Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 28
LAUGARDAGUR 2 NÓVEMBER 1996 jLlV 23; {sérstæð sakamál FIMMTUDAGSMORÐINGINN Þegar Rolf Cottrell, sextíu og átta ára, var skotinn til bana af stuttu færi þann 18. desember 1986 stóö lögreglan í Baltimore í Maryland- ríki í Bandaríkjunum uppi ráða- laus. Engin vitni voru að morðinu og ekki var hægt að finna neina ástæðu til þess. Cottrell var blikk- smiður og hafði veiö myrtur um níuleytið um kvöldið þegar hann var á venjubundinni kvöldgöngu nærri heimili sinu í Shipley, í suð- urhluta Baltimore. Morðdeildarmenn höfðu ekki fundið neitt það sem bent gat til þess hver morðinginn væri þegar annað morð, um flest líkt því fyrra, var framið fimm vikum síðar. Um níuleytið þann 21. janúar 1987 var Jasmin Kramer, tuttugu og tveggja ára, skotin til bana þegar hún var að setjast inn í bíl sinn á stóru bílastæði að baki verslunar- miðstöðvar í miðborg Baltimore. Var það talið ganga kraftaverki næst að tveggja ára sonur hennar, sem var bundinn í barnastól i bíln- um, skyldi ekki verða fyrir kúlunni. Enginn hafði veitt því athygli að morð hafði verið framið. Nokkrir sem þarna voru á ferð héldu að bíl- vél hefði gefið frá sér hvell og eng- inn hafði séð neinar grunsamlegar mannaferðir. Þriðja morðið Tvennt einkenndi bæði þessi morð. Ástæða til þeirra fannst eng- in og þau höfðu verið framin um níuleytið á fimmtudagskvöldum. Að öðru leyti var ekki hægt að finna nein tengsl milli þeirra. Næstu þrjár vikur gerðist ekkert sem varpað gat ljósi á morðgátum- ar. En þann 12. febrúar var tvítug stúlka, Dinah Pomroy, skotin til bana skömmu eftir að hún steig út úr strætisvagni í Lewiston nærri Arlington í norðvesturhluta Baltimore. Hún var á leið heim af kvöldnámskeiði, klukkan var um níu og það var fimmtudagur. Enn á ný var ekki hægt að finna neina ástæðu til morðsins. Það vakti hins vegar sérstaka athygli að ætíð var um nýtt morðvopn að ræða. Væri morðinginn einn og sá sami notaði hann aldrei sömu byss- una nema einu sinni. Morðin voru nú orðin þrjú og borgarbúar orðnir felmtri slegnir. í Baltimore gekk greinilega laus mað- ur sem myrti fólk á sama tíma á sama vikudegi með nokkurra vikna millibili og hann fékk nú nafnið „fimmtudagsmorðinginn". Fjórða morðið Fimmtudaginn 28. febrúar lét fimmtudagsmorðinginn aftur að sér kveða. í þetta sinn var fórnarlamb- ið Perry Joel Levin, fjörutíu og sjö ára og fjögurra barna faðir. Hann var skotinn til baná þegar hann fór af skrifstofu sinni og gekk í áttina að bíl sínum í Cantonville, austur- hluta borgarinnar. Klukkan var stundarfjórðung yfir átta. í þetta sinn taldi lögreglan að hún gæti hafa fengið vísbendingu. Þrír vegfarendur höfðu séð mann hlaupa Curtis Hochman. frá morðstaðnum og lýsingu vitn- anna bar saman. Hann var um þrjá- tiu og fimm ára, vel klæddur og með stuttklippt hár. Gallinn var aðeins sá að milli þrjú og fjögur þúsund menn í Baltimore gátu svarað til lýsingarinnar. I þetta sinn var einnig notuð önn- ur byssa en áður en nú þóttist löreglan viss um að um morðóðan mann væri að ræða. Hann veldi greinilega fómarlömb sin af kost- gæfni og myrti af löngun til að myrða. Leitin að honum yrði þó lík- lega eins erfið og leit að nál í hey- stakki. Fimmta og sjötta morðið Lögreglueftirlit á götum Baltimore var nú tvöfaldað á fimmtudagskvöldum en nú liðu vik- ur án þess aö nokkuð gerðist. Fóru nú ýmsir að halda að morðaldan væri gengin yfir en svo gerðist það klukkan hálfníu að kvöldi 9. apríl aö Guy Munson, nítján ára, var skotinn í almenningsgarði í Ros- edale, skammt norðaustan viö Baltimore. Vitni reyndist hafa séð hvítan tveggja dyra Buick-bil, eða svipað- an, aka burt á miklum hraða. Vega- tálmar voru settir upp og margir ökumenn yfirheyrðir en án árang- urs. Klukkan tuttugu mínútur yfir tíu að kvöldi 17. apríl barst lögreglunni tilkynning um skotárás í Irvington í Cantonville. Þrír lögreglubílar fóru á staðinn og fundu þrjátíu og fimm ára mann, Quincey Lazare, skotinn til bana. Vitni skýrðu svo frá að eft- ir að hafa heyrt skothvell hefðu þau séð líki hins myrta fleygt út úr bfl sem hvarf síðan út í myrkrið á miklum hraða. Þau höfðu ekki náð númeri hans en sögðu að um hvítan Buick- bíl hefði verið að ræða. Handtakan Vegatálmum var nú komið upp í miklum flýti og skömmu síðar stöðvaði lögreglan hvítan bíl af Oldsmobile Cutlass Calais-gerð en þeir eru í mörgu líkir Buick-bílum. Undir