Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Page 54
LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997
66 'gJfvikmyndir
K ¥ i K M Y M «
Regnboginn — The English Patient
Ást í skugga styrjaldar ★★★★
Eftir að David Lean lést
voru margir á því að með
honum hefðu horfið af
sjónarsviðinu stórar,
epískar kvikmyndir sem
fyrst og fremst fjölluðu um
örlög persóna. Svo er þó
ekki og má segja að breski
leikstjórinn Anthony
Mingella feti dyggilega í
fótspor landa síns, Leans, í
The English Patient, sem
býður upp á allt það sem
miklar dramatískar mynd-
ir eiga að bjóða upp á, ást og svik, styijöld og njósnir. Og með sanni
má segja að The English Patient skipi sér við hlið kvikmynda Davids
Leans, Doctor Zhivago og Lawrence of Arabia.
Mingella, sem einnig skrifar handritið, réðst í það stórvirki að
koma verðlaunaskáldsögu Michael Ondaatje í kvikmynd. Hann fer
eigin leiðir í handritsgerðinni og vílar ekki fyrir sér að breyta þegar
hann telur það henta, en tekst þrátt fyrir breytingar að koma persón-
um sögunnar einstaklega vel til skila og nýtur hann þar góðra leik-
ara, sem eru af blönduðu þjóðerni.
Sögusviðið er Afríka í byrjun siðari heimsstyrjaldarinnar og Ítalía
í lok sömu styrjaldar. Myndin byrjar þar sem stóra ástarævintýrið
endar. Enski sjúklingurinn sem er ekki enskur heldur hafði verið í
enskri flugvél sem var skotin niður, riljar upp í huga sér, undir
áhrifum morfins, ástríðufullt samband hans við enska konu sem var
gift. Þetta er samband þar sem miklar tilfinningar, afbrýðisemi og
sekt ráða gerðum þeirra sem koma við sögu.
Á meðan sjúklingurinn rifjar upp sögu sína er hann í umsjá
kanadískrar hjúkrunarkonu sem hefur tekið hann að sér. Hún hefur
misst alla frá sér sem hún hefur elskað og finnur þörf hjá sér til að
annast hinn dauðvona sjúkling.
Skiptingar í tíma eru mjög vel útfærðar og greinilegt er að Ming-
ella hefur mikið pælt í þeim enda má sjá í hverri þeirra vissan til-
gang sem bæði höfðar til fortíðar og „nútíðar". Annars er það svo að
það er sama hvar komið er niður allt hefúr heppnast fullkomlega og
The English Patient á skilið allar þær óskarstilnefningar sem hún
hefur fengið.
Það er langt síðan gerð hefur verið jafn vel heppnuð mynd þar
sem jafnræði ríkir í rómantík og drama og sjálfsagt eiga einhverjir
eftir að feta í spor Mingella, en það verður erfitt því The English
Patient er kvikmynd sem hefur mikla eigin sál og sómir sér vel við
hlið ýmissa stórvirkja kvikmyndasögunnar.
Leikstjóri og handritshöfundur Anthony Mingella. Kvikmyndataka: John Seale.
Tónlist: Gabriel Yared.
Aðalleikarar: Ralph Fiennes, Kristin Scott Thomas, Juliette Binoche, Wiilem Da-
foe, Naveen Andrews og Colinz Firth.
Hilmar Karlsson.
Regnboginn - Múgsefjun:
Ljótur leikur ungra stúlkna ★★★
Múgseíjun (The Cruci-
ble) er gerð eftir frægu
leikriti Arthurs Millers
sem á Islensku hefur
hlotiö nafhið í deiglunni.
Miller byggir leikrit sitt
á atburðum sem urðu í
smábænum Salem í lok
sautjándu aldar þegar
galdraofsóknir gerðu það
að verkum að nítján
manns voru hengdir. Það
sem byrjar sem ljótur
leikur hjá ungum stúlk-
um, sem eru að komast á kynþroskaaldurinn, endar sem ein mesta
fjöldaaftaka á saklausum einstaklingum sem skráð hefur verið í
bandarísku þjóðfélagi.
Arthur Miller skrifaði leikrit sitt rétt eftir 1950 og það er hann
sem skrifar 45 árum síðar handritið og ferst það vel úr hendi. Text-
inn er meitlaður og áhrifamikill og leikstjórinn, Nicholas Hytner,
fer aldrei út i nein ævintýri í kvikmyndatöku til að dreifa athygl-
inni frá textanum heldur sníður á skynsaman hátt stakk utan um
dramað sem mest er í töluðu máli. Leikmyndin er drungaleg eins og
tilefni er til og lýsing í takt við efhið.
Það ætti engum að koma á óvart að Nicholas Hytner skuli láta
textann njóta sín. Hann hefur alla sína reynslu úr leikhúsum í Bret-
landi og á aðeins eina kvikmynd að baki, The Madness of King Ge-
orge, sem einnig er gerð eftir leikriti.
