Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Side 2
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 JjV * * 2 íj fréttir ** * Heildsalar og sendibílstjórar missa spón úr aski sínum: 10-11 undir væng keppinautanna - gerir innkaup hjá Aðföngum - eðlilegt að samkeppnisyfirvöld skoði þetta, segja Neytendasamtökin Aöföng eru nýtt fyrirtæki sem tekur viö af Baugi og er flutt í eitt af stærstu húsum ís- lands, fullkomna birgöastöö fyrir matvöruverslanir. Nýja fyrirtækiö afkastar miklu meira en aö þjóna eigendum sínum eingöngu. Nú er ýmsum keppinautum boöiö í veisluna - fyrst 10-11 - og ekki útilokaö aö fleiri fylgi á eftir. DV-mynd Pjetur Verslanakeöjan 10-11 er að hefja vörukaup hjá innkaupalager Bónuss, Hagkaups og Nýkaups sem nú heitir Aðfong en hét áður Baugur. Þetta þýðir að ellefu öflugar matvöruversl- anir bætast við í innkaupakeðjuna. Tvær búðir til viðbótar bætast við á næstu vikum og enn fleiri á næsta ári. í viðskiptaheiminum ræða menn um að þetta boði að Baugur, regn- hlífarfyrirtæki Bónuss/Hag- kaups/Nýkaups, sé að innlima Vöru- veltuna, sem rekur 10-11,1 veldi sitt. Ekki náðist í Eirík Sigurðsson kaup- mann í gær. Hertha Þorsteinsdóttir, innkaupastjóri 10-11, fullyrðir hins vegar að hér sé aðeins um að ræða eðlilegan viðskiptagjörning sem verði mikil hagræðing í verslunum Vöruveltunnar hf. og kunni að verða til verðlækkunar í búðum 10-11. Aðfóng hafa til þessa eingöngu séð um að birgja sínar verslanir. Fyrir- tækið er nú flutt í nýtt húsnæði við Skútuvog sem er fjárfesting upp á meira en hálfan milljarð króna. Ljóst er að afkastageta Aðfanga er mun meiri en að annast um Baugsbúðir sem eru nærri þrjátíu talsins.Stöðin gæti annað öllu landinu ef út í það er farið. Því hefur verið opnað fyrir aðrar stórar verslanir og þá kemur upp sú sérkennilega staða að keppi- nautar Baugs fá aðgang að betri við- skiptakjörum en þeir hafa áður not- ið sem ætla má að leiði til enn harðnandi samkeppni á matvöru- markaðnum. Heildsalar munu missa talsverðan spón úr aski sínum þegar 10-11 hverfur til Aðfanga enda er velta verslananna eitthvað á þriðja milljarðinn. I þeirra röðum ríkir því engin ánægja né heldur hjá sendibíl- stjórum sem missa talsverð verkefni. Efasemdir hjá neytendum Neytendasamtökin hafa sinar efa- semdir um þessi viðskipti. „Mín til- finning er sú að ef 10-11 gengur í sæng með Baugi þá hugnast mér ekki sú þróun og ég held þá að samkeppnisyf- irvöld skoði málið, enda eðlilegt. Það skiptir neytendur meginmáli að sam- keppnin sé virk. í sumar varð verð- hjöðnun í landinu vegna aukinnar samkeppni sem stóð einkum á milli Hagkaupsbúðanna og búða 10-11. Ef um er að ræða aukið samstarf þama á milli, eru það þá hagsmunir neyt- enda eða karmski eigenda sem hafðir eru að leiðarijósi? Ég óttast það síðar- nefnda, því miður. En verði raunin önnur, að 10-11 haldi fúllu sjálfstæði, og rekstrarpólitík þeirra sú sama, þá þarf þetta ekkert endilega að vera slæmt. Verði það svo, þá fagna ég því, en ég er mjög á varðbergi gagnvart samruna sem þessum," sagði Jóhann- es Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna, í gær. 10-20% lægra innkaupsverö „Við erum alltaf að leita að sem hagstæðustum innkaupum og að því er unnið nótt sem nýtan dag. Það er mikil hagræðing í því að kaupa inn frá Aðfongum. í stað þess að fá allt að fjörutíu bíla og jafnmargar nótur í hveija einustu búð hjá okkur, fáum við núna einn bíl og eina nótu frá Að- föngum. En vöruvalið hjá okkur verð- ur það sama og áður - þetta er fýrst og fremst hagræði fyrir okkur og þá væntanlega viðskiptavini okkar. Við munum vinna áfram á sömu nótum og áður, viö erum snyrtipinnar, og viljum bjóöa fallegar verslanir