Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 60
Alla laugardaga Vertu viðbúinfn) vinningi! VINNINGSTOLUR 25.10/96 @@@ KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 5505555 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 Fíkniefni, brugg og tæki til fram- leiðslu á landa voru gerö upptæk viö húsieit i Kópavogi í gær. Hér sjást sjást lögreglumennirnir Pétur Guömundsson og Ágústa Péturs- dóttir kanna bruggtækin. ■r DV-mynd S Kópavogur: Fíkniefni og brugg fannst við húsleit Lögreglan í Kópavogi gerði í gær, með aðstoð fikniefnadeildar lögregl- unnar í Reykjavík, húsleit á tveim- ur stöðum í austurbæ Kópavogs. „Við leitina fundust 6 grömm af amfetamíni og 14 grömm af hassi auk bruggs og tækja til framleiðslu á landa. Karlmaður um fertugt var handtekinn og er hann í haldi vegna rannsóknar málsins," sagði Magnús Eianrsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, við DV um málið. -RR Blaðaafgreiðsla ÐV og innheimtu- deild áskrifta í DV-húsið Frá og með næsta mánudegi, 4. nóvember, verður blaðaafgreiðsla DV og innheimtudeild áskrifta i Þverholti 11, DV-húsinu, Blaðberum, sem eru að sækja rukkunarhefti sín, er bent á að koma í Þverholt 14 í dag, laugardag- inn 2. nóvember, en Þverholt 11 mánudaginn 4. nóvember. Blaðaafgreiðsla DV er opin mánu- daga frá 6-20, þriðjudaga til föstu- daga frá kl. 9-20 og laugardaga frá kl. 6-14. —...—Unnheimtudeild áskrifta er opin frá kl. 9-17 alla virka daga. Utanríkisráöherra Dana um Kolbeinseyjardeiluna: Til dómstóla ef ekki semst - en Danir vilja fullreyna samningaleiðina DV, Kaupmannahöfn. Það hefur fjölmargt breyst síð- an í byrjun aldarinnar. Ég vona að í samningaviðræðum milli ís- lendinga, Grænlendinga og Dana finnist lausn á þessu máli,“ sagði Niels Helveg Petersen, utanríkis- ráðherra Danmerkur, við blaða- mann DV, aðspurður um svokall- aða Kolbeinseyjardeilu milli Dana og Islendinga, sem snýst um hvort Kolbeinsey sé gildur grunnlínupunktur og þar með hvort miðlína lögsögu íslands skuli miðuð út frá eynni. Utanríkisráðherrann átti fund með íslenskum blaðamönnum í Kaupmannahöfn og DV spurði hann hvort danska utanríkis- ráðuneytið ætti ekki erfitt með að krefjast þess að hnekkt yrði ákvörðun þess sjálfs um lögsögu Kolbeinseyjar sem ákveðin var í upphafi aldarinnar. í lok síðustu aldar áttu Danir í viðræðum við Breta, mesta flota- veldi þess tíma, um lögsögu strandríkja sem lyktaði með því að samkomulag var gert um þriggja mílna lögsögu. í fram- haldinu var dregin þriggja mílna landhelgislína kring um ísland en jafnframt um Vestmannaeyj- ar, Grímsey - og Kolbeinsey, eins og sést á korti frá þessum tíma sem DV birti fyrr á árinu. Þessi ákvörðun Dana þýddi að Kol- beinsey var viðurkennd sem full- gild eyja með eigin lögsögu og þar með grunlínupunktum. „Við eigum að geta komist að samkomulagi um skiptingu svæðisins en ef í ljós kemur að það er ekki mögulegt þá viljum við vísa því til úrskurðar dóm- stóla," sagði Niels Helveg Peter- sen, utanríkisráðherra Dana, við DV. Ráðherrann mun eiga fund með Halldóri Ásgrímssyni utan- ríkisráðherra í Reykjavík í næstu viku. -SÁ ReynisQall: Tuttugu snjóflóð „Umferð í íjalllendi hér er mjög viðsjárverð og menn þurfa því að fara með gát,“ segir Grétar Einars- son, lögreglumaður i Vík, en 20 snjóflóð féllu úr Reynisfjalli, rétt vestan við Vík, i gær og fyrradag. Flóðin eru misstór og hefur eitt fallið niður undir veg. Byggð er ekki i hættu að sögn Grétars en hann vill ítreka óskir um að menn fari með gát á svæðinu. -sv Jonnu leitað á hafsbotni Björgunarsveitarmenn, lögregla og varðskip reyndu í gær að finna Jonnu SF 12 sem fórst sunnan við land, milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs, fyrir um hálfum mánuði. Þrír skipverjar fórust með bátnum en menn hafa eng- ar nákvæmar hugmyndir um hvar hann liggur. Töluverðu braki úr honum hefur skolað á land en lík mannanna þriggja hafa ekki komið fram. Telja menn ekki óliklegt að þau geti enn verið í bátnum þar sem ekkert brak hefúr komið úr stýrishúsi. Veður var afleitt í gær og hamlaði aðgerðum en reiknað er með að hald- ið verði áfram að leita næstu daga. » -sv Þessi mynd var tekin í fyrrinótt þegar ein elsta kirkja landsins, aö Vöilum í Svarfaðardal, brann. Eldurinn stendur hér upp úr forkirkjunni enda slökkviiiös- menn nýkomnir á staöinn. Aö mati sérfræöinga eyðilagöist ómetanlegur dýrgripur þar sem kirkjan var. DV-mynd Jóhanna Gunnlaugsdóttir DANIR ÆTTU A£> FARA í MÁL Vl£> SJÁLFA SIG! Veðrið á morgun og á mánudag: Norðlægar áttir Á morgun og mánudag verða norðlægar áttir ríkjandi með éljum norðan til á landinu. Syðra verður bjart og kalt veð- ur. Frost verður um 2-4 stig, kaldast i innsveitum. Veðrið í dag er á bls. 65 Veðurhorfur á morgun og mánudag samlæstar hurðir Hörku vetrarpakki fylgir með öllum Opel Bílheimar ehf. t □ 0 © Sœvarhöfba 2a Sími: S25 ?000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.