Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Page 36
48 Jj menning ★ ★ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 DV Listakonan Helene Schjerfbeck: Hér á árum áöur sá um- heimurinn ekki nema einn norrœnan listamann, Edvard Munch. Hann var eini lista- maöurinn úr okkar heims- hluta sem rataöi inn í yfir- litsbœkur um listir nútímans og enn í dag grípa utanaö- komandi listfrœöingar til hans sem í blindni vanti þá fulltrúa fyrir norrœna mynd- list á alþjóölegar sýningar. Hér var og er - hvort tveggja aö verki, skilningur manna á mikilvœgi Munchs og viövar- andi áhugaleysi þeirra um annaö sem var aö gerast í myndlistinni hér uppi á norö- urhjara. Áratugum saman var það eins og að beija höfðinu við steininn að reyna að koma útlendingum í skiln- ing um að fleiri snjallir myndlistar- menn en Munch hefðu þriflst á Norð- urlöndum. Ekki fór að rofa til í þess- um efnum fyrr en árið 1982 þegar Kirk Vamedoe, nú forstjóri Nútíma- listasafnsins í New York, setti saman sýninguna Norðurljós - Raunsœi og táknhyggja í norrœnni málaralist 1880-1910 sem vakti athygli Banda- ríkjamanna og síðan umheimsins alls á norrænum myndlistarmönn- um á borð við Vilhelm Hammershöi, P.S. Kröyer, August Strindberg og Helene Schjerfbeck. Nú hafa tveir ofan- greindra listamanna loksins fengið það braut- argengi utan Norður- landa sem þeir verð- skulda, danski listamað- urinn Hammershöi, hvers verk eru nú til sýnis í Metropolitan safninu í New York við mikinn fógnuð þarlendra og, sem kemur meira á óvart, flnnska listakonan Helene Schjerfbeck. Þótt Hammershöi yrði ekki langlífur; hann dó 52 ára árið 1916, hafa verk hans ávallt verið í sviðsljós- inu og átt sér áhrifa- mikla talsmenn í Dan- mörku. Schjerfbeck (1862-1946) var hins veg- ar utangarðs í finnsku listalifi mestan part sinnar löngu ævi. Lista- konan var komin á átt- ræðisaldur þegar haldin var fyrsta stórsýningin á verkum hennar og síðan liðu 50 ár uns yfir- litssýning var haldin á ævistarfi hennar. Því áttu flestir sjáifsagt ekki von á „Schjerfbeck-æðinu“ sem skyndilega hefur gagntekið alþjóðlegan lista- heim. Verk eftir listakonuna voru valin til sýningar á sérstaka þema- sýningu um líkamann í myndlistinni sem haldin var á síðasta Bíennal í Feneyjum, tvær stórar sýningar á verkmn hennar voru á róli um Norð- urlönd í fyrra, sjálfsmyndir hennar veröa sýndar í París á þessu ári og fyrir skömmu gaf sænska bókaútgáf- an Raster Förlag út vandaða bók um hana og hafði áður gefið út bók um teikningar hennar og úrdrætti úr bréfum til vina og vandamanna. Andúð á þjóðernisrómantík Ferill Helene Schjerfbeck var um margt óvenjulegur. Eins og nær allar finnskar konur í myndlistinni á þeim tíma var hún af sænskum ætt- um en öfugt við þær var hún ekki af efnuðu fólki heldur komst áfram í krafti hæfileika sinna. Schjerfbeck var bráöger myndlistarmaður; mál- verk hennar af lítilli stúlku á sjúkra- beði (1888) gerði hana víðfræga að- eins 26 ára gamla og eftir það virtust henni allir vegir færir. Ýmislegt varð þó til að gera henni lífið leitt, ekki síst þjóðemisróman- tíkin sem gagntók finnska myndlist á síðustu árum 19. aldar. Þekktasti Helene Schjerfbeck - Sjálfsmynd í svörtum kjól, 1934. Helene Schjerfbeck - Saumakonan, 1903-5. fulltrúi hennar var Akseli Gal- len-Kallela en verk hans, t.a.m. tilbrigöin við Kalevala- bálkinn, hafa nokkrum sinnum ver- ið sýnd hér á landi. Schjerfbeck var hins veg- ar upptekinn af franskri myndlist, formhyggj- unni sem birtist í verkum Paul Cézanne, Paul Gaugu- in og Edou- ard Manet, auk þess sem hún var ekki alveg ósnortin af táknhyggju annarra franskra listamanna. Fyrir henni vakti