Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 f stuttar fréttir Hermenn Rúanda í Saír Hermenn frá Rúanda réðust inn í borgina Goma í Saír í gær l til að aðstoða uppreisnannenn I tútsa, að sögn stjórnarerindreka. 1 Utanríkisráðherra Rúanda vísaði i fuUyrðingunum á bug. Landnemi ákærður ísraelsk yfirvöld ákærðu í gær ; ísraelskan landnema vegna morðs á 11 ára palestínskum : dreng. íhugaöi sjálfsvíg Hertogaynjan af Jórvík, Sara | Ferguson, hefði svipt sig iífi eftir ástarsamband sitt við ijár- málaráðgjafa sinn, John Bryan, hefði hún ekki átt tvær litlar dætur. Breska blaðið Daily jssu og vitnar í höfund umdeildrar bókar um f Söru. Pyntingar í Austurríki Mannréttindanefhd á vegum Evrópusambandsins hefur beðið austurrísk yfirvöld að kanna i hvað hæft er í ásökunum um að lögregla hafi pyntað fanga. §f Kynlífsævintýri á Netinu Maður í Arkansas í Bandaríkj- | unum varð svo reiður er kona hans eyddi póstforriti sem hann notaði til kynlífssambands á Net- | inu að hann fleygði henni upp að :, vegg og barði hana. í mál gegn Rainier Grínarinn Timothy Ward hef- ur höfðað mál gegn Rainier fursta af Mónakó vegna kjafts- höggs. Furst- inn haföi sótt sýningu Wards ásamt Karólínu dóttur sinni og syni sín- um, Albert. Reiddist furstinn at- | hugasemdum grínarans um skalla sonarins og matarvenjur hans og baö hann að koma nær. Ward fékk síðan einn á hann. Trúa á drauga Fjórðungur Kanadamanna trú- ir á drauga samkvæmt niður- stöðum skoðanakönnunar. Ungt fólk var í meirihluta þeirra sem kváðust trúa á drauga. 1 Stal söfnunarfé Skoskur kráreigandi stakk af tO Spánar með um 80 þúsund ís- lenskar krónur sem safnað hafði verið handa fiölskyldum barna | er féllu fyrir hendi byssumanns. Skotinn var í gær dæmdur í 30 mánaða fangelsi. Reuter Vöruverö erlendis: Enn lækkar kaffið Kaffi á heimsmarkaði heldur áfram að lækka í verði. Þriggja mánaða verð á tonninu var komið niður í 1.384 dollara um síðustu helgi. Á nokkrum vikum hefur kaffiverðið lækkað um nærri fimmt- ung, yar í tæpum 1.700 dollurum um miðjan septembermánuð. Sykur- verð hefur sömuleiðis veriö að lækka en líkur á hækkunum á næst- unni eru miklar. Bensínverð í Rotterdam tók ekki miklum breytingum í vikunni én hins vegar lækkaði hráolíutunnan töluvert í verði á markaði í London. Það er talinn eðlilegur slaki á spennu undanfarinnar vikna. Tunn- an var komin yfir 25 dollara í stað- greiðslu en seldist á rúma 22 dollara þegar viðskiptum lauk á fimmtu- daginn. Hlutabréfavísitölur í helstu kaup- höllum heims hafa lítið breyst í vik- unni. -Reuter Forskot Clintons á Dole minnkar Forskot Bills Clintons Banda- ríkjaforseta á Bob Dole, forsetafram- bjóðanda repúblikana, var í gær að- eins 5,5 prósent ef marka má niður- stöður skoðanakönnunar Reuter- fréttastofunnar. Samkvæmt niður- stöðunum fær Clinton 42 prósent at- kvæða en Dole 36,5. Ross Perot hlýt- ur 8,4 prósent. Alls tóku 1200 manns þátt í skoð- anakönnuninni. Óákveðnum hafði fækkað úr 15,3 prósentum í 6,4 pró- sent frá því fyrr í vikunni. Fyrir fimm dögum var forskot Clintons á Dole 13 prósent sam- kvæmt skoðanakönnun Reuter- fréttastofunnar. Síðan hafa Dole og Perot beint að honum hörðum skot- um vegna meintrar ólöglegrar fiár- mögnunar kosningabaráttunnar. Fjöldi frétta hefur einnig birst um framkvæmdasemi Johns Huangs, söfnunarstjóra demókrata, sem tókst að afla hárra framlaga frá asískum fyrirtækjum. Huang hefur látið af starfi söfnunarstjóra. í kosningaræðu í Kalifomíu í gær svaraði Clinton ásökunum Doles og Perots og bar fram tillögu um úr- bætur á lögum um fiármögnun kosningabaráttu. Hann lagði meðal annars til að framlög frá öðrum en bandarískum ríkisborgurum yrðu bönnuð. „Margir innflytjendur gegna mik- ilvægu hlutverki í okkar landi en kjami lýðræðis okkar er sá að borg- ararnir taka ákvörðun. Það eru að- eins þeir sem geta greitt atkvæði. Og aðeins þeir ættu að veita fiár- framlög," sagði forsetinn. Dole er á maraþonkosningaferða- lagi fram að kjördegi þann 5. nóv- ember og fer hann á miili 14 ríkja um helgina. Hann gerir aðeins hlé á ferðum sínum til að fara í sturtu á hótelum. Um tillögu forsetans um úrbætur á lögum um kosningafram- lög sagði Dole: „Ég stakk upp á þessu í fulltrúadeildinni fyrir sex árum. Ég bar aftur fram tillögu um þetta fyrir tveimur vikum. Ég er glaður yfir því að forsetanum skuli fara fram.