Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 Guðrún Jóhanna Vigfúsdótlir Guðrún Jóhanna Vigfúsdóttir, Vogatungu 29, Kópavogi, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Guðrún fæddist á Grund í Þor- valdsdal á Árskógsströnd. Hún gekk í unglingaskóla á Dalvík og stundaði nám við Húsmæðraskól- ann að Laugalandi 1940-41 og var síðan aðstoðarstúlka í vefnaði við sama skóla. Hún lagði stund á list- vefnaðamám í Svíþjóð sumarið 1948 og kynnti sér síðar nýtísku vefnað, gerð vefjarefna, litafræði, mynsturteikningu og fleira í Nor- egi, Svíþjóð, Finnlandi og Dan- mörku. Guðrún var leiðbeinandi hús- mæðra í Eyfjarðarsveit í vefnaði á vegum Kvenfélagasambandsins 1942-43, í Vefnaðarkennaradeild á Hallormsstað 1943-45 og var fast- ráðinn vefnaðarkennari við Hús- mæðraskólann Ósk á ísa- firði 1945-88. Hún sá einnig um námskeið í vélprjóni fyrir hús- mæðraskólakennara þeg- ar það var innleitt í skól- ana. Guðrún stofnaði Vef- stofu Guðrúnar Vigfús- dóttur hf. 1962 en hún var til húsa í Hafnarstræti 20 A og B á ísafirði. Guðrún var sæmd hinni íslensku fálkaorðu 1976 fyrir störf í þágu handvefnaðar og ullariðnaðar. Hún hefur staðið fyrir fjölmörgum sýningum á fram- leiðslu Vefstofunnar innanlands og utan og tekið þátt í sýningum á veg- um annarra. Hún sýndi t.d. í Dan- mörku 1982 og á sýningunni íslensk föt í Laugardalshöll 1976 og 1978 og hefur auk þess flutt erindi um heimilisiðnað. Guðrún hefur tekið þátt í félags- störfum og verið farar- stjóri í orlofsferðum. Hún flutti tU Kópavogs 1988 og leiðbeindi þar í vefnaði á vegum félags- starfs aldraðra í rúm fimm ár. Hún sat í varastjórn félags eldri borgara og situr nú í sóknamefnd Digranes- kirkju. Guðrún er nú vinna að bók um lífsstarf sitt þar sem fjallaö verður í máli og myndum um listvefnað og nytjalist. Fjölskylda Guðrún giftist 2.7. 1950 Gísla Sveini Kristjánssyni, f. 25.11. 1906, d. 22.10. 1978, íþróttakennara og sundhallarforstjóra á ísafirði. For- eldrar Gísla voru Kristján Gíslason og Sigríöur Hávarðardóttir. Dóttir Guðrúnar og Gísla er Eyrún ísfold Gísladóttir, f. 11.10. 1950, sem starfar viö Fræðsluskrif- stofu Reykjavikur, gift Sturlu R. Guðmundssyni tæknifræðingi og eiga þau þrjú börn, Gisla Örn, Snorra Bjöm, Guðrúnu Jóhönnu. Systkini Guðrúnar: Hulda Vig- fúsdóttir, húsfreyja og ekkja á Hauganesi á Árskógsströnd; Georg, bóndi á Litla-Árskógi; Kristján, bóndi og myndskeri á Litla-Ár- skógi; Hannes, málari og mynd- skeri á Litla-Árskógi; Jón, fyrrv. leigubílstjóri í Reykjavík; Jóhanna Gíslina, húsfreyja að Sólvangi á Ár- skógsströnd. Auk þess tveir drengir sem hétu Reynir en dóu í bemsku. Foreldrar Guðrúnar vora Vigfús Kristjánsson, útvegsbóndi, báta- smiður og kirkjusmiður