Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 16
16 %iygarðshornið LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 JJj"V Gamalkunnug umræöa er farin af stað. Frá Bandaríkjunum berast vísbendingar um aö hér hafi ein- hvern tímann verið geymd kjarn- orkuvopn á Keflavíkurflugvelli - því er neitað með svolítið loðnu oröalagi sem skýra má með því prinsippi Bandaríkjamanna að neita hvorki né játa í slíkum mál- um - íslenkir vinstri menn neita að trúa nokkrum hlut enda amer- ískir ráða- og embættismenn kunnir að frjálslegri umgengni við sannleikann þegar svokallað þjóðaröryggi krefur, samanber það að enn eru þeir að þræta fyrir þátt sinn í ódáðum Pinochet-stjórnar- innar í Chile, meðal annars gagn- vart bandarískum þegnum, og stutt er síðan uppvíst varð um ráð- brugg þeirra og danskra stjóm- valda í Thule á Grænlandi - ís- lenskir ráðamenn þykjast hins vegar hafa fengið fullvissu um að þessi vopn hafi aldrei verið geymd hér og Björn Bjamason lætur eins og einhver hafl sakað hann per- sónulega um eitthvað. Svo koðnar þetta niður. Þangað til næst. * * * Vora geymd hér kjarnorkuvopn á ámnum 1956 til 59, eða síðar, í pörtum, í flugvélum, í skipum - einhvem veginn, einhvers staðar? Eða átti Keflavíkurstöðin einvörð- ungu að geyma atómvopn í ófriði eins og skjöl sem Valur Ingimund- arson hefur fundið benda til? Og var það þægilegri tilhugsun? Atómstöflin Kannski er það ekki aðalatriði málsins: ekkert sprakk, enginn dó. Hins vegar má velta því fyrir sér hvemig á því standi að þessi um- ræða kemur upp aftur og aftur. Skyldi það eingöngu vera vegna þess að höfundar skýrslunnar bandarisku séu haldnir annarleg- um hvötum, eins og ráðamenn Sjálfstæðisflokksins vilja meina? Hafi af óskýranlegum orsökum einhverja undarlega þörf fyrir að ala á úlfúð og hatri einmitt á Is- landi? Varla. Og þó þetta væm hinir verstu menn: umræðan kemur upp aftur og aftur af þeirri einfóldu ástæðu að við íslendingar vitum ekki hver sannleikurinn er í mál- inu. Við íslendingar getum aldrei vitað allt sem Bandaríkjamenn voru að bauka við á íslensku landi, því þeir voru utan íslenskrar lög- sögu. Við vitum sem sé ekki hvort á landi sem tilheyrir landfræðilega íslandi hafl verið geymd kjam- orkuvopn - við getum ekki vitað það fyrr en allri leynd hefur verið létt af skjölum hjá þeirri þjóð sem ráðið hefur yfir þessum landskika. Keflavíkurstöðin er nefnilega ekki á íslandi nema í landfræðilegum skilningi. Keflavíkurstöðin er i Bandaríkj- unum. * * * Þetta er það sem svona mál knýr okkur vonandi til þess að horfast í augu við. Það er eitthvað rauna- legt við að horfa upp á íslenska ráðhema ganga æ ofan í æ á fund einhverra fulltrúa og undirtyllna í ráðuneytum í Washington til þess að spyrja þá enn einu sinni út í það hvort það sé nú ekki alveg áreiðanlega satt að hér hafi engin kjamorkuvopn verið geymd. Þegar maður hugsar út í svo niðurlægj- andi ferðir getur maður ekki ann- að en skilið hvers vegna mörgu fólki sem viðstatt var lýðveldistök- una árið 1944 sámaði svo mjög að Bandaríkjamenn skyldu fá til frjálsra hemaðarafnota og umsvifa íslenskt land strax í kjöl- farið. Herinn skekkti allt í íslenskum efnahagsmál- um, jafnvel þótt sjálf- stæðismenn og framsókn- armenn reyndu að láta prívat- dreka sína liggja á Kanagullinu í staö þess að beina því út í þjóðlífið - og hann var líka mikill skaðvaldur í íslenskri pólitík: hann varð ekki einungis til að sundra íslenskum vinstri mönnum svo að enn er ekki í sjónmáli að þeir geti sam- Guðmundur Andri Thorsson einast, heldur efldi þessi sami her sovétholla kommúnista hér langt umfram tilefni vegna þess að þeim tókst einum flokka að virkja þau þjóðernissár- indi sem þetta afsal landsrétt- inda hafði í för með sér. Og enn súpum við seyðið af því. Og það er eins og þessi sami her komi í veg fyrir að við getum al- mennilega bor- ið höfuðið hátt sem þjóð og gengið til Evr- ópusamstarfs eins og þjóð meðal þjóða, þar sem við eigum heima, menningarlega og efnahagslega. Hins vegar má velta því fyrir sér hvernig á því standi að þessi umrœða kemur upp aftur og aftur. Skyldi það eingöngu vera vegna þess að höfundar - skýrslunnar bandarísku séu haldnir annarlegum hvötum, eins og ráðamenn Sjálfstœðisflokksins vilja meina? gur í lífi Fjarskiptatæknin