“ Reuter Þúsundir Filippseyinga flykktust í kirkjugarða í gær til að halda upp á allraheilagramessu sem er núna um helgina. Þetta er eini tími ársins sem öll stórfjölskyldan á Filippseyjum safnast saman og gera menn sér því glaðan dag. Símamynd Reuter Þýskaland: Utfararstjóri höfuöpaur í svindli með eiturefni Útfararstjóri á sextugsaldri í Frankfurt am Main í Þýskalandi er grunaður um að vera höfuðpaur samtaka sem þénað hafa að minnsta kosti tugi milljóna á svindli með eitruð úrgangsefni. Samtökin áttu fiölda fyrirtækja sem lofuðu auðtrúa viðskiptavin- um að losa þá við eitruð úrgangs- efni á löglegan hátt. Viðskiptavin- irnir greiddu um 35 þúsund ís- lenskar krónur fyrir rúmmetrann og fengu í staðinn falsað skírteini upp á að allt væri í sómanum. En kaupendumir seldu eiturefn- in til endurvinnsíustöðva undir því yfirskini að eitrið væri af- gangsolía eða endurnýtanlegt hrá- efni. Þeir fengu um 3.500 krónur fyrir tonnið. Þetta var einungis hægt að gera með aðstoð embættismanna sem þágu mútur. Eiturefnunum, sem ekki var hægt að „endurvinna" á þennan hátt, var komið fyrir í mal- argryfium eða ekið ólöglega á ruslahauga. Það var oftast í A- Þýskalandi sem þetta fór fram. Umhverfisglæpamennirnir hafa verið að verki að minnsta kosti síðan 1993. Grunur vaknaði fyrst hjá lögreglunni í fyrra. í vikunni var gerð skyndileit hjá 140 fyrir- tækjum. Hingað til hafa sjö manns verið handteknir. Lagt hefur verið hald á 8 þúsund möppur með sönn- unargögnum. Lögreglan telur að hún hafi eimmgis séð toppinn á ís- jakanum. Ekki er talið útilokað að starfsemin teygi sig út fyrir landa- mæri Þýskalands. Politiken Kauphallir og vöruverð erlendisl 2700 DAX-40 1 2300 2659,25 J A S 0 2000 20466,86 J A S 0 Danir láta undan og leyfa Rushdie að koma Dönsk yfirvöld létu í gær undan þrýstingi víðs vegar að úr heiminum og huðu rithöf- undinum Salman Rushdie að koma til Kaupmannahafnar til að taka við bókmenntaverð- launum. Áður höfðu yfirvöld lýst því yfir að þau hefðu áhyggjur af athyglinni sem há- tíðahöldin fengju og sögðu lög- | regluna ekki geta veitt næga I vernd sökum anna vegna stríðs I mótorhjólagengja. Athöfhin átti að fara fram um miðjan nóvem- _ ber en í gær bauð menningar- málaráðherra Dana, Jytte Hilt- | en, honum að koma einhvern | tíma fvrir áramót til að taka við verðlaununum. „Þaö er I hneyksli að Kaupmannahöfn, I sem er menningarborg Evrópu- sambandsins í ár, neiti að leyfa vinningshafa að sækja verð- I launahátíöina," sagði Rushdie sjálfur áður en Danir skiptu um skoðun. „Ef það á að fara svona með mig neita ég að þiggja verðlaunin. Ég tek ekki við : þeim í bakherbergi á einhverri krá,“ bætti Rushdie við. Tyrkir svíkja loforð um umbætur Baráttumenn fyrir auknum mannréttindum hafa áhyggjur af því að enn bóli ekkert á um- | bótum þeim sem Tansu Ciller, 8 utanríkisráðherra Tyrklands, I lofaði um miöjan október. Vegna mikils þrýstings ffá ÍVesturlöndum um umbætur lof- aði Ciller meðal annars að stytta varðhald hjá lögreglu. Að sögn baráttumanna fyrir mann- réttindum er mestar hættur á pyntingum á því stigi. Á sama Itíma og loforð eru svikin hafa tyrknesk yfirvöld varað blaða- menn við og sagt þeim að tak- marka enn frekar umfiöliun um mannréttindabrot. Nú hefur lögfræðingurinn, sem er fulltrúi Tyrklandsstjóm- ar í málaferlum fyrir evrópsk- um mannréttindadómstólum, gefist upp á að verja Tyrkland þar sem stjómvöld standi ekki | við nein loforö. Neita að hafa Iboðið upp á breskt kjöt Franska lögreglan sakar veit- ingastaðinn Hard Rock Cafe í París um að hafa matreitt ham- borgara úr bresku kjöti þrátt fyrir innflutningsbann á því vegna kúariðu. Talsmenn veit- ingastaðarins segja kjötið af írskum kúm. Heilbrigðiseftir- litsmenn fundu 300 kíló af frosnum hamborgurum á veit- ingastaðnum með stimpli sem benti til ensks uppruna. Á veit- ingastaðnum segja menn kjötið hafa farið í gegnum vinnslustöð í Bretlandi þar sem eingöngu væri tekið við írsku kjöti. ítalir hafa nú bannað innflutning á nautakjöti frá Sviss vegna fiölda kúariðutilfella. Kennarar ekki nógu athugulir j, Elsti 6onur fiöldamorðingj- I anna Freds og Rosemary West í hvetur kennara til að taka bet- ur eftir ummerkjum eftir of- beldi á bömum. „Þeir ættu að fá þjálfun í því að þekkja ein- kennin. Við fómm í skólann marin og blá eftir barsmíðar og ; enginn tók eftir því. Kennarar gleyptu við öllum afsökunum sem við sögðum. Mér var | snemma sagt að ef ég segði frá j því sem fram fór heima yrði ég | drepinn," sagði sonurinn í sjón- varpsviötali. Reuter I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.