Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 32
44*' ikarkafli LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 LlV m Dansað við dauðann eftir Ragnhildi Sverrisdóttur fjallar um fíkniefnavandann: í bókinni Dansað við dauðann, eftir Ragnhildi Sverrisdóttur, er leitast við að varpa ljósi á síaukna neyslu fíkniefna hér á landi og þá staðreynd, að neytendur verða sí- fellt yngri. í bókinni rifja fyrrver- andi fikniefnaneytendur upp sögu sína, foreldrar segja frá missi sonar, sem varð fíkniefnunum að bráð, rakið er hvaða fíkniefni eru algeng- ust á íslandi og hver áhrif þeirra eru og svo framvegis. Hér á eftir eru birtir útdrættir úr tveimur köflum bókarinnar; annars m vegar rekja Auður Atladóttir og Helgi Þórðarson sögu sína, en sonur þeirra Orri Steinn Helgason svipti sig lífi í kjölfar fíkniefnaneyslu og er bókin tileinkuð minningu hans. Hins vegar er útdráttur úr við- talskafla við 17 ára stúlku, sem sökk til botns í fikniefnaneyslu, en er nú að byggja líf sitt upp á ný. Fyrirsögn og mÚlifyrirsagnir eru blaðsins og í sumum tilfellum varð að stytta. ^Vinsæll leiðtogi Auður Atladóttir og Helgi Þórðar- son eignuðust fyrsta drenginn sinn þann 19. ágúst árið 1979. Hann var skírður Orri Steinn. Drengurinn var fjörugur, sífellt að finna upp á einhverju nýju og leiötogi í hópi felaganna. Bróðir hans, Atli, er þremur árum yngri en hann og árið 1992 bættist þriðji bróðirinn, Finnur, í hópinn. Sama ár flutti fjölskyldan út á Sel- tjamaraes og Orri fór i Valhúsaskóla um haustið. Þar átti hann ekki í vandræðum með að eignast fé- 4*'íaga, frekar en fyrri daginn. Vinir hans lýsa honum svo, að hann hafi sífellt verið að hugsa um aðra, hjálpa þeim sem minna máttu sín, styðja við bakið á vinum sem áttu erfitt. Auður Atladóttir „Við vitum núna, að Orri prófaði hass í fyrsta sinn um verslunarmannahelgina árið 1994, í sama mánuði og hann varð 15 ára,“ segja Auður og Helgi. „Hann fór með vini sínum og fjöl- skyldu hans í útilegu og þar hittu •»þeir mann um tvítugt, sem notaði fikniefhi og bauð strákunum upp á hasspípu. Sá maður bauðst einnig til að útvega þeim hass eftir að þeir kæmu í bæinn aftur. Hann tók það að vísu fram að það væri kannski óþarfi að hann keypti fyrir þá hass í hverri viku, en hann gæti keypt svona aðra hvora viku. Þessi maður var eldri en þeir og hefði átt að vita betur.“ Neysla í verkfalli „Tíundi bekkur hófst um haustið og þá um veturinn prófaði Orri landa ásamt félögunum, líkt og þeir höfðu einnig gert um sumarið og of- skynjunarsveppir voru einnig reyndir. Neysla þeirra var tilvilj- anakennt fikt á þessum tíma, stund- um prófuðu þeir ýmislegt, en á milli Uétu þeir efnin eiga sig. Það áttu þeir sameiginlegt með fjölda ann- arra unglinga. Svo skall kennara- verkfall á vorið 1995 og þá fór neysla félaganna úr böndunum. Þeir höfðu ekkert fyrir stafni allan daginn, þúsundir unglinga þvæld- ust um á meðan foreldrarnir voru burtu í vinnu. Hassreykingamar urðu nánast daglegt brauð og eins og áður var aldrei vandamál að verða sér úti um efni. „Það dró úr reykingunum þegar skólinn hófst á ný og Orri tók mjög fin próf um vorið,“ segja foreldrarnir. „Þegar hann fór að vinna í unglinga- vinnunni um sum- arið byij- uðu hass- reyk- ingarn- ar aft- ur. Við fórum í ferðalag í byrjun júlí og hann var einn heima í viku. Þá lagi að nota þau. Krakkamir virðast hafa trúað að hassið væri skaðlaust og E-taflan var seld sem eitthvert skemmtilyf." „Við trúðum því ekki að þaö væri svona auðvelt að útvega sér þetta, en við höfum komist að því að