bjargar deginum: Fjórir fréttatímar, barnauppeldi og þvottavélarf lutni ngur Jakob Falur Garðarsson, aðstoðarmaður samgönguráðherra, er dæmigerður nútímamaður sem þarf að sameina frama, fjölskyldulíf og ræktun vináttu, auk þess að fylgjast með fráttum af miklum móð. Sonur minn heitir Dagur. Og hann varð tveggja ára i gær, fóstu- dag. Það má með sanni segja að Dagur sé stöðugt í lífí mínu, og vit- anlega kemur hann við sögu þessa dags sem ég ætla að deila með les- endum helgarblaðsins - líkt og aðra daga. Það er miðvikudagur. Ég vakna við bröltið í syninum sem er kominn upp í að vanda. Litla systir hans, Júlía, tveggja mánaða gömul, sefur í vöggunni sinni og hefur ekki vit á því að koma upp í - ekki enn þá að minnsta kosti. Röntgenmyndataka í Domus Það er enginn morgunmatur. Ég drif strákinn á fætur. Venjulega fær hann sinn morgunmat í leik- skólanum og ég byrja vinnudaginn á því að sækja mér kaffibolla og blað - en ekki í dag. Fyrst þarf að bruna með drenginn í Domus Med- ica í röntgenmyndatöku. Átti nátt- úrlega ekki að taka nokkra stund, en klukkan er orðin rúmlega hálf- tiu þegar við feðgarpir rennum í hlað leikskólans. Þaðan lá leiðin beint niður i ráðuneyti, rétt til að sækja vinnufélaga fyrir fund sem við vorum að fara á úti í bæ klukk- an tíu. Talhólfin ómissandi Fundurinn var sérlega ánægju- legur - ekki síst fyrir þær sakir að þar fékk ég loksins langþráðan fyrsta kafFibolla dagsins, og klukk- an orðin tíu! Hann var hald- inn hjá hinu ágæta fyrir- tæki Gæða- miðlun, en á þeim bænum er verið að vinna að nýj- um vef fyrir ráðuneytið, og vora vefsmið- imir að kynna fyrir okkur fyrstu hug- myndir sínar um verkefnið. Fundinum lýk- ur um hálftólf, og ég er ekki fyrr búinn að kveikja á GSM- símanum en hann lætur vita um skila- boð í talhólf- inu. Og skila- boðin? Jú, kon- an að segja leik- skólann hafa hringt þvi Dag- ur sé greinilega kominn með hita. Ég skýst því þangað, sæki strák- inn og fer með hann heim, og svo aftur sem leið lá í vinnuna. Þegar hér er komið sögu er klukkan komin ískyggilega nálægt tólf, en í hádeginu átti ég fund í ráðuneyt- inu með ráðherra og góðum gesti. Hafði reyndar tvíbókað mig í há- deginu, en sem betur fer kemur það eiginlega aldrei fyrir. Þarna varð ég þó að afboða mig á annan fund með nokkuð skömmum fyrir- vara. Rétt áður en ég fer inn á há- degisfundinn hringir síminn og ljósmyndari DV segist vera fyrir utan til að smella af mynd, tilefnið ætti að vera augljóst. Ég hleyp nið- ur, nokkuð léttur á fæti, brosi framan í ljósmyndarann í tíu sek- úndur, og hleyp svo aftur upp - ekki eins léttur á fæti. Árangur myndatökunnar er væntanlega öll- um ljós núna. Fréttapakka gúlpað niður í hádeginu sátum við saman til rúmlega eitt, yfir ágætu heilsufæði sem Sæunn, ritari ráðherra, getur töfrað fram með ótrúlega skömm- um fyrirvara. Eftir það tók við nokkuð hefðbundinn vinnudagur ef svo má segja, það er að sinna ýmsum verkefnum við skrifborðið. Þegar heim er komið er ljóst að gera verður út leiðangur í mat- vörabúð og apótekið, og það vafð- ist ekki fyrir mér og minum. Aftur heim, og nú upphefst kvöldmatar- tíminn með öUu því sem honum fylgir, þar á meðal að svolgra í sig kvöldfréttapakkann. Sex-fréttimar fóru reyndar fyrir ofan garð og neðan vegna búðarferðanna, en ég náði sjö-fréttunum, hálfátta-frétt- unum og svo fyrsta átta-fréttatím- anum á SkjáEinum. Ljóster að þar er á ferðinni kærkomin viðbót, og nú er bara að sjá hvort Skjárinn verði hluti af fréttarútínunni. Eftir að börnin mín vora sofnuð skeUti ég á mig hattinum minum og ók sem leið lá upp í Hlíðar hvar góður vinur minn beið mín með þvottavél í skottinu, en ég hafði lofað honum fyrr um daginn að renna við og rétta honum hjálpar- hönd við að koma hinu mjög svo nauðsynlega heimilistæki í hús. Úmissandi SMS-kerfi Aftur heim, og nú sló ég eins og góðum tengdasyni sæmir á þráð- inn til tengdapabba, í ljósi þess að hann átti jú afmæli þennan dag. Fyrr um daginn hafði ég einmitt sent honum SMS-afmæliskveðju í nýja fina símann hans. Þá, rétt áður en dagur rann, bar ég loks á borð fyrir konuna mína Umandi kvöldkaffi með örlitlu súkkulaði tU yndisauka, svona aö- eins til að njóta á meðan fylgst var með kvöldfréttunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.