Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 JCP"V Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Fijálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, slmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Lítt skipulagður flótti Öðruvísi væri um að litast í landbúnaði, ef tekið heföi verið mark á kenningum, sem settar voru fram í leiður- um forvera þessa blaðs fyrir aldarfjórðungi og síðan ít- rekaðar mörgum sinnum á hverju ári. Þá væri afkoma bænda ekki eins dapurleg og hún er nú. Stjórnvöld hafa á síðustu árum og allt of seint byrjað að gera sumt af því, sem auðveldara hefði verið fyrir ald- arflórðungi. Þau hafa dregið úr framlögum til landbún- aðar og notað hagnaðinn til að kaupa framleiðslurétt af bændum til að auðvelda þeim að bregða búi. Með því að fresta aðgerðum í tvo áratugi töldu stjórn- völd bændum trú um, að þeir þyrftu ekki að laga sig að markaðsaðstæðum. Þau bjuggu jafnframt til hrikalegt kostnaðardæmi, sem dró úr getu ríkissjóðs til að auð- velda bændum að laga sig að aðstæðum. Fyrir aldarfjórðungi var augljóst, að landbúnaðurinn gæti ekki og mundi ekki geta selt afurðir sínar úr landi, af því að verndarstefna gildir með fleiri þjóðum en okk- ur. Þá var einnig augljóst, að innanlandsmarkaðurinn mundi dragast saman með breyttum lífsháttum. Hér í blaðinu var spáð, að markaður til langs tíma yrði fyrir um það bil 2.000 bændur. Þeir voru þá nærri 5.000. Síðan hefur þeim fækkað niður í 3.000 og á enn eft- ir að fækka um 1.000. Það eru einkum sauðfjárbændur, sem eru enn alltof margir miðað við markaðinn. Vandræði bænda byggjast einkum á því óláni að standa sífellt öfugum megin í markaðslögmáli framboðs og eftirspurnar. Verðlag þrýstist niður, þegar framleiðsla er meiri en eftirspurn. Þetta er eitt af þessum einfóldu lögmálum, sem margir eiga erfitt með að skilja. Með því að borga bændum fyrir að búa áfram og fram- leiða sem mest voru stjórnvöld áratugum saman að fram- lengja ójafnvægi, sem hefur alltaf verið bændum í óhag, þótt fæstir þeirra hafi viljað skilja það. Þeim væri í hag að finna nýtt jafnvægi sem allra fyrst. Enn hafa stjórnvöld aðeins tekið á þeim hluta vand- ans, sem snýr að lokuðum innanlandsmarkaði. Enn hef- ur ekki verið horfzt í augu við þá augljósu framtíð, að markaðurinn mun opnast fyrir erlendri búvöru vegna fríverzlunarsamninga, sem ríkið verður að gera. Titölulega fáir, öflugir og sérhæfðir bændur eru miklu betur í stakk búnir að mæta síðari hluta vandans heldur en margir og skuldugir bændur með fjölbreyttan búskap, einkum ef hann er af hefðbundnu tagi. Þeir, sem nú þeg- ar lepja dauðann úr skel, hafa litla von. Loðdýramenn og hrossaræktendur eru dæmi um sér- hæfða bændur, sem geta mætt ótryggri framtíð, ef þeim fjölgar ekki um of. Þeir hafa fundið glufur á erlendum markaði, sem geta gefið góðar tekjur, ef menn gæta þess að heíja ekki eitt offramleiðsluæðið enn. Lífrænir bændur eiga líka möguleika, ef menn falla ekki í þá gryfju að ímynda sér, að unnt sé að ljúga því að útlendingum, að íslenzkur landbúnaður sé meira eða minna lífrænn eins og hann er núna. Blekkingar verða til þess eins, að markaðurinn hrynur. Fáir aðrir en loðdýra-, hrossa- og lífrænir bændur eiga færi í útflutningi. Aðrir verða að sæta innlendum mark- aði, sem mun áfram minnka, hægt og sígandi í mjólkur- vörum og hraðar í kjötafurðum, einkum af sauðfé. Áróð- ursherferðir munu áfram mistakast. Fyrir aldarflórðungi tóku menn illa ráðum af þessu tagi. Þess vegna varð undanhaldið ekki skipulegt, heldur hröktust menn slyppir úr einu víginu í annað. Jónas Kristjánsson Endalok sögunnar? Kalda stríðinu lauk ekki í tveimur Evrópuríkjum fyrr en í vikunni. M fékkst það endanlega staðfest