Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 ílk 19 íslensk stúlka fákk viðurkenningar fyrir að stoppa upp dýr í Bretlandi: Mig dreymir um að verða hestakona - segir Brynja Davíðsdóttir „Ég hætti í skóla í miðjum klið- um því ég fékk allt í einu köllun til þess að fara til Bretlands og læra að stoppa upp dýr,“ segir Brynja Dav- íðsdóttir, 21 árs, ensk í aðra ættina, en hún fékk viðurkenningar í Bret- landi fyrir að stoppa upp dýr. Brynja fékk viðurkenningu á ár- legri ráðstefnu og sýningu upp- stoppara fyrir uglu sem hún gerði en hún hefur fengið tvær viður- kenningar fyrir að stoppa upp fugla og eina fýrir íkoma sem hún vann að. Einnig vann hún til verðlauna fyrir ugluna og lenti í þriðja sæti fyrir spörfuglinn sem hún tók einnig með sér á sýninguna. Auk viðurkenningar og verðlauna þótti uglan best gerði fuglinn á sýning- unni. Brynja hefur stundað nám hjá nokkrum lærimeisturum en nú býr hún hjá einum af færustu uppstopp- urum í Bretlandi, i Whetherby sem er rétt fyrir utan York. Þar er stórt verkstæði sem er henni til afnota. Brynja er dóttir Davíðs Þorsteins- sonar, kennara i MR. Móðir hennar heitir Janice Þorsteinsson en hún stundar nám í ítölsku á Ítalíu. Jan- ice er ensk og þess vegna ákvað Brynja að fara til Englands. Hún á tvö systkini sem heita Áslaug, 24 ára, textílhönnuður, og Þorsteinn, 16 ára. Fjölskyldan bjó á Laugarvatni fyrstu tíu ár ævi Brynju og þykir henni það eftirminnilegustu árin. Eftir það fluttu þau á Óðinsgötuna og búa þar ennþá. Brynja byrjaði í MR og fór síðan í FH en söðlaði um og flutti til Bretlands. „Ég er meira sveitabarn en borg- ar. Það var mjög gaman aö búa á Laugarvatni. Önnur helstu áhuga- mál mín eru náttúran og útivera. Ég fer ekki nógu mikið út í sveit en eins mikið og ég get. Draumurinn var að verða hestakona en það hef- ur ekki orðið af því ennþá,“ segir Brynja Áhugi Brynju á því að stoppa upp dýr er gamall. Hann kviknaði þegar hún bjó á Laugarvatni. Vinir henn- ar veiddu lunda í Drangey og hana langaði til þess að læra að stoppa upp þessa fallegu fugla. „Kennarinn minn er einn þeirra færustu í faginu í Bretlandi en ég bý einnig hjá honum auk þess að nema af honum fræðin. Mig langaði ekki til þess að læra þetta heima,“ segir Brynja. Þegar dýr eru stoppuð upp er byrjað á að rista þau á kviðinn og flá af þeim skinriið. Síðan er búinn til nýr búkur úr hampi og skinnið er saumað utan um hann. Búkurinn er festur við skinnið með alls kyns vírum. Búkurinn þarf að vera sem líkastur þeim upprunalega til þess að dýrið líti eðlilega út. „Ég tek sjálf skinnið af. Það var svolítið ógeðslegt til að byrja með en þetta venst. Ég er hætt að hugsa út í það því ég er farin að hugsa fram í tímann, hvernig fuglinn á að vera,“ segir Brynja. Brynja er farin að hugsa sér til heimferðar og segist ekki verða mikið lengur í Bretlandi. Námið tekur aldrei enda en þeir sem stoppa upp dýr geta verið að læra það endalaust. Ráðstefnurnar eru notaðar til þess að veita viðurkenn- ingar og eftir sex viðurkenningar í hverjum flokki fylgir meistaratitill í þeim flokki. Sumir fá aldrei neina viðurkenningu. „Ég veit ekki hvort ég kem til með að vinna við þetta heima því ég held að markaðurinn sé svo lítill. Þetta er ekki starf sem er neitt sér- staklega vinsælt og fáir vilja eiga uppstoppaða fugla," segir Brynja. -em Verum hraust í vetur meó MULTI VIT FJOlVllAMiN n:i> sreiNi inlim MTURULEGT 180 ttiflur Guti miðinn tryggir gæðin Þegar þú tekur inn MULTI VIT ert þú að innbyrða 11 steinefni, 12 vítamín, 22 valin bætiefni. Dagleg neysla byggir upp eru saman með þarfír likamann og stuðlar að hreysti istendinga i huga. og góóri heilsu. MULTT VÍT Fæst i heilsu- búðum, apótekum og heilsithiUum rnatvöruverslana. 1 frumskógi vitamina og bætiefna getur verið erfitt að velja rétta gtasið. Glösin með gula miðanum tryggja að þú fáir vönduð nátturuleg bætiefni, sem sett Úhei eilsuhúsið Skólavörðustig S Krirtgiunni Brynja Davíösdóttir fékk viöurkenningu fyrir ugluna sem hún stoppaði upp. Glæsilegar tfmublur?f frá Ítalíu Mikiö úrval af fallegum sjónvarps- og hljómtækjaskápum r M304 svartur. N M304/N hnotubrúnn. L J Skápur fyrir sjónvarp - myndbandstæki og hljómtæki - hirslur fyrir myndbandsspólur. Hljómtækjaskápur fyrir allar stærðir hljómtækja - hirslur fyrir geisladiska og plötur. Made in Italy. Armúla 38 (Selmúlamegin), Sími 553 1133 Allirskáparnir eru á hjólum. Öll verð eru staðgreiðsluverð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.