Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 42
54 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 JjV Aida á svið Sem kunnugt er myrtu öfga- sinnaðir múslímar 58 ferðamenn í Egyptalandi í fyrra og skiljan- lega hafa fáir hætt sér þangað síðan. Nú v i n n u r r í k i s - stjórnin að því að k y n n a landið með það fyrir augum að auka þangað ferðamannastraum á ný. Alþjóðleg tenniskeppni var haldin þar fyrir skömmu, svo og tónleikar Shirley Bassett. Það nýjasta er að Egyptar hafa ráðist í að sviðsetja óperuna Aidu í eyðimörkinni við pýramídana. Sviðið er að sögn stórfenglegt og uppfærslan öll hin glæsilegasta. Um 3000 áhorfendur fögnuðu ákaft að lokinni frumsýningu og var ekki annað að sjá en fimm milljóna dala uppfærslan færi vel í áhorfendur. Ekki er reiknað með gróða af sýningunni, ódýr- ustu sæti eru seld á um 1500 krónur sem er of dýrt fyrir inn- fædda. Hins vegar vonast menn til að Aida muni hressa upp á ímynd landsins og fleiri ferða- menn þar af leiðandi leggja leið sína þangað. Brittania opin almenningi í vikunni var konunglega snekkjan Brittania opnuð al- menningi í Leith á Skotlandi. Brittania, sem er 412 feta löng, hefur verið skip bresku konungs- fjölskyldunnar í 44 ár. Hér eftir verður skipið bundið í höfn og er reiknað með að um 200 þúsund ferðamenn muni skoða það árlega. Yfir 95% húsmuna kon- ungsfjölskyidunnar er að fmna í skipinu þannig að gestir munu sjá híbýlin í réttu ljósi. Þeir sem hyggjast skoða Brittaniu þurfa fyrst að ganga í gegnum safn sem hefur að geyma sögu skipsins. Aðgangseyrir er um 500 krónur fyrir fullorðna og 300 fyrir börn. Nýlega var opnuð farandsýn- ing á handritum rithöfundarins Ernests Hem- ingways í tilefni þess að á næsta ári hefði hann átt aldarafmæli. Á sýningunni er meðal annars að finna handrit bókarinnar Hverjum klukkan glymur auk fleiri rita. Sýningin verður í Torrevieja út mánuðinn en þá fer hún til Valladolid þar sem hún verður til 5. desember. Daginn verður hún opnuð í Girona og þann 16. janúar 1999 i Cordoba. Malagabúar fá sýning- una þann 15. mars og þann 26. maí verður hún opnuð í Pamplona þar sem vegferð henn- ar lýkur endanlega þann 31. júlí á næsta ári. Þú getur pantað gjaldeyri í síma 560 6000 og sótt hann í afgreiðslu okkar á 2. hæð í Leifsstöð. Vetrarferðir í Austur-Húnavatnssýslu: Dorgveiði, vélsleðar og línudans Ferðaþjónusta verður ekki aflögð í Austur-Húnavatnssýslu þótt vetur sé genginn i garð. Þar á bæ ætla menn sér að lengja ferðamannaárið og í vet- ur verður ýmislegt um að vera í sýsl- unni og margs konar afþreying í boði fyrir ferðamenn. „Skotveiðin er að sjálfsögðu stunduð hér og menn geta bæði farið á rjúpu og gæs. Oft skipu- leggja menn slíkar ferðir sjálfir en það er líka hægt að fá heimamenn til þess. Við höfum fengið nokkra hópa útlendinga í slíkar ferðir sem hafa gengið mjög vel. Annars vegar geta hóparnir gist í orlofshúsum með heit- um potti og gufubaði en hér er líka starfrækt Hótel Sveitasetrið á Blöndu- ósi, sem er eitt af betri hótelum á landsbyggðinni um þessar mundir," segir Ómar Banine, ferðamálafulltrúi í Austur-Húnavatnssýslu. Helgarferðir fyrir ævintýragjama ferðamenn er það sem Hótel Sveita- setrið, Kántríbær á Skagaströnd og Hópferðabílar Halls Hilmarssonar stefna að í vetur. Að sögn Ómars eru ferðirnar hugsaðar fyrir þá sem vilja gera sér dagamun, halda árshátíð eða aðra mannfagnaði á fallegum stað. „Það er margt hægt að gera sér til skemmtunar og til dæmis eru jeppaferðir héðan allt árið um kring. Ýmist er boðið upp á fjalla- eða jökla- ferðir. Það er Blönduósdeild 4x4 jeppaklúbbsins sem annast þessar ferðir og þær geta verið frá dagsferðum og upp í nokk- urra daga. í lengri ferðunum er gist í skálum á hálendinu og farið í heitar laugar þar sem þær er að fmna, til dæmis á Hveravöllum. í þessum ferð- um er stundum boðið upp á dorgveiði