Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Blaðsíða 36
48 *■ - Þrándheimur þúsund áta - hátíðahöld bróðurpart ársins LAUGARDAGUR 8. MARS 1997 1000 ára afmæli Þrándheims Viðburðir á afmælishátíð Það er langt mál að telja upp allt það sem verður á dagskrá á þúsund ára afmælishátíð Þrándheims. Hér verður þó gerð tilraun til að segja frá því helsta. Dagana 12.-17. apríl verður haldin Barokk-hátíðin. í næsta mánuði á eftir verður haldin heimsmeistarakeppni í alskeggs- og yfirskeggsræktun. 30. maí til 8. júní verður hin eiginlega afmælishátíð. Samkoma konung- borinna Föstudaginn og laugardaginn 20.-21. júní ætla norsku kon- ungshjónin Haraldur og Sonja að halda upp á 60 ára afinæli sín í Þrándheimi. Fjöldi annars konungborins fólks úr Evrópu mun samgleðjast norsku kon- ungshjónunum, meðal annars Margrét Danadrottning og Hin- rik prins. Um mánuði síðar verður alþjóðlega Cutty Sarkt siglingahátíðin sem endar í Þrándheimi. í næsta mánuði á eftir verða leiksýningar þar sem sýndir verða hinir dramat- ísku atburöir Stiklastaðabar- daga þar sem Ólafur helgi Har- aldsson var veginn. Pílagrímadagar Vikuna 25. júli til 4. ágúst verður skemmtun sem sérstak- lega er tileinkuð Ólafi helga. Mánudaginn og þriðjudaginn 28.-29. júlí verða pílagrímadag- ar og búið er að merkja sér- staka pílagrímaleið á milli Óslóar og Þrándheims. í fyrstu viku septembermánaðar (4.-9. september) verður haldin leik- listarhátíð. Tónlist og kvikmyndir II nágrannabænum Hell verð- ur haldin blúshátíð sem örugg- lega á eftir að vekja áhuga margra. í næsta mánuði þar á i eftir verður haldin kvikmynda- hátíð í Þrándheimi (7.-12. októ- ber) og djasshátíð mánuöi síð- ar, 7.-9. nóvember. Aðdráttarafl Það eru ekki aðeins áður- nefndir atburðir sem hafa að- dráttarafl fyrir ferðamenn til 1 Þrándheims. Niðarósdómkirkj- I an í Þrándheimi er eitt helsta kennileiti landsins og enginn | sem á annað borð kemur til I Þrándheims getur látið hjá líða I að skoða þetta merkilega mann- j. virki. Stórvaxið timburhús í Þrándheimi er einnig 1 stærsta timburhúsið á Norður- | löndum, „Stiftsgarðurinn", en j það er jafnan dvalarstaður Nor- egskonungs ef hann dvelur ekki I í konungshöllinni. Aðrar merk- ar timburbyggingar við Niðar- ■ ós vekja jafnan áhuga ferða- ; manna, en þær eru flestar yfir . aldargamlar. Ringve-safnið : skoða margir sem til Þránd- | heims koma, en þar var áður heimili Tordenskjolds. Fjórföldun Þrándheimur er vinsæl borg Ihjá ferðamönnum og árlega kemur um hálf milljón manna þangað. Skipuleggjandi afmæl- ishátíðarinnar segist hins veg- ar búast við að minnsta kosti i fjórfoldum þeim skammti á há- 1 tíðina, jafnvel fleirum. Áætlað er að gestir verði á milli 2 og 3 milljónir. -ÍS Ekki er ólíklegt að þeir sem leggja leiö sína til Þrándheims í Noregi á árinu rekist á konur í klæönaöi sem var algengur hér á árum áöur. barokkhátíð sem haldin verður 12.-17. apríl í tilefni af afmælinu. Þjóðhátíðardagur Norðmanna er 17. maí og þá verður 1000 ung- mennum hvaðanæva af Norður- löndunum stefnt til Þrándheims á „Nordic Youth“ hátið sem haldin verður þann dag. Ungmennin munu sýna fæmi sína á ýmsum sviðum, í tónlist, leiksýningum og handverki. Hámark afmælis- hátíðarinnar verður þegar norsku konungshjónin halda upp á 60 ára afmæli sitt í Þrándheimi í júnímánuði. Að sjálfsögðu mun konungborið fólk víða úr Evrópu einnig mæta til hátíðahaldanna. Dagana 23.