að fyrrverandi kommúnisti tæki við stjómartaumunum á Ítalíu og græningi yrði næsti utanríkisráðherra Þýskalands. Fyrir aðeins fáeinum árum hefðu þessu tíðindi þótt óhugsandi en þau sýna hve miklar breyt- ingar hafa orðið í evrópskri póli- tik frá því að Sovétríkin liðu und- ir lok. Massimo D’Alema, nýskip- aður forsætisráðherra Ítalíu, hef- ur sagt skilið við kommúnisma og kennir sig við jafnaðarmennsku. Hann hefur lýst því yfir að ekki verði horfið frá aðhaldsstefnu i efnahagsmálum til að tryggja þátt- töku ítala í myntbandalagi Evr- ópu og ítrekað að stefna stjórnar- innar í málefnum NATO yrði óbreytt. Joschka Fischer, tilvon- andi utanríkisráðherra Þýska- lands, er fulltrúi raunsæisarms græningja og er í öllum meginat- riðum fylgjandi þeirri utanríkis- stefnu sem Helmut Kohl, fráfar- andi kanslari Þýskalands, hefur fylgt. Þetta vekur þá spumingu hvort hugmyndafræðin skipti í raun engu máli í nútímapólitík. Erlend tíðindi Valur Ingimundarson ítalskur andkommúnismi Árið 1959 fékk D’Alema, sem þá var 10 ára gamall og virkur í ungliðahreyflngu ítalska kommúnista- flokksins, verðlaun í ritgerðasamkeppni um efnið „Ef ég verð ráðherra”. Þrátt fyrir langan pólitískan feril varð honum ekki að ósk sinni fyrr en 39 árum síðar. Á Ítalíu hafa það verið óskráð lög frá stríðslokum að halda kommúnistum utan stjómar, enda var and- kommúnismi helsta sameiningartákn mið- og hægri manna (D’Alema var meira að segja vantrúaður á það í síðustu viku að hann yrði forsætisráðherra af sögu- legum ástæðum). D’Alema er vissulega enginn harð- línumaður. Eftir fall Berlínarmúrsins átti hann mik- inn þátt í því að stofna Lýðræðislega vinstri flokkinn upp úr öskustó kommúnistaflokksins, sem var mjög hollur Sovétríkjunum allt fram á 8. áratuginn, og taka upp sósíaldemókratíska stefnu. Lýðræðislegi vinstri flokkurinn er nú sá stærsti á þingi og ráðandi afl í „ólífutrés-bandalagi” vinstri og miðflokka. Bandalagið er kjarninn i stjórn D’Alemas ásamt hóf- sömum kommúnistum, sem hafa nýlega stofnað flokk, og litlum kristilegum miðflokki undir forystu Francescos Cossigas, fyrrverandi forseta og áhrifa- manns innan flokks kristilegra demókrata. Stjómarmyndunin er vissulega táknræn í sáttatil- raunum kaþólskra og vinstri manna. En gera verður tvo fyrirvara við hana: í fyrsta lagi er miðflokk- ur Cossiga að- eins svipur hjá sjón miðað við Kristilega demókrataflokk- inn sem var kjöl- festan í stjórn- málakerfinu á dögum kalda stríðsins áður en hann leystist upp fyrr á áratugn- um. En Cossiga hefur sett sér það markmið að gera flokk sinn að öfl- ugu stjórnmála- afli sem mundi keppa við D’Al- ema í næstu kosningum um miðjufylgið. í öðru lagi getur þessi sambræðingur leitt til meiri pólitísks óstöðug- leika á Ítalíu en orðið er (stjóm D’Álemas er sú 56. í röðinni frá stríðslokum!). Forveri D’Alemas á for- sætiráðherrastóli, Romano Prodi, vildi festa í sessi tveggja blokka kerfi mið- og vinstri flokka og mið- og hægri flokka. Nú hefur D’Alema riðlað því með því að halda harðlínukommúnistum utan- stjórnar og styðjast við miðflokk Cossigas. Þýsk leið frá vinstri Arið 1983 var Joschka Fischer áber- andi i mótmælaaðgerðum gegn fyrir- ætlunum Atlantshafsbandalagsins um að koma fyrir meðaldrægum eldflaug- um í Vestur-Þýskalandi. Sama ár komust græningjar á Sambandsþingið í fyrsta sinn. Þeir lýstu yflr andstöðu við NATO og kröfðust þess að Vestur- Þjóðverjcir segðu sig úr bandalaginu. í ljósi þess telst það til stórtíðinda, að græningja sé treyst fyrir embætti ut- anríkisráðherra, enda hafa allar þýsk- ar stjórnir frá kanslaradögum Kon- rads Adenauers lagt höfuðáherslu að hafa góð samskipti við Bandaríkin vegna hernaðarsamstarfsins í NATO og Frakkland