Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 Jjj"V Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarforma6ur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasiöa: http://www.skyrrJs/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centnjm.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftanrerð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Handlagni og hyggindi Kalífunum í Bagdað var fyrr á öldum kennd ein iðn- grein, svo að þeir gætu haft af henni lifibrauð, ef örlög- in veltu þeim úr valdasessi. Þetta er aftur orðið áhuga- vert öryggisnet, þegar svo er komið, að háskólamenntun veitir aðeins stundum aðgang að starfi við hæfi. Skólakerfi okkar er eins og raunar annarra þjóða læst í gömlum viðjum bóknáms, sem framleiðir mikinn fjölda tiltölulega sérhæfðs fólks. Sumt af þessu fólki á erfitt með að fá vinnu á síðustu og verstu tímum og býr ekki yfir nægri sveigju til að taka upp nýja þræði. Skólarnir kæmu notendum sínum að betra gagni, ef minni áherzla væri lögð á námsefni, sem kveikir ekki áhuga. Tímanum og orkunni væri betur varið til að auð- velda þeim að komast af úti í lífinu, hvernig sem allt veltist, þegar heilar atvinnugreinar hníga eða rísa. Flestir geta sparað sér mikinn kostnað á lífsleiðinni með því að kunna að handleika verkfæri, bæði handknú- in og vélknúin. Hamrar, skrúfjárn og sagir trésmiðanna liggja í augum uppi, einnig tengur og skrúíjám rafvirkj- anna, svo og rörtangir pípulagningamanna. Sá, sem kann að handleika verkfæri atvinnumanna í byggingaiðnaði, getur sparað sér hundruð þúsunda króna á lífsleiðinni. Svipað er að segja um þá, sem kunna að handleika verkfæri vél- og bílvirkja. Verkfæra- leikni getur látið lágar tekjur endast eins og miðlungs- tekjur. Með verkfærum er hér átt við þau tól, sem hversdags- lega em notuð í handverki og ekki þau, sem notuð eru í handavinnutímum skóla til að búa til jólagjafir úr kross- viði eða í öðru föndri af slfku tagi. Hér er átt við, að skólafólk kynnist alvöruverkfærum daglegs lífs. Eins er mikilvægt að reyna að kenna nemendum á peninga með því að setja þá í spor neytenda, sem þurfa að láta enda ná saman. í stað einhvers hluta af þeirri óhlutlægu stærðfræði, sem þeim er boðin, má bjóða þeim dæmi, sem skipta máli í daglegu lífi fólks. Mörgum nemendum mundi bregða, ef þeir framreikn- uðu tíu ára kostnað af einum sígarettupakka á dag eða tíu ára kostnað af einum lítra af gosi á dag. Þannig má líka framreikna bjórinn og súkkulaðið, sem margir inn- byrða af algeru tillitsleysi við eigin flárhag. í neytendatímum geta skólar sent nemendur í verzlan- ir og látið þá setja saman ímyndaðar matarkörfur, sem rúmast innan ramma tilgreindra íjárráða. Með saman- burði á nytsemi og kostnaði matarkarfanna má reyna að vekja tilflnningu fyrir fánýti sumrar neyzlu. Fólk á misjafnlega erfitt með að láta peningana end- ast. Sumir verða háðir hátekjum og verða bjargarlausir, ef þeir þurfa að handleika verkfæri eða velta fyrir sér krónum vegna óvæntrar tekjuskerðingar. Aðrir hafa lag á að láta tekjurnar endast, hverjar sem þær eru. Ekki þarf að líta í margar matarkörfur fólks í kjörbúð- um til að sjá, að fjöldi manna hefur litla sem enga tiifinn- ingu fyrir gæðum og verði. Körfurnar eru fullar af lé- legri dósavöru og pakkavöru, er kostar miklu meira en vönduð og kræsileg vara, sem er minna unnin. Sumt fólk virðist fálma eins og í leiðslu eftir mikið auglýstri vöru, innihaldsrýrum ímyndunum og verk- smiðjuframleiddu ígildi dýrafóðurs, en missir af því, sem er bragðbezt, hoilast og ódýrast. Ungt fólk hrekst út á neytendamarkaðinn án nokkurrar verkþjálfunar. Með því að bjóða verkfæra- og neyzluþjálfun geta skól- amir öðlazt nýjan tilgang og fært íslendingum framtíð- arinnar handlagni og hyggindi, sem í hag koma. Jónas Kristjánsson Eftirköst múgmorða breiðast til Zaire Enn er manngrúi á hrakning- um í Mið-Afríku, á svæðinu þar sem landflæmið Zaire og smáríkin Rúanda og Búrúndí mætast. Millj- ón manns að minnsta kosti streymir fótgangandi um vegi eða fjöll og skóga í leit að hæli og við- urværi innan um stríðandi fylk- ingar. Líknarsamtök sem haft hafa þetta fólk á framfæri í rúm tvö ár ráða ekki við neitt og hafa flest kallað fólk sitt brott i skyndingu úr yfirvofandi háska, enda birgða- stöðvar alþjóðastofnana og bæki- stöðvar í ræningjahöndum. Ríki heims, sem láta sig slíka atburði skipta, halda að sér höndum, sjá engin úrræði eða hrýs hugur við að leggja á sig það sem til þyrfti til að skakka leikinn. Viðbrögöin eru endurtekning á því sem átti sér stað í júli 1994. Þá hófust hörmungarnar með skipu- lögðum múgmorðum ofstækissam- taka af ættbálki Hútúa í Rúanda á keppinautunum Túsum og ekki síður þeim Hútúum