það er jafnvel auðveldara en að kaupa áfengi. Og krakkamir keyptu þessi efni að sjálf- sögðu, þegar við- horfið var svipað sniffað amfetamín og reykt hass. Eftir allt þetta hvolfdist þunglyndið yfir hann. Orri er skýrt dæmi um hvað fíkniefnaneysla getur farið illa með fólk á stuttum tíma. Og þegar neytandinn er 16 ára drengur, þá hefur hann ekki þroska til að greina á milli, hvað er rétt og hvað er rangt. Þá heldur hann kannski að eina lausnin sé að deyja, sem er auðvitað engin lausn. Orri, sem alltaf var reiðubúinn að hjálpa öðr- um, gat ekki horfst í augu við sína erfið- leika. Hann gat ekki staðið frammi fyrir sársauka og vandamálum. Hann var bara 16 ára, nær því að vera bam en fullorð- inn maður, þrátt fyrir að honum hafi leg- ið svo á að verða fullorð- inn.“ Lokaði sig inni með strákana sína, Orra Stein þriggja ára og Atla, sem var skírður þennan nóvemberdag áriö 1982. reyktu hann og vinir hans hass hér heima daglega. Þann 16. júní prófaði hann amfetamín í fyrsta sinn.“ Nákvæmlega einu ári eftir að Orri prófað hass í fyrsta sinn, eöa um verslunarmannahelgina 1995, fór hann á svokallaða Uxa-hátíð. Þar kynntist hann E-töflunni. Eftir því sem foreldrar hans komast næst með viðtölum við vini hans tók hann E- töflur aðeins þrisvar sinn- um, á Uxahátíðinni, aftur um haust- ið og í síðasta sinn sólarhring áður en hann dó. Eftir að Orri byijaði í Kvenna- skól anum haustið 1995 hélt hann áfram að nota hass, þrátt fyrir að gömlu neyslufélagamir væra fluttir í burtu og famir í skóla annars stað- ar. „Hann virðist ekki hafa verið í erfiðleikum með að finna nýja fé- laga innan skólans, sem einnig reyktu hass og notuðu amfetamín, eins og hann geröi á þessu tíma- bili,“ segja Auður og Helgi. Þungurí skapi „Viðhorfið gagnvart fikniefnum virðist hafa verið að það væri allt í að þetta væri allt í lagi og algjörlega skaðlaust. Engir timburmenn fylgdu neyslunni, allir væra glaðir og sælir. En svo kom í ljós að niður- ferðin eftir neysluna var hrikaleg. Sonur okkar lifði það ekki af.“ „Daginn áður en Orri dó var hann þungur og erfiður í skapi. Mamma hans sá að eitthvað var að trafla hann og fór því inn í herbergi til hans og ræddi lengi við hann. Þá sagði hann henni að hann væri ekki ánægður í skólanum, hann vildi helst hætta. Námið væri erfitt og sér gengi ekki nógu vel. „Ég spurði Orra hvort hann væri ekki tilbúinn til að klára önnina og sjá svo til. Hann gæti þá ef til vill leitað sér að vinnu eins og hann tal- aði um, en svo væri auðvitað líka möguleiki að hann færi í annan skóla. Ég stakk upp á ákveðnum menntaskóla, en hann sagði að varla vildi ég að hann færi þangað, þar sem allt væri fljótandi í dópi. Ég spurði hvort hann gæti ekki bara af- þakkað slíkt og sú umræða varð ekki lengri. Honum leið greinilega mjög illa. Eftir á fréttum við aö kvöldið áður, á laugardegi, höfðu hann og vinir hans tekið E-töflur, Sunnudag- urinn leið að kvöldi. Orri fór í heim- sókn til vin- ar síns eft- ir kvöld- mat, en þar minnt- ist hann ekki á að neitt væri athugavert. Þeir félagamir spjölluðu saman og spiluðu. Þegar hann kom heim var mamma hans vakandi og var að vinna við tölvuna. Orri bauð henni góða nótt eins og hann var vanur og fór inn í sitt herbergi. Mömmu hans gekk Ula að sofna þetta kvöld. „Ég bylti mér í rúminu og gat alls ekki sofnað, sem er mjög óvenjulegt. Ég var að hugsa um að fara flramúr og niður á neðri hæðina, en ég gerði það ekki. Ég býst við að ég hafi loks sofhað um kl. 2 eða 3. Einhvem tím- ann um nóttina, sennilega eftir þann tíma, hefur