Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Side 33
JLlV LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 45 Óskar meö hollustueiö sinn viö Harald V. Noregskonung. fylgst með samræðum og eftir það gekk íslenskunámið betur. Innan tveggja ára var hún orðin altalandi á íslensku þannig að enn er engin leið er að heyra annað en að hún sé ís- lensk. Að námi loknu var Kirsti læknir í Reykjavík, m.a. á Landakoti, en Óskar vann í sinni grein, var m.a. fjármála- stjóri hjá Nóa-Síriusi og við ráðgjafar- störf hjá Hagvangi. Árið 1974 var svo ákveðið að söðla um og reyna sig á er- lendri grund. Óskar tók að sér verk- efnastjórn í Keníu við danskt-íslenskt samvinnuverkefni. Það var upphafið að vinnu við þróunaraðstoð sem nú hefur staðið í aldarfjórðung og bæði hjónin hafa að aðalstarfi. Ætlaði aldrei að flytja „Það var aldrei ætlunin að flytja til Noregs," segir Óskar eins og afsak- andi. „Við fluttum hingað vegna þess að Kirsti fór í sérnám í geðlækningum og ég varð auðvitað að fylgja. Sérnám í læknisfræöi tekur sinn tíma og svo var ég orðinn fastur í vinnu héma þannig að við höfum enn ekki komist heim.“ Óskar fékk vinnu hjá Norsku þró- unarsamvinnustofnuninni, NORAD, eftir að hann kom til Norgs. Þar hefur hann síðan unnið sig upp hægt og bít- andi frá því að vera ráðgjafi til að sitja í framkvæmdastjórn stofnunar- innar og vera sendimaður hennar í Bangladess, á Sri Lanka, í Botswana og nú tekur Eþíópía við. Óskar tilheyrir þannig fremur þró- unarhjálpinni en utanríkisþjónust- unni og sendiráðið í Addis Ababa var stofnað vegna hjálparstarfa Norð- manna í landinu. Islendingar hafa einnig lagt hönd á plóginn í landinu og rekið þar bæði trúboð og sinnt þró- unarhjálp. Sérfræðingur í fiskveiðum Óskar segist ekki hafa ætlað að gera þróunarhjálp að ævistarfi og bara ráðið sig hjá NORAD til að hafa eitthvað að gera meðan Kirsti var í náminu. Hann hafi þó verið kominn með „bakteríuna" eftir dvölina í Keníu og eftir það hafi ekki verið aftur snúið. Fyrstu verk Óskars fyrir NORAD árið 1977 voru við uppbyggingu fiskveiða í Portúgal, eftir fall einræðistjórnar- innar þar. „Af því að ég var íslendingur var talið að ég hefði mest vit á fiskveiðum. Það var að því leyti rétt að ég hafði komið um borð í fiskibát og vissi hvað snurvoð var. Það dugði til að gera mig að sér- fræðingi í greininni," segir Óskar og bætir við að hann hafi byrjað að stokka upp línu sjö ára gamall heima á Norðfirði. Fjölskylda í fimm löndum Hann vann í fyrstu á aðalskrif- stofunni í Ósló en síðan tóku við nokkur ár í útlöndum áður en fjöl- skyldan flutti á ný heim til Lier meðan börnin voru að komast á legg. Þegar Ari Ólafur var svo orð- inn stúdent fyrir þremur árum fóru Óskar og Kirsti aftur á flakk og í ár verður íjölskyldan dreifð um fimm lönd í þremur heimsálf- um. Óskar verður í Eþíópíu, Kirsti í Kambódíu, elsti sonurinn, Finn Óskar, býr í Danmörku með konu og tveimur börnum, dóttirin Hel- ene Sigríður er í Dyflinni og Ari Ólafur verður einn heima í Nor- egi. Afríkubakterían Svona hefði staðan í raun verið síð- ustu árin en þó hefur fjölskyldan kom- ið sama um jól og allir voru heima í Lier nú um páskana. Og nú er spurn- ingin hvar jólin verða haldin. Öskar er búinn að bjóða Kirsti til Addis Ababa en hún á eftir að svara. „Við erum orðin vön þessu flakki og ég finn fyrir ákveðinni þörf fyrir að halda áfram. Það er stundum talað um að sumt fólk fái Afríkubakteríuna við að koma til álfunnar. Sumir fara aldrei aftur en aðrir geta ekki slitið sig lausa," segir Óskar hugsi. „Það má heldur ekki gleyma að þetta eru störf sem gefa manni afskaplega mikið og það veldur því að fólk getur ekki hætt,“ bætir Kirsti við. „Já, maður veit að þetta skilar árangri þótt hann sjáist ekki alltaf strax,“ segir Óskar. „Vinna í þróunar- löndunum breytir líka hugmyndum okkar um heiminn. Við sjáum betur hvað okkar heimshluti er í raun og veru lltm. Norðmenn eru fámenn þjóð og Islendingar enn þá fámennari. Bara í Bangladess fæðast á hverju ári fjórar milljónir barna. Það er eins og öll norska þjóðin." Lifnaðarhættirnir eru líka gjörólík- ir en Óskar segir að hann hafi aldrei