á Litla- Ár- skógi, og k.h., Elísabet Jóhannsdótt- ir húsfreyja. Guðrún verður að heiman á af- mælisdaginn. Guðrún J. Vigfúsdóttir. Steinn Þórðarson Sveinsson. Hann kom sex ára til Steins að Ásmundarstöðum og var hjá honum til tólf ára aldurs, en fór þá aftur tO foreldra sinna og frá þeim vestur í Staðarsveit á Snæ- fellsnesi. Samúel réðst fimmtán ára á sUdarskip í Norðursjó, þar sem hann fórst. Systkini Steins era Páll, f. 29.9. 1915; Valdimar, f. 18.3. 1918; Sigur- jón, f. 1919, d. 1921; Geir, f. 30.8.1922; Kristgerður, f. 30.8. 1922. Foreldrar Steins vora hjónin Þórður Brandsson, f. 14.5. 1873 að Markhóli á Rangárvöllum (tilheyrir Bakkabæjum), d. 9.12. 1971, og Guð- björg Pálsdóttir, f. 29.8. 1884, d. 16.10.1964, frá Ártúnakoti á Rangár- völlum. Ætt Þórður, faðir Steins, var sonur hjónanna Brands Brandssonar frá Galtarholti á Rangárvöllum og Valgerðar Sigurðardóttur frá Brekkum í Hvolhreppi. Guð- hjörg, móðir Steins, ólst upp í Ár- túnakoti til 1897 og vann eftir það fyrir sér sjálf. Páll faðir hennar var kvæntur Margréti Guðmundsdóttur frá Höfnum á Reykjanesi. Steinn Þórðarson tekur á móti gestum á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu á afmælisdaginn, 3.11., frá kl. 14-17. Steinn Þórðarson, fyrrv. bóndi að Ás- mundarstöðum í Ása- hreppi, Rangárvalla- sýslu og síðar netagerð- armaður í Þorlákshöfn, verður áttræður á morgun. Starfsferill Steinn fæddist á mundarstöðum og Ás- ólst Steinn Þórðarson. þar upp í foreldrahúsum við öll almenn sveitastörf þess tíma. Hann tók við búi foreldra sinna á Ásmundarstöðum 1947 og bjó þar til 1969, en neyddist þá til að bregða búi vegna heymæði. Þá flutti hann króna. til Þorlákshafhar ásamt Þórði föður sínum, sem þá var níutíu og sjö ára. í Þorlákshöfn vann Steinn við að fella net. Hann flutti þaðan á liðnu sumri að Dvalar- heimilinu Lundi á Hellu. Á þeim tímamót- um arfleiddi hann Dval- arheimilið Lund að hús- eign sinni í Þorlákshöfh. Andvirði þess nam rúm- um fimm milljónum Fjölskylda Fóstursomn: Steins var Samúel Guðrún Ákadóttir Guðrún Ákadóttir, kaffiráðs- kona hjá Rækjunesi hf., Ægisgötu 5, Stykkishólmi, verður sextug á morgun. Guðrún fæddist í Reykjavík og ólst þar upp og á Hellissandi til sjö ára aldurs en flutti þá til Akureyr- ar þar sem hún ólst upp hjá móð- ursystur sinni, Viktoríu Kristjáns- dóttur matselju, og manni hennar, Björgvini Magnússyni kokki. Guðrún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar 1953 og stundaði nám við Húsmæðra- skólann að Varmalandi í Borgar- firði 1955-56. Er Guðrún gifti sig hófu þau hjónin búskap í Stykkishólmi þar sem hún hefur átt heima síðan. Auk húsmóðurstarfa hefur Guð- rún stundað verslunarstörf við Kaupfélagið 1 Stykkishólmi og starfað í Rækjunesi þar sem hún er nú kaffiráðskona. Fjölskylda Guðrún giftist 16.3. 