Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 36
48 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 ILúr í háloftunum Yfir 20 flugfélög leyfa flug- mönnum sínum að sofa í flug- stjórnarklefanum á meðan á flugi stendur, segir í nýút- kominni skýrslu um flugmál sem gefin var út í Singapore. Meðal þessara flugfélaga eru Air New Zealand, hið ástralska Qantas, Swissair, Lufthansa, British Airways, Finnair og South African Airways. Enn fremur segir: „Jafhvel þó til- hugsunin sendi hroll niður eftir bakinu á flugfarþegum hefur svefn flugmanna breyst í rétt- indi sem ekki er talið rétt að hrófla við.“ Ferðamenn forðast Jóhannesarborg Ferðamenn hafa sótt í mikl- um mæli til Suður-Afríku und- anfarin misseri en nú virðast vera blikur á lofti. Glæpum í landinu hefur fjölgað mjög og sérstaklega virðast ferðamenn nú forðast að heimsækja Jó- hannesarborg, sem þykir meö afbrigðum hættuleg. Hótelnýt- ing erlendra ferðamanna minnkaði um 6,3% í ágúst á þessu ári miðað við árið í fyrra. il • Skautað á torginu Yfirvöld í Brussel hafa ákveð- iö breyta stærsta torgi borgar- innar, og einu frægasta torgi Evrópu, The Grand’Place, í skautasvell yfir jólahátíðina, eða frá 20. desember til 5. janú- ar. Ekki hætt á neitt Yfirvöld á Macau hafa tekið upp sérstakar vamaraðgerðfr þegar norður-kóreskar flugvél- ar eiga í hlut af ótta við hryðju- verk af hálfu Norður-Kóreu- manna. Eitthvað fyrir sælkera Sælkerakokkurinn Marc Veyrat hefur aftur opnað sinn heimsfraega veitingastað í frönsku Ölpunum, en bankar og aðrir lánardrottnar létu loka hjá honum fyrir skömmu. Veyrat, sem er þekktur fyrir sinn ljúffenga mat, kryddaðan með sérvöldum fjallakryddjurt- um, háfði tilkynnt í september sl. að honum væri ofviða að greiða þær 9 milljónir dollara sem hann skuldaði. En eftir langar og strangar samninga- viðræður hefur Veryat komist að samkomulagi við lánar- drottnana og er farinn að elda að nýju. Furstarnir fljúga The United Arab Emirates, flugfélag Sameinuðu arabísku Kuala Lumpur. Enn fremur hef- ur verið tekin ákvörðun um að hefja flug milli Dubai og Dhak- ar á þriðjudögum og fimmtu- dögum. Glasgow, borg menningar og lista NÝLISTASAFN (TILEFNI MENNINGARÁRS Glasgow er íslendingum að góðu kunn, enda hefur landinn lengi leitað þangað eftir hagstæðri verslun og afslöppuðu andrúmslofti. Það má með sanni segja aö við séum á heima- velli hjá vinum vorum, Skotum. Vissulega má gera góð kaup í Glasgow og fyrir bjórþyrsta er borg- in hrein paradís, enda er varla hægt að ganga nokkur skref um miðborg- ina án þess að rekast á ekta skoska krá. Glasgow er einnig iöandi af list- um og menningu fyrir þá sem það kjósa. í borginni eru 18 stór söfn, 25 listsýningasalir og 10 leikhús. Veisla fyrir augun í aðeins 20 mínútna fjarlægð suð- ur af miðborginni er m.a. Burrell Collection sem er eitt besta og verð- mætasta safn listaverka og listmuna á Bretlandseyjum. í Glasgow er einnig Kelvingrove Art Gallery (Glasgow Art Gallery), sem margir telja hiklaust vera besta ríkislista- safnið á Bretlandseyjum, og St. Mungo’s Museum sem er sérlega áhugavert safh trúarlegra listmuna héðan og þaðan úr veröldinni. Sömuleiðis má benda fróðleiksfús- um ferðamönnum á People’s Palace, þar sem má fræðast um sögu borg- arinnar, og The Hunterian Museum and Art Gallery/Mackintosh House sem býður upp á yfirgripsmikinn fróðleik um jarðfræði, fomleifar, þjóðfræði, listaverk, myntir o.fl. Safnið er helgað minningu Charles Renn Mackintosh sem var frægasti hönnuður og arkitekt Skotlands. Ekki er svo síðra að heimsækja Skosku óperuna í Theatre Royal, Skosku sinfóníuna, Skoska þjóðar- ballettinn eða The Citizen’s Theatre, sem hefur skapað sér gott orð fyrir uppfærslur sínar. Sérstakt menningarár Borgaryfirvöld í Glasgow leggja mikið upp úr því að viðhalda anda menningar og lista í borginni og í ár voru opnuð nokkur ný og mjög áhugaverð söfn. Nýju söfnin eru m.a. í tilefni af aldarafmæli The Royal Institue of Fine Arts en Skot- ar eru mjög hreyknir af akademi- unni sem telst vera með þeim bestu á Bretlandseyjum. Auk þess ákváðu borgaryfirvöld að gera árið 1996 að sérstöku menningarári sem þau kalla Festival of Visual Arts og af þeim sökum má segja að eitthvað spennandi, tengt sjónrænni list, sé í gangi allt árið. í hópi nýju safnanna er að finna nýtt nýlistasafn, Gallery of Modem Art, og House for an Art Lover. Sér- staklega eru borgarbúar hreyknir af nýlistasafninu sem opnað var 30. mars, jafnvel þó svo hönnun