Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 11 I djúpviðtali Ungir karlmenn eru mjög jafh- réttissinnaðir, jafnvel svo mjög að á óvart kemur. Þessu heldur félags- fræðingur nokkur fram eftir að hafa rannsakað karlkynið að und- aníomu. Og maðurinn ætti að vita hvað hann syngur því hann er ekki neinn venjulegur félagsfræðingur. Hann er líka starfsmaður karla- nefndar jafnréttisráðs. Ég las það á dögunum að þessi sérfræðingur í karlkyninu hefði rannsakað hóp karla, 20 til 35 ára. Hann kannaði skoðanir þeirra á kynhlutverkum með svokölluðum djúpviðtölum. Afar jafnráttissinnaðir Eftir djúpa köfun í vitund þess- ara karla komst félagsfræðingur- inn að því að karlamir eru afar jafnréttissinnaðir. Miklu algengara væri en almennt væri kunnugt að íslenskir feður tækju sér fæðingar- orlof. Flestir feður væm viðstaddir fæðingu bama sinna og það sem meira er. Þeir taka sér frí frá vinnu til þess. Auk þessa bættu þeir jafn- vel við viku-, háifsmánaðar- eða þriggja vikna fríi fyrst eftir fæðing- una. Þetta gerðu þeir með uppsöfn- uðu sumarfríi. Það þyrfti því ekki lengur að þvinga íslenska feður til þess að taka sér fæðingarorlof. Þessar upplýsingar bætast við nýlegt tilboð Reykjavíkurborgar til nokkurra væntanlegra feðra. Borg= in vili borga þeim fæðingarorlofið gegn því að fá að rannsaka þá svo- lítið um leið. Hið stolta karlkyn er því orðið rannsóknarefni út og suð- ur, einkum varðandi bameignir. Næstum allir í fæðingarorlof Þegar Reykjavíkurborg bauð þessar fæðingarrannsóknir á karl- kyninu gerði önnur sjónvarpsstöð- in óformlega skoðanakönnun með- al borgarstarfsmanna, karla vel að merkja. Þeir vora spurðir að því hvort þeir gætu hugsað sér að taka sér fæðingarorlof. Allir nema einn vora á því. Þessi eini var maður nokkuð kominn á fullorðinsár. Hann viðurkenndi fúslega aö barnsfæðingar væru ekki sín deild. Þetta pjatt tíðkaðist ekki i hans ungdæmi. Þannig vildi til að konan mín og móðir fjögurra barna okkar hjóna sá líka niðurstöður þessarar óform- legu könnunar. Hún dásamaði jafn- réttishugsjónir þessara ungu feðra og nánast uilaði á þann fullorðna. Sú ullun sneri þó ekki að mannin- um persónulega heldur var upphaf máls hennar er sneri eingöngu að elskuðum eiginmanni. Erfið vörn „Aldrei tókst þú þér frí þegar við áttum bömin,“ sagði konan. Ég maldaði í móinn og sagði henni að þetta hefði bara ekki tíðkast þá. „Ég hlusta ekki á svona blaður," sagði konan. „Má ég benda þér á að yngsta barnið þitt er bara sjö ára gamalt." Hún lagði mikla áherslu á „þitt“ í stað þess að segja „okkar“. Ég benti henni góðfúslega á að ég hefði verið viðstaddur fæðingu bamanna og þannig veitt henni mikinn andlegan stuðning. Þessu gat konan ekki neitað en taldi að þar með væri stuðningurinn upp- talinn. Eina fríið sem ég hefði tek- ið í tengslum við fæðingu fjögurra barna okkar væri háifur dagur til þess að vera viðstaddur skírn þess yngsta. Jafnvel þá hefði presturinn þurft að bíða þar sem engan vant- aði í upphafi skírnarinnar nema fóður barnsins. Ég nefndi, í upphafi vamarræðu minnar, að ég styddi fullkomlega jafnréttishugsjónir hinna ungu manna. Ef við ættum von á bami núna, tæki ég mér fæðingarorlof. Ég sá á konunni að hún trúði mér ekki. Hún verður þó að búa við vantrú sina og getur ekki sannað neitt þar sem við höfum ekki lagt drög að ffekari barneignum. Um leið hugsaði ég með sjálfum mér að þessir ungu menn litu á fæðingar- orlofið sem kærkomið frí og létu mæðumar eftir sem áður um allt umstangið í kringum bömin. Vera má að þessar ljótu hugsanir minar séu bara leifar af gamalli karl- rembu og því sagði ég þetta ekki upphátt. Hvað varðaði barneignir okkar minnti ég konuna á að hún hefði kosið að fæða frumburð okkar sama morgun og ég gekk til prófs í þjóðhagfræði hjá hinum merka prófessor Ólafi. Björnssyni. Og hvað gerir maður í miðri prófatöm annað en mæta til prófs? Ég taldi mér það til tekna að ná að taka á móti barninu hálftíma áður en prófið byrjaði. Fæðingarorlof