1957 Áskeli Gunnarssyni, f. 12.10. 1933, d. 18.7. 1994, vélstjóra og olíubílstjóra. Hann var sonur Gunnars Hannes- sonar frá Helgafelli og k.h., Soffíu Guðmundsdóttur frá Jónsnesi, en þau bjuggu í Efrihlíð í Helgafells- sveit. Börn Guðrúnar og Áskels: Vikt- oría, f. 25.7. 1957, háskólanemi, bú- sett í Reykjavík, en hennar synir eru Vöggur Mar og Gunnar Áki; Áki, f. 3.9. 1958, vélstjóri og rekstrartæknifræð- ingur hjá Slippstöðinni á Akureyri; Björgvin, f. 30.7. 1963, tölvunarfræð- ingur við íslandsbanka, búsettur í Reykjavík, kvæntur Kristínu Guð- nýju Friðriksdóttur; Guðmundur, f. 1.2. 1968, sjómaður á Dalvík, kvæntur Jóninnu Gunn- laugu Karlsdóttur og eru börn þeirra Guðrún Soffia og Karl; ÁskeU, f. 2.2. 1971, vélavörður. Kjördóttir Áka er Soffia Áka- dóttir, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík. Hálfsystkini Guðrúnar, sam- mæðra, eru Halldór Hannesson, starfsmaður við Slipp- stöðina á Akureyri; Helgi Hannesson, kennari á Sauðár- króki; Viktoría Hann- esdóttir, ritari í Mos- fellshæ. Foreldrar Guðrúnar voru Áki Pétursson, f. 22.9. 1913, d. 10.9. 1970, deildarstjóri á Hag- stofu íslands, og Petra Gróa Kristjánsdóttir, f. 3.10. 1914, d. 27.4. 1983, húsmóðir. Áki og Petra Gróa skildu er Guðrún var þriggja ára. Petra Gróa flutti til Akureyrar 1949 og giftist þar Hannesi Halldórssyni reiðhjólaviðgerðarmanni. Guðrún Ákadóttir. Guðmundur Sæmundsson Guðmundur Sæmundsson, fram- haldsskólakennari að Skógum und- ir Eyjafjöllum, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Guðmundur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Kleppsholtinu. Hann lauk stúdentsprófi frá ML 1967, BA-prófi í íslensku og norsku frá HÍ 1971, cand. mag.-prófi í mál- vísindum, íslensku og norrænu við Óslóarháskóla 1975 og prófi í upp- eldis- og kennslufræði við KHÍ1995. Guðmundur var shmdakennari við HÍ 1976-79, stundaði kennslu, verkamannastörf og ritstörf á Ak- ureyri 1979-84, flutti til Reykjavík- ur og var fulltrúi hjá LÍN 1984-85, verktaki við rit- störf og ritstjóm 1985-92 og hefur verið framhalds- skólakennari við Skóga- skóla frá 1992 auk þess sem hann hefur stundað ritstörf. Eftir Guðmund hafa komið út ritin Ó, það er dýrlegt að drottna, 1980; Stormsveipur í stjómmál- um, 1980; Þetta er fram- tíðin, 1994; Nú skal það takast, 1995, og Bót í máli, 1995. Þá hefur hann stundað þýðingar, ort ljóð og samið greinar um ýmis málefni í blöð og timarit. Fjölskylda Fyrri kona Guðmund- ar var Elín Vilhelms- dóttir. Seinni kona hans var Nanna M. Atladóttir. Sonur Guðmundar og Maríu Símonardóttur er Ólafur Kristinn, f. 11.2. 