Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Side 2
2
LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999
éttir
Maöur sem ákæröur er fyrir áreitni gegn 6 stúlkum í Vesturhlíöarskóla:
Var einnig fylgdarmað-
ur á vegum borgarinnar
„Svona atburðir, ef sannir reyn-
ast, eru hörmulegir fyrir skólasam-
félagið og samfélag heymarlausra.
Fræðsluyfirvöld munu gera sitt til
að halda utan um nemendur og
skóla og styðja við bakið á fjölskyld-
um þeirra sem í hlut eiga og skólan-
um,“ sagði Arthur Morthens, for-
stöðumaður á Fræðslumiðstöð borg-
arinncir, um ákæru á hendur karl-
manni á þrítugsaldri sem ákærður
er fyrir kynferðislega áreitni gegn 6
núverandi og fyrrverandi nemend-
um Vesturhlíðarskóla þar sem em
heymarlausir og heyrnarskertir
nemendur.
Málið kom upp á yfirborðið í nóv-
ember í fyrra. Einn úr hópi foreldra
barnanna sagði við DV í gær að um-
ræddur maður hefði hins vegar
skyndilega hætt sem starfsmaður í
skólanum vorið 1998. Hann hefði
samt sem áður haldið áfram að vera
svokallaður fylgdar- eða liðsmaður
á vegum Félagsmálastofnunar um
sumarið. Þannig hefði hann komið
heim til fólksins, náð í dótturina og
farið með henni og öðram í sund,
Fjölskyldugarðinn og svo framvegis
- en borgin ræður fólk til að skipu-
leggja slikt fyrir ýmsa hópa.
í nóvember hefði síðan komið
upp rökstuddur granur um að mað-
urinn hefði verið að áreita börn í
skólanum fyrr á árinu. Um er að
ræða stúlkur sem nú era 10 til 18
ára.
Sakamálið hefur verið þingfest í
Héraðsdómi Reykjavíkur með birt-
ingu ákæru þar sem sakbomingur
hefur tekið afstöðu til sakarefn-
anna. Réttarhöldin verða á næst-
unni og verða þau lokuð.
-Ótt
Leikskóladómur:
Röng nið-
urstaða
Leikskólakennarar fagna dómi Félagsdóms:
- segir lögmaðurinn
DV, Árborg:
„Ég held að þessi dómur sýni að það
er orðið alveg nauösyniegt að stíga til
fulls það skref sem stjómvöld og Alþingi
hafa verið að stíga til að skapa einn
vinnumarkað á íslandi og að það eigi
tafarlaust að fella úr gildi lögin um
kjarasamning opinberra starfsmanna
frá 1986 og í staðinn á ekkert að koma,“
sagði Ástráður Haraldsson hæstaréttar-
lögmaður um dóm Félagsdóms í máli
leikskólakennara þar sem þeir era
sýknaðir vegna fjöldauppsagna. „Það
sem stendur uppúr í dómnum að mínu
mati er sú staðreynd að dómurinn bygg-
ir á því sem reglu, að því er virðist, að
vinnulöggjöfm sé ekki almenn lög í
landinu og að staða laganna um kjara-
samning opinberra starfsmanna sem
sérlaga gagnvart vinnulöggjöfinni sem
almennra laga er ekki viðurkennd.
Vinnulöggjöfm samkvæmt þessum
dómi taki ekki til þeirra sem lögin um
kjarasamning opinberra starfsmenn
Salla um og það er niðurstaða sem ég tel
klárlega ranga," segir Ástráður. -NH
Til talsverðra átaka kom er Unnar Gunnarsson, starfsmaður Heimilistækja hf., elti uppi þjóf sem hljóp út meö mynd-
bandstæki úr versluninni síðdegis í gær. Þjófurinn náði að komast inn í bíl og keyrði á annan bíl en Unnar náði mann-
inum út úr bílnum og handsamaði hann. Grunur leikur á að þjófurinn hafi ekki verið einn á ferð og að hann hafði ver-
ið á stolnum bíl. DV-mynd S.
Stéttarfélagið ekki í vitorði
- segir Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara
Kristrún Hafliðadóttir leikskólakennari er hæstánægð. Hér er hún við vinnu
sína í gær. DV-mynd Njörður
DV, Árborg:
„Ég er yfir mig ánægð með þessa
niðurstöðu og tel að hún sýni að
einstaklingurinn hefur rétt
til að gera þetta,“ sagði
Kristrún Hafliðadóttir, leik-
skólakennari í Árborg, um
dóm Félagsdóms varðandi
fjöldauppsagnir leikskóla-
kennara.
Kristrún er ein þeirra
sem sögðu upp störfum sin-
um vegna óánægju með
laun sín.
„Dómurinn staðfestir það
sem við vissum allan tímann, að
stéttarfélagið væri ekki í vitorði
með þessum félagsmönnum. Dómur-
inn staðfestir það líka að einstak-
lingar í þessu þjóðfélagi, alla vega
opinberir staifsmenn, hafa það
frelsi að geta sagt upp vinnunni
sinni séu þeir óánægðir með ráðn-
ingarkjör. Og í framhaldi af því að
kjarasamningur sem er gerður á
milli samningsaðila er
grunnur, það er ekkert sem
segir að ekki megi felast
annað í ráðningarkjöram
heldur en kemur fram í
kjarasamningi, hann er lág-
mark,“ sagði Björg Bjama-
dóttir, formaður félags leik-
skólakennara, við DV.
Björg segir að ólík lög
gildi fyrir hópana á al-
menna vinnumarkaðinum
og opinhera starfsmenn.
