Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Page 6
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 f stuttar fréttir Hermenn Rúanda í Saír Hermenn frá Rúanda réðust inn í borgina Goma í Saír í gær l til að aðstoða uppreisnannenn I tútsa, að sögn stjórnarerindreka. 1 Utanríkisráðherra Rúanda vísaði i fuUyrðingunum á bug. Landnemi ákærður ísraelsk yfirvöld ákærðu í gær ; ísraelskan landnema vegna morðs á 11 ára palestínskum : dreng. íhugaöi sjálfsvíg Hertogaynjan af Jórvík, Sara | Ferguson, hefði svipt sig iífi eftir ástarsamband sitt við ijár- málaráðgjafa sinn, John Bryan, hefði hún ekki átt tvær litlar dætur. Breska blaðið Daily jssu og vitnar í höfund umdeildrar bókar um f Söru. Pyntingar í Austurríki Mannréttindanefhd á vegum Evrópusambandsins hefur beðið austurrísk yfirvöld að kanna i hvað hæft er í ásökunum um að lögregla hafi pyntað fanga. §f Kynlífsævintýri á Netinu Maður í Arkansas í Bandaríkj- | unum varð svo reiður er kona hans eyddi póstforriti sem hann notaði til kynlífssambands á Net- | inu að hann fleygði henni upp að :, vegg og barði hana. í mál gegn Rainier Grínarinn Timothy Ward hef- ur höfðað mál gegn Rainier fursta af Mónakó vegna kjafts- höggs. Furst- inn haföi sótt sýningu Wards ásamt Karólínu dóttur sinni og syni sín- um, Albert. Reiddist furstinn at- | hugasemdum grínarans um skalla sonarins og matarvenjur hans og baö hann að koma nær. Ward fékk síðan einn á hann. Trúa á drauga Fjórðungur Kanadamanna trú- ir á drauga samkvæmt niður- stöðum skoðanakönnunar. Ungt fólk var í meirihluta þeirra sem kváðust trúa á drauga. 1 Stal söfnunarfé Skoskur kráreigandi stakk af tO Spánar með um 80 þúsund ís- lenskar krónur sem safnað hafði verið handa fiölskyldum barna | er féllu fyrir hendi byssumanns. Skotinn var í gær dæmdur í 30 mánaða fangelsi. Reuter Vöruverö erlendis: Enn lækkar kaffið Kaffi á heimsmarkaði heldur áfram að lækka í verði. Þriggja mánaða verð á tonninu var komið niður í 1.384 dollara um síðustu helgi. Á nokkrum vikum hefur kaffiverðið lækkað um nærri fimmt- ung, yar í tæpum 1.700 dollurum um miðjan septembermánuð. Sykur- verð hefur sömuleiðis veriö að lækka en líkur á hækkunum á næst- unni eru miklar. Bensínverð í Rotterdam tók ekki miklum breytingum í vikunni én hins vegar lækkaði hráolíutunnan töluvert í verði á markaði í London. Það er talinn eðlilegur slaki á spennu undanfarinnar vikna. Tunn- an var komin yfir 25 dollara í stað- greiðslu en seldist á rúma 22 dollara þegar viðskiptum lauk á fimmtu- daginn. Hlutabréfavísitölur í helstu kaup- höllum heims hafa lítið breyst í vik- unni. -Reuter Forskot Clintons á Dole minnkar Forskot Bills Clintons Banda- ríkjaforseta á Bob Dole, forsetafram- bjóðanda repúblikana, var í gær að- eins 5,5 prósent ef marka má niður- stöður skoðanakönnunar Reuter- fréttastofunnar. Samkvæmt niður- stöðunum fær Clinton 42 prósent at- kvæða en Dole 36,5. Ross Perot hlýt- ur 8,4 prósent. Alls tóku 1200 manns þátt í skoð- anakönnuninni. Óákveðnum hafði fækkað úr 15,3 prósentum í 6,4 pró- sent frá því fyrr í vikunni. Fyrir fimm dögum var forskot Clintons á Dole 13 prósent sam- kvæmt skoðanakönnun Reuter- fréttastofunnar. Síðan hafa Dole og Perot beint að honum hörðum skot- um vegna meintrar ólöglegrar fiár- mögnunar kosningabaráttunnar. Fjöldi frétta hefur einnig birst um framkvæmdasemi Johns Huangs, söfnunarstjóra demókrata, sem tókst að afla hárra framlaga frá asískum fyrirtækjum. Huang hefur látið af starfi söfnunarstjóra. í kosningaræðu í Kalifomíu í gær svaraði Clinton ásökunum Doles og Perots og bar fram tillögu um úr- bætur á lögum um fiármögnun kosningabaráttu. Hann lagði meðal annars til að framlög frá öðrum en bandarískum ríkisborgurum yrðu bönnuð. „Margir innflytjendur gegna mik- ilvægu hlutverki í okkar landi en kjami lýðræðis okkar er sá að borg- ararnir taka ákvörðun. Það eru að- eins þeir sem geta greitt atkvæði. Og aðeins þeir ættu að veita fiár- framlög," sagði forsetinn. Dole er á maraþonkosningaferða- lagi fram að kjördegi þann 5. nóv- ember og fer hann á miili 14 ríkja um helgina. Hann gerir aðeins hlé á ferðum sínum til að fara í sturtu á hótelum. Um tillögu forsetans um úrbætur á lögum um kosningafram- lög sagði Dole: „Ég stakk upp á þessu í fulltrúadeildinni fyrir sex árum. Ég bar aftur fram tillögu um þetta fyrir tveimur vikum. Ég er glaður yfir því að forsetanum skuli fara fram.