reynt að semja sig í einu og öllu að háttum heimamanna. Flestir sem vinna í utanríkisþjónustunni kjósa að flytja með sér lífshættina að heiman. „Það er erfitt að vinna í þessum löndum og ekkert unnið við að flytja inn í strákofa," segir Óskar. „Menn verða líka að brynja sig fyrir fátækt- inni bara til að halda starfskröftum sínum. Það hjálpar ekkert að tapa sér í öllum hörmungunum." Bölvun Afríku Og af hörmungum og fátækt er nóg í Afríku. Þó eru viss teikn á lofti sem benda til að íbúar álfunnar séu að rétta úr kútnum. Stjórnarfar er með stöðugra móti og það hefur verið umtalsverður hagvöxtur síðustu árin. „Það segir sína sögu að staða Afríku er að breytast að Bandaríkjaforseti hefur komið í heimsókn í fyrsta sinn. Bandaríkjaforsetar hafa til þessa ekki talið sig eiga erindi til Afríku," segir Óskar. Ekki allt nýlenduherr- unum að kenna „Afríska höfðingjavaldið er ein orsök þess hvernig ástandið er. Það dugar ekki endalaust að kenna nýlenduherrunum um. Sum Afríkulönd voru aldrei nýlendur en ástandið er ekkert skárra þar. Unga kynslóðin sér þetta og vill gera eitthvað í málunum sjálf í stað þess að kenna löngu dauðum kóngum í Evrópu um allt,“ segir Óskar og bætir við að kalda stríðið hafi leikið mörg lönd Afríku grátt. Löndin voru notuð í valdabaráttu austurs og vesturs, baráttu sem kom Afríku annars ekkert við. Þótt ástandið sé að skána í mörgum Afríkulöndum er Eþíópía enn þá illa stödd. Ófriður er enn við nágrannana í Erítreu, bylting- arstjórnin í landinu er spillt og máttlaus og þurrkar koma í veg fyrir að landsmenn geti brauðfætt sig. Til að kóróna þetta flýr allt menntafólk sem kemst úr landi. Atgervisflóttinn „Atgervisflóttinn er gríðarlegt vandamál," segir Óskar. „Þetta er líka siðferðilegt vandamál fyrir þróuðu löndin því þau ausa inn peningum í þróunarhjálp og grafa svo undan aðstoðinni með því að lokka til sin alla menntamennina. Það eina sem er til ráða er að bæta kjör menntamanna í þróunarlönd- unum en þá er líka hætta á tog- streitu milli menntaðs og ómennt- aðs fólks.“ I Kambódíu er skorturinn á menntuðu fólki líka tilfinnanleg- ur. Þegar Kirsti kom þangað fyrst til starfa var hún eini geðlæknir- inn í landinu. Þá var ákveðið að efna til námskeiðs í geðlækning- um fyrir starfandi lækna. Tíu nýir geðlæknar tóku eftir það til starfa og nú í haust fer Kirsti aftur til Kambódíu að þjálfa tíu geðlækna til viðbótar. Internetið tengir Fjölskyldan Óskarsson í Lier er þar með tvístruð um allar álfur en Netið heldur henni saman. Inter- netið er tengiliðurinn og raunar er það svo að tvö elstu börnin vinna við tölvur og Ari Ólafur er að læra tölvufræði. „Þetta er svona. Ef faðirinn er læknir þá eru helmingslíkur á að börnin verði það líka. Ef móðirin er læknir þá verða börnin aldrei læknar. Það er nefnilega bara ef móðirin er læknir að börnin sjá hvað þetta er óskaplega erfitt starf,“ segir Kirsti til skýringar á því að ekkert barnanna hefur kos- ið að feta í fótspor hennar og kos- ið tölvurnar í staðinn. Og innan fárra daga pakkar Óskar niður í töskur sínar og held- ur til Addis Ababa. Kirsti fer ekki til Kambódíu fyrr en í haust og fær það hlutverk að koma búslóð- inni i geymslu. Húsið í Lier verð- ur leigt og þar með hefur fjölskyld- an ekki lengur fastan samastað í Noregi - í fyrsta sinn í 20 ár. -Gísli Kristjánsson sviðsljós Þessar föngulegu stúlku uröu á vegi Ijósmyndara DV á einu veitingahúsa borgarinnar í fyrrakvöld. Þetta voru þær Ágústa Dagmar, Juliet Hansen, Jóhanna íris og Geröa. Þær skemmtu sér hið besta og voru að sjálfsögöu meö augun opin fyrir einhverjum huggulegum piltum. DV-mynd Teitur / Arsfundir Lífeyrissjóös starfsmanna ríkisins verða haldnir mánudaginn 15. júní 1998 á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38. Fundur fyrir sjóðfélaga hefst kl. 16.30. Allir sjóðfélagar eiga rétt til fundarsetu á ársfundi. Fundur fyrir forsvarsmenn launagreiðenda hefst kl. 13.30. A fundunum verður fjallað um skýrslu stjórnar, ársreikninga, tryggingafræðilega úttekt, fj árfestingarstefnu, aðild launagreiðenda að LSR, réttindamál sjóðfélaga o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.