og möguleiki á vélsleðaferðum er oft fyrir hendi. Þetta hefur mælst vel fyr- ir enda sannkallaðar ævintýraferðir Kántríbær á Skagaströnd. Bellagio-hótel í Las Vegas: Dýrasta hótel heims Nýlega var opnað dýrasta hótel sem reist hefur verið. Það er hótel Bellagio sem er að sjálfsögðu í spila- borginni Las Vegas í Bandaríkjun- um. Hótel sem kostaði l-,6 milljarða bandaríkjadala státar af þúsund gos- brunnum og stöðuvatni sem er rúm- ir fjórir hektarar að stærð með um 84 milljón lítra vatns. Hótelið er 36 hæðir og rúmlega 3 þúsund her- bergja. Byggingin og umhverfi henn- ar er eftirlíking af þorpi við Cuomo- vatn í Toskanahéraði á Ítalíu. Það tók fimm ár að reisa hótelið en stolt þess verður væntanlega listasafnið, 300 milljóna dala virði, þar sem er að finna verk eftir meist- ara á borð við Van Gogh, Monet, Renoir og Picasso. Það kostar ekki ýkja mikið að gista á Bellagio fremur en annars staðar í spilaborginni. Dýrasta her- bergið kostar um 35 þúsund á nóttu en væntanlega ætla hótelhaldarar að hala inn peninga í risavöxnu spila- víti hótelsins. þar sem fjölbreytileiki íslenskrar náttúru nýtur sín,“ segir Ómar. Merkilegt safn og hólarnir í Vatnsdal Á Blönduósi er sundlaug og íþrótta- hús. Þar er að finna eina textílsafn sinnar tegundar á landinu, Halldóru- stofu, kennt við Halldóru Bjarnadótt- ur kvenskörung úr sveitinni. Safnið hefur verið vinsælt meðal ferða- manna og þar má sjá marga fágæta muni; svo sem þjóðbúninga og annað handverk. Þaðan er einnig hægt að fara í styttri ferðir og fyrir þá sem ekki ætla í lengri jeppaferð er dorgveiðin oft vinsæll kostur. „Langavatn á Skaga og Svínavatn eru góð vötn til dorgveiði. Þá má ekki gleyma golf- völlunum sem eru tveir, fyrir utan Blönduós og Skagaströnd. Ferða- málafélagið hér hefur tekið að sér að skipuleggja ferðir fyrir hópa og fyr- irtæki. Við bjóðum fólki til dæmis að skilja bílana eftir heima. Um helgar eru dansleikir og línudansa- sýning í Kántríbæ getur verið hluti af helgarskemmtuninni. Að degin- um er svo upplagt að fara í útsýnis- ferð um Vatnsdalinn sem er eins og margir vita afar fallegur með alla sína sérstöku hóla. í þeirri ferð kom- um við ávallt við á bóndabæ þar sem ferðalangar gæða sér á brennivíni og hákarli og þykir mörgum gott að enda helgina með þeim hætti.“ -aþ Steinn Jónasson, umboðsmaður Samvinnuferða-Landsýnar, Guðrún Gunnarsdóttir, Sigurður Gunnar Einarsson, áskrifandi DV og vinnings- hafi og fréttaritari DV á Fáskrúðsfirði, Ægir Kristinsson. Heppinn áskrifandi DV fékk ferð fyrir tvo til Dublinar: Býður konunni í helgarferð Sigurður Gunnar Einarsson á Fáskrúðsflrði, áskrifandi DV, datt í lukkupottinn fyrir helgina þegar þriðji ferðavinningur DV og Sam- vinnuferða-Landsýnar var dreg- inn út. Um er að ræða helgarferð fyrir tvo með Samvinnuferðum- Landsýn til Dublinar. Sigurður Gunnar ætlar að sjálf- sögðu að bjóða konu sinni, Guð- rúnu Gunnarsdóttur, í ferðina og vonast þau til að komast fyrir jól- in. Þau hafa ekki átt heimangengt síðustu árin en þau eiga tvær litl- ar dætur, aðra fjögurra ára og hina ársgamla. Dublinarferðin leggst því vel í Sigurð Gunnar og Guðrúnu enda hafa þau aldrei komið til Irlands áður. Fjórði og síðasti ferðavinning- urinn að þessu sinni verður dreg- inn út fyrir næstu helgi og eiga allir áskrifendur DV því mögu- leika á helgarferð með Samvinnu- ferðum-Landsýn til hinnar vin- sælu ferðamannaborgar Dublinar. Samvinnuferðir-Landsýn hafa boðið ferðir til Dublinar síðustu ár við miklar vinsældir og eru ís- lenskir farþegar ferðaskrifstofunn- ar farnir að skipta þúsundum. Dublin iðar af lífi og þar geta allir fundið sér eitthvað skemmti- legt að skoða eða gera. Það er afar þægilegt að versla í borginni því helstu verslunarsvæðin liggja hvort sínum megin við ána Liffey, sem rennur um borgina miðja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.