að búa myndir með sannfæring arkrafti og sterkri nærveru, hvert sem myndefnið var, en um leið átti myndefnið að vera ávísun á ýmsar auka- merk- til mgar Þvi vera fannst henni frásagn- arleg og gegnsæ þjóðernis- rómantík starfs- bræðra sinna fremur óskáldleg. En róman- tíkin sú var Finnum mjög að skapi, enda hluti af sjálf- stæðis- baráttu þeirra á þess- w-t,, um árum, og því þótti Schjerf- beck sér ofaukið í menningarlifi höfuðborgarinnar. Árið 1902 fluttist hún ásamt aldraðri móður sinni til smábæjarins Hyvinge fyrir norðan Helsinki þar sem hún dvaldi í sjálf- skipaðri útlegö í hartnær aldarfjórð- ung. Þessi útlegð listakonunnar, sem orðið hefur mönnum tilefni til marg- háttaðra getsaka, kann einnig að hafa átt sér aðrar og persónulegri or- sakir en hér hafa verið tíundaðar. Óneitanlega hafði lífið farið ómjúkum höndum um Helene Schjerfbeck, faðir hennar hafði dáið úr berklum frá fjölskyldu sinni en sjálf var hún bæði heilsuveil og hölt vegna meiðsla sem hún hafði hlotið á mjöðm sem barn. Líkamslýti henn- ar urðu beinlínis til þess að ungur breskur listamaður, sem hafði heit- ist henni, sleit trúlofun þeirra og særði hana djúpt. Segja má að lista- konan hafi dregið sig í hlé til að sleikja sár sín en einnig til að skapa sér nauðsynlegan vettvang og and- rúm til sköpunar, það sem breska skáldkonan Virginia Woolf nefndi A Room of Ones Own. Gríman og hauskúpan Raunar virðist einum of mikið hafa verið gert úr einangrun Helenu Schjerfbeck þama uppi í Hyvinge. Hún skrifaðist á við stallsystur sín- ar, einkum listakonurnar Helenu Westermarck og Maríu Wiik, þær voru áskrifendur að tímaritum um um angistina og einsemdina innra með stoltlegri konunni sem mætir tilliti okkar. Á flórða áratugnum er eins og listakonan afráði að hætta allri uppgerð, gríman víkur fyrir hrörnun holdsins og sjálfri höfuðskelinni í umkomulausri nekt sinni. Schjerfbeck, sem á yngri ármn fyrir- varð sig fyrir útlit sitt, gaum- gæfir and- lits- drætti sína vægð- arlaust í ell- inni. Síðustu sjálfs- myndir hennar, gerðar nokkrum vikum áður en hún lést, 84 ára gömul, sýna pervisið og opinmynnt kerl- ingarhró, nær dauða en lífi. Þó eru þessar myndir gerð- ar af svo mikilli ein- urð og óttaleysi að áhorfandinn bæði kemst við og hrekkur við. Upp í hugann koma sjálfs- myndir Rembrandts, til- brigði Giacomettis um mannsandlitið, já, og síðustu sjálfsmyndir Munchs. Alltént er mönnum nú ljóst að Munch er ekki eini sálkönnuðurinn meðal norrænna listamanna; Helene Schjerfbeck er þar jafnoki hans, ef ekki ofjarl. Aðalstelnn Ingólfsson Helene Schjerfbeck - Sjálfsmynd, 1944-45. myndlist og menningarmál og lásu þau upp til agna, auk þess sem rithöf- undurinn Einar Reuter var í stöðugu sam- bandi við hana eftir 1915, sendi henni bækur og jafnvel listaverk til að skoða. Myndir Hel- ene Schjerfbeck eru fyrst i stað sérkennileg blanda af dálítið fjarrænum, næstum kald- ranalegum þokka og djúp- um tilfinningum en í einangrun sinni beinir hún athyglinni æ oftar að eigin andliti. Árið 1912 málaði hún fyrstu af mörgum sjálfsmyndum sem gagntekið hafa eftirkomendur hennar. í fyrstu myndum listakon- unnar er andlit hennar eins og gríma, tært og upphafið tákn fyrir mannsandann sem aldrei lætur bug- ast. Aðeins augnaráðið Ijóstrar upp Helene Schjerfbeck - Ökumaðurinn, 1933. Helstu heimildir: Lena Holger - Helene Schjerfbeck : Kvinnor, mansportrátt, sjalvportrátt, land- skap, stilleben, Raster Förlag, 1997. Lena Holger - Helene Schjerfbeck: Teckn- ingar och akvareller, Raster Förlag 1994. Helene Schjerfbeck: Konstnáren ár kSnsl- ans arbetare, 1992.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.