„Það er líka ýmislegt í þeirra
lagaákvæðum sem opinberir starfs-
menn vildu gjaman sjá í sínum lög-
um, til dæmis allt ferli í kringum
verkfallsboðanir er mun flóknara
og tekur miklu lengri tíma hjá opin-
berum starfsmönnum þannig að ef
á að fara að bera saman aðstæður
þessara hópa þá verður að taka all-
an pakkann," sagði Björg.
-NH
Björg Bjarna-
dóttir.
Frá upphafi landsfundar Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Akureyri
í gær. DV-mynd gk
Landsfundur vinstri-
grænna á Akureyri
DV, Akureyri:
„Við getum ekki síst verið stolt
yfir þvi að hafa náð þeim árangri í
íslenskum stjórnmálum sem raun
ber vitni með þeim aðferðum sem
við höfum notað. Sem sagt að leggja
áherslu á okkar stefnu, okkar mál-
stað, reyna að taka skýra og afdrátt-
arlausa afstöðu til mikilvægra
mála, vera við sjálf og láta ekkert
slá okkur út af laginu í þeim efn-
um,“ sagði Steingrímur J. Sigfús-
son, formaður Vinstrihreyfingar-
innar - græns framboðs, á Akureyri
í gær. Á annað hundrað fulltrúar
hafa rétt til setu á þessum fyrsta
landsfundi flokksins. Fundurinn
stendur yfir til morguns og mun
samþykkja stjórnmálaályktun en
drög að henni voru lögð fram við
upphaf fundarins. -gk
stuttar fréttir
Rannsaka hveraörverur
Þijú fyrirtæki
hafa sótt um leyfi
til rannsókna á
hveraörverum, ís-
lenskar hveraör-
verur ehf., Bláa
lónið hf. og Humall
ehf. Mati á um-
sóknum er nú lokið og hlutu ís-
lenskar hveraörverur ehf. leyfi á 28
svæðum og Bláa lónið á tveim
svæðum. Humall ehf. skilaði ekki
umbeðnum gögnum og var litið svo
á að umsóknin væri dregin til baka.
Leyfin era unnin f samráði við um-
hverfisráöuneytið.
Gengi bréfa í FBA lækkar
Gengi bréfa í FBA lækkaði tals-
| vert í gær, en búist hafði verið við
í því að það myndi hækka í Ijósi þess
að meiri áhugi reyndist vera á
j kaupum á hlut ríkisins en búist var
við. Gengið var 2,78 á funmtudag en
| var komið niður í 2,66 í gær og þýð-
g ir það að um 6% vantar upp á þá
tölu sem ríkið vill fá fyrir sinn hlut,
eða 600 milljónir króna. Bylgjan
! greindi frá.
Faglega úttekt
Þingmenn Sam-
fylkingar vilja að
hópur sérfræðinga,
helst undir sljóm
Vals Ingiinundars-
sonar sagnfræð-
ings, verði styrkt-
ur til að gera fag-
| lega og hlutlausa úttekt á samskipt-
um íslands og Bandaríkjanna hvað
meðferð og geymslu kjamorku-
vopna varðar. Bylgjan greindi frá.
Leitað að svikahrappi
í Lögreglan í Reykjavík leitar tæp-
lega tvítugs manns, á stolnum bU,
í en hann stal og sveik út vörur á
I tveimur bensínstöövum Esso í gær.
Maðurinn náðist á öryggismynda-
vél þegar hann reyndi að nota við-
| skiptakort annars manns.
Nefndarlaunum skilað
Guðlaugur Þór Þórðarson og Pét-
jí ur Friðriksson, fulltrúar Sjálfstæð-
s isflokksins í hinni aflögðu atvinnu-
og ferðamálanefhd Reykjavíkur,
s endurgreiddu í gær 120 þúsund
! krónur hvor, sem þeir höfðu fengið
; í laun fyrir setu í nefndinni eftir að
5 hún hafði verið lögð niður. í gær
var sagt að flokksbræðumir hefðu
endurgreitt ofgreidd laun en Guð-
| laugur Þór segist vilja árétta að
j ekki hafi verið um að ræða að þeir
Pétur hafi staðið í skuld við borgar-
j sjóð vegna málsins.
íslensk kirkjutónlist
í viðtali við Margréti Bóasdóttur
c á menningarsiðu í gær fórst fyrir að
| geta þess að tónleikarnir Gjafir and-
| ans með Margréti Bóasdóttur og
Bimi Steinari Sólbergssyni org-
| anista verða kl. 20 annað kvöld,
| sunnudagskvöld, í Langholtskirkju.
IHæsti vinningurinn
Einn Lengjuspilari datt heldur
betur í lukkupottinn í gær þegar
hann tippaði á leiki í Evrópukeppni
félagsliða. Hann tippaði á 6 leiki og
fékk stuðulinn 91,63 og greiddi
11.000 kr. fyrir miðann. Allir leik-
imir reyndust réttir og er vinning-
urinn því 1.007.930 krónur. Þetta er
hæsti vinningur sem fengist hefur í
Lengjunni á einn miða. Vísir.is
greindi frá.
Treysta yfirlýsingum
Getgátur banda-
rískra fræði-
manna um að
kjamorkuvopn
hafi verið geymd á
Keflavikurflug-
velh vora ræddar
á fúndi utanríkis-
| málanefhdar Alþingis í gær. Þar
í sagðist Halldór Ásgrímsson utan-
I rikisráðherra hafa skriflega yfirlýs-
;; ingu frá bandarískum yfirvöldum
um að kjamavopn hafi ekki verið
hér á landi. Halldór segir það hafa
komið skýrt fram á fundinum að
menn treysti þeim yfulýsingum
; sem komið hafa frá Bandaríkjunum
; i þessu máh og telji hann að málið
1 sé upplýst. RÚV greindi frá.
-AA