stýri sat þrjátíu og fimm ára gamall maður, Curtis Hochman, og í vasa hans fannst hálfsjálfvirk skammbyssa. Rannsókn byssusér- fræðinga sýndi að Quincey Lazare hafði verið skotinn til bana með henni. Morðdeildarmenn töldu nú að þeir hefðu haft hendur í hári fimmtudagsmorðingjans þótt 17. apríl væri í raun föstudagur. Var Hochman nú tekinn til yfirheyrslu. Hann játaði strax að hafa myrt Quincey Lazare og var nú reynt að fá hann tfl að játa fyrri morðin fimm. Það harðneitaði hann hins vegar að gera. Eftir tuttugu tíma yfirheyrslu féll Hochman loks saman en sú saga sem hann sagði þá var ekki sú sem lögreglumennimir höfðu átt von á að heyra. Hann hélt því fram að Lazare hefði verið fimmtudags- morðinginn og það hefði einmitt verið ástæðan til þess að hann myrti hann. Sögu Hochmans var ekki trúað og hann var spurður hvers vegna hann hefði ekki leitað til lögreglunnar hefði honum verið ljóst að Lazare var morðinginn sem svo mikil leit hafði staðið að. Skýringin Sagan sem Hochman sagði nú var á þá leið að Quincey Lazare og kona hans, Bella, hefðu verið í hópi bestu vina hans. Sagðist Hochman hafa skotið Lazare tfl að hlífa fjölskyldu hans við þeirri niðurlægingu og umtali sem þvi hefði fylgt ef hann hefði verið handtekinn og ákærður fyrir morðin fimm. Byssuna, sem hann skaut Lazare með, sagðist Hochman hafa tekið úr skáp hins fyrmefnda í íþróttaklúbbi í Cantonville þar sem þeir tveir hefðu leikið veggtennis. Fundur byssunnar í skápnum hefði verið endanleg sönnun þess að þær gmn- semdir sem hann hefði haft um Laz- are um hríð væra réttar. Hochman sagði að um tveggja ára skeið hefðu þeir félagar leikið vegg- tennis á fimmtudagskvöldum milli klukkan hálfátta og níu, eftir þvi hvenær þeir heföu komist að. Hoc- hman hefði hins vegar byrjað á að aflýsa tímum en jafnframt beðið sig að segja konu sinni, Bellu, ekki frá því og láta sem þeir væra að leika veggtennis eins og venjulega. Sagði Hochman að Lazare hefði lagt málið þannig fyrir sig að sér hefði verið ætlað að trúa að hann væri farinn að halda við einhverja konu úti í bæ. Sér hefði hins vegar farið að þykja grunsamlegt að þau kvöld sem Lazare hefði hætt við að leika veggtennis hefðu morðin veriö framin. Rannsóknin Morðdeildarmenn hófu nú að kanna hvort hægt væri að renna stoðum undir fullyrðingar Hoc- hmans. Rætt var við konu hans, Normu, og staðfesti hún sög- una um að Lazare hefði aflýst vegg- tennisleik nokkur fimmtudagskvöld. Þá kom í ljós að skamm- byssan, sem Hochman sagðist hafa fundið í skáp Lazares, hafði verið keypt í Baltimore og bar byssusalinn kennsl á Lazare af mynd. Þá kvaðst hann hafa tekið aðra skammbyssu, af Man- urin- gerð, upp í kaupverð hinnar fyrmefndu en fimmta morðið hafði einmitt verið framið með Manurin-skamm- byssu. Því miður fannst ekki byssan sem salinn hafði tekið í milligjöf því hún var þá seld og hafði kaup- andi hennar gefið upp falskt nafn. Þá er það að nefna að fingrafor Lazares voru á skammbyssunni sem fannst í vasa Hochmans. Réttarhöldin í málinu hófust í nóvember 1987. Þar hélt saksóknarinn fram þeirri kenningu að Hocman væri óvenju- lega klókur morðingi sem hefði myrt fimm manns af handahófi til þess að beina athyglinni frá þvi að tilgangur hans hefði í rauninni verið sá að myrða Quincey Lazare. Rolf Cottrell. Verjandi Hochmans beindi þá þeirri spurningu til saksóknara hvers vegna Hochman hefði þá gert þá kórvillu að fremja morðið, sem hann hefði átt að vilja dylja með hinum fimm, á fostudegi, ekki fimmtudegi, og láta það þannig stinga í stúf við hin fyrri. Þótti ýmsum svarið ófullnægjandi. Saksóknarinn gekk mjög hart að Hochman í réttarsalnum en hon- um tókst ekki að fá hann til að breyta fyrri frásögn sinni. Og þannig var staðan þegar réttar- höldunum sjálfum lauk og kvið- dómendur drógu sig í hlé til að kveða upp úr með sekt eða sak- leysi. Niðurstaðan varð sú að ekki hefði tekist að sanna að Hochman hefði framið fyrri morðin fimm, enda benti allt til þess að Quincey Lazare bæri ábyrgð á þeim. Dómarinn sagði að enginn hefði leyfi til að myrða, jafnvel þótt við- komandi teldi tilganginn með því góðan. Hann liti hins vegar með nokkurri tillitssemi til ástæðu Hochmans til morðsins á Lazare og því yrði dómurinn mildilegur eða fimm ára fangelsi. Curtis Hochman fékk reynslu- lausn 1990. Quincey Lazare. Jasmin Kramer með syni sínum, Roy.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.