Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 JjV Sá er samdi Eurovision-smellinn Eitt lag enn fákk popplandsliðið með sér á fyrstu sólóplötunni: - segir Hörður G. Úlafsson, laga- og tannsmiður á Sauðárkróki Eftir meira en 30 ára feril í tón- listarbransanum er Hörður Gunnar Ólafsson, laga- og tann- smiöur á Sauöárkróki, aö koma meö sína fyrstu sólóplötu á markaö. Hún nefnist Fyrir þig og óhœtt er aö fullyröa aö titill- inn eigi einmitt við fjölmarga tónlistaraödáendur. í raun má segja að Höröur hafi kallað landsliöiö í dœgurtónlist til liðs viö sig, hvort sem um er aö rœöa söngvara, hljóöfæraleik- ara eða upptökumenn. í tilefni þessara tímamóta áttum viö stutt viötal viö Hörö í einni af hans fjölmörgu feröum til borg- arinnar vegna plötunnar. Reiknaö er meö aö hún komi á götuna um miöjan nóvember, Skífan dreifir en Höröur gefur plötuna sjálfur út. Vildi breyta til Með Geirmundi í 18 ár Fyrstu árin lék Bassi á gítar en fimmtán ára fór hann á hljóðfærið sem hann hefur verið kenndur við æ síðan, þ.e. bassann. Þá vantaði bassaleikara í hljómsveit er hét Aftur- göngumar. Árið 1971 tók Bassi þátt í að stofna Hljóm- sveit Geirmundar Valtýs- sonar með sveiflukónginum sjáifum. Hann kom þá úr hljómsveitinni Flamengo og Bassi úr Afturgöngunum ásamt Jóhanni Friðrikssyni og Guðna Friðrikssyni. Með Geirmundi og félögum ■ Bassi lék í f'imm ár meö HíTramönnum. oöa til iíH- Á |x'im tima tók hann áfram ixitt í s(ití\'aki‘!)])mim. komsi moö annaö lag 1 umianko^ni Eurovision, / dm'. som Sigga Beinteins söng ou hafnaöi í öðru sa'ti. Einnig tók liann, asamt Heri-amönnum, þátt í Landslaginu a Stöö 2 ariö 1998 meö lagiö Kiu’inn rins og þii. Lenttt þ;ir sömuloiöis í ööru I sæti. „fyrst im tii.“ '% longi í breyta tim \ ,JHHHHH^^^HH|^HHRR|gPn oinn |x,. en nóg aö gera i því. Þaö kom pBPrsfc: JHH^^H^^^^HH ekki til groina aö hætta í tón- I listinni. Eg lia'tti aldroi. Þotta I er eitthvaö scm loöir viö I mann og þaö or okki hægt aö I hætta. Þetta or eitihvors kon- ar fíkn oöa ólæknandi sjuk- 1 dómur." Björgvin Halldórsson er meöal flytjenda á sólóplötu Harðar G. Ólafssonar. Hann hlustar hér af TaiHlSfTlíðar Og tÓlllÍSt innlifun í upptökum sem fram fóru í Stúdíói Sýrlandi. DV-mynd Teitur Elns og kemur fram 1 UPP' Á plötunni eru 11 lög, flest þeirra ný en þrjú hafa komið út á plötu áður. Það frægasta er að sjálfsögðu Eitt lag enn, lagið sem Sigga Bein- teins og Grétar Örvarsson sungu í Eurovision í Zagreb árið 1990 og fleytti íslandi í 4. sætið. Betri árangri höfum við ekki náð í þessari umtöl- uðu keppni. Önnur eldri lög eru Mánaskin, sem Hörður átti í sömu undankeppni Eurovision og þegar Eitt lag enn komst áfram, og Dreng- ur.fyrsta lagið sem Hörður samdi, en það var áður leikið á plötu með Hljómsveit Geirmundar fyrir 18 árum. Undanþágur skóla- stjóra og sýslumanns Áður en lengra er haldið skulum við fá Hörð, sem við nefnum hér eftir því nafni hann er oftast kallað- ur; Bassi, til að rifja upp hvenær og hvern- ig tónlistaráhuginn kviknaði. Hann tekur sér smátíma til um- hugsunar enda þarf að Horður fy'S'st með upptökum á plötunni. fara 35 ár aftur í tím- UPP*okustjóri og útsetjari er Jon Kjell ann Seljeseth en fremstur á myndinni er Pétur „Ætli ég hafi ekki Hjaltested upptökumaöur. verið 10 ára þegar ég DV-mynd Teitur fór að læra á gítar. Og 12 ára var ég farinn að leika í hljóm- Krók eftir að hafa þvælst sveit gagnfræðaskólans, þá í síðasta um landið með Ragga bekk bamaskóla. Ég þurfti undan- Bjama og fleirum." þágu frá skólastjóranum til að spila í gagnfræðaskólanum,“ segir Bassi og hlær við þessa upprifjun. Reyndar þurfti hann undanþágur á íleiri stöð- um sökum aldursins. Fjórtán ára var hann kominn í „alvöra“ danshljóm- sveit og þurfti þá undanþágu sýslu- manns til að leika á böllum! „Ég var alltaf með þetta plagg upp á vasann á böllunum. Var ekkert af- skaplega vel séður þegar ég birtist. Það þótti svolítið asnalegt að hleypa mér inn en ekki jafnöldrum mínum. Ég veit ekki hvort þetta yrði leyft í dag.