Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Síða 26
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 13 "V y íslensk fjölskylda komin heim eftir 6 ár í Afríku: Ok um 20 lönd á 8 mánuðum y frá Namibíu til Islands DV, Hólmavík:____________________ Þau eru án efa með víðförlustu ís- lendingum á síðasta ári, fóru í bíl um 16 lönd Afríku og 4 Evrópulönd: Spán, Frakkland, Þýskaland og Dan- mörku. Um 30 þúsund kílómetra leið frá Namibíu tii íslands eftir sex ára dvöl þar ytra þar sem þau voru á vegum þróunarsamvinnustofnun- ar íslands. Heimferöin tók um 8 mánuði og var viðburðarík í meira lagi. Þetta eru hjónin Friðrik Már Jónsson og Bima Hauksdóttir og með þeim í för voru þrjú börn þeirra, Andri Fannar, Rannveig og Stefán Haukur, sem aðeins er 6 ára og hefur trúlega upplifað fleiri og stærri atburði síðasta árið eða svo en flestir jafnaldrar. Það sama má segja um systkini hans. Tvívegis heimsótti fjölskyldan ættlandið á þessu sex ára tímabili, 1992 og 1994, og í bæði skiptin vegna fermingar barnanna. Staðið var stutt við í bæði skiptin. Friðrik Már starfaði við vélstjóm á rannsóknarskipi Namibíubúa og annaðist auk þess þjálfun inn- fæddra í því er að vélstjórn laut. Fjölskyldan bjó í Svvakopmund, sem er bær við ströndina. Þar í ná- lægð bjuggu og fleiri íslenskar fjöl- skyldur og var gott og stöðugt sam- band á milli íslendinganna. Birna segir gott mannlíf í Namibíu og þeim hafl liðið vel þar. Stjómarfar- ið virðist vera traust, landið fékk sjálfstæði frá S-Afríku 1990. Þjóðin er að feta sig hægum skrefum til betra lífs. Namibíumenn eiga góða möguleika til þess að verða vel sjálf- bjarga. Góð fiskimiö em skammt undan, ferðamannaiðnaður í vexti og í jörðu hafa fundist góðmálmar. Aðdragandi heimferðar þeirra með þessum hætti var langur. Hug- myndin að fara í bíl nær alla leiðina kviknaði ekki löngu eftir að þau komu út. Það var þó ekki fyrr en heimferðartíminn var í nánd sem öll vinnan hófst og plön voru lögð að skipulagi ferðarinnar. í apríl sl. var svo lagt af stað á traustum am- erískum jeppa og í fyrstu gekk ferð- in nokkuð vel. Suður-Afríka var fyrsta landið sem farið var yfir. Erf- iðleikar og nær óvenjulegir atburð- ir vora þó á næsta leiti. „Fyrsta áætlun okkar gerði ráð fyrir að við næðum síldarævintýr- inu á Siglufirði í ágústmánuði," seg- ir Friðrik Már, sem segist vera Sigl- firðingur í húð og hár. Bilun í milli- kassa bílsins, þegar þau lentu í árekstri við brú í Tansaníu, kostaði þau um sex vikna bið eftir varahlut og gerði þann draum að engu. Erfið- leikamir jukust svo þegar farið var um lönd Mið- og Vestur-Afríku, ekki síst um Zaire, þar sem segja má að hálfgerð óöld hafi ríkt og alls kyns hindranir vora hafðar í frammi til þess að gera þeim erfitt að komast áfram. Það er þó vægt til orða tekið, því þar og víðar áttu þau i viðskiptum við ofbeldishneigða en einkennisklædda embættismenn einræðisherranna, sem létu sér ekki nægja að sjá skilríki þeirra í tíma og ótíma heldur heimtuðu af þeim peninga og aftur peninga gegn því að þeim væri veitt leyfi til þess að halda áfram ferð sinni. Bima vill þó ekki telja að þau hafi nokkru sinni verið í alvarlegri lífshættu þó að áhættusamt hafi verið að ferðast um nokkur lönd, einkum Zaire. Almenningur í þess- um löndum var þeim víðast hvar heldur þægilegur og kom vel fram við þau. Heimkomin segir Bima þau mjög ánægð og gott sé að þetta sé að baki. Öll era þau þreytt, ekki sist bömin, en síðari hluti ferðarinnar hafi reynt allmikið á þau enda tíminn orðinn langur. Jólunum eyddu þau Bima og Friðrik Már ásamt synin- um Stefáni Hauki i faðmi ættingja og vina á Siglufirði. Hin börnin tvö dvöldu hjá ættingjum sínum á ísa- firði. Fram undan er kyrrlátara líf með heimilisstofnun í Reykjavík þar sem bömin setjast á skólabekk, tvö þeirra í fyrsta sinn á íslandi. Bima hyggst heQa nám við Háskóla Is- lands, halda áfram því námi sem hún hóf úti. Á leið fjölskyldunnar frá Siglu- firði til Reykjavíkur dvöldu þau um stund á bænum Ljúfustöðum í Strandasýslu. Þar dvaldi Birna nokkur sumur æsku sinnar og ung- lingsára hjá hjónunum Þórði G. Bjamasyni og konu hans Maríu S. Þorbjömsdóttur. Þar á ein víð- förlasta íjölskylda þessa lands jafn- an góðum vinum að mæta. -GF Friörik Már og Birna ásamt syninum Stefáni Hauki og Maríu á Ljúfustööum. DV-mynd Guöfinnur MEÐ BLÖNDUÐU GRÆNMETI LETTOSTAR þrír góðir á léttu nótunum MUNDU EFTIR OSTINUM LÉTTOSTUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.