Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 33
bókarkafíi LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 þegar leið á daginn og um kvöldið komu nokkrar vinkonur í heim- sókn. var loksins fyllsta alvara með að hætta. „Ég var svo hrædd um að falla að fyrsta mánuðinn fór ég ekki út úr húsi. Ég var viss um að ef ég félli myndi ég deyja. Ég var löngu búin að sjá hvað neyslan var hræðileg. Áður sá ég glansmynd af þessu, eins og svo margir krakkar gera. Þeir halda að þetta sé eitthvað töff, aö það sé eitthvað flott að nota vímu- efni.“ „Ég gæti ekki hugsað mér að ganga í gegnum þetta helvíti aftur, - að líða svona illa, gera sjálfsmorð- stilraunir. Það er engin skemmtun í þessu og ástandið verður bara verra og verra. Mæðgumar eru fluttar, þær keyptu nýja íbúð þar sem þær hafa byijað nýtt líf. Núna er dóttir- in komin í menntaskóla, en frítím- inn fer allur í íþróttir, eins og í gamla daga. „Það er ekkert eðlilegt við að 13 ára krakkar byrji að drekka eða nota önnur vímuefni. Ef ég hefði farið sömu leið og margir jafnaldrar mínir þá væri ég ef til vill að prófa að fá mér í glas einu sinni í mánuði núna, 17 ára gömul. Ég er ekki að halda því fram að það sé eðlilegur neyslualdur, en það er áreiðanlega skárra en 13 ára. Það er skárra aö“*- byrja seinna en þó best að byija aldrei.“ Steinullarbíllinn auglýsir Einangrum öll hús, ný sem gömul, meö steinull frá Sauöárkróki. Ullinni er blásið á sinn staö hvort sem er í holrúm, útveggi, þök, innveggi (hljóöeinangrun) eða ofan á loftplötur. Getum komist að stööum sem erfitt er að komast að. Ókeypis skoöun - Gerum tilboö JÓN ÞÓRÐARSON Sími 587-9194, bílas. 853-3892, fax 587-9164 samþykkja að koma með í viðtal til ráðgjafa á Tindum. Ákveðið var að hún fengi einn möguleika enn á að standa sig, annars yrði hún að fara inn. Stelpan samþykkti það strax og lofaði að standa sig, enda væri eng- in ástæða til að senda hana í ein- hvers konar meðferð. Hún féll sama kvöld. í maí 1994 fór hún inn á Tinda, en strauk þaðan aftur rúmri viku síð- ar. Hún fór inn aftur, reyndi hung- urverkfall til að komast heim, en þá voru sígaretturnar teknar af henni og hún gafst upp í bili. Svo strauk hún aftur, en var þá sett í einangr- un í eina viku í kjallara rannsókn- arvistunarinnar í Efstasundi. Svo íbúðin í rúst Mamma hennar skrapp til sinnar vinkonu, en hringdi heim til að kanna hvemig gengi. Dóttirin svar- aði, það var enginn hávaði, allt var rólegt og þær vinkonumar höfðu það bara fint, með pizzu og vídeó. „Um leið og mamma lokaði hurð- inni og fór dró ég tveggja lítra land- aflösku undan rúminu og bauð vin- konum mínum í glas. Svo komu um 80 krakkar í partíið, en það var samt ég sem skemmdi eiginlega allt. Ég skemmti mér til dæmis við að bijóta glös. Ég man svo ekki meira frá þessari helgi fyrr en ég kom heim á páskadagskvöld." Þegar mamma hennar kom heim mætti hún hópum af krökkum í göt- unni. Dóttir hennar var löngu farin, en íbúðin var í rúst. Öll teppi voru ónýt, tvær hurðir brotnar, innrétt- ingamar á baðinu höfðu verið rifn- ar niður, brunagöt voru á húsgögn- unum, allir smáhlutir brotnir og bramlaðir, útidjTahurðin farin af hjörunum. Mamma hennar gekk um gólf alla Ein af síðustu myndunum, sem tekin var af Orra Steini, í Þórsmerkurferö í október 1995, ásamt Ingu vinkonu hans. nóttina, en loks settist hún niður og fletti símaskránni. Þar rakst hún á meðferðarheimilið Tinda á Kjalar- nesi, sem enginn hafði bent henni á, og hringdi þangað snemma á páska- dagsmorgun. Hún var auðvitað fyr- ir löngu búin að gera sér grein fyr- ir að dóttirin átti við gífúrlegan hegðunarvanda að stríða, en það var erfiðara að horfast í augu við neysluna, að stelpan hennar væri alkóhólisti. Það gat ekki verið að 15 ára unglingur væri svo langt leidd- ur. Henni tókst að fá dótturina til að fór hún enn á ný á Tinda, strauk, var full I tíu daga... „Ég var svo ósamstarfsfús og mér fannst óþolandi að það ætti að loka mig inni fyrir að hegða mér eins og ég hélt að allir unglingar hegðuðu sér. Ég var í algjörri afneitun. Þeg- ar ég kom heim, eftir dvöl í Efsta- sundi, fór ég á fyllerí strax daginn eftir. Ég drakk og drakk, en fór samt ekki í „blackout" eins og venjulega. Þá gleypti ég allar piilur sem ég fann, en ég varð svo rugluð að ég hljóp um með hníf á lofti. Svo Feögarnir Helgi, Orri Steinn og Finnur taka sér hlé frá vinnunni, þegar fjöiskyldan var aö byggja hús árið 1992. hringsnerist allt og ég gat ekki gengið.