1965, tamninga- maður á Akureyri. Dóttir Guðmundar og Elínar Vilhelmsdóttur er Guðrún Ámý, f. 17.9. 1966, hjúkranar- fræðingur á Húsavík, gift Jósep Sig- urðssyni og era börn þeirra Aron Bjarki, Elín og Gunnar Ingi. Börn Guðmundar og Nönnu era Atli Sævar, f. 3.1. 1980, framhalds- skólanemi; Heimir Dúnn, f. 7.3. 1982, grunnskólanemi; Kristófer Jökull, f. 7.10. 1987, grunnskóla- nemi. Bræður Guðmundar era Hreiðar Sæmundsson, f. 6.7. 1948, kaupmað- ur í Reykjavík; Sigurður Sæmunds- son, f. 10.11.1951, meðferðarráðgjafi í Reykjavík; Matthías Viðar Sæ- mundsson, f. 23.6. 1954, bókmennta- fræðingur í Reykjavík. Foreldrar Guðmundar: Sæmund- ur Elímundarson, f. 6.10. 1915, fyrrv. kaupmaður og sjúkraliði, og Guðrún A. Guðmundsdóttir, f. 27.2. 1920, d. 1965, húsmóðir. Guðmundur Sæ- mundsson. Til hamingju með afmælið 3. nóvember 95 ára Jóhanna Gísladóttir, Austurbrún 6, Reykjavík. 85 ára Kári Þórðarson, Kirkjuvegi 5, Kefiavík. Elín Hallsdóttir, Þórunnarstræti 108, Akureyri. 80 ára Ingibjörg Jónsdóttir, Laugarásvegi 66, Reykjavík. Soffía Eygló Jónsdóttir, Víghólastíg 20, Kópavogi. 75 ára Ásgeir Oddsson, Lönguhlíð 14, Akureyri. Magnús Ásmundsson, Bústaðavegi 83, Reykjavík. Einar Bjöm Einarsson, Víkurbraut 30, Höfn í Homafirði. 70 ára Sigurður Jónsson, bóndi i Kastalabrekku i Ásahreppi, verður sjötugur á mánudaginn. Kona hans er Steinunn Guðný Sveinsdóttir. Þau taka á móti gestum að Laugalandi í Holtum í dag, laugardaginn 2.H., kl. 15.00-18.00. Jón H. Haraldsson, Brekkugötu 37, Akureyri. Guðmundur Haraldsson, Halllandi I, Svalbarðsstrandar hreppi. Kristín H. Þórarinsdóttir, Öldugerði 8, Hvolhreppi. Hólmfriður Hólmgeirsdóttir, Byggðavegi 136 A, Akureyri. 60 ára Þóra Rannveig Sigurðardóttir, Marklandi 2, Reykjavík. Berta Káradóttir, Firði, Bæjarhreppi. 50 ára Hrafnhildur Guðmimdsdóttir, Hjöllum 23, Patreksfirði. Ingvar Jónsson, Sólvangi, Hálshreppi. Indriði Loftsson, Háaleitisbraut 42, Reykjavík. Sædís Geirmxmdsdóttir, Þinghólsbraut 50, Kópavogi. 40 ára Guðbjörg Helgadóttir, Álakvísl 60, Reykjavík. Rannveig Traustadóttir, Hlíðarhjalla 42, Kópavogi. Hrafnhildm- Sigurgeirsdóttir, Hrauntungu 38, Kópavogi. Magnús Reynir Ástþórsson, Laufbrekku 25, Kópavogi. Björgvin Þór Krisfjánsson, Baldursgötu 12, Reykjavík. Þuríður Elin Geirsdóttir, Grenigrund 46, Akranesi. Yngvi Ólafsson, Víðimel 64, Reykjavík. Pétur Pétursson, Barmahlíð 42, Reykjavík. Áslaug Bjarnadóttir, Fífuseli 7, Reykjavík. Alma Harðardóttir, Álfalandi 13, Reykjavík. Óttar Ólafsson, Hrauntungu 51, Kópavogi. Kjartan Ólason, Melgerði, Borgarfjarðarhreppi. Sigurður G. Friðjónsson, Þverholti 16, Keflavík. Tryggvi Pétursson, Eskiholti 11, Garöabæ. Trausti Marteinsson, Botnahlíð 32, Seyðisfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.