Orri farið út í bíl- skúr. Hann hefur kannski setið inni hjá sér og hugsað málin. Ég hefði heyrt til hans ef hann hefði farið á stjá á meðan ég var vakandi. Hann kveikti á bílnum inni í lokuðum bíl- skúmum, lagðist fyrir og breiddi yfir sig teppi. Ég veit ekki hvort hann hefur ætlað sér þetta, eða hvort hann var bara of þreyttur og sofhaði, svo þessi tilraun hans varð að veruleika. Kannski hefur hann ætlað að ögra okkur og beðið eftir að einhver kæmi að honum, af því að hann tók bílskúrshurðina úr lás. Það var eins og hann vildi gera okk- ur auðveldara fyrir að finna hann. Ég vaknaði fyrst allra á mánudags- morgninum, eins og ég er vön, þrátt fyrir að hafa átt erfitt með svefn. Ég gekk niður stigann og þá fann ég undarlega lykt. Ég áttaði mig ekki alveg strax á því hvaða lykt þetta var, en allt í einu þekkti ég hana og ég hljóp út i bílskúr. Þar fann ég hann.“ Orri skildi eftir örstutt bréf, sem hann hefúr líklega skrifað eftir að hann fór út í bílskúr. í bréfinu baðst hann fyrirgefningar og sagði að hann vildi ekki að foreldramir sæju hann verða að aumingja. „Þetta bréf segir ósköp fátt, annað en að Orri var aðeins óþroskaður unglingur, sem tók ranga ákvörðun þegar hann var að leita að lausn á vandanum," segir mamma hans. Gleypti það sem bauðst Hún var fyrirmyndarnemandi með hæstu einkunnir, stundaði handbolta, fimleika og jassballett, lærði á píanó og sótti fundi hjá skát- unum. Þegar hún var þrettán ára smakkaði hún landa með vinum sinum. Áður en nokkur vissi af var hún farin að drekka um hverja helgi og þaðan var stutt yfir í hass- ið. Hún var farin að nota amfetamín og alls konar vímuefni önnur, en oft vissi hún ekki hver þau voru. Hún gleypti bara það sem bauðst. Svona liðu þrjú ár, en loks þáði hún hjálp og áttaði sig á að hún væri alkó- hólisti. Núna er hún gjörbreytt og farin að líkjast aftur stelpunni sem hún var haustið 1992, áður en allt byrjaði. Gefum henni orðið: „Ég eignaðist nýja vinkonu þegar ég var 12 ára og hún átti bróður sem var einu ári eldri en við. Hann og vinir hans reyktu og drukku. Við vinkonumar prófuðum að reykja sumarið eftir 12 ára bekk, en það var venjulegt fikt. Um haustið, þeg- ar við vorum að byija í 8. bekk, fór- um við fjórar saman á fyrsta fyller- íið. Mér fannst það bara gaman og þess vegna var stutt í það næsta. Þá varð ég hins vegar mjög veik og ældi um kvöldið. Samt fór ég á fyll- erí helgina þar á eftir og svona varð þetta strax, fyllerí um hveija helgi. Mér leið aldrei vel. Ég ímyndaði mér fyrst að það væri gaman á fyl- leríunum og að mér liði mjög vel, en það var ekki rétt. Þetta var alltaf ömurlegt. Ég gat alltaf talað um til- finningar áður, en núna var mér sama. Ég var bara í vimu og ég hló að mömmu ef hún fór að gráta. Það snerti mig ekki neitt og það skipti engu máli hvort ég var undir áhrif- um eða ekki. Ég sá aldrei eftir neinu og mér datt aldrei í hug að biðjast afsökunar, sama hvemig ég hegðaði mér.“ Svona liðu mánuðir og ár. 15 ára afmælið nálgaðist og hún var búin að fá leyfi hjá mömmu sinni til að bjóða nokkrum vinkonum í heim- sókn á laugardegi fyrir páska. Hún hvarf að heiman fimmtudag og föstudag og kom drakkin heim kl. 7 á laugardagsmorgninum. Mamma hennar vakti hana nokkrum tímum seinna, því þær ætluðu að fara sam- an að kaupa inn fyrir partíið og fyr- ir fjölskylduboð, sem var haldið um miðjan daginn. í því boði leið henni svo illa af timburmönnum og var svo spennt á taugum að hún talaði ekki við gestina. Henni leið betur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.