Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 m Landsliðið í bridge varð í 7. sæti á Olympíuleikunum í bridge: Arangur næst aðeins með þrotlausri vinnu Góður árangur íslenska landsliðsins á Ólympíuleikunum í bridge, sem nú standa yfir á grísku eyjunni Rhodos, hefur vakið at- hygli. Þar hafnaði íslenska liðið í 7. sæti af 71 þátttökuþjóð og var slegið út af Indónesíu í fjórðungsúrslitum. Þeir sem fylgst hafa með bridgeíþróttinni láta þennan góða árangur ekki koma sér á óvart þvi að íslenska lands- liðið náði þeim frábæra árangri fyrir fimm árum að verða heimsmeistarar í Yokohama. Síðan hefúr liðið orðið Norðurlandameistari, sem er ekki lítið afrek þegar tillit er tekið til þess að Norðurlandaþjóðimar Danmörk, Sví- þjóð og Noregur, auk íslands, hafa alla tíð ver- ið í fremstu röð bridgeþjóða heims. tslenska landsliðið náði því miður ekki að verja HM titil sinn í fyrra, reyndar voru ís- lendingar meðal þátttökuþjóðanna í úrslitun- um. Bridge er ein af fáum íþróttagreinum þar sem ríkjandi heimsmeistarar fá ekki sjálf- krafa rétt til að spila í næstu úrslitakeppni. Til að komast í úrslitakeppnina varð ísland að vera meðal fjögurra efstu þjóða í Evrópu- keppninni en það er enginn hægðarleikur. Timburmenn Oft er talað um að góðum árangri sé erfitt að fylgja eftir og oft þjáist menn af „timbur- mönnum" í nokkum tíma á eftir. Vel má vera að það eigi við um íslenska liðið að loknu af- rekinu í Yokohama. En flestir era á þeirri skoðun að þeim sé nú lokið og nú verði stefn- an tekin upp á við. Þegar ísland vann sér rétt til þátttöku í útsláttarkeppninni á ólympíu- mótinu nú kom það mörgum á óvart. Hins vegar litu íslensku spilaramir í liðinu á það sem sjálfsagðan hlut og fyrst og fremst sem áfanga á leið til enn frekari afreka. Leiki í útsláttarkeppnum tekur fljótt af. Andstæðingamir, Indónesar, vora í miklu stuði í leiknum og lítið gekk hjá íslendingum. íslendingar sáu aldrei til sólar í leiknum og töpuðu 116-180. Eftir alla vinnuna við að kom- ast áfram í úrslitin var tapið mikið áfall. Spil- aramir höfðu það á orði að vel mætti koma á öðru formi þar sem komið yrði á keppni í milliriðlum að lokinni keppni í undanriðlum. Tap í einum leik eftir alla þessa vinnu er súrt í broti. Á vel við landann Margir hafa velt þvi fyrir sér hvemig standi á því að smáþjóðin ísland stendur svo framarlega í bridge. Það sama á reyndar við um skák því þar hefur einnig náðst at- hyglisverður árangur. fsland er í báðum þessum greinum í baráttu meðal efstu þjóða, hafnaði í 7. sæti nú í bridge og i 8. sæti í skák á ólympíumótum ársins. Báðar þess- ar greinar eru hugaríþróttir sem af einhverjum orsökum virðast eiga vel við fslendinga. Bæði bridge og skák era iðkuð af óhemjumörgum og bridgespilarar tala um það sín á milli að aðeins ein íþróttagrein sé iðkuð af fleirum en það er blessaður fótboltinn. í ljósi þessa er góður árangur þeim mun athyglisverðari. Er bridge íþrótt? Margir deila um það hvort kalla megi bridge íþrótt. Alþjóðasamtök- in í bridge, WPF, berjast hart fyrir því að öðlast þá viðurkenningu og Ólympíunefndin hefur það mál nú til umfjöllunar. Talið er líklegt að ekki líði á löngu þar til bridge verði viðurkennd ólympíugrein og keppt i henni á sama tíma og ólympíu- leikar fara fram.. Margir gætu haldið að góður ár- angur í bridge byggðist að mestu á tilviljun og því hversu heppnir þeir era með spil við spilaborð- ið. Því fer þó víðs fjarri. í löngu ólympiumóti sem þessu er heppnifaktorinn þurrkaður út að mestu. Góður árangur er fyrst og fremst byggður á mikilli vinnu, að sjálfsögðu ráða hæfileikar einnig miklu um árangurinn. Langur aðdragandi Vinnan fyrir ólympíu- leikana nú hefur staðið iengi yfir. Björn Eysteins- son var aftur ráðinn lands- liðsþjáifari í lok síðasta árs en hann var einnig þjálfari liðsins sem náði HM-titlinum í Yokohama. Bjöm hófst þegar handa