“ Reuter Þúsundir Filippseyinga flykktust í kirkjugarða í gær til að halda upp á allraheilagramessu sem er núna um helgina. Þetta er eini tími ársins sem öll stórfjölskyldan á Filippseyjum safnast saman og gera menn sér því glaðan dag. Símamynd Reuter Þýskaland: Utfararstjóri höfuöpaur í svindli með eiturefni Útfararstjóri á sextugsaldri í Frankfurt am Main í Þýskalandi er grunaður um að vera höfuðpaur samtaka sem þénað hafa að minnsta kosti tugi milljóna á svindli með eitruð úrgangsefni. Samtökin áttu fiölda fyrirtækja sem lofuðu auðtrúa viðskiptavin- um að losa þá við eitruð úrgangs- efni á löglegan hátt. Viðskiptavin- irnir greiddu um 35 þúsund ís- lenskar krónur fyrir rúmmetrann og fengu í staðinn falsað skírteini upp á að allt væri í sómanum. En kaupendumir seldu eiturefn- in til endurvinnsíustöðva undir því yfirskini að eitrið væri af- gangsolía eða endurnýtanlegt hrá- efni. Þeir fengu um 3.500 krónur fyrir tonnið. Þetta var einungis hægt að gera með aðstoð embættismanna sem þágu mútur. Eiturefnunum, sem ekki var hægt að „endurvinna" á þennan hátt, var komið fyrir í mal- argryfium eða ekið ólöglega á ruslahauga. Það var oftast í A- Þýskalandi sem þetta fór fram. Umhverfisglæpamennirnir hafa verið að verki að minnsta kosti síðan 1993. Grunur vaknaði fyrst hjá lögreglunni í fyrra. í vikunni var gerð skyndileit hjá 140 fyrir- tækjum. Hingað til hafa sjö manns verið handteknir. Lagt hefur verið hald á 8 þúsund möppur með sönn- unargögnum. Lögreglan telur að hún hafi eimmgis séð toppinn á ís- jakanum. Ekki er talið útilokað að starfsemin teygi sig út fyrir landa- mæri Þýskalands. Politiken Kauphallir og vöruverð erlendisl 2700 DAX-40 1 2300 2659,25 J A S 0 2000 20466,86 J A S 0 Danir láta undan og leyfa Rushdie að koma Dönsk yfirvöld létu í gær undan þrýstingi víðs vegar að úr heiminum og huðu rithöf- undinum Salman Rushdie að koma til Kaupmannahafnar til að taka við bókmenntaverð- launum. Áður höfðu yfirvöld lýst því yfir að þau hefðu áhyggjur af athyglinni sem há- tíðahöldin fengju og sögðu lög- | regluna ekki geta veitt næga I vernd sökum anna vegna stríðs I mótorhjólagengja. Athöfhin átti að fara fram um miðjan nóvem- _ ber en í gær bauð menningar- málaráðherra Dana, Jytte Hilt- | en, honum að koma einhvern | tíma fvrir áramót til að taka við verðlaununum. „Þaö er I hneyksli að Kaupmannahöfn, I sem er menningarborg Evrópu- sambandsins í ár, neiti að leyfa vinningshafa að sækja verð- I launahátíöina," sagði Rushdie sjálfur áður en Danir skiptu um skoðun. „Ef það á að fara svona með mig neita ég að þiggja verðlaunin. Ég tek ekki við : þeim í bakherbergi á einhverri krá,“ bætti Rushdie við. Tyrkir svíkja loforð um umbætur Baráttumenn fyrir auknum mannréttindum hafa áhyggjur af því að enn bóli ekkert á um- | bótum þeim sem Tansu Ciller, 8 utanríkisráðherra Tyrklands, I lofaði um miöjan október. Vegna mikils þrýstings ffá ÍVesturlöndum um umbætur lof- aði Ciller meðal annars að stytta varðhald hjá lögreglu. Að sögn baráttumanna fyrir mann- réttindum er mestar hættur á pyntingum á því stigi. Á sama Itíma og loforð eru svikin hafa tyrknesk yfirvöld varað blaða- menn við og sagt þeim að tak- marka enn frekar umfiöliun um mannréttindabrot. Nú hefur lögfræðingurinn, sem er fulltrúi Tyrklandsstjóm- ar í málaferlum fyrir evrópsk- um mannréttindadómstólum, gefist upp á að verja Tyrkland þar sem stjómvöld standi ekki | við nein loforö. Neita að hafa Iboðið upp á breskt kjöt Franska lögreglan sakar veit- ingastaðinn Hard Rock Cafe í París um að hafa matreitt ham- borgara úr bresku kjöti þrátt fyrir innflutningsbann á því vegna kúariðu. Talsmenn veit- ingastaðarins segja kjötið af írskum kúm. Heilbrigðiseftir- litsmenn fundu 300 kíló af frosnum hamborgurum á veit- ingastaðnum með stimpli sem benti til ensks uppruna. Á veit- ingastaðnum segja menn kjötið hafa farið í gegnum vinnslustöð í Bretlandi þar sem eingöngu væri tekið við írsku kjöti. ítalir hafa nú bannað innflutning á nautakjöti frá Sviss vegna fiölda kúariðutilfella. Kennarar ekki nógu athugulir j, Elsti 6onur fiöldamorðingj- I anna Freds og Rosemary West í hvetur kennara til að taka bet- ur eftir ummerkjum eftir of- beldi á bömum. „Þeir ættu að fá þjálfun í því að þekkja ein- kennin. Við fómm í skólann marin og blá eftir barsmíðar og ; enginn tók eftir því. Kennarar gleyptu við öllum afsökunum sem við sögðum. Mér var | snemma sagt að ef ég segði frá j því sem fram fór heima yrði ég | drepinn," sagði sonurinn í sjón- varpsviötali. Reuter I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.