Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 48
60 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 33"V trimm Ragnar Tómasson: Hver er staðan sex ámm síðar? - næstum því „antisportistinn" sem hóf skokk og aflra líkamsrækt feitur og hálffimmtugur Mörgum finnst lakara hversu fáir þeir eru sem stunda líkamsraekt að einhverju marki þegar þeir eru komnir á sextugsaldurinn. Skilning- ur á gildi hreyfingar almennt fyrir alla aldurshópa varð ekki almennur fyrir en á allra síðustu árum hér á landi. Hinu má þó ekki gleyma að þeir einstaklingar í þessum aldurs- hópi sem einhverja líkamsrækt stunda eru líklega fremur í greinum sem minna ber á, eins og badmint- on, að ógleymdu golfinu. Ragnar Tómasson lögfræðingur tók sig til hálffimmtugur, og rúm- lega það, og hóf líkamsrækt. Hann hafði aldrei áður stundað neinar íþróttir, nema þá skólaleikfim- ina gömlu. í frásögn af bók hans, Hristu af þér slenið, er rakið mat hans sjálfs á lík- tf amlegu ástandi í upphafi. Ragnar hóf enduruppbygg- ingarstarfið árið 1988 en vill sjálf- ur miða skokkaldur sinn við árið 1990 þegar hann tók þátt í Reykja- víkur- maraþoni og hljóp þá reyndar heilt maraþon, eða 42,2 km. „Að fara í heilt maraþon var vitað al- veg út í hött mið- að við getu mína þá og alls ekki mar var l- S' A til eftirbreytni," sagði Ragnar. „En að ná þvi var samt sem áður ólýsan- leg upplifun sem aldrei gleymist.“ Erfiðara að hætta í lík- amsræktinni nú en að byrja á henni í upphafi - Hver er þá staðan sex árum síð- ar? Hefurðu haldið þessu áfram? Hvað er þér hugstæðast um líkams- rækt og það sem henni fylgir? „í dag væri miklu erfiðara fyrir mig að hætta líkamsrækt heldur en var að byrja á henni í upphafi," svaraði Regnar. „Ég get best lýst þessu þannig að það að kynnast líkamsrækt hafi fyrir mig ver- ið dásamleg reynsla. Fyrir fram hefði ég aldrei trúað þvi að líkamsrækt ætti eftir að verða svo mikill áhrifavaldur í lífi mínu. Þetta snerti bæði lik- amlega og andlega stöðu mína og líðan. Ég veit ekki um nein verald- leg gæði sem gætu komið í stað líkamsrækt- arinnar fyr- ir mig. Það er ótrú- hvað reglu- bundin hreyfing hefur sterk áhrif á alla líðan okkar. Skað- semi kyrrsetunnar er sífellt að verða mönn- um ljósari. Maður nýtur betur þess góða í lífinu og á betra með að takast á við erfiðleikana þegar mað- ur er í góðu formi. Lík- amsræktin er betri skrokkinn og Góð fyrir fólk á skrifstofum og alla aðra Að teygja á sinum og vöðvum er allra meina bót og bæði gott að gera fyr- ir og eftir æfingar og ekki síður i vinnunni eða við námið. Þessi teygja er mjög góð fyrir fólk sem starfar á skrifstofum. Nauðsynlegt er að fara bæði varlega og hægt úr og í þessa teygju. Kosturinn við hana er m.a. sá að hægt er að gera hana hvar sem er og ekki einu sinni nauðsynlegt að standa upp frá vinnu sinni. En sinar og vöðvar í og við hálsinn eru við- kvæm gagnvart átaki svo rétt er að fara varlega, ekki síst ef fólk er stíft og jafnvel með vöðvabólgu. En ef allrar varúðar er gætt er í lagi að taka þessa teygju, þó svo ekki hafi verð hitað upp á undan. Þarna er verið að teygja á hálsvöövunum og á vöðvum sem liggja frá hálsi og niður í bak. Annarri hendinni er haldið undir