Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 26
26
enning
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 UV
Ármann Jakobsson og Sverrir
bróðir hans urðu eftirlæti þjóðar-
innar þegar þeir sigruðu við þriðja
mann í Spumingakeppni framhalds-
skólanna ár eftir ár. Þeir völdu hug-
vísindi að loknu stúdentsprófi;
Sverrir sagnfræði og. Ármann ís-
lensk fræði með bókmenntir að kjör-
sviði.
Á laugardaginn var útskrifaðist
Ármann með eitt hæsta meistara-
próf sem um getur við Háskóla ís-
lands, en mesta athygli vekur að
hann fékk einkunnina 10 fyrir
meistaraprófsritgerð sína. Okkur
lék forvitni á að kynnast svo merki-
legri ritsmíð nánar og spurðum Ár-
mann um hvað hún væri.
Hvernig á konungur
að vera?
„Ritgerðin heitir 1 leit að konungi
- konungsmynd íslenskra konunga-
sagna, og nafnið gefur eiginlega nið-
urstöðuna. Ég held að íslendingar
hafi skrifað konungasögur á 12. og
13. öld vegna þess að þeir voru að
leita sér að konungi. Goðaveldið var
á heljarþröm, alls staðar í grann-
löndunum var konungsveldi, og þeir
skrifa konungasögur til að átta sig á
fyrirbærinu, athuga hvort íslenskt
samfélag hafl þörf fyrir það. Þó að
erfitt sé að ákvarða aldur hverrar
sögu nákvæmlega sýnist mér hug-
myndimar verða skýrari í yngri
sögum, fyrir utan Sverris sögu; hug-
myndafræðin í henni er pottþétt þó
að hún sé gömul.“
- - Og hvemig vilja íslendingar
hafa konung?
„Þeir leggja áherslu á sömu
dyggðir og aðrir Evrópubúar á þess-
um tíma. Það er mun fleira sem er
sameiginlegt meö þessum hugmynd-
um hér og úti í Evrópu en sérstakt.
Höfundar flestra sagnanna eru vel
inni í evrópskum hugmyndum um
hvernig konungar eigi að vera. ís-
lendingar vora ekki afdalaþjóð á
þessum tíma, þeir tóku við nýjum
hugmyndum eins og við Blur og
Pulp núna. Og svo lögðu þeir heil-
mikið til sjálfir, því konungasögum-
ar vinna úr þessum hugmyndum, og
þær eiga sér ekki nákvæma hlið-
stæðu neins staðar.
Svo kalla ég ritgerðina í leit að
konungi vegna þess að íslendingar
„Ég held að íslendingar hafi skrifaö konungasögur á 12. og 13. öld í leit að konungi. Goöaveldiö var á heljarþröm,
alls staöar í grannlöndunum var konungsveldi, og þeir skrifa konungasögur til aö átta sig á fyrirbærinu, athuga hvort
íslenskt samfélag hafi þörf fyrir þaö,“ segir Ármann Jakobsson. DV-mynd Pjetur
viska, styrkur, stilling og réttlæti,
hinar fiórar veraldlegu höfuðdyggð-
ir á miðöldum, og það má skoða
mikið af umfjöllun um konunga í
ljósi þeirra. Það er sýnt fram á visku
hins góða konungs, styrk og still-
ingu, og réttlætið er allar dyggðim-
ar samanlagðar; summa þeirra.
Hinn fullkomni konungur hefur þær
allar, en marga konunga vantar upp
á dyggðirnar. Haraldur harðráði er
skemmtilegur kóngur, hann er bæði
vitur og sterkur en vantar svolítið
upp á stiUinguna, og þar með vantar
réttlætið, því hann getur ekki hamið
sig nógu vel. Og Danakonungar em
ekki vitrir.
En í raun og vem getur enginn
jarðneskur konungur verið fullkom-
inn, og þeim er aldrei lýst sem al-
fullkomnum. Það er aðeins konung-
urinn á himnum. Hann er sá sem
þeir reyna að líkjast. Ólafur helgi
kemst næst því að vera fullkominn;
kannski er hann hafður lítill og dig-
ur til þess að hann keppi ekki við
hinn hæsta í útliti.
Ég skoðaði líka tengsl konungsins
við landið og þegna sína og komst að
því að í mörgum konungasögum em
konungarnir í eins konar tómarúmi,
tengjast ekki við neitt. En í
Heimskringlu og Morkinskinnu,
sem er uppáhaldssagan mín, em
þeir sýndir í samskiptum við land
og fóik.“
Fyrsta íslenska
yfirlitsrannsóknin
„Það sem er nýtt hjá mér er eigin-
lega þrennt, og þá fyrst að ég skuli
yfirleitt rannsaka konungasögur,
það hafa íslendingar ekki verið dug-
legir við. Seinustu fimmtíu árin
hafa flestar konungasagnarannsókn-
ir verið gerðar í útlöndum, og þær
eru ekki margar. Svo hafa íslending-
ar ekki gert heildarrannsókn á kon-
ungasögum, ég verð fyrstur til þess í
marga áratugi. Nokkur dæmi em
um að menn hafi skoðað gömlu sög-
umar saman en flestar stórar athug-
anir á seinustu ámm hafa verið um
eina sögu.
Það þriðja er aö skoða hugmynda-
heim þessara sagna, ekki rittengsl
eða eitthvað slíkt. Það er skrýtið að
enginn skuli hafa gert það fyrr. Mín
niðurstaða er eiginlega sú að kon-
Ármann Jakobsson, dúx á meistaraprófi í HÍ, skrifaði um leit íslendinga að konungi:
skrifa konungasögur eingöngu á þjóðveldis-
öld. Þegar þeir fá konung þá hætta þeir að
skrifa þær. Eftir það em aðeins Flateyjarbók
og yngri safnrit skrifuð, allar helstu konung-
asögur vora skrifaðar á goðaveldisöld.
í lýsingu konungsins var lögð áhersla á
marga þætti. 1 fyrsta lagi þurfti kóngurinn aö
bera af í útliti. Flestir em hávaxnir, og hár og
augu eru mjög áberandi. Þeir áttu að hafa
mikið hár - sköllóttur konungur gengur hélst
ekki - og hvöss augu. Útlitið er ekki alveg
samræmt, en því er alltaf lýst, og það er stað-
næmst við hárið og augun, hversu sterkur
hann sé og hversu hávaxinn. En það em alltaf
undantekningar. Ólafur helgi er tO dæmis fyr-
irmyndarkonungur þó að hann sé riðvaxinn
meðalmaður samkvæmt lýsingu.
Fjórar höfuðdyggðir
Svo er lýst dyggðum konungsins. Þær em
ungurinn sé skilgreinandi fyrir þessa tegund
sagna, að það sé ekki hægt að fjalla um bók-
menntategundina nema út frá fyrirbærinu
konungi, og það hafði ekki verið gert hér á
landi áður. En menn hafa gert það erlendis,
það era heilmiklar kóngarannsóknir þar.
Saxo hefur til dæmis verið skoðaður í þessu
Úrval notaðra bíla
á góðum kjörum!
Ath! Skuldabréf til allt að 60 mánaða.
Opíö: virka daga kl. 9-18 laugardaga kl. 10—17 Jafnvei engin útborgun.
____________________________. Visa/Euro greiðslur