Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 ■ iV ^iFrjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskritt: ÞVERHOLT111, 105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vtsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftanrerð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Fram í rauðan dauðann Líkurnar á, aö hér á landi hafi verið geymd kjarna- vopn árin 1956-1959 hafa aukizt lítillega við birtingu rit- skoðaðra gagna úr bandaríska hermálaráðuneytinu, en ekki svo mjög, að sannað megi teljast. Deilan heldur því áfram, meðan ráðuneytið ritskoðar gögn sín. ísland er að vísu líklegt land milli Haiwai og Japans í stafrófsröðinni, en ætti ekki að vera á þeim lista, heldur á lista yfir Evrópulönd. Áhugaleysi fræðimannanna, sem grófu upp gögnin, á þessum þætti málsins vekur efa- semdir um, að þeir hafi vald á viðfangsefninu. Hitt skiptir svo alls engu í máli þessu, hvað stjórnvöld fullyrða hér á landi eða vestan hafs. Að trúa því, sem stjórnvöld segja í viðkvæmum málum, sem varða al- menning, er álíka barnalegt og að trúa því, sem ráðu- neytisstjórinn segir í þáttunum: „Já, ráðherra“. Við höfum nýlegt dæmi um slíkt. Á þriðjudaginn í þessari viku kom í ljós, að lyf, sem hermönnum í Persaflóastríðinu var gefið til vamar hugsanlegu eit- urgasi, hafði varanlegar aukaverkanir, sem fela í sér syflu, vöðvaþreytu, minnistap og svefntruflanir. Fljótlega eftir Persaflóastríðið 1991 komu upp grun- semdir um þetta, studdar fræðilegum athugunum. Bandarísk stjómvöld neituðu þessum skoðunum stað- fastlega og harðlega og hafa meðal annars látið framleiða fyrir sig rannsóknir, sem „afsanna“ ásakanirnar. Efasemdarmenn héldu samt áfram að stinga prjónum í málið. Það endaði með, að á þriðjudaginn voru birtar niðurstöður rannsókna, með aðild hermálaráðuneytis- ins, sem sýna á óyggjandi hátt, að 250.000-300.000 her- menn við Persaflóa voru látnir nota skaðlegt lyf. Bandarísk stjórnvöld hafa fram í rauðan dauðann neitað að viðurkenna þetta og em raunar enn að malda í móinn af veikum mætti, enda eiga þau yfir sér máls- höfðun tugþúsunda hermanna, sem biðu varanlegan skaða af völdum lyfsins pyridostigmine bromide. Vinnubrögð þessi eru engan veginn bundin við Banda- ríkin. Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi, Belgíu og Frakk- landi hafa beðið varanlegan hnekki af uppljóstrunum þessa árs um, að þau hafi látið undir höfuð leggjast að segja almenningi frá hættulegum matvælum. Fyrir bragðið er ekki lengur neinu trúað, sem heil- brigðisyfirvöld segja um hollustu eða óhollustu matvæla í löndum þessum. Til dæmis mundi ekki þýða að segja Evrópumönnum, að geisluð matvæli séu hættulaus, enda eru evrópsk stjórnvöld hætt að fullyrða slíkt. Við þekkjum hér á landi, að heilbrigðisnefndir og yfir- dýralæknir hafa með óbeinni aðstoð nýs landlæknis og Hollustuverndar ríkisins reynt að gera lítið úr spreng- ingu í kamfýlusýkingum á þessu ári og reynt í staðinn að gæta sunnlenzkra byggðahagsmuna. Við vitum því hér á landi, að viðeigandi yfirvöld hafa tilhneigingu til að taka sérhagsmuni fram yfir heilsufar almennings. Þetta er hluti alþjóðlegs fyrirbæris, sem hef- ur verið sett fram á skiljanlegan hátt í ýktu formi í þátta- röðinni um brezka fáðuneytisstjórann. Staðreyndin er einfaldlega sú, að algengt er um allan heim, að embættismenn telji það siðferðislega skyldu sína að ljúga að