og gott innkaupsverð," sagði Hertha Þor- steinsdóttir hjá 10-11. DV hefúr góðar heimildir fyrir því að heildsöluverð á ýmsum algengum vamingi frá Aðfóngum sé mun lægra en frá heildsölum, þar muni allt frá 10 prósentum og upp i 20 prósent. Vöruveltan ráðgerir að opna 10-11 búðir við Amarbakka og á Hvaleyr- arholti í Hafnarfirði fyrir áramótin. f janúar verður opnað í Grímsbæ við Bústaðaveg og trúlega víðar. -JBP Ráðstefna um stöðu jaðarhópa: Fátækir 2-3% Á ráðstefnunni Á jaðrinum, sem haldin var i gær, kom fram í máli Karls Sigurðssonar, sérfræðings hjá Félagsvísindastofnun HÍ, að fátækt væri til staðar í velferðarþjóðfélög- um Vesturlanda. Fátækt meðal þeirra sem einhverra hluta vegna eru ófærir um að afla sér tekna er meiri hér á landi en á hinum Norð- urlöndunum. Þá sagði hann að um það bil 2-3% þjóðarinnar búi við langtímafátækt. Fjallað var um málefni hópa sem af ýmsum ástæðum geta ekki tekið þátt í þjóðfélaginu til jafns við aðra og leiðir til úrbóta. Einn þeirra hópa er nýbúar. Kristín Njálsdóttir, sem veitir upplýsinga- og menning- armiðstöð Reykjavíkurborgar fyrir nýbúa forstöðu, segir að tungumálið sé sameiginlegur þröskuldur sem nýbúar þurfa að yfirstíga. Það sé hins vegar nokkuð misjcifnt hvemig þeim gengur að yfirstíga þennan þröskuld. Hve vel það gengur fari að nokkru eftir því frá hvaða málsvæö- um fólk kemur, en hingað hefur flust fólk frá Austurlöndum fjær þar sem tunga og ritmál eru gjörólík ís- lensku og fólk frá grannlöndunum og allt þar í milli. Barbara Kristvinsson, sem starfar hjá upplýsinga- og menning- armiðstöð Reykjavikurborgar fyrir nýbúa, sagði að henni hefði reynst erfiðast að afla sér upplýsinga um hvaðeina sem máli skipti í daglegu lífi hérlendis. -SÁ Barbara Kristvinsson og Kristín Njálsdóttir frá upplýsinga- og menningar- miðstöð Reykjavfkurborgar fyrir nýbúa. DV-mynd Pjetur Stofnfiskur í endurmati einkavæðingarnefndar: Framhaldið ræðst á þriðjudag „Við erum að skoða málið og ég reikna fastlega með því að við ljúkum umfjöllun um það á þriðjudag á fundi sem þá verður. Þá verður tekin ákvörðim um framhald málsins og hvort tilefhi verði til einhverra sér- stakra aðgerða," sagði Hreinn Lofts- son, formaður einkavæðingamefhdar, í samtali við DV í gær, aðspurður um hvar einkavæðing fiskeldisfyrirtækis- ins Stofhfisks væri á vegi stödd. Hann sagði að nefndin hefði tekið málefni fyrirtækisins upp á nýtt í tilefhi af umfjöllun DV að undanfomu og at- hugasemdum sem fram hefðu komið af hálfu fiskeldismanna. Hreinn sagði að Islandsbanki hefði verið fenginn til þess að fara ofan í saumana á verð- mati Stofnfisks á nýjan leik. Eins og fram kom í frétt DV á fimmtudag gerði Ríkisendurskoðun athugasemdir við bókhald Stofrifisks fyrir árið 1997 og vantaldar tekjur upp á 14 milljónir króna. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur ekki, þrátt fyrir ýfrustu skýringartilraunir, tek- ist að gera grein fyrir vantöldum tekj- um upp á um átta milljónir króna i bókhaldinu. Guðmundur Bjamason landbúnaðarráðherra vildi í samtali við DV hvorki staðfesta né neita þeim tölum sem Ríkisendurskoðun taldi að vantaði upp á tekjur fyrirtækisins né hvort eitthvaö stæði enn út af borðinu í þeim efnum. DV spurði landbúnaðarráðherra á fimmtudag hvort athugasemdir Ríkis- endurskoðunar þýddu ekki það að verðmat fyrirtækisins hefði verið rangt og höfuðforsendur einkavæðing- ar þess þar með einnig rangar og að taka þyrfti málið upp að nýju, sagði ráðherra: „Við erum að meta fyrirtæk- ið upp á nýtt með tilliti til þeirra at- hugasemda sem komu frá Ríkisendur- skoðun og þeirra skýringa sem komu frá stjóminni," sagði ráðherra. Samkvæmt heimildum blaðsins taldi Ríkisendurskoðun