Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Blaðsíða 50
5s myndbönd LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 -'..3 V P jSr fyrir að á&r vera ekkja Nir- V vana-söngvarans Kurts Cobains. Val Kilmer: Leikarinn Val Kilmer sem leikur í kvikmyndinni Dýrlingurinn sem veriö er að sýna í kvikmyndahúsum landsins er maður sem engin logn- molla er í kringum. Svo virðist sem samstarfsmenn hans og þotuliðið í Hollywood hafi mjög skiptar skoð- anir á kappanum. Sumir telja hann nánast í dýrlingatölu og segja hann mikinn listamann og fagmann á sínu sviði á meðan aðrir telja hann djöful í mannsmynd sem eigi við mikla persónulega erfiðleika að stríða. í fyrrnefnda hópnum er m.a. leikkonan Nicole Kidman, eigin- kona Toms Cruise, en hún hrósar Kilmer i hástert fyrir samstarfið í myndinni Batman Forever en það hafði eiginmaður hennar einnig gert. Tom Cruise og Val Kilmer léku nefnilega saman í myndinni Top Gun fyrir margt löngu og segir Cru- ise að Kilmer sé vel gefinn og leggi sig allan fram við leik sinn. Val Kilmer hefur komið víða við á ferli sínum en fyrsta myndin sem hann vakti verulega athygli í var áðurnefnd Top Gun þar sem hann lék flugmann sem kallaöur var The Ice Man og var aðalandstæðingur Toms Cruise í myndinni. Aðrar athyglisverðar myndir sem Val Kilmer hefur leikið í eru m.a. The Doors þar sem hann fór með hlutverk Jims Morrisons, True Ro- mance þar sem hann hermdi eftir Elvis Presley, Vestrinn Tombstone og spennumyndin Thunderheart þar sem hann lék alríkislögreglu- manninn Ray Levoy. Kilmer lék einnig í myndinni Bat- man Forever eins og áður hefur ver- ið nefnt og í myndinni Heat með þeim Robert DeNiro og A1 Pacino. Leikstjóri myndarinnar Batman Forever, Joel Schumacher, mun ekki hafa haft áhuga á að fá Kilmer til að leika í nýjustu Batmanmynd- inni, Batman og Robin. Schumacher segir að í raun hafi Kilmer gert sér tvo greiða um ævina samþykkti hann að leika í Batman Forever svo hagaði hann sér svo svívirðilega tökustað aö Schumacher hafði næga ástæðu til að ráða hann ekki aftur. Schumac- her segir einnig að Kil- mer sé líklega sá leikari sem hann hefur unnið með sem á í mestum sál- arflækjum. En þrátt fyrir þetta virðist Kilmer hafa ýmislegt til síns ágætis því hann var tekinn inn í leiklistardeild hins virta listaskóla Juilliard School of New York aðeins sautján ára gamall og mun hann vera yngsti nemandinn sem tekinn hefur verið inn í leiklistardeild skólans. Kilmer hefur einnig leikið talsvert á sviði. Hann hefur m.a. leikið Hamlet eftir Shake- speare og komið fram á Broadway. -glm Fyrst Courtneu Jjove. ö rm Strokustelpa, nektar- dansmær, fikniefna- neytandi, rokkekkja, söngkona og leikkona. Þetta eru allt orð sem eiga við söng- og leikkonuna Courtney Love sem nýverið lék í myndinni Málið gegn Larry Flint ásamt þeim Woody Harrelson og Edward Norton. Court- ney, sem er ekkja Kurts Cobains heitins, sem var söngvari Nirvana, hefur nú aldeilis snúið við blaðinu og hætt öllu dópi og djammi. Eins og áður sagði lék hún ný- lega í myndinni Málinu gegn Larry Flint og þótti standa sig með prýði. Hún mátti þó hafa mikið fyrir því að fá hlutverkið því fáir höfðu trú á henni eftir margra ára eiturlyfja- neyslu hennar. Á með- an á tökum stóð þurfti Courtney að skila inn þvagprufu einu sinni í viku til þess að sanna að hún væri laus úr viðjum eitursins. Courtney, leikstjórinn Milos For- man og meðleikari hennar Woody Harrelson þurftu síðan hvert um sig að leggja fram um sjö milljónir króna sem tryggingu fyrir Courtney til þess að myndin gæti orðið að veruleika. Courtney Love í hlutverki eiginkonu Larrys Flints i myndinni Málinu gegn Larry Flint. Lífið ekki dans á rásum En líf Courtney Love hefur síður en svo alltaf verið dans á rósum. Foreldrar hennar skildu þegar hún var enn í vöggu og í kjölfarið fylgdi fjöldinn allur af stjúpfeðrum. Einn þeirra var henni þó mjög góður og ól hana að miklu leyti upp til þrettán ára ald- urs er hún fór að heim- an. Þessi stjúpfaðir hennar, sem er kenn- ari í Portland, segir Courtney hafa verið yndislegt bam en að sama skapi ákaflega þrjóska og ákveðna. Móðir Courtney virðist ekki hafa verið nein fyrirmyndar- húsmóðir þótt Courtney beri eng- an kala til hennar því hún segir að þau æskuár sem hún bjó hjá móður sinni hafi heimilis- lifið verið í hálfgerð- um molum. Strokustelpa Þegar Courtney var þrettán ára urðu þáttaskil i lifi hennar því eftir að hafa verið handtekin fyrir búðar- stuld og afþlánað sína refsingu strauk hún út í heim. Næstu árin ferðast hún til ann- eirra landa og vann m.a. fyrir sér sem þjónustustúika og nektardans- mær. Það var svo árið 1985 sem kvik- myndaferill hennar hófst með litlu hlutverki í mynd um pönkparið Sid Vicious og Nancy Spungen þar sem Gary Oldmann lék aðalhlutverkið. Tveimur árum síðar lék hún í myndinni Straight to Hell sem þótti svo léleg að hún fór beint á myndbandamarkaðinn. Eftir þetta sneri Courtney sér að tónlistinni. Þar var einmitt þar sem hún kynntist hinu ljúfa lífi og gekkst mjög upp í þeirri ímynd rokkarans að drekka mikið. Courtn- ey varð síðan fræg með kvenna- hljómsveit sinni The Hole sem hún stofn- aði ai’ið 1989 og náði há- ” tindi sínum árið 1995 Frægust er hún J' þó Jjá Cobain enda átti hún mjög erfitt eftir að hann fyrirfór sér og eyddi næstu sex mánuðum eftir dauða hans í eiturlyfjavímu. Hún segir samt sem áður að Cobain hafi verið yndisleg mannvera og mjög tilfinn- ingaríkur og saklaus miðað við hana. Eft- ir dauða Cobains skelltu margir að- dáendur hans skuld- inni á Courtney og vildu kenna henni um dauða hans. Móðir Cobains seg- ir þetta vera fjar- stæðu því Courtney hafi hvað eft- ir annað bjargað lífl hans þegar hann var út úr heiminum af eiturlyfjaneyslu. Ný og betri Courtney Ekkja Kurts Cobains Courtney er ekki mikið gefin fyr- ir að tala um samband sitt við Eins og áður sagði hefur Courtney komist yfir sorg- ina og sagt skilið við hið villta líf ______ sitt. Hún hef- ur breytt mjög um stíl og er orðin mun dömulegri og glæsilegri en áður. Hún er líka farin að stunda líkams- rækt sem hún þoldi aldrei hér áður fyrr og hefur lést um heil fmimtán kíló. Dýrlingur eða djöfull?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.