almenningi. Þegar upp kemst um þá, yppta þeir bara öxlum og snúa sér að næstu blekkingum. Embættismenn verða því aldrei nothæf heimild. Það svarar því engum spurningum um kjarnavopn á íslandi, þótt bandarísk stjórnvöld lýsi yfir, að nafn íslands sé ekki á tilteknum, ritskoðuðum lista. Jónas Kristjánsson Lexían af Tímor og tómarúmið í Asíu Það má kalla það í senn kaldhæðni örlaganna og dæmi um þá hræsni sem oft einkennir alþjóðasamskipti að Ástralia, eina rikið sem opinber- lega viðurkenndi blóði drifið hemám Indónesíu á Austur-Tímor, mun nú leiða alþjóðlegt gæslulið sem sent er til eyjarinnar í nafni þjóðfrelsis og mannréttinda. Nöturleg lexía Slik kaldhæðni og hræsni þarf svo sem ekki að draga úr ánægju góðvilj- aðra manna með að friðargæslulið fari til Tímor en lexían er heldur nöt- urleg fyrir ríki Asíu. Forasturiki Vesturlanda studdu í reynd innrás Indónesiu á Austur-Tímor árið 1976 en innrásin kostaði líf álíka fjölda manna og byggir ísland, og var því margtugfalt blóðugri en skálmöld síðustu vikna. Henry Kissinger, sem lauk fundum sínum með indónesískum ráðamönnum í Jakarta að- eins fáum klukkustundum áður en innrásin hófst, sagði það ekki í þágu bandarískra hagsmuna að sparka í Indónesíu, en Kissinger hafði áhyggjur af því hvað frelsishreyfing Austur-Tímor var vinstrisinnuð. Ástralía viðurkenndi innrásina form- lega, eitt allra ríkja, og Bretar hófu stórfellda og ábatasama vopnasölu til indónesíska hersins, þrátt fyrir gagnrýni heima fyrir. Ríki Vesturlanda kepptu hart um að ná hylli herforingjanna sem stjórnuðu ört vaxandi hagkerfi Indónesíu. Fáir sáu sprungumar í því kerfi, enda héldu Alþjóðabankinn og Alþjóöa- gjaldeyrissjóðurinn áfram að hlaða lofi á stjórn Suhartos allt fram undir hrun hagkerfisins i fyrra. Þegar hagkerfi Indónesíu hrundi snerist afstaða Vest- urlanda til Tímormálsins skyndilega við. Það var ekki lengur hættulegt hagsmunum Bandaríkjanna aö sparka i Indónesíu, enda var ríkið sem liggjandi mað- ur. Ástralíumenn, sem enn viðurkenndu þó formlega rétt Indónesíu til hemáms Austur-Tímor, stilltu sér upp i framvarðasveit áhugamanna um mannréttindi og þjóðfrelsi á eyjarpartinum. Evrópuráðið, Nató eða ESB hafa orðið til í Asíu heldur hefur póli- tískt samstarf á svæðinu þvert á móti snúist um að verja algert full- veldi hvers ríkis fyrir sig. Tómarúm Erlend tíðindi Jón Ormur Halldórsson Þótt hnattvæðingar í framleiðslu og viðskiptum hafi óvíða gætt eins mikið og í Austur- og Suðaustur- Asíu hafa ríki svæðisins ekki náð að aðlaga sig að skyldri þróun al- þjóðastjórnmála. Ástæðumar fyrir þvf hve ríki álfunnar ríghalda í kenningar um algert fullveldi ríkja má án efa rekja til hroðalegrar reynslu Asíumanna af nýlendutím- anum. Þetta hefur hins vegar leitt til þess að ríki utan Asíu reynast enn hafa hlutverki að gegna innan álfunnar. Hvað sem Asíumönnum finnst um ótrúlega hræsni Ástralíustjómar í Tímor- málinu, verða þeir að viðurkenna að það er vegna vanmáttar Asíuríkja í alþjóðamálum sem Ástralía hefur nú fengið hlutverk á Austur-Tímor. Púðurtunnur Úrelt kennisetning Hvers vegna skyldi Ástralía, ríki Evrópumanna á jaðri Asíu, til lögregluvalds á Austur-Tímor i greinilegri óþökk allra stjórnmálaafla, tiltölulega fámennt fá alþjóðlegt umboð Það eru púðurtunnur um alla Asíu og sumar þeirra era eins og Balkanskagi í öðra veldi, enda eru flest ríki Asíu byggð mörgum og oft mjög ólíkum