hefði því ekki komiö til greina. Skýring- ar mínar vegna hinna barnanna Laugardagspistill Jónas Haraldsson Fréttastjóri voru vafasamari. Ég sagði henni að ég hefði verið ómissandi í vinn- unni. Hún átti bágt með að trúa því. Nátttröll á heimilinu Þetta varð til þess að konan tók mig í djúpviðtal, líkt og ég ímynda mér að félagsfræðingurinn hafi af- geitt ungu feðuma í könnun sinni. Hún saumaði að mér og fór i gegn- um fóðurlega frammistöðu mína lið fyrir lið. Það verður að segjast eins og er að mér vafðist oft tunga um tönn þrátt fyrir meðfædda rök- fimi og varnartaktík. Hún sagði uppeldi barnanna á sína ábyrgð. Ég hefði alltaf verið í vinnunni. Hún heföi tekið þátt í gleði og sorgum bamanna, verið heima hjá þeim, klætt þau og fætt, sent þau í leik- skóla og skóla með réttan útbúnað. Lært með þeim og lesið fyrir þau áöm- en þau fóru að sofa. í stórum dráttum hefði ég aðeins séð börnin sofandi í rúmi sínu. Og konan lét allt gossa fyrst hún náði mér í djúpviðtal. Hún benti á að ég væri hin dæmigerða karl- remba sem sjaldan eldaði, kynni ekki á þvottavélina og vissi ekki hvar skúringafata heimilisins væri geymd. Kústur væri mér framandi verkfæri og borðtuskur forðaðist ég sem heitan eldinn. Með öðram orðum, ég væri misheppnað eintak, eins konar dínósáras meðal jafh- réttissinnaðra karlmanna nútím- ans. Hún hélt því fram að mig hefði dagað uppi sem nátttröll, steingerð- ur fulltrúi gamalla tíma. Ég ætti hvergi heima nema á þjóðminja- safninu. Vafasöm fyrirmynd Ég stamaði eitthvað og tautaði og sagði konunni að synir okkar, menn á jafnréttisaldri, væri lítið skárri. Það var sem ég skvetti olíu á eld. „Hverjum heldur þú að það sé að kenna?" spurði konan. „Þú ert þeim fyrirmynd. Þeir halda að það sé eðlilegt að liggja fyrir fram- an sjónvarpið með tæmar upp í loftið og láta færa sér popp og kók. Þeir bíða eftir matnum með amboð- in í báðum höndum og ganga ekki frá eftir sig. Það er eins og þeir þekki ekki uppþvottavélina í sjón. Þetta sækja þeir ekki í sjöunda lið,“ sagði konan. „Þeir hafa þetta beint frá fóðurmyndinni sinni.“ Endurhæft eintak Svo má brýna deigt járn að bíti. Ég taldi innra með mér að ég hefði þroskast nokkuð með áranum og væri betri í heimilisstörfunum nú en áður. Ég sá þó að þetta þýddi ekki að rökræða. Djúpviötalið var allt á einn veg. Næsta dag tók ég því til minna ráða og keypti í mat- inn og eldaði. Konan fór með í búð- ina en hafðist ekki að. Hún sá að ég valdi vínarpylsur og pylsubrauð. Svipur hennar var óræður en þó mátti greina þar umburðarlyndi. Hún ákvað að gefa hinrnn endur- bætta eiginmanni sínum tækifæri. Þegar heim kom sauð ég pyls- urnar nema hvað ég grillaði eina handa frúnni til hátíðabrigða. Kon- an gerði ekki athugasemd við suð- una þótt á pakkanum standi að að- eins skuli hita pylsurnar. Ég sagði börnumun að betra væri að setja sinnep og tómatsósu á pylsurnar ef þær spryngju. Raufin ofan á þeim væri fyrir þessar sósur. Fjölskyldan var þögul meðan hún át sérrétt föðurins. Börnin horfðu annað slagið á móður sína en sögðu ekki neitt. Faðirinn lét ekki þar við sitja. Hann tók af borð- inu og setti í uppþvottavélina. Hann var hinn fullkomni heimilis- faðir á jafnréttistímum, fyrirmynd ungu mannanna á heimilinu og að eigin mati aðdáunarverður í alla staði. í rusli Ég vaknaði upp úr þessari föð- urlegu draumaveröld þegar ég var að fara út með ruslið. Það var há- punkturinn á stórkostlegri frammi- stöðu. „Hverju ertu að henda?“ spurði konan og leit á ruslapokann. „Bara dósum og drasli, tómum mjólkurfemum og plasti,“ svaraði ég. „Sérðu ekki að þetta „plast- drasl“ sem þú ert að henda er Tup- perver-dótið okkar, fokdýr Uát sem ég hef saftiað árum saman? Mér varð litið á gersemarnar í ruslapokanum. Ég játaði að ég þekkti þær ekki frá einnota um- búðum úr plasti. Á samri stundu var það ljóst að ég var ekki jafnrétt- ur og ég hélt. Endurhæfingin var mislukkuð. Enn var djúpviðtals þörf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.