vegna Evrópusamstarfs- ins. Það sem réð úrslitum var stuðningur Fischers við þá ákvörðun stjórnar Kohls árið 1995 að senda þýska hermenn til Bosníu til friðargæslustarfa. Þetta mál ofli miklu fjaðrafoki í Þýskalandi, enda hafði þýskur her aldrei verið sendur út fyrir yfirráðasvæði NATO. Fischer tók pólitíska áhættu með afstöðu sinni, enda varð hann fyrir harðri gagnýni vinstri arms græningja. En honum tókst að sannfæra raun- sæisarm flokksins um að eina leiðin til að binda enda á ofbeldið i Bosníu væri með hervaldi. Nú er Fischer ekki aðeins dyggur stuðningsmaður NATO heldur einnig fylgjandi loftárásum bandalagsins á Júgóslavíu vegna Kosovo-deilunnar. í ljósi sinnaskipta D’Alemas og Fischers má spyrja hvort Francis Fukuyama hafi haft rétt fyrir sér árið 1989 þegar hann lýsti yflr „endalokum sögunnar" og sigri lýðræðis-kapítalísks þjóðfélagskerfis. Ekki er unnt að neita þvi að skörp hugmyndafræðileg tog- streita er úr sögunni en það er alltof snemmt að af- skrifa hugmyndafræðina. Það mun sennilega aldrei takast að eyða efasemdum um alþjóðlegan kapítal- isma eins og efnahagskreppan i Asíu er skýrt dæmi um. Nýjar stjómmálastefnur geta skotið rótum á ör- skömmum tíma ef ákveðin þjóðfélagsskilyrði eru fyr- ir hendi, ekki síst veikt lýðræðiskerfi og efnahag- skreppa. Hér getur því alveg eins verið um miflibils- ástand að ræða - stund milli stríða. Er hugmyndafræðilegur ágreiningur úr sögunni eftir lok kalda stríðsins? Fyrrverandi kommúnisti, Massimo D’Alema, er orðinn forsætisráðherra Ítalíu og græninginn Joschka Fischer mun taka við embætti utanríkisráðherra í Þýskalandi. Fyrir aðeins nokkrum árum hefði verið talið óhugsandi að fulltrúar þessara flokka tækju við jafnmikilvægum embætt- um. skoðanir annarra Ekkert venjulegur böðull „Augusto Pinochet, fyrrum einræðisherra í Chile sem var handtekinn i Lundúnum nýlega fyrir morð og aðra glæpi er ekkert venjulegur suður-ameriskur i harðstjóri. Hann steypti lýðræðislega kjörinni stjórn og sá til þess að þúsundir voru drepnar og tugþús- undir hnepptar í varðhald á árunum 1973 til 1990. En i hann bjargaði einnig landi sinu frá algjörri ringul- reið sem hann, ásamt öðrum, átti þátt í að skapa og stóð fyrir þróun þess yfir í búsældarlegt suður-amer- : ískt lýðræðisríki." Úr forystugrein Washington Post 21. október. Vonbrigði í Þýskalandi j „Þjóðverjar völdu Gerhard Schröder í kosningun- um á dögunum og nú fá þeir Oscar Lafontaine. Þetta er stutt skilgreining á útkomu ískyggilegrar valda- baráttu verðandi kanslara og núverandi flokksfor- manns sem hefur lyktað með að nýja rauð-græna stjómin i Bonn miðlar steinsteypu-jafnaðarmennsku í stað framtiðarsýn. Alltof margir eiga eftir að verða fyrir vonbrigðum með þetta. Jafnaðarmannaflokkur- inn hefðu ekki getað sigrað án Lafontaine þar sem sameining hans á sundruðum flokki tryggði sigur- inn. En jafnaðarmenn hefðu heldur ekki getað sigr- að með Lafontaine þar sem hann er tákn gamalla tíma og úreltra aðferða.” Úr forystugrein Jyllands-Posten 21. október. Draumórar um írak „Löngun bandaríska þingsins til að flýta brottfór Saddams Husseins af valdastóli er skiljanleg. En það ber ekki tilætlaðan árangur að fleygja peningum og vopnum í veika og sundurleita stjómarandstöðu í írak. í þessum mánuði samþykkti þingið að heimila vamarmála- og utanríkisráðuneytinu að veija allt að 97 milljónum dollara í herbúnað handa óáreiðan- legum samtökum stjómarandstæðinga í írak í þeirri von að þau geti steypt einræðisherranum af stóii og komið á lýðræði. Þaö era til árangursríkari og ódýrari aðferðir, þar á meðal útvarp óháðra frétta til íraks.” Úr forystugrein New York Times 20. október.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.