur en hún mun hafa haft á honum mikið dálæti. Húsvörðurinn þar hefur gam- an af að segja gestum og gangandi sög- urnar sem amma hennar sagði henni af því þegar bæj- arstjórinn hljóp til með rauðan dregil- inn frá húsi drottningarinn- ar að húsi vin- konu hennar, frú Rothschild, sem bjó nokkra ofar í götunni, enda vora veg- irnir lítið ann- að en þjöppuð mold á 19. Öld. Sá sem vill eigna sér þann heiður að hafa gist í sama bæ og nafntogað- asti þjóðarleið- togi síðustu aldar ætti ekki að verða fyrir vonbrigðum. Auðvelt er að fá herbergi í litlu, vincdegu gististöð- unum sem bærinn hýsir. Starfsfólk- ið er afslappað og brosmiit, matur- inn frábær, herbergin full af bókum og eldur logar í aminum á kvöldin Frönsku smábæirnir við strönd Miðjarðarhafsins eru ótrú- lega notalegir og vinalegir. Ekki eru þeir síðri á veturna þegar veðrið er milt og ferðalangar hafa staðina svo að segja út af fyrir sig. meðan eigandinn spilar á píanó og heimilishundamir og kettirnir láta fara vel um sig. Það verður varla notalegra. Samantekt -ggá 49 Aðvörun frá yfirvöldum Bandaríska innanríkisráðu- neytið hefur gefið út yfirlýsingu þar sem bandarískir þegnar era varaðir við að ferðast til austur- hluta Saír, m.a. til borgana Goma, Bukavu og Uvira þar sem öryggi ferðamanna þar hef- ur hrakað mjög. Síma í stað sígarettu Tveir þriðju allra þeirra sem ferðast í viðskiptaerindum styðja algjört reykingabann á öllum innanlandsleiðum, að því er fram kemur í nýútkominni skýrslu Alþjóðlegu flugumferð- arsamtakanna. Það vora 1000 kaupsýslumenn sem voru spurðir og var andstaðan við frekari takmarkanir á reyking- um mest meðal Evrópubúa. í könnuninni kom einnig fram : aukinn þrýstingur á að hafa síma í flugvélum. Belgar í verkfall Evrópskir starfsmenn sam- göngumála eru duglegir við að fara í verkföll þessa dagana og á morgun, sunnudag, hefja 'belgískir lestarstarfsmenn sól- arhringsverkfall sem búist er við að hafi mikil áhrif á sam- göngur innanlands. Flugfélög mótmæla Félag sem samanstendur af flestum flugfélögum heims mót- mælti harðlega í síðustu viku þegar bandarísk yfirvöld komu í veg fyrir reglugerð sem gerir flugfélögum auðveldara fyrir að ganga fljótt að samningum þeg- ar greiða skal fórnarlömbum I flugslysa skaðabætur. Félagið sagði ákvörðunina vera ólög- lega og óskynsamlega og hyggst kæra til bandaríska samgöngu- ráðuneytisins. KLM hækkar fargjöld Hið konunglega hollenska flugfélag, KLM tilkynnti nýlega að það myndi hækka fargjöld sín frá og með 1. nóvember, einnig á þeim leiðum þar sem flogið er í samvinnu við hið bandaríska flugfélag Nort-west Airlines, sem er samstarfsaðili KLM. Skýringin sem er gefin á hækkuninni er að eldsneyti hafi hækkað mjög í verði. Hækkunin nemur sem svarar 350 íslenskum krónum á flug- leiðum aðra leiðina innan Evr- ópu og 680 krónum á flugleiðum tfl Afríku, Mið- Austurlanda, Indlands og þeirra ferða sem flognar eru til Bandaríkjanna f samvinnu við North-western. Á öllum öðrum flugleiðum nemur hækkunin 860 krónum. SAS til Litháen ÍSAS hefur flug frá Stokk- hólmi til Vilníus í Litháen þrisvar sinnum í viku, frá og með næstkomandi mánudegi. Flogið verður á mánudögum, miðvikudögum og fóstudögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.