Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 jLlV 2 ♦( fréttir___________________________ Bruninn í Vallakirkju í Svarfaöardal: Kirkjan ónýt og ómetanlegir dýrgripir - allt talið benda til sjálfsíkveikju í kirkjunni DV, Akureyri: „Ég er mjög hryggur, eins og ég hafi misst nákominn ættingja, og þama eyðilagðist ómetanlegur dýr- gripur þar sem kirkjan var auk allra innanstokksmuna sem einnig voru miklir dýrgripir," segir Magn- ús Skúlason hjá Húsafriðunamefnd, en hann hafði umsjón með endur- byggingu kirkjunnar að Völlum í Svarfaðardal sem eyðilagðist í eldi í fyrrinótt. Magnús segir mjög miklar endurbætur hafa verið unnar á kirkjunni undir hans stjóm í tæp- lega tvö ár, þvl verki var svo gott sem lokið og átti að vígja kirkjuna að nýju eftir um þrjár vikur. Kirkj- an var byggð árið 1861 og hefði orð- ið 135 ára á 2. dag jóla. Sævar Einarsson, bóndi að Völl- um, varð eldsins fyrst var. „Það blikkuðu ljósin hér iimi í íbúðar- húsinu og ég gekk fram í eldhús. Þegar ég kom aftur inn í stofúna sá ég hvað var að gerast, eldtungumar stóðu þá út um forkirkjuna. Ég hringdi strax á slökkvilið á Dalvík og á fleiri staði en fór síðan út og um leið kom aö fólk frá öðrum bæ hér í dalnum sem átti leið hjá og sá hvaö var að gerast. Síðan dreif að fleira fólk og þótt viö notuðum handslökkvitæki varð ekki við neitt Inni í kirkjunni að Völlum var ömurlegt um að litast eftir brunann, allt brunnið eða hálfbrunnið og ómetanleg llsta- verk ónýt. DV-mynd gk Bergur Höskuldsson, slökkviliðsmaður frá Dalvík, við kirkjudyrnar en eldur- inn er talinn hafa komið upp í anddyri kirkjunnar. DV-mynd gk ráöið. Þetta er ákaflega sorglegt," sagði Sævar við DV í gær og var ljóst að hann og aörir Svarfdæling- ar sem DV ræddi við vora harmi slegnir yfir atburöinum. Rúður sprungu út „Eldurinn stóö upp úr forkirkj- unni þegar við komum að. Síðan sprungu rúöur í kirkjunni út og það varð ekki við neitt ráðið og eldur- inn breiddist um allt og varð að einu samfelldu eldhafi," sagði Berg- ur Höskuldsson, slökkviliðsmaður frá Dalvík, sem kom fljótlega á vett- vang. Fullyrða má að kirkjan sé ónýt þótt hún sé uppistandandi eftir branann. Allt inni í henni brann og þar á meðal ómetanlegir dýrgripir. „Þarna var predikunarstóll frá árinu 1741 og altaristafla var álíka gömul. Ég hef vitneskju um að kirkjan var tryggð, en það segir bara ekkert gagnvart missi slíkra dýrgripa sem vora i kirkjunni. Auð- vitað er hægt að endurbyggja kirkj- una, það er til af henni uppmæling og mikiö af ljósmyndum. Klukkna- portið með stærstu kirkjuklukku á íslandi er heilt, en það liggur ekki fyrir hvað verður gert,“ segir Magn- ús Skúlason. Stutt í vígsluna Kostnaður við endurbyggingu kirkjunnar, sem var ein elsta kirkja landsins, nemur um 5 milljónum króna. Fyrir nokkrum dögrnn var innanstokksmunum kirkjunnar sem verið höfðu í geymslu komið fyrir í kirkjunni að nýju, s.s. predik- unarstólnum, altaristöflunni, ljósa- krónu, ljósahjálmum og kertastjök- um, en allt era þetta hlutir sem ekki er hægt aö meta til fjár. Mörg sókn- arbörn höfðu lagt fram umtalsverða sjálfboöavinnu við endurbyggingu kirkjunnar og klukkustund áður en eldsins varð vart var einmitt lokið við að bera femisolíu á kirkjugólfið. Sjálfsíkveikja Daníel Snorrason, deildarstjóri rannsóknarlögreglunnar á Akur- eyri, sagði eftir skoðun á kirkjunni í gær að allt benti til sjálfsíkveikju, annaðhvort vegna femisolíu sem borin hafði verið á gólfið eða bilun- ar i rofa í rafmagnstöflu, og hugsan- lega væri um samspil þessara tveggja þátta að ræða. -gk 1200 þúsundum stolið í Ölveri: Tóku 200 kíló af 50 króna peningum - Ölver vill kaupa þýfið aftur Þú getur svaraö þessari spurningu me6 því a6 hringja í síma 904 1600. 