Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Page 56
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 J3\T * •» i Gridge íslandsmót í einmenningi 1998: Magnús E. Magnússon vann í þriðja sinn íslandsmótið í einmennings- keppni var haldið um sl. helgi og sigraöi Magnús E. Magnússon eftir haröa keppni í síðustu setunum. Magnús hefur unnið mótið þrisvar sinnum, 1993,1995 og 1998. Röð og stig efstu manna var ann- ars þessi: 1. Magnús E. Magnússon 1948 2. Kristján Blöndal 1920 3. Brynjar Jónsson 1886 4. Kristinn Kristinsson 1870 5. Erla Sigurjónsdóttir 1866 6. Haukur Haröarson 1852 7. Ómar Olgeirsson 1842 8. Kristinn Þórisson 1822 Keppnin var mjög spennandi síð- ustu loturnar og skiptust efstu menn á forystunni. En Magnús kreisti út yfirslag í einu grandi í síðasta spilinu og það reið baggamuninn. Hér er eitt skemmtilegt spil frá mótinu sem hafði heldur leiðinleg eftirmál. S/0 * AK842 v A83 > KD4 * D4 * 765 4A2 * 10973 * K9765 * DG *»G95 * A86 * AG1082 Sagnimar voru frískar og tók fljótt af: Suður Vestm Norður Austur 1 * pass 2* pass 3 * pass 6 GR pass pass pass Spilamennskan tók enn þá styttri tíma. Austur spilaði út hjartakóng og norður horfði augnablik á blind- an. Síðan sagði hann um leið og hann drap og spilaði út laufdrottn- ingu: Ef laufkóngur liggur vitlaust þá er ég einn niður. Vestur drap á kónginn og eftirgjöfin var sam- þykkt. Síðan var næsta spil spilað og setunni lokið. Eins og glöggir lesendur hafa séð þá stendur spilið alitaf, jafnvel þótt laufkóngur liggi vitlaust, því vestur á ekkert hjarta til þess að spila. Það er því ljóst að annaðhvort taldi noröur sína slagi vitlaust eða hann gerði ekki ráð fyrir þeim möguleika að vestur ætti ekkert hjarta til þess að spila. f umræðum um spilið eftir að set- unni lauk uppgötvaði norður mis- Magnús E. Magnússon. tökin en næstu viðbrögð eru óljós. Líklega hefur hann kært sjálfan sig til keppnisstjóra fyrir eftirgjöfma. Það næsta sem gerist er að keppnis- stjórinn, allir tveir metramir, kem- ur ábúðarfullur að máli við vestur og spyr: Gast þú fengið annan slag? Vestur renndi gmn í hvað um var að vera: Nei, ekki ég, ef til vill maikker á hjarta, sagði hann skjálf- andi röddu. Við þetta svar strunsaði keppnisstjórinn burt. Síðan gerist það að keppnisstjórinn kemur aftur til vesturs nokkm seinna og til- kynnir honum með hreim þess sem valdið hefur: Ég ætla að breyta skorinni! Svo mörg vora þau orð. Hvorki austur né suður vora virtir við- lits. Þetta hlýtur að vera einsdæmi í keppnisstjóm og það á íslandsmóti. En svona er ísland í dag! Umsjón Stefán Guðjohnsen Til þess að gera langa sögu stutta er rétt að fletta upp lagagrein sem tekur nákvæmlega á svona málum. Það er grein 68. Krafa um eða eftir- gjöf slaga. B-grein, Eftirgjöf skil- greind, segir svo: Sérhver yfirlýsing i þá átt, að spilari telji sig tapa ákveönum slagafjölda er eftirgjöf þeirra slaga. Og grein 69 fjallar um, að krafa eða eftirgjöf sé tekin til greina. A-liður: Krafa eða eftirgjöf telst tekin .II greina, ef mótherji samþykkir hana og hreyfir engum andmælum áður en hans hlið segir i næsta spili, eða áður en setunni lýkur. Spilið er skráð eins og slagimir, sem krafist var eða sem gefnir voru eftir, hafi unnist eða tapast í spilamennsku. Svo mörg vora þau orð. Ég tel þó rétt að vara við þá sem telja slagi sína vitlaust og gefa eftir slagi sem þeir eiga að betri tíð fyrir þá er ekki í vændum. Þótt þetta hafi heppnast hjá norðri í þetta sinn tel ég ólíklegt að svipað atvik heppnist aftm. í helgarblaði Dags f 1 iiiiiiiii iii i n iTiirii'TnfmfwnOTi—él mm ■ Michael Owen. Lukkudrengurínn og fyHibyttan, tvær ólíkar knattspyrnuhetjur. Tve Ellefu ára stúlka segirfrá einelti Þorsteinn Pálsson um pólitíkina, Davíð og framtíðina í viðtal við Kolbrúnu. Ráðlagður dagsskammtur af kynlífi. Missið ekki af pistli Halldóru. Fluguveiði, krossgáta, Líf & stíll, matargatið, bókahillan, bíó, á seyði. i I I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.