og valdi pör til spilamehnsku. Fljólega varð ljóst hvaða þrú pör höfðu orðið fyrir valinu, þar af vora 4 spil- arar (af 6) sem höfðu spilað í Yokohama. Guðmundur Páll Arnar- son og Þorlákur Jónsson spiluðu enn saman sem par, Jón Baldursson, sem áður spilaði við Að- alstein Jörgensen, spilar nú við Sævar Þor- bjömsson en spilafélagi Aðalsteins er Matthí- as Þorvaldsson sem er aðeins þritugur að aldri. „Frá árámótum höfum við lagt á okkur gif- urlega vinnu. í hverri viku erum við með lík- amsæfingar, innanhússknattspymu og lang- hlaup. Fyrir mótið í Yokohama var tekin upp líkamsþjálfun og við teljum okkur ekki geta án hennar verið í undirbúningnum," segir Matthías. „Spilaþjálfun er einnig stíf. Við höfðum fastar spilaæfingar í hverri viku fyrir mótið á Rhodos og af og til voru teknar spilahelgar þar sem spiluð vora mót frá morgni til kvölds. Einnig fengu allir spilaramir heimaverkefni. Ég er háskólanemi og verð að sleppa að minnsta kosti einum áfanga vegna álagsins," segir hann. Æfingamar koma einnig niður á vinnu Að- alsteins, „Ég rek myndbandaleigu á Selfossi og hefði gjaman viljað gefa mér meiri tíma til að sinna rekstrinum. Því miður hefur sú vinna nær öll kömið niður á eiginkonunni,“ sagði Aðalsteinn. Það er því ljóst að allir spil- ararnir í liðinu þurfa að færa miklar fómir sem kemur bæði niður á fjölskyldu og vinnu. Bakka hver annan upp Að sjálfsögðu er hugað að sálfræðilegri þjálfun liðsins. í svona löngu móti sem ólympíleikunum er lífsnauðsynlegt að hafa óskert baráttuþrek til enda og láta ekki áfoll á sig fá. „Það var lögð áhersla á að láta ekki töp í leikjum koma niður á hugarfarinu og vera fljótir að þurrka þau úr minninu. 1 svona löngu móti tapast alltaf einhveijir leikir og við pössuð- um það mjög vel í liðinu að bakka hver annan upp ef einhver átti dapr- an dag,“ segir Þorlákur Jónsson. íslenska liðið bryddaði upp á þeirri nýbreytni nú að fá kanadíska þjálfarann Erik Kokish hingað til lands til að þjálfa liðið en hann er kunnur fyrir góðan árangur í því efni. Hann þjálfaði meðal annars Hollendinga sem náðu HM-titlinum stuttu síðar. Allir era sammála um að hann hafi gert góða hluti en leið- beininga hans hefði þó mátt njóta í lengri tíma. Hann var hér á landi í eina viku. „Vinna hans byggðist fyrst og fremst á tæknilegum atriðum, skerpa á kerfum okkar og að upp- ræta óræddar stöður við spilaborðið. Við komumst að því að margar stöð- ur við spilaborðið vora meira og minna í þoku og Kokish aðstoðaði okkur mikið við að greiða úr henni,“ segir Þorlákur. Fleiri þjóðir munu hafa nýtt sér krafta Kokish, meðál annars landslið Indónesa sem sló ísland úr keppni í fjórðungsúrslitunum. Indónesar hafa úr meiri peningum að spila og nutu kennslunnar í tvo mánuði samfleytt og spilar- arnir vora á launum allan tímann! Næg verkefni fram undan Þó að þátttöku íslands sé nú lokið á ólymp- íumótinu á Rhodos era næg verkefni fram undan. Bjöm Eysteinsson hefur verið ráöinn þjálfari fram að lokum Evrópumótsins sem spilað verður í júlí á næsta ári. Spilararnir fá nú nokkurra mánaða frí en síðan taka aftur við stífar æflngar hjá liðinu fram aö Evrópu- mótinu. Þar verður það fyrst og fremst verk- efni að vera meðal fjögurra efstu þjóðanna og vinna sér rétt til þátttöku á HM um Bermúda- skálina eftirsóttu. ísak Örn Sigurðsson GoldStar símabúnaður GoldStar GT-9500 Þráðlaus sími fyrir heimili og fyrirtæki, með innbyggt símtæki í móðurstöð og innanhúss- talkerfi milli allt að þriggja þráðlausra síma og móðurstöðvar. Grunnpakki: Móðurstöð með einum þráðlausum síma og öllum fylgihlutum. Verð kr 25.900.-stgr. Auka þráðlaus sími: Þráðlaus sími með fylgihlutum. Verð kr. I l.900.stgr^. GoldStar GS-635 Símtæki með hátalara og endurvali. Sérstaklega falleg hönnun. Litir Rauður; grænn og Ijós grár. Verð kr. 4.900.-stgr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.