Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Side 33
13 "V LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 33 {{veiðivon Ekki á flæðiskeri stödd Julia Roberts er búin að koma sér ágætlega fyrir ef marka má þá upp- hæð sem hún á að fá i laun fyrir framhaldið af Pretty Woman. Mynd- in á að heita The Runaway Bride og fær Julia tæpa 1,2 milljarða króna fyrir viðvikið. Þetta lyftir henni nær körlum eins og Tom Cruise, Mel Gibson, Harrison Ford og Bruce Willis og yfir Jodie Foster, Meg Ryan, Sigourney Weaver, Michelle Pfeiffer og nýstirnið Cameron Diaz. Julia Roberts. Núna þegar laxveiði- og sjóbirtingstíminn eru úti og veiði- tölurnar sumarins eru komnar fœrum við veiðiþáttinn í helg- arblaðið. En við birtum auövitað fréttir í blaðinu í hverri viku efþurfa þykir. Gœsa- og rjúpnaveiðin er á fullu þessa dagana. Vetrarstarf veiðifélaganna er að hefjast og veiði gengn um ís byrjar um leið og hœgt er. Við hvetjum stangaveiðifélög um landið vítt og breitt að láta okkur vita sé eitthvað í gangi. En allt þetta styttir biðina eftir nœsta sumri. Sumrinu sem allir veiðimenn eru farnir að tala um að verði það besta, fyrr og síðar. Með þessu öllu munum við fylgjast. Við mun- um brydda upp á ýmsu nýju í veiðiþættinum í vetur en það kemur í Ijós seinna hvað það verður. Sjóbirtingsveiðin var ails ekki til að hrópa húrra fyrir þetta árið en veiðin verður vonandi betri á því næsta. Við heyrðum þó af góðri veiði undir lokin í veiðiá á Mýrun- um en þar veiddust í síðasta veiði- túr sumarsins 100 fiskar. Þar af voru 97 sjóhirtingar og þrir laxar, sjóbirtingamir voru 1 til 3 pund og áin var Álftá. Góð sjóbirt- ingsveiði var líka í Brenn- unni í Borgarfirði enda greinilegt að sjóbirtingur veit alls ekki hvar hann á heima og hvert hann á að fara. Hann hef- aldrei vitað það, blessaður. Fyrir austan var veiðin alls ekki góð og við fréttum af veiðimönnum sem fóm í Tungufljótið en veiddu bara ís og klaka, fiskamir vom mjög fáir. En hvað gerir maður ekki fyrir veiðina og útiveruna. Skotveiðifélagið 20 ára Skotveiðifélag íslands varð 20 ára á þessu ári en félagið hefur heldur betur dafnað hin síðari ár. Það gef- ur út sitt eigin blað og rekur öfluga starfsemi. Formaður Skotveiðifé- lagsins er Sigmar B. Hauksson. Við munum segja nánar frá þessum merku tímamótum í næsta helgar- blaði. -G.Bender Eflaust hefur margur veiðimaðurinn gert bað sama og þessi ungi maður í sumar. Besta Veturinn hefur aldrei verið sá tími sem veiðimenn dá en þeir lifa hann af. Til að stytta biðina eftir næsta sumri hvetjum við stanga- veiðimenn til að hafa samband og segja okkur eina góða veiðisögu frá sumrinu eða tvær. Bara það að fá eina góða veiðisögu styttir tímann. Veiðieyrað Þó svo veiðitíminn sé rétt nýbú- inn eru veiðimenn strax farnir að tala um næsta sumar. Hvort það verði bara ekki betra en þetta sem var að klárast. Alla vega ætla veiði- menn að kaupa mikið af veiðileyf- um og þá sérstaklega fyrir norðan. sviðsljós Þar sem tveggja ára laxinn gæti skilað sér vel næsta sumar. Það gæti orðið fjör í byrjun sumars í Blöndu, Laxá á Ásum, Vatnsdalsá, Víðidalsá og Miðfjarðará þegar tveggja ára laxinn kemur í toifum í árnar. Hver vill missa af þeim veiði- skap? Ég bara spyr? Alla vega ekki. Stangaveiðifélag Reykjavíkur fær Gljúfurá Það hefur verið nokkuð á reiki síðustu daga hver fái Gljúfurá í Borgarfirði næsta sumar en þeir sem þóttu heitastir voru Stanga- veiðifélag Reykjavíkur, Árni Bald- ursson og Ingvi Hrafn Jónsson. Það er vist Stangaveiðifélagið sem fær ána, höfum við heyrt. Gottí Ipkin í Alftá veiðisagan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.