39,90 kr. mtnútan Já Q Nel H J rödd FOLKSINS 904 1600 Eiga íslendingar að taka upp annan þjóðsöng Þjófamir sem bratust inn á veit- ingastaðinn ölver aðfaranótt fóstu- dags hafa þurft að hafa mikið fyrir því aö koma þýfinu á brott. Þeir stálu tólf hundrað þúsund krónum í 50 króna peningum úr spilaköss- um staöarins og er þýfiö talið vega um 200 kíló. Magnús Halldórsson er fram- kvæmdastjóri Ölvers og hann sagði við DV í gærkvöld að vegna framkvæmda hefði veggur verið settur fyrir skynjara á staðnum og því hefði innbrotið verið mögulegt þessa nótt og næstu nótt á undan. Til heföi staðið aö laga þjófavam- arbúnaðinn i gær, 200 kílóum af fimmtíu króna peningum of seint. Magnús segist ætla að reyna að kaupa þýfið til baka. „Þaö er ekkert grín að vera með eintóma mynt í umferð og því hef ég látiö þau boð út ganga að ég sé til viðræöna um að kaupa pening- ana á sanngjömu verði til baka,“ segir Magnús. Hann vildi ekki gefa upp kaupverðið en reiknaði með að heyra frá þjófunum á næstunni. -sv Scndutn í póstkröfu um alit land. Með DV í dag fylglr 4 bls. auglýs- ingablað frá Skífunni í tilefni af 20 ára afmæli fyrirtækisins. í blaðinu er kynning á vörum sem verslanir Skíf- unnar bjóða. i Dalvík: Hörð aftaná- keyrsla Tvær jeppabifreiðar skuUu harkalega saman á veginum rétt norðan við Dalvík seinni part dags í gær. Hríðarkóf var og blint og ók sá ffernri mjög hægt þess vegna. Sá sem á eftir kom sá ekki fremri bíl- inn fyrr en of seint og enduöu báðir bílamir utan við veg. Tveir vora í öðrum bílnum og þrír í hinum og sluppu allir án telj- andi meiðsla. Bílamir skemmdust mikið. -sv — Kópavogur: Tveir ölvaðir við akstur Tveir ökumenn vora stöðvaðir í Kópavogi í fyrrinótt grunaðir um ölvvm við akstur. Að sögn lögreglmmar vora þeir settir í blóöprufur og niðurstöður úr þeim era væntanlegar. -RR Hafnarfjöröur: Eldur í fjölbýlishúsi Slökkviliðið i Hafnarfirði slökkti eld í íbúð fjölbýlishúss við Birkihlíð undir kvöld í gær. Einn maður var i íbúöinni og var hann fluttur á slysadeild. Ekki var vitað um ástand hans í gærkvöld en slökkvi- liðið vann þá að því að reykræsa húsið. -sv stuttar fréttir Ákall til ríkisstjórna Framkvæmdastjórar nor- rænu Rauöa koss félaganna hafa sent ákall til ríkisstjóma Norðurlanda vegna ástandsins í Saír og beöið þá að beita sér fyrir lausn mála. Heimir vill heim Heimir Steinsson útvarps- stjóri hefúr lýst þvi yfir að hann sækist aftur eftir stöðu Þingvallaprests. Líklegt þykir að Markús Öm Antonsson taki að nýju viö starfi útvarpsstjóra. 450-550 milljónir Að mati tímaritsins Vísbend- ingar greiddi VÍS 450-550 millj- ónir króna fyrir trygginga- og fjárfestingarfélög Skandia. Mlnni stangvelöi Samkvæmt úttekt Veiöimála- stofnunar komu 30 þúsund lax- ar í stangveiði sumarsins sem er 12% minna en í fyrra. -bjb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.