“ - Lokuð í kjallaranum Um sumarið drakk hún minna, en reykti ennþá meira hass en áður, af þvi aö hún átti auðveldara með að leyna reykingunum. Þegar hún kom heim á sunnudegi, síðustu helgina í ágúst, eftir að hafa verið einhvers staðar úti alla helgina, var hún sett inn í Efstasund. í Efsta- sundi átti hún að vera í einn mán- uð, en var í þijá. Hún breytti ekki hegðun sinni til hins betra og var meira og minna í einangrun, lokuð inni í kjallaranum. „Ég var alltaf að brjóta reglumar, en stundum var ég lokuð inni í kjallaranum að ástæðulausu, af þvi að starfsmennirnir voru búnir að fá nóg af mér. Þeir gátu ekkert gert fyrir mig lengur. Það var rosaleg harka þarna og maður fékk að finna fyrir því ef maður braut af sér. Ég reyndi allt til að komast í vímu, drakk kökudropa og einu sinni drakk ég eplaedik, af því að það stóð 5,5% á flöskunni. En það var ekki áfengismagnið, heldur sýrustigið og ég fárveiktist." í kjallaranum var hún í steyptum klefa, með sófa, litlu sjónvarpi og borði. Rimlar eru fyrir glugganum, en engar hurðir fyrir hverjum klefa, heldur jámhurð upp á efri hæðina, þar sem starfsmenn og aðrir vist- menn búa. Mamma hennar var hjá henni eins mikið og hún gat og þær fóru að tala saman aftur. Þetta var í raun ágætis tími hjá þeim mæðg- um, miðað við það sem á undan var gengið. „Það var loksins í einangruninni sem mig fór að langa til að hætta í neyslunni. Ég vildi ekki vera lokuð inni.“ Hún fór aftur inn á Tinda, en gekk illa að hætta. Hún var samt orðin hrædd við neysluna og vildi hætta. Það fór að rofa til um miðjan janúar 1995. Hún var farin að brosa, eftir að hafa verið í myrkrinu svo lengi, svartklædd, svartmáluð, með svart hár. Þegar hún var útskrifuð í mars var ákveðið að hún myndi búa á heimili fyrir konur, sem eru að koma úr meðferð. „Mér leið ekki vel á heimilinu. Þar var allt fullt af reglum. Ég byrj- aði að reykja hass strax i annarri vikunni þarna og var farin að reykja daglega mjög fljótlega. Mér fannst allt í lagi að reykja hass og ímyndaði mér að ef ég drykki ekk- ert þá væri þetta allt í lagi, þá gæti ég haft stjórn á neyslunni. Þegar ég átti 16 ára afmæli hvarf ég alla helg- ina og fljótlega eftir það hætti ég að búa þama.“ Nú tók við versti kaflinn, þegar hún notaði alls konar vímuefni á hverjum einasta degi, bjó á götunni og svaf á heitum loftristum á nótt- unni, betlaði af vegfarendum og hót- aði mömmu sinni að drepa hana ef hún léti hana ekki fá peninga. En mamma hennar neitaði henni um alla aðstoð. Ógeðslegt líf „Ég bjó á Lækjartorgi með fleiri krökkum. Strákamir brutust inn á nóttunni og við betluðum smáaura á daginn. Hvemig áttum við annars að fá peninga fyrir dópi? Ég gat ekki farið heim lengur, mamma hleypti mér ekki inn, svo ég komst ekki í bað nema kannski einu sinni í mán- uði. Þetta var ógeðslegt líf. Það var aldrei vandamál að ná í dóp, nema þegar löggan hafði hreinsað út af veitingastað, þar sem allir dílerarn- ir era alltaf. Ef þeir vom allir inni þurfti að hafa miklu meira fyrir því að ná í efni og borga aukalega fyrir það, af því að sölumaðurinn þurfti að taka strætó fram og til baka.“ í júní 1995 hringdi hún í mömmu sína og tilkynnti að hún væri búin að panta pláss í meðferð á Vogi. Mamma hennar náði í hana niður í bæ og dóttirin var heima næstu tvo daga, á meðan hún beið eftir að komast i meðferð. Hún var í þrettán daga á Vogi og fór eftir það á Stað- arfell í Dölum. Það gekk á ýmsu í meðferðinni, eins og áður, en henni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.