stólinn en hinni ofan á höfðinu og því hallað frá stólhendinni um leið. En munið - engin átök. Farið að þeim mörkum þar sem finnst fyrir teygjunni en ekki lengra og ekki skemmra. Verið síðan í teygjunni minnst 20 til 30 sek. - ekki skemur. Hættið siðan rólega og skipt- ið um hönd og halla. (Endurbirt þar sem textinn varð illilega viðskila við myndina.) DV-mynd Pjetur Ragnar Tómasson lögfræðingur hóf líkamsrækt hálffimmtugur. sálina en nokkurt læknislyf. Hún lífgar skrokkinn og kætir sálina." Aðeins erfitt fyrstu sex vikurnar - Er þetta þá aldrei erfitt eða leið- inlegt? Er líkamsræktin, skokkið og fleira tóm hamingja? „Já, það er nefni- lega ekki fjarri lagi. Ég tók ekki of djúpt í árinni þegar ég sagði áðan að fyrir mig væru kynnin af lík- amsrækt dásamleg reynsla. Þetta var erfitt aðeins fyrstu sex vikurnar þegar ég var að staulast af stað fremur af vilja en mætti eftir ára- langt bílífi, ofát og hreyfmgarleysi." - Nú tekur þetta töluverðan tíma. Einhverju fómaðirðu liklega í stað- inn? „Það er rétt. Liðir eins og að horfa á sjónvarp, fara á bíó, sunnu- dagsbíltúrar eða aðrar tómstunda- ferðir á bílnum hafa fallið niður. Meira að segja hestamennskan hef- ur orðið útundan. Hefði mátt segja mér slíkt tvisvar hér áður því á henni hef ég haft mikinn áhuga um áratuga skeið. Enn hefur þetta að vísu ekki komið niður á vinnunni." Sálarstríð þriðju vikunn- ar endar með uppgjöf eða áframhaldi af skyldurækninni einni - Hvað gæturðu sagt öðrum sem jafnvel langar til að byrja að hreyfa sig i fyrsta sinn markvisst eða þá aftur eftir langt hlé? „Höfum það hugfast að enginn saknar þess sem hann ekki þekkir. Flestum finnst líkamsræktin spennandi fyrstu vikuna, aðra vik- una fara að renna á menn tvær grímur, þriðju vikuna eiga menn oft í sálarstríði sem annaðhvort endar með uppgjöf eða þeir herða upp hug- ann og halda áfram af skyldurækni einni saman. Fjórða vikan er þolan- legri, sú fimmta er í góðu lagi og þrauki maður sjöttu vikuna eru talsverðar líkur á því að maður hafi komist yfir erf- iðasta hjallann og líkamsrækt sé að verða hluti af lífsstílnum." Vantrúin á eigin getu er stæsta vandamálið og kannski það eina „Á hverjum degi hitti ég fólk sem dreymir um að losna við aukakílóin og byrja í einhverri líkamsrækt. En það er eins og þetta fólk trúi því ekki að það geti byrjað. Vantrúin á eigin getu er stærsta og kannski eina vandamálið. í hverju Reykja- víkurmaraþoni eru hundruð þátt- takenda sem fyrir nokkrum árum eða misserum voru að sligast undan i aukakílóunum en tóku sér loks tak og eru með þátttöku sinni að vinna sinn stærsta sigur - sigurinn yfir vantrúnni og efanum - sigurinn á sjálfum sér. Tíminn sem hlaupið er á skiptir engu máli heldur það eitt að takast á við verkefni og ljúka því. Við skulum muna að vandamálin eru aðeins dýrmæt tækifæri sem eru hugvitssamlega dulbúin sem erfiðleikar," sagði Ragnar Tómas- son að lokum. Umsjón Úlafur Geirsson Barnabiblía byrjandans sem hefur ætlað að byrja í ótal mörg ár ... á sjúkrahúsinu gafst gott tóm til að leiða hugann að ástandi líkam- ans. Ég sem aldrei ætlaði að verða feitur var kominn með ístru. Maginn stóð út í loftið. Fötin pössuðu illa. Reynt var að láta sem