Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Page 16
LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 ,U"V" Konudagur - allir góðir eiginmenn gefa konum sínum blóm á morgun: Rómantíkin er ekki búin til í blómabúðum - segir Sigmundur Ernir Rúnarsson „Venjulega reyni ég að færa henni í rúmið og kaupa blóm. Þetta er það tvennt sem ég reyni að gera á konudaginn en ég vil nú ekki ábyrgjast að annað tveggja og jafnvel hvort tveggja hafi einstaka sinnum gleymst," sagði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra um konudaginn en hann er sem kunnugt er kvæntur Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur, dós- ent í mannfræði við Háskóla íslands og fyrrum þing- manni. Sunnudag urinn fyrsti á góu er nefndur konu- dagur og er hann á morgun en þá er vaninn að konur sem eiga hugulsama eiginmenn fái blóm. Húsbóndinn átti að gæða konu sinni frem- ur venju á konudaginn segir í Sögu daganna eft- ir Áma Bjömsson. Um miðjan sjötta áratuginn byrjuðu blómaverslanir í Reykjavík að auglýsa konudagsblóm á fyrsta degi góu. Athafnamenn í kaupstöðum reyndu að gera sér mat úr góu á fjórða áratugnum og var auglýstur góður matur af því tilefni. Á miðjum sjötta áratugnum fóru blómaverslanir í Reykjavík að auglýsa konudagsblóm á fyrsta degi góu með viðeigandi hvatningu til karl- manna að gleðja sína heittelskuðu. Fyrstu auglýsingarnar hljómuðu eitthvað á þessa leið sam- kvæmt Sögu daganna: „Konudagur, þá gefa allir góðir eiginmenn konum sinum blóm. - Kaupið blóm fyrir lokun á laug- ardag.“ „Að þessu sinni vill nú svo til að verð ekki er Sigmundur Ernir Rúnarsson segist ekki gefa Elínu Sveinsdóttur eigin- konu sinni blóm á konudaginn þar sem rómantíkin veröi ekki til í blóma- búöunum. heima. Ég vona að það sé ekki til þess að gleðja konuna en starfsins vegna verö ég á Ak- ureyri, frá morgni til kvölds,“ segir Friðrik. Friðrik sagðist ekki vilja útiloka að hann myndi gera eitthvað huggulegt fyrir konuna þegar hann kæmi frá Ak- ureyri. Hvað það yrði myndi koma í Ijós. arsson, fréttamaður á Stöð 2, sem kvæntur er Elínu Sveinsdóttur, út- sendingarstjóra Stöðv- ar 2. Sigmundur segist ekki hyggja á að koma konu sinni neitt sér- staklega á óvart á konudaginn enda kunni hann mjög illa við að rómantíkin hlómstri á sérstökum dögum. „Rómantíkin er ekki búin til í blómabúðum úti í bæ. Þetta á að koma frekar frá manni sjálfum heldur en frá verslunareigendum. Ég gef konunni minni ekki blóm á konudag- inn,“ segir Sigmundur Emir. Ekki bara dekrað við mig á konu- daginn Friörik Sophusson og Sigrföur Dúna Kristmundsdóttir. Auk Friðriks voru Sig- mundur Emir Rúnars- son fréttamaður og Sig- urður A. Magnússon rit- höfundur spurðir hvað þeir gerðu fyrir konum- ar sínar á konudaginn og Brynja Gunnarsdóttir, eiginkona Bubba, var einnig spurð hverju hún ætti von á frá sínum heittelskaða. Sigmundur kem- ur Konunni alltaf á óvart „Ég reyni alltaf að koma kommni minni á óvart, helst á öllum öðr- um dögum ársins,“ segir Sigmundur Ernir Rún- Myndlistarsýni g „Konudagurinn ekkert merkilegri hjá okkur en aðrir dag- ar. Bubbi er alltaf að láta eitthvað af hendi rakna alla daga vikunn- ar,“ segir Brynja Gunn- arsdóttir, eiginkona Morthens. Brynja á þó von á því að fá blóm frá Bubba þar sem hann lætur yfir- leitt bömin gefa mömmu sinni blóm. „Ég fæ þó oft morgunmatinn í rúmið á konudaginn. Það er ekkert áfall fyrir mig því ég borða oft morgunmatinn í rúminu þó ekki sé um þennan dag að ræða,“ segir Brynja. Blóm og bækur Rithöfundurinn Sigurður A. Magnússon gekk sem kunnugt er í það heilaga í haust og var sú lukkulega Sigríður Friðjónsdóttir tónmenntakennari. Það sérstaka við brúðkaup þeirra var þrjátíu og þriggja ára aldursmunur þeirra. Hvað er Sigurður vanur að gera meö konunni sinni á konudaginn? „Sigríður fer út úr bænum á sunnudaginn. Ég býst við að gefa henni litla gjöf annað hvort Siguröur A. Magnússon og Sigríöur Friöjónsdóttir eyöa ekki konudeg- inum saman í ár. Bubba HpI on Qicriirriaholrliii* I R laugaraaga Tra i /—iy og sunnudagafrá 16-19 áður en hún fer út úr bænum eða eftir að hún kemur aftur. Ég býst við að blóm verði fyrir val- inu ásamt lítilli bók.“ Sigríður minnir Sigurð oft á tyllidaga eins og konudag- inn en hann seg- ist vera svo gleyminn á tyllidaga. „Ég hef oft gefið henni þessar litlu fallegu bækur sem Mál Bubbi Morthens er vanur aö færa Brynju morgunmat í rúmiö og gefa henni blóm. og menning hefur gefið út en I þeim er að finna orðskviði og ástarjátningar en ég hef ekki efni á bílum,“ segir Sigurður. -em/bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.