að allt aö 30% meira hefði verið flutt út af hrognum á vegum Stofnfisks til Chile en til- greint var i útflutningsskýrslum. Ráð- herra var spurður um verðmæti þessa umframmagns og hvert það hefði farið. Hann kvaðst engu svara um það. Ráðherra var einnig spurður um ábyrgð stjómenda Stofrifisks í þessu máli og hvort hún yrði rann- sökuð sérstaklega og hvort vænta mætti svipaðra viðbragða af hans hálfu og í máli fyrrverandi forstjóra Landmælinga íslands sem rekinn var úr starfi nýlega. Hann sagði að Ríkis- endurskoðun hefði gert sínar athuga- semdir. „Það er búið að fara fyrir Rík- isendurskoðun og við líka búnir að fá svör og málið er búiö,“ sagöi landbún- aðarráðherra. Ráðherra var enn frem- ur spuröur hvort landbúnaöarráðu- neytinu hefði borist kauptilboð í fyrir- tækið áður en einkavæðingarferlið hófst. Hann kvaö svo ekki vera. -SÁ ■ stuttar fréttir Sigríður vill á toppinn Sigríður Anna Þórðar- dóttir alþingis- maður stefnir á fyrsta sætið, ekki annað sæt- ið, eins og rang- lega var greint frá í fréttaljósi blaðsins í gær. Sigríður Anna sagði í gær að hún hefði stefnt á oddvita- sætið um nokkurra vikna skeið. Konur reykja meira Ríkisútvarpið greindi frá þvi að drykkja kvenna væri að aukast og að þær reyktu meira en karlar. Þetta kemur ffarn í nýrri skýrslu um áfengis- og fikniefhamál. Meinatæknar hætta Takist ekki samkomulag um framkvæmd kjarasamnings munu 47 af 60 starfandi meinatæknum Landspítala hætta eftir viku vegna óánægju með launakjör. Ríkisút- varpið greindi frá. Telja sér mismunað Sjónvarpið greindi frá því að ís- lenskar atvinnuflugkonur teldu sér mismunað vegna kynferðis við ráðningu í störf flugmanna hjá flug- félögunum. Gengið frá yfirfærslu lána Skessuhom greinir frá því að Gísli Gíslason, stjómarformaður Spalar hf„ hafi haldið til London til að ganga frá yfirfærslu lána vegna Hvalfjarðarganga. Gísli sagði að öll- um skammtímalánum félagsins yrði breytt í langtímalán til 18 ára. Ríkisskattsfjóri hættír Fjármálaráðu- neytið hefur kunngjört að Garðar Valdi- marsson ríkis- skattstjóri hafi óskað eftir lausn frá störfum frá 31, desember næstkomandi. Fjármálaráðherra brást skjótt við og féllst á lausnar- beiðni Garðars. íhuga málsókn Félagsvísindastofhun Háskóla ís- lands íhugar nú málsókn á hendur mönnunum sem villtu á sér heim- ildir í leit að sjónvarpstækjum fyrir innheimtudeild Rikisútvarpsins. Mennimir sögðust vera að gera könnun á vegum Félagsvísinda- stofriunar. Bylgjan sagði frá. Bann á verðbætur Verkamannafelagið Hlif mótmæl- ir harðlega að sjálfvirkar verðbæt- ur hækki leigu á íbúðarhúsnæði og krefst þess að stjómvöld banni þær. Svíar uppveðraðir Björk Guð- mundsdóttir mun flytja til Trollhattan á næsta ári og dveljast þar meðan hún tek- ur þátt í söng- leik Lars von Triers. Svíar gera mikið úr þessu í fiölmiðlum þarlendis og virðast hæstánægðir meö að fá stjömuna til sín. í Aftonbladet segir að hún muni dvelja þar í nokkum tíma. Skuidugt ieikfélag Leikfelag Akureyrar skuldar 23 milljónir króna. Samkvæmt grein- argerð endurskoðanda bæjarsjóðs Akureyrar um fjárhagsstöðu Leik- félags Akureyrar, sem kynnt var á fundi bæjarráðs á fimmtudag, er staðan mun verri en menn virðast áður hafa talið. Nettóskuldir Leikfé- lagsins nema nú um 23 milljónum króna og þar af em langtímaskuld- ir 5,7 milljónir. Enn leitað að konu Leit stóð enn yfir í gærkvöld að Ástu Sigmundsdóttur sem ekkert hefur spurst tfl síðan 20. október sl. í gær fannst bifreið hennar á Kaldadal ofan viö Þingvelli. Björgunarsveitir, hundar og þyrla Landhelgisgæslunnar tóku þátt í leitinni í gær. -boe/RR dMMMMMNHMHNHMMRHMKIIMMMMMNHMMMNHMN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.