Það má segja að mynd á borð við Múgsefjun standi og faili með
leikurum og hann er sterkur þegar á heildina er litið. Winona
Ryder, sem sýnt hefur að það er mikið spimnið i hana sem leikkonu
er trúverðug Abigail Williams,, sakleysisleg á yfirborðinu og túlkar
ágætlega þá afbrýðisemi sem kemur af stað öllum ósköpunum. Dani-
el Day Lewis nær góðum tökum á John Proctor og sýnir vel sálar-
angist hans. En það eru þó tveir aukaleikarar sem stela senunni,
Joan Allen, sem er hin trúfasta eiginkona Proctors, sem óviljandi á
þátt í því að maður hennar er handtekinn og Paul Scofield sem leik-
ur dómarann Danforth. Það hefur ekki borið mikið á þessum stór-
leikara Breta í kvikmyndum á undanfomum árum en hann hefur
engu gleymt og það er ekki auðvelt að slíta augmi af honum í þeim
atriðum sem hann leikur.
Leikstjóri: Nicholas Hytner. Handrit: Arthur Miller eftir eigin leikriti.
Kvikmyndataka: Andrew Dunn. Tónlist: George Fenton.
Aðalleikarar: Daniel Day Lewis, Winona Ryder, Paul Scofield, Joan Allen
og Bruce Davison.
Hilmar Karlsson
Einkaviðtal við Anthony Minghellajeikstjóra The English Patient:
Setti allt í myndina sem
ág get og hef trú á
DV, Berlín:_____________________
Að baki The English Patient, sem
nú er fagnað sem einni af bestu
myndum sem komið hafa á markað-
inn í mörg ár, liggur merkileg saga
um sannfæringu leikstjórans um að
hann væri með efni í stórkostlega
mynd og baráttuna um að fá for-
ráðamenn kvikmyndaveranna til
þess að styrkja lítt þekktan leik-
stjóra til þess að gera kvikmynd
upp á meira en 30 milljónir dollara.
Framleiðsla The English Pati-
ent fór ekki vel af stað. Hver
voru stærstu vandamálin?
A.M: Það gekk mjög erfiðlega að
sannfæra framleiðendur um að
þetta væri dæmi sem ætti eftir að
ganga upp. Hugmyndir mínar og
framleiðandans, Sauls Zaentz, voru
á svo margan hátt öðruvísi en þær
sem stóru kvikmyndaframleiðend-
umir hafa um myndir sem eiga eft-
ir að ná vinsældum. Meðal þess sem
vafðist fyrir mönnum var að það
væru engar stórstjömur í myndinni
en með það eins og svo margt annað
þá vissum við nákvæmlega hvað við
vildum og vorum ekki á því að fara
einhverjar málamiðlunarleiðir. Þeg-
ar við vomm svo að hefja tökur á
Ítalíu tilkynnti framleiðandinn, 20th
Century Fox, að hann væri hættur
við að gera myndina. Þar með urð-
um við að pakka saman og senda
alla heim aftur. Þegar svona var
komið vorum við nokkuð vissir um
að nú væri öllu lokið og það hefði
eflaust farið svo ef bandaríski kvik-
myndaframleiðandinn Miramax
hefði ekki verið reiðubúinn að taka
við.
Hvernig gekk samvinnan við
Miramax?
A.M: Það var allt annað, þarna
voru menn sem skildu þennan
draum okkar og voru tilbúnir að
ganga að öllum okkar skilmálum,
sem var mikil áhætta, því The Engl-
ish Patient er dýrasta mynd sem
Miramax hefur nokkru sinni fram-
leitt.
Hvemig fyrirtæki er Miramax?
A.M: Miramax er orðið mjög mik-
ilvægt fyrirtæki í Bandaríkjunum.
Þar er aÚt annað andrúmsloft en hjá
stóru fýrirtækjunum, þar er hlustað
á fólk og maður veit hver tekur
ákvarðanir og hvers vegna. Ég er
nokkuð viss um að eftir þessa ein-
staklega jákvæðu reynslu af sam-
starfi við Miramax ættum við mjög
erfitt með að leita eitthvert annað
síðar.
Aðrar áherslur
Minghella er ekki einungis leik-
stjóri heldur einnig höfundur hand-
ritsins og í myndinni leggur hann
allt aðrar áherslur en gert er í bók-
inni The English Patient.
Hvað vakti fyrir þér þegar þú
umskrifaðir bók Michaels Onda-
atjes til þess að kvikmynda hana?
A.M: Eg vann tvö ár að handrit-
inu. Ég breytti miklu, ekki vegna
þess að ég teldi að bókin þarfhaðist
endurvinnslu, heldur vegna þess að
ég vildi ekki fara að endursegja sög-
una. Það sem ég reyni að gera með
handritinu er að verða besti lesandi
bókarinnar. Michael Ondaates var
samþykkur breytingunum. Hann
var mjög oft á tökustað við gerð
myndarinnar og fylgdist náið með
því sem fram fór sem var mikill
stuðningur. Hann setti aldrei út á
það sem við vorum að gera eða
spurði hvað hefði orðið um þennan
eða hinn kafla bókarinnar.
Þú gerir öll þín kvikmynda-
handrit sjálfúr. Hvers vegna?
A.M: Ég verð að geta breytt og að-
lagað handritið að aðstæðum sem
koma jafnvel fyrst upp á tökustað.
Það eru aðrir leikstjórar sem hafa
þennan hæfileika; að geta unnið
með handrit annarra. Fyrir mig er
það útilokað.
Finnst þér þú hafa fengið upp-
reisn æru gagnvart þeim sem
ekki trúðu á myndina þegar hún
fékk þessar stórkostlegu viðtökur
og 12 útnefningar til óskarverð-
launa?
Ralph Fiennes leikur þýska greifann Almasy sem mætir örlögum sínum í eyöimörkinni.