þjóðum, en þetta hefur einmitt stuðlað enn frekar að ótta þeirra við erlend afskipti af sínum innri málum. Ýmsar afleiðingar hnattvæðingar í efnahagslífi hafa lagst á eitt með vaxandi áhuga almennings um alla Asíu á lýðræði og auknum mannréttindum við að veikja möguleika ríkisstjórna víða um álfuna við að halda saman ríkjum sínum með valdboði. Um leið hafa innanríkismál einstakra landa í vaxandi mæli orðið að alþjóðamálum. Það virðist hins vegar langt í land með að til verði í Asíu ríkjasamtök á borð við ÖSE í Evrópu, hvað þá samtök á borð við ESB eða Nató. Ekkert stórvelda Asíu getur heldur leikið leið- andi hlutverk við lausn vandamála álfunnar, Japan af sögulegum ástæðum, Kína af pólitískum ástæðum, Indland og Indónesía vegna vanmáttar. Tómarúmið í kringum Tímor á því eftir að endurtaka sig víðar í álfunni hers og almennings í Indónesíu? Hvers vegna ekki stórveld- in Japan eða Kína, risaríkið Indland, eða þá samstarfshóp- ur öflugra ríkja í kringum Indónesíu? Svarið við þessu snertir ekki einung- is Austur-Tímor og Indónesíu, heldur alla Austur- og Suð- austur-Asíu. Stóra kennisetningin á bak við allt alþjóð- legt samstarf á svæð- inu er sú að ekkert ríki skuli skipta sér af innri málefnum annars. ASEAN, samtök Suðaustur Asíuríkja, var ekki stofnað til náins samstarfs, heldur beinlínis til vamar þessari kennisetn- ingu. Engar stofnan- ir í líkingu við ÖSE, „Það eru púöurtunnur um alla Asíu og sumar þeirra eru eins og Balkanskagi í öðru veldi.“ 'Sfíoðanir annarra Orðaskak á lögþingi „Lögmaður er innst inni ekki svo mjög ánægður með þá stefnu sem orðaskakið í þinginu tók þegai- hrópað var inn í hvert eldhús í landinu að Þjóðveld- isflokkurinn hefði aðeins ein skilaboð til Danmerk- ur: Að tilkynna Dönum að Færeyjar væru fullvalda | ríki frá og með þessari stundu. Og þeir sem hrópuðu þetta vora tveir háværir og æstir þjóðveldissinnar s sem af innstu sannfæringu reyndu að boða þjóðveld- is- og þar með sjálfstæðisstefnu sína úr ræðustól lög- i þingsins. Þetta var ekki akkúrat það sem lögmaður jhafði hugsað sér. Hann hefur nefnilega átt í erfið- leikum með að ná fram þeirri ætlan sinni að komast að breiðri samstöðu stjómar og stjórnarandstöðu í lögþinginu fyrir viðræðurnar við Dani.“ Úr forystugrein Dimmalætting 19. október. Uppgjör við Suhartotímann j „Með kjöri Wahids sem forseta og Megawati sem jvaraforseta er nú hægt að vona að Indónesía taki enn eitt skrefið í uppgjörinu við Suhartotímabilið. Það nálgaðist sem betur fer sin endalok þegar Suharto lét völdin í hendur gamals bandamanns síns, Jusufs Habibies, eftir mikinn þrýsting. Habibie kom á óvart með því að boða fljótt fyrstu lýðræðis- legu kosningarnar í landinu og þó að þjóðin hafi ekki kosið nýjan forseta heldur þingið er ljóst hvert stefnir. Indónesía hefur stigið stórt skref fram á við.“ Úr forystugrein Aktuelt 22. október. Clinton kemur „Kemst skriður á Óslóar-samkomulagið þegar mikilvægustu persónumar í Miðausturlanda-deil- unni, Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, og Bill Clinton Bandaríkjaforseti koma til Óslóar? Mikilvægast er að forsetinn og hinir noti tímann til að leysa ágreininginn sem enn er til staðar. Ferl- ið byrjaði í Noregi 1993, í kyrrþey, á stórbýlum og í einkaíbúðum. Viðræðurnar héldu áfram í Ósló, enn í kyrrþey, áður en fréttin um að gamlir íjendur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.