-26. júlí verður hald- in siglingakeppni eða sýning þar sem mörg af glæsilegustu fleyjum jarðarinnar, tignarleg seglskip og önnur glæsileg för taka þátt í sigl- ingakeppni sem kennd er við Cutty Sark, viskítegundina kunnu. Fleyin munu sigla inn Þrándheims- fjörð til borgarinnar. í september verður haldin leiklistarhátíð í Þrándheimi og sýnd verk þekktra leikhópa víða að úr heiminum. Hér á undan hefur aðeins fátt eitt verið nefnt af því sem á dagskrá verður á 1000 ára afmælishátíð Þrándheims. í dálkinum hér til hlið- ar á síðunni er upptalning á því helsta og eins og glögglega sést eru fjölbreyttar uppákomur bróðurpart ársins. Þeir sem hafa áhuga á þvi að fylgjast með einhverjum hluta há- tíðarinnar ættu að fara að skipu- leggja ferðina nú þegar því eflaust verður skortur á hótelrými í Þránd- heimi á árinu 1997. -ÍS Ertu að hugsa um að fara í ferðalag til Nor- egs á árinu 1997? Þú ættir að láta það ógert, það verður enginn Norðmaður heima hjá sér. Að vísu gegnir allt öðru máli ef þú ferð til Þrándheims. Þar verða allir Norðmenn sam- ankomnir - til að fagna 1000 ára afmæli staðarins. Þannig eru ferða- bæklingar kynntir í Noregi, þar sem sviðs- ljósinu er beint að borginni Þrándheimi. Fjölmargar borgir halda upp á stórafmæli sín án þess að hafa neinar staðreyndir um raunverulegan aldur að byggja á. íbúar Þrándheims eru hins vegar alveg vissir í sinni sök. Samkvæmt því sem greint er frá í Heimskringlu lagði Ólafur Noregskonung- ur Tryggvason grunn að byggðinni við Þrándheim (sem einn- ig hefur verið kölluð Niðarós) við Þránd- heimsfjörð árið 997 eft- ir Krist. Það var þó ekki Ólaf- ur Tryggvason sem gerði þennan stað frægan, heldur miklu fremur Ólafur konung- ur Haraldsson, sem síðar fékk viðumefnið Ólafur helgi. Árið 1030 beið Ólafur Tryggva- son bana í Stiklastaða- bardaga við bændur og höfðingja frá Þránd- heimi og Norður- Nor- egi er hann reyndi að endurheimta ríki sitt. Lík Ólafs var fært til Þrándheims og fljót- lega eftir að hann var jarðsettur fóm yfirn- áttúrlegir hlutir að op- inberast mönnum í grennd við legstað hans. Skömmu síðar mun viðumefnið „helgi“ hafa fest við hann og Ólafur tekinn í dýrlingatölu. Hin fræga Niðarósdóm- kirkja, sem er í flestra augum kennileiti stað- arins, var byggð á leg- stað hans. Kirkjan mun á vissan hátt verða miðstöð hátíða- haldanna á árinu. Fjölmargar uppákomur Uppákomur í tengslum við af- mæli Þrándheims verða ótal- margar. Allir kannast við vetr- arólympíuleikana sem haldnir voru í Lillehammer. Ætlunin er að endurtaka keppni í fjölmörg- um greinum í Þrándheimi. Margir bestu skíðamenn heims munu mæta þangað til að taka þátt í skíðakeppni, norrænum greinum. Meginhluti Þrándheims brann í miklum eldsvoða árið 1681. Borgin var samt fljótlega endurbyggð og barokk bygging- arstíllinn var áberandi. Fjöl- margar byggingar, sem enn standa, bera því glögglega vitni. Eitt af því sem tekið var í notk- un eftir brunann, var stórkost- legt kirkjuorgel í Niðarósdóm- kirkju, en það er frá árinu 1741. Það var nýlega endurgert og verður mjög í sviðsljósinu á Orgelið í Niöarósdómkirkju veröur í brennidepli á barokkhátíö sem hald- in verður í aprílmánuöi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.