þess hafi verið mjög umdeild. Safnið er til húsa við Royal Exchange Square í gömlu húsi sem m.a. hefur hýst bókasafn, verðbréfamarkað og höf- uðstöðvar banka. Safnið er byggt upp sem fjórar megineiningar sem hver hefur sitt þema - eldur, jörð, vatn og loft - og er hugmyndin að verk af öllum gerðum eigi að geta notið sín þar í réttu andrúmslofti. Loftgalleríið er t.d. stórt og víðáttu- mikið rými en eldgalleríið er byggt upp í rauðum, svörtum og gylltum litum. Eitt verka safnsins, By the Clyde, eftir Beryl Cook. Kostnaður umdeildur Það sem helst fór fyrir brjóstið á fólki varðandi nýja safnið var kostn- aðurinn en árið 1988 ákvað forseti borgarráðs að leggja 3 milljónir punda í verkið. Þetta fé var síðan ávaxtaö og á hverju ári voru vaxta- tekjurnar nýttar til listaverka- kaupa. Sá sjóöur gefur af sér u.þ.b. 250 þúsund pund á ári en eina skil- yrðið sem sett var fram af yfirvöld- um var að keypt væru verk eftir listamenn sem enn eru á lífi. Það er mál manna að einstaklega vel hafi tekist til við val verka og á safninu má nú finna brot af því besta sem til er í nýlist víða um heim. Samantekt -ggá Hið nýja nýlistasafn Glasgowborgar. Killington í Vermontríki: SKÍÐASVÆÐIFJÖLSKYLDUNNAR Það fer að líða að því að skíðfiðringurinn grípi margan manninn og þá er t.d. upplagt að fara og njóta fjallafegurðar Vermont í Bandaríkjunum. Killington er stærsta skíðasvæð- ið í austurhluta Bandaríkjanna, í Vermont, sem er rómað fyrir fjalla- fegurð og stórbrotna náttúru. Á skíðasvæðinu eru sex tindar, þeirra hæstur er Killington Peak, rúmir 1400 metrar yfir sjávarmáli, en aðr- ir tindar eru m.a. Snowdon, Rams Head og Skye Peak, allir í kringum 1200 metrar. í Killington má finna skíðabrekk- ur við allra hæfi. Þeir sem standa að uppbyggingu svæðisins segja það sameina einstakt náttúru- og veðurfar og nýjustu skíðatækni sem gerir svæðið eitt af þeim bestu. Háir tindarnir draga að sér snjó all- an veturinn og 21 snjóplógur mýkir og plægir snjóinn á veturna og býr til púðursnjóbrekkur, hólabrekkur, skíðabrettabrekkur og annað það sem skíðaáhugamenn girnast. Þeg- ar snjór af himni ofan bregst er gripið til umfangsmikils snjógerð- arbúnaðar sem tryggir léttan og skemmtilegan skíðasnjó allt fram í júní, hvernig sem annars viðrar. Ambassadorar aðstoða Skíðalyftur er 23 talsins, þar af 17 stólalyftur. Allar eru þær af nýjustu gerð og búnar fullkomnum öryggis- búnaði. Skíðabrekkurnar eru fyrir hæfileikafólk af öllum stigum og lyfturnar vel merktar tilteknum lit- um: bláar fyrir byrjendur, rauðar fyrir lengra komna o.s.frv. Byrjandi ætti því ekki að slys- ast í brekku fyrir lengra komna vegna skorts á upplýsing- um. Að auki eru starfsmenn svæðis- ins, sem ganga undir sæmdarheitinú „Ambassadors", sí- fellt á ferðinni um svæðið til aðstoðar skíðaköppum. Heild- arlengd skíðabraut- anna er 124 km, skíðabrautir eru 170 og skíðafært svæði þekur yffr 100 ekrur í Qöllunum. Litla fólkið fær sitt Aðstaða fyrir böm er kapítuli út af fyrir sig svo ekkert er því til fyrirstöðu að taka litla fólkið með í vetr- arfríið. í Killington er boðið upp á þrenns konar námskeið fyrir börn á aldrinum 2 til 12 ára, undir heitunum First tracks (2-3 ára), Ministars (4-5 ára) og Superstars (6-12 ára). Þegar þreytan leggst síð- an á litla leggi eftir skíðaerfiði dagsins er Vinalega mörgæsaheim- ilið (The friendly Penguin child care center) griðastaður fyrir böm- in. Þar gætir fagfólk barnanna og hvert herbergið á fætur öðru er fullt af spennandi afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Þreyttum foreldr- um ætti heldur ekki að leiðast í fjöl- skyldumiðstöðinni (Rams Head) þar sem fjölskyldan getur notið samvista við leiki af ýmsu tagi, bæði inni og úti. Þeir sem leggja mikið upp úr fjör- ugu næturlífi verða ekki fyrir von- brigðum í Killingon því yfir 100 klúbbar, knæpur og veitingastaðir bjóða flest það sem fólk girnist eftir ánægjulegan dag í brekkunum. Flugleiðir bjóða tvær vikulangar hópferðir til Killington, 27. febrúar og 6. mars 1997. Verðið er 62.310 kr. á mann í fjórbýli og 71.310 kr. í tví- býli. Innifalið er flug til og frá Bos- ton, flugvallaskattar, flutningur til og frá flugvelli, gisting í 7 nætur á Mountain Inn í Killington, sex daga lyftukort í allar lyftur og íslensk fararstjórn. Tímabilið 5. janúar til 15. mars bjóða Flugleiðir einnig upp á skipulagningu einstaklings- ferða fyrir skiðaáhugafólk til Kill- ington.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.