sem vildu stuðla að því að ættbálkarnir gætu búið saman i friði. Talið er að milljón manna hafi þá veriö brytjuð niður þangað til skæruher Tútsa náði yfirhöndinni og friðaði landið. Forsprakkar múgmorðanna flýðu þá yfir vest- urlandamærin til Zaire og ráku með sér landslýð Hútúa hvar sem þeir fóru um. Við þetta myndaðist flótta- mannaskarinn í landamærahérað- inu Kivu. Það sem nú er að gerast er bein afleiðing af þvi sem þá var látið ógert af hálfu stjórnvalda Zaire og alþjóðastofnana. Múgmorðaforsprakkar Hútúa og hersveitir þeirra voru látnar halda vopnum sínum og skipulagi. Látið var viðgangast að þessi óþjóðalýður tæki yfirráðin í flótta- Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson mannabúðunum og stjómaði þeim með ofbeldi. Markmið morðsveitanna var annars vegar að fela sig innan um fjöldann, kæmi til alvörurann- sóknar á fjöldamorðunum. Hins vegar litu foringjarnir á flótta- mannaskarann sem uppsprettu að nýliðum fyrir sig í baráttu fyrir að hertaka Rúanda. Ljóst var frá upphafi að engin lausn var á vanda flóttafólksins upp til hópa önnur en að það sneri heim til fyrri heimkynna í Rú- anda og tæki þar að yrkja jörðina á ný. En jafnskjótt og alþjóðastofn- anir tóku að reyna að stuðla að heimfor gripu raunverulegir vald- hafar búðanna til sinna ráða. Þeir drápu flóttafólk sem gerðist heim- fúst og hröktu alþjóðastarfsmenn, sem vildu aðstoða við heimför þess, á brott með hótunum og árásum. Meginábyrgðina á því hversu komið er bera auðvitað stjómvöld í Zaire með Mobutu Sese Seko for- seta í fararbroddi. Hann hefur verið einvaldur í einhverju gagnauöugasta landi Afríku frá því bandaríska leyniþjónustan CIA studdi hann til valda eftir morðið á Patrice Lumumba 1960. Þjófnaðarveldi hans í skjóli bandarisks stuðnings hefur fært Zaire fram á barm upplausnar. Mobutu réð því að morðsveitir Hútúa voru ekki afvopnaðar við komuna til Zaire. Tilgangurinn kom í ljós þegar hann ákvað að Tútsar, sem verið hafa búsettir í austurhéruðum landsins, að minnsta kosti frá því á átjándu öld, skyldu sviptir ríkisborgara- rétti i Zaire og reknir úr landi. Tútsamir í Zaire, sem þar kall- ast Banjamulenge, snerust til varnar og samræmdu aðgerðir sínar viðnámi Rúandahers við árásum landflótta Hútúa yfir landamærin. Brátt kom í ljós að her Zaire er í upplausn, agalaus og til þess eins fallinn að stunda rán og gripdeildir hjá óbreyttum borguram. Sveitir Banjamulenge ráða nú löngu belti meðfram landamærun- um. Flóttamannabúðir tæmast hverjar af öðram að boði Hútú- sveitanna sem þar ráða lögum og lofum og reyna eins og fyrri dag- inn að skýla sér í fjöldanum. Mobutu Sese Seko, forseti Zaire, er hvergi nærri. Hann er í eftir- meðferð í Sviss eftir aðgerð á blöðruhálskirtli og býr með miklu fylgdarliði á glæsihóteli í Laus- anne. Bjargarlausum flóttamanna- skara verður ekki liðsinnt í Zaire eins og komið er og væri að sumra dómi reynandi að hefja hjálpar- starf í Rúanda í von um að fjöld- inn sem þangað telur sig eiga aft- urkvæmt snúi heim, þó seint sé. Aðgerðaleysi „Miðhluti Afríku er hryllingsmynd af þeirri spennu sem rikir milli afrískra þjóðflokka. Allir eiga sinn þátt í hörmungunum. Hútúar frömdu þjóðarmorð á tútsum. Tútsar hefndu sín. Hútúar skipulögðu morðferðir inn í Rúanda frá flótta- mannabúðunum í Saír. Nú reyna tútsar með öllum ráðum að búa til öryggissvæði með því að reka flóttamennina lengra inn í Saír þar sem spillt stjóm Mobutos hefur nær leyst upp fyrram belgíska Kongó. Hætta er á aö allt svæðið springi. Eins og áður horfir alþjóðasamfélagiö aðgerðalaust á þó svo að gerðar séu tilraunir með hálfum huga til að leysa málin.“ Úr forystugrein Politiken 29. okt. Tefja viðræður „ísraelar halda því fram að Arafat tefji viðræð- urnar um Hebron i þéirri von að þegar forsetakosn- ingamar í Bandaríkjunum eru yfirstaðnar muni Bandaríkjastjóm verða fúsari til að þrýsta á ísrael til að standa við gerða samninga. Palestínumenn vísa því á bug að um vísvitandi tafir sé að ræða en Evrópuferð Arafats kyndir undir grun ísraela. Bandaríkin hvöttu ákaft til viðræðnanna eftir óeirðirnar í septemher. Niðurstaða verður að fást skjótt.“ Úr forystugrein New York Times 30. okt. Hægt að aðstoða „Það væra mikil mistök að ætla að öngþveiti og þjóðarmorð séu landlæg í svörtu Afríku og líta á hana sem vonlaust tilfelli. í mörgum löndum Afríku hefur náðst árangur í friðartilraunum og þróunar- málum á undanfómum árum án þess að mikið hafi borið á því. Uganda er dæmi um það. Stöðug aðstoð veitt af heilum hug getur leitt til árangurs.“ Úr forystugrein Neue Zíircher Zeitung 31. okt. skoðanir annarra Flóttafólk úr búðum nærrl borginni Bukavu á flótta út í óvissun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.