minnst bera á frjálslegum vextinum. Úthaldið var ekkert. Ég var sífellt að togna í öxlum og hnjám. Hrot- urnar ætluðu alla lif- andi að drepa. Á ferð- um einn með vinum mínum varð ég að vera einn herbergi. Vinirnir vildu hafa svefn- frið. Ég fann hvernig hrörnunin helltist yfir mig. Einu hélt ég vand- lega leyndu: Ég var löngu búinn að afsala mér þeim sérréttindum okkar karlanna að .... standandi - fannst miklu léttara að sitja. Ofanritað er sýnishom úr einum upphafskafla bókar sem nefndur er Ástandið um fimmtugt. Bókin heitir Hristu af þér slenið og höfundur, sem hér að ofan lýsir eigin mati á ástandi sínu fyrir nokkurm árum, heitir Ragnar Tómasson og er lög- maður, þekktur maður í þjóðlífmu og til skamms tima fyrir flest fremur en líkamsrækt. Reyndar er viðtal við hann hér á síðunni. Bókina Hristu af þér slenið prýða ýmsir kostir. Má þar telja hrein- skilni höfundar en jafnframt virð- ingu hans fyrir viðfangsefninu og lesendum og sjálfum sér. Einn höfuð- kostur bókarinnar er hversu stutt hún er en jafnframt fróðleg. Hún er líka skemmtileg og jafnhliða áður- nefndri virðingu fyrir lesendum og sjálfúm sér hefur höfundur jafnframt hæfileikann til að sjá sig og aðra í spaugilegu ljósi. Þetta er alhliða bók fyrir alla sem vilja fara að hreyfa sig og hressa þó árunum hafi fjölgað og nokkuð hafi verið slegið slöku við nokkra síðustu áratugi. Sá sem þetta ritar hefur ekki enn rekist á jafngóða bók fyrir þann sem um árabil hefur „ætlað að fara að byrja að hreyfa sig aftur, hvort sem það er nú ganga, skokk eða eitthvað annað. Bókin Hristu af þér slenið er gulls ígildi fyrir þá fjölmörgu sem þannig er ástatt um. (Endurbirt leiðrétt.) Fram undan... Þeim fækkar óðum fyrirhuguð- | um hlaupum í ár fyrir almenning | og gildir raunar hið sama um | hlaup hörðustu keppnismanna. ! Okkur er ekki kunnugt um nema | eftirtalin fjögur hlaup fram að áramótum og þar af eru þrjú á Ígamlársdag. Séu önnur hlaup á dagskrá væri vel þegið að fá um það upplýsingar. Stjömuhlaup FH 16. nóvember Ink. Hefst kl. 13 við íþróttahúsið í Kaplakrika í Hafnarfirði. Tíma- taka á öllum vegalengdum. Vega- lengdir og flokkaskipting bæði kyn: 10 ára og yngri hlaupa 600 m, 11-12 ára hlaupa 1 km, 13-14 ára hlaupa 1,5 km, 15-18 ára hlaupa 3 km, 19-39 ára og 40 ára og eldri hlaupa 5 km. Allir sem ljúka hlaupunum fá verðlaun. Upplýsingar veita Sigurður Har- aldsson í síma 565 1114 og Ragna Jóna i síma 555 2899 Gamlárshlaup ÍR 31. desember : nk. Hefst við ÍR-húsiö við Tún- götu í Reykjavík kl. 13. Vega- lengd um 9,5 km í öllum flokkum. 1 Flokkaskipting bæði kyn: 18 ára 1 og yngri, 19-39 ára, 40-44 ára, 145-49 ára, 50-54 ára, 55-59 ára, 60 ára og eldri. Skráning frá kl. 11. Upplýsingar veita Gunnar Páll Jóakimsson í síma 565 6228 og Katrín Atladóttir í sima 567 6122. Gamlárshalaup UFA 31. desem- ber nk. Hefst kl. 12 við Dynheima á Akureyri. Skráning frá kl. 11. Vegalengdir 4 km og 10 km með tímatöku. Upplýsingar veitir Jón Ámason í simum 462 5279 og 462 6255. Gamlárshlaup KKK 31. desem- ber kl. 13 við Akratorg á Akra- nesi. Vegalengdir 2 km og 5 km. Upplýsingar veitir Kristinn Reimarsson í síma 431 2643.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.