“ Aðspurður af hverju hann valdi tónlistina segir Bassi frænda sinn, Svein Ingason gítarleikara, hafa haft mikil áhrif á sig. „Hann kenndi mér fyrstu gripin. Var þá fluttur norður á Hörður G. Ólafsson, oft kallaður Bassi, er að koma með sína fyrstu sólóplötu. Á henni syngja margir af okkar bestu dægurlagasöngvurum. DV-mynd Teitur lék Bassi nær óslitið í 18 ár, eða til ársins 1989. „Þetta var langur en mjög góður tími. Vinnan var auðvitað geðveik. Fyrstu árin lékum við þrjú kvöld um hverja einustu helgi og seinni árin var þetta hvert föstudags- og laugar- dagskvöld. Það var undantekning ef við áttum frí,“ segir Bassi sem gafst þó alls ekki upp á þessu heldur stofn- aði eigin hljómsveit, Styrmingu. Síð- ar hlaut sú sveit nafnið Herramenn. Eftir að Bassi hætti með Geir- mundi tók hann sér að vísu nokk- urra mánaða frí frá spilamennskunni en ástæðan var ærin. Hann sendi inn tvö lög í undankeppni Eurovision og þurfti aö fylgja þeim eftir. Sú vinna átti eftir að aukast því bæði lögin komust inn; Mánaskinog Eitt lag enn. Seinna lagið sigraði sem kunnugt er og hafnaði i 4. sæti í aðalkeppninni eins og áður sagði. Bassi segir þetta hafa verið mikið ævintýri - en erfitt og kostnaðarsamt. Einu lagi enn hafnað í fyrstu „Eftir á er svolitið merkilegt að hugsa til þess að fyrst þegar ég sendi inn Eitt lag enn var því hafnað. Það var að vísu með öðrum texta þá en lagið alveg eins. Ég sendi það aftur inn og þá með texta Aðalsteins Ás- bergs Sigurðssonar. Fyrst sungu Amar Freyr Gunnarsson og Ásdís Guðmundsdóttir lagið en þegar það komst inn tók alvaran við. Þá ákvað ég að fá Siggu Beinteins og Grétar Örvarsson." Eitt lag enn var aðeins 14 stigum frá öðru sæti og með jafnmörg stig og lagið í þriðja sæti. Munurinn var að það lag hlaut fleiri „tólfur". Að keppni lokinni fékk það mikla spilun í Evrópu og komst m.a. á sólóplötu þekktrar söngkonu í Svíþjóð, Kiki Anderson, sem bað sérstaklega um lagið. í keppninni í Zagreb lenti Bassi í óvæntu ævintýri þegar senda átti keppendur í loftbelg. íslenska hópn- um þótti varhugavert að senda Siggu og Grétar upp og þvi var Bassi feng- inn í verkefnið. Það þótti minni áhætta, hann var þó búinn að semja lagið en þau áttu eftir að flytja það! Fór hann í loftbelg með ítalska söngvaranum Toto, sem bar síðan sigur úr býtum í keppninni, hvort sem það v£ir ferðinni með Bassa að þakka eða ekki! Ævintýri í loftbelg „Loftbelgirnir fóm út í sveit, yfir akra og ár. Útsýnið fallegt og allt það. Við sáum loftbelgina lenda hvem af öðmm og okkar flugmaður ætlaði að gera hið sama. Það tókst ekki betur en svo að hann lenti ofan í á. Ég var með myndatökuvél og tók þetta allt saman upp. Karfan fór á hliðina og við urðum blautir upp að mitti. Flug- maðurinn kynti upp á fullu og reif okkur upp úr ánni. Á tímabili ætlaði ég að henda myndavélinni upp á ár- bakkann til að eyðileggja ekki filmuna. Hann náði okkur upp aftur en fór helvíti hátt, svo hátt að hann var svo lengi að ná okkur niður. Við fórum lengst upp í sveit og lentum á miðjum akri. Þar talaði enginn ensku og allir áttu sömu bíldruslurn- ar. Við voram komnir tvo tíma fram yfir áætlaða dagskrá og áttum að vera mættir í veislu í Zagreb. Við fengum svo far með einni bíldruslu hjá bónda sem bauðst til að aka okk- ur til borgarinnar. Hann stoppaði hins vegar við borgarmörkin og sagði: „Hér verð ég að skilja ykkur eftir.“ Það kom þá í ljós að hann var próflaus og bíOinn óskoðaður! Við þurftum að ganga marga kílómetra áður en við fundum leigubíl. Seint og um síðir komum við í veisluna, hraktir og kaldir og rennandi blaut- ir. Þetta var alveg rosalegt